Lesbók Morgunblaðsins - 30.08.1980, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 30.08.1980, Blaðsíða 8
miÆmé Morgunblaöíö tók þátt í ellefu daga ferð um gönguleiðir Hornstranda í lok júlímánaðar. Ferðin hófst að Höfn í Hornvík og var gengið að Hornbjargsvita í Látravík, og yffir í Aðalvík með viðkomum að Horni og Höfn í Hornvík, Búðum í Hlöðuvík, Fljótavík og Aöalvík. Veður var sérstaklega gott, sólskin og heið- ríkja fram á síðasta dag. Náttúrufegurð er óvíða meiri og fjölbreyttari en á Hornströndum. Þverhnípt björg eru með yztu ströndum, fjalllendi er hrjóstrugt, en á milli gróðursælar víkur, girtar fögrum fjallahring. Dýralíf er fjölbreytt, en gróðurfar á í höggi við náttúruöflin, sem oft léku íbúa Hornstranda grátt. Byggð lagðist endanlega niður á Hornströndum í byrjun sjötta áratugsins. Þær eru nú alfriðaðar og markast fríðlandið af hugsaðri línu, dreginni úr botni Furufjarðar yfir í botn Hrafnsfjarðar. Gera menn sér vonir um, að svæðið geti orðið griðastaður fyrir við- kvæman gróður og dýralíf. Ekki verður komist um Hornstrandir nema sjóleiðina meö ströndum eða á tveimur jafnfljótum og er þangað er komið verður ferðalangur að treysta á sjálfan sig. Margar skemmtilegar gönguleiðir er þarna að finna, eru margar þeirra varðaðar og að sögn þeirra, sem hafa viðmiðun við gönguleiðir víðar á öræfum landsins, eru gönguleiðir Horn- stranda ekki mjög erfiðar yfirferð- ar. Sagt hefur verið frá ferð þess- ari í máli og myndum í fjórum greinum í helgarblöðum Morgun- blaösins í byrjun ágústmánaðar, en hér og á forsíðu Lesbókarinnar í dag eru birtar nokkrar litmyndir, sem teknar voru í ferðinni. Myndafrásögn af gönguför um Hornstrandir eftir Fríðu Proppe Þessi jeppabifreið er af árgerð 1955 og hefur eflaust litið betur út það árið. Jeppinn er þó enn gangfær og gerir heilmikið gagn og vakti stutt skemmtiferð á honum mikla kátínu þeirra yngstu í hópnum. Uppi á þaki eru, talið frá vinstri: Jóhann Guðmundsson og Þórgunnur Stefánsdóttir frá Akranesi, þá Sigríður Jósepsdóttir, Hnífsdal, Ásbjörn Sigurðsson, Mosfellssveit er á leiðinni upp á þak og undir stýri er fararstjórinn Jósep Vernharðsson Hnífsdal. Á bak við hann, inni í jeppanum, er sonur hans Vernharöur. Hvílst í efstu hlíöum Miðdals á leið upp á Hornbjargsbrún. I baksýn Jörundur t.v. og Kálfatindur. f.Tl irtTj iinihiniii TiTT

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.