Lesbók Morgunblaðsins - 04.02.1984, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 04.02.1984, Blaðsíða 6
Þórbergur Nýjung í Þórbergs- fræðum „Það er ekki trúlegt, sem sagt er í formála bókarinnar, að Guðbjörg móðir Sólrúnar hafi „ráðið miklu um hvernig fór um kynni þeirra Þórbergs“, að minnsta kosti hefur hún ekki ráðið mestu um það. Á móti því mælir ýmislegt í bréfunum sjálfum og alveg sérstaklega fyrsta bréf eftir „hléið“, sem áður var vitnað í.“ EFTIR SIGFÚS DAÐASON Nú fyrir jólin var, eins og alþjóð má vera kunnugt, gefið út í bók dálítið safn af bréfum sem Þórbergur Þórð- arson skrifaði ástkonu sinni og barnsmóður, Sólrúnu Jónsdóttur, á árunum 1922 til 1931. Fáeinum mönnum hefur verið kunnugt um að þessi bréf væru til, en varla búizt við að sjá þau á prenti í bráð. Útkoma þeirra er auðvitað höfuðviðburður í Þórbergsfræðum. Um bókina (Bréf til Sólu Bréf til Sól- rúnar Jónsdóttur rituð af Þórbergi Þórðarsyni. Útgef- andi Guðbjörg Steindórsdóttir. Formáli eftir Indriða G. Þorsteinsson.) er óhætt að segja að hún eykur vitneskju lesenda um Þórberg Þórðarson, en líklega er það sönnu næst að hún fjölgi um leið spurningunum varðandi líf hans og „innri mann“. Fyrst er þá það, að í þessum bréfum kemur í ljós maður sem virðist í fljótu bragði töluvert ólíkur þeim Þérbergi sem lesendur þekkja af öðrum ritum hans frá svipuðum tíma. Því verður varla neitað að sálarlíf Þór- bergs virðist hafa einkennzt af nokkrum þyrrkingi, eða tilfinningalegri varúð (sbr. t.d.: „Ég hef sem sagt aldrei átt vini og ekki viliað eiga vini. Það eru of stórar skyld- ur samfara því.“ I kompaníi við allífið 65). Um þessar mundir, upp úr 1920, hefur Þórbergur fyrir alllöngu komið sér upp varnarkerfi sem er fólgið í ólíkindum og sprelli og ýkjum um sjálfan sig. Vinir hans margir hafa ýtt undir þessa gervis-smíð; vinur hans Hallbjörn Hall- dórsson, sem mun annars hafa haft fyllri þekkingu á persónuleika Þórbergs en flestir aðrir, talar í grein sinni um Þórberg sextugan um „kátlega hnykki hins knæfa skemmtunarmanns". Bréf Þórbergs sem til eru frá þessum tíma, sum prentuð, önnur óprentuð, til dæmis bréfin sem hann hefur sent kunningjum sínum sumurin sem hann var á ísafirði hjá Vilmundi Jónssyni, eru full af þessum „kátlegu hnykkjum", — öll nema bréfin til Sólrúnar. Ástarsaga Sólrúnar og Þórbergs er rakin til nokkurr- ar hlítar í formála bókarinnar. En sú saga hófst á árinu 1918. Móðir Sólrúnar var því mjög mótfallin að dóttir hennar legði lag sitt við Þórberg. Fór svo að Sólrún giftist öðrum manni árið 1919 og hefur samband þeirra Þórbergs þá rofnað um sinn. En víða í bréfunum er vitnað til þessa fyrri sælutíma þeirra Sólrúnar og Þór- bergs. Um bréfin til Sólrúnar, eins og þau liggja fyrir í bókinni, er þess að gæta að hvorki er hægt að fullyrða né þvertaka fyrir að öll þau bréf sem Þórbergur skrifaði Sólrúnu Jónsdóttur á því tímabili sem bókin tekur yfir séu hér samankomin eða hafi yfirleitt varðveitzt. Aug- ljóst er þó að það er mjög ólíklegt. Og þó ekki séu nein bréf til frá tímabilinu 7. ágúst 1923 til 12. nóvember 1925 er sízt hægt að draga af því þá ályktun að engin bréf hafi verið skrifuð eða send á þeim árum. Snemma á því tímabili, eða í febrúarlok 1924, fæðist barn þeirra Sólrúnar og Þórbergs, litlu síðar deyr eiginmaður Sól- rúnar og einhverntíma á þessu tímabili hefur orðið tilfinningaleg breyting á sambandi Þórbergs og Sólrún- ar. Næsta bréf í safninu eftir hléið ber vott um misklíð milli elskendanna, og er þvílíkt sem Þórbergur sé að verjast ásökunum þegar hann segist heldur vilja „lifa ógiftur en selja illum málstað sálu sína“. Nokkrar ályktanir mætti draga af bréfi til Vilmundar Jónssonar dagsettu í Reykjavík 8. október 1923; Þórbergur er þá nýkominn til Reykjavíkur á fund ástkonu sinnar, eftir dvöl hjá Vilmundi á ísafirði. En samt er honum harla myrkt fyrir sjónum: „Mér finst alt auðvirðilegt, lítil- mótlegt og tíkarlegt ... Eg reika lengst um einn út um holt og mela eins og fordæmd sál ... Alt mitt rósemis- jafnvægi er hrunið í rústir." (Bréfið er prentað í Tíma- riti Máls og menningar 1973.) Ástarsaga Þórbergs og Sólrúnar verður auðvitað ekki nema að litlu leyti lesin út úr þessum bréfum. Hafa verður í huga að Þórbergur er rígfullorðinn maður, nærri hálf-fertugur þegar bréfaskiptin byrja, og ástkona hans níu árum yngri. Það er ekki laust við að í fyrstu bréfunum sé dálítið líkt og skólakennarinn sé að skrifa stíl, eða ferðasögu, eða dagbók, til afnota fyrir kunningjastúlku sína; líkt og samband þeirra sé fremur tildragelsi eins og Þórbergur hefði sagt, en innileg ást. Sem dæmi um mælskukennda útmálun ástarinnar má benda á bls. 26: „Ást milli karls og konu er máttugasta og dýrlegasta aflið, sem í mannsbrjóstinu býr ... Ástin vökvar gróður hjartans ... fyllir sál vora fegurð og yndisleik" osfrv. osfrv. ... Og allt er þetta skrifað í nákvæmlega útmældum málsgreinum. Það er varla fyrr en í 6. bréfi, frá ísafirði 6. ágúst 1922, að vart verður innileika, og er því líkt sem bréf Sólrúnar hafi snortið elskarann svo djúpt að tilfinningarnar verða mælsk- unni og fróðleiknum yfirsterkari. Eftir það má heita að einlægni og ást bréfritarans magnist og dýpki þar til bréfaröðin rofnar um sinn sumarið 1923. „Mig furðaði ekki á því þó að þú héldir, að eg væri farinn að gleyma þér. En það er öðru nær. Eg sakna þín átakanlega mikið og þrái þig öllum stundum. Áður en þú fórst suður, elskaði eg þig eins heitt og mér fanst að nokkur maður gæti elskað, jafnvel heitar ... Mig lang- ar ekki að eins til að auðsýna þér ástúð mína þessi fáu augnablik, sem þú ert hjá mér sem gestur. Minna en heil mannsæfi, heil eilífð, dugir mér ekki til þess að geta látið þér alla þá ástúð í té, sem eg ber til þín.“ (20. febrúar 1923.) Og í síðasta bréfi fyrir „hléið“ (7. ágúst 1923, frá ísafirði): „Eg veit að ást mín til þín á sér engan enda. Hún verður æ dýpri og sterkari eftir því, sem eg er lengur með þér og kynnist þér betur.“ En þegar eiginmaður Sólrúnar er látinn og brautin bein, að því er ætla mætti, hvað gerist þá? í þessu bréfasafni er ekki að leita nema óbeinna svara við því, en örvæntingin og myrkrið í bréfinu til Vilmundar í október 1923, sem vikið er að hér að framan, hlýtur að

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.