Lesbók Morgunblaðsins - 25.05.1985, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 25.05.1985, Blaðsíða 2
 Fjórar danskar myllur. 1. Ein af hinum stóru tilra unamyllum, sem ætlunin er að raðsmíða í framtíðinni. 2. Tveggja blaða mylla. 3. Vindrósin —- myllugerð, sem mun bverfa. 4. Þriggja blaða skrúfumylla, sem mun verða ráðandi £ heimsmarkaðnum um sinn ... Danskar vindmyllur um víöa veröld Danmörk gegnir nú ótvíræðu forystu- hlutverki í heimin- um, hvað varðar vindmyllusmíði. Það byggist á aldagam- alli þekkingu og reynslu hins vind- barða samfélags bænda og handiðn- aðarmanna. Þá reyslu færa verk- fræðingar sér í nyt nú á dögum með svo ágætum árangri, að nýjar danskar vindmyllur spretta upp víðsvegar um heiminn. Heimsmeistararnir á sviði loftaflsfræði verða nú að horfast í augu við þá stað- reynd, að þeir hafa beðið lægri hlut — og það á heimavelli. Þótt Bandaríkin geti státað af mesta flugvélaiðnaði í heimi, standa þau ekki Danmörku á sporði, þegar um vindorku er að ræða. Til marks um það eru yfir 4000 nýjar, danskar vindmyllur, sem setja greinilegan svip á landslag Kaliforníu endilangrar. Saman- lögð orka frá þessum vindmyll- um nemur um 500 megavöttum, sem samsvarar orkunni frá kjarnorkuveri af minni gerðinni. En þetta gerist ekki einungis í Bandaríkjunum, heldur spretta nýjar, danskar vindmyllur upp um heim allan. Auk hinnar löngu reynslu Dana af vindmyllum liggja einn- ig að baki velgengni þeirra á þessú sviði þau hyggindi, að hönnuðirnir héldu sig við litlar myllur í upphafi, sem gætu ör- ugglega borið sig, en í Banda- ríkjunum hugsuðu menn stórt og byrjuðu á stórum og háþróuðum vindmyllum, án þess að rekstr- argrundvöllur væri tryggður. En baráttan um beizlun vindork- unnar verður hörð á næstu ár- um. Þróun hinna hagkvæmustu vindmyllna er nú fyrst að hefj- ast fyrir alvöru, og þess vegna eru Danir ekkert að gaspra um allt, sem þeir vita og hyggjast fyrir í einstökum atriðum á þessu sviði. Alagið er reiknað út með tölvum Á komandi árum munu vindmyllurnar verða endurbætt- ar samkvæmt einkunnarorðun- um: Stærri, ódýrari og afkasta- meiri. Þróun vindmyllna á sér stað í samræmi við fræðilega útreikn- inga og raunhæfar mælingar, með samvinnu rannsóknaraðilja og vindmyllusmiða. Með hliðsjón af óteljandi mælingum er nú hægt að gera miklu nákvæmari útreikninga varðandi hönnun á vindmyllu en fyrir aðeins tíu ár- um. En vindmyllur verða fyrir svo margháttuðu, aflfræðilegu álagi af völdum veðurs, að jafn- vel hin háþróaðasta tölvutækni gæti tæplega nokkru sinni séð fyrir allt, sem gerzt getur í því efni. — Eitt hið erfiðasta við hönn- un vindmyllu er að búa til rétta gerð af spöðum, segir Flemming Rasmussen, verkfræðingur á til- raunastöðinni i Riso. — Ef miðað er við ákveðnar aðstæður, hvað vinda snertir, er hægt að reikna út hinn full- komna spaða, en í framkvæmd myndi ekki borga sig að smíða hann. Allt of mikið af glertrefj- um færi í hann. Jafnframt hafa menn enga tryggingu fyrir því, að það snið spaðans, sem er bezt við hin tilteknu skilyrði — t.d. hið algengasta vindafar á staðn- um, þar sem á að reisa vind- mylluna — búi einnig yfir góð- um eiginleikum, ef vindaflið eykst. Það er heldur ekki víst, að hið áætlaða snið spaðans muni þola áraun vindsins í þau 25 ár, sem myllunni er ætlað að duga. Þess vegna reynum við að reikna út bezta meðaltal þessara þátta, segir Flemming Rasmus- sen. Þó að hinir fræðilegu útreikn- ingar verði stöðugt áreiðanlegri, eru raunhæfar mælingar sem sagt nauðsynlegar á hinum ýmsu myllugerðum. Álagið er nú reiknað út með rafeindatækni. Niðurstöður mælinganna geta komið framleiðendum að haldi við mat á því, hvort þeir hafi af öryggisástæðum ofreiknað glertrefjaefnið í spaðana eða að vinnan við logsuðu við byggingu turnsins hafi verið óþarflega mikil og dýr. Nú eru byggðar þrjár mismun- andi gerðir af turnum. Það eru rimlaturnar, sterkir stálrörs- turnar og turnar úr mjóum rör- um með stögum. Allar gerðir hafa reynzt ágætlega, og ekki er gert ráð fyrir miklum breyting- um á þeim. Það eru oft fagur- fræðileg sjónarmið, sem ráða, þegar turngerðir eru valdar, seg- ir Rasmussen. Aftur á móti er hægt að bæta rafla myllnanna. Nú eru fáir raflar sérhannaöir fyrir vind- myllur. Flestir eru úr öðrum vél- um. En á næstu árum verður lögð áherzla á sérhönnun rafla og tanndrifa. TVEGGJA EÐA Þriggja Blaða skrúfur Þótt búizt sé við, að þriggja blaða skrúfumyllurnar muni verða algengastar í þróuninni á næstu árum, getur það einnig gerzt, að ein af tveggja blaða myllugerðunum veiti þeim nokkra samkeppni. Nú er verið að reyna tveggja blaöa myllu á tilraunastöðinni í Riso. Kostur- inn við aðéins tvo spaða er sá, að það er auðveldara og ódýrara að hanna nöf og spaða þannig og jafnframt dregur ekki eins snöggiega úr orkuframleiðsl- unni. Spurningin er þá sú, hvort sparnaðurinn við stofnkostnað- inn er nægilega mikill til að vega upp á móti svolítið minni orku- framleiðslu. Hinar gömlu, góðu vindrós- armyllur, sem lengi hafa sett svip á sveitir Danmerkur, halda nú ekki lengur velli í samkeppn- inni. En þær höfðu algerlega yf- irhöndina til loka 8. áratugarins. Árið 1979 voru 80 af hundraði vindmyllna í Danmörku af vindrósargerð. En ofsalegir stormar í nóvember 1981 leiddu í ljós veikleika þeirra og á annað hundrað eyðilögðust.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.