Lesbók Morgunblaðsins - 19.11.1988, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 19.11.1988, Blaðsíða 2
U R s ■ ■ 0 G U T A R 1 I S L A N D I JSI N A R V 1 1 1 Móralskar hugvekjur Frá miðöldum er til töluvert af ritum þar sem skáktafl er kennt en yfirleitt er þó ekki greint frá öðru en gangi mannanna og ein- földustu leikreglum. En frá þeim tíma er einnig for- vitnilegur bálkur rita þar sem skák er líkt við mannlífíð og dregnir lærdómar af. Mætti kalla það móralskar hugleiðingar. Höfundamir lögðu yfírleitt mikla áherslu á líkingamar og mannlega breytni en skákina en þó hafa þessi rit ef til vill átt þátt í að auka útbreiðslu hennar með því að kynna hana víðar en áður og festa nafngiftir á mönnum í sessi. Á seinni hluta 16. aldar var slíkri skák- hugleiðingu snarað á íslensku og er líklega það fyrsta sem ritað er um skák á íslensku svo varðveist hafí. Það gerði séra Gottskálk Jónsson í Glaumbæ. Hann var dóttursonur Gottskálks biskups Nikulássonar á Hólum, fæddist um 1520 og dó um 1590. Hann var í fremstu röð klerka í Skagafírði á sinni tíð, prófastur og fór nokkur ár með sýslu- völd. Ámm saman sat hann i Glaumbæ og andaðist þar. Gottskálk var áhugasamur um fom fræði, samdi meðal annars annál sem við hann er kenndur. Þá liggur eftir hann mikil skrudda með margs konar efiii sem kölluð er Syrpa Gottskálks í Glaumbæ og er varðveitt í British Museum en þar er ein- mitt útlegging hans á mórölsku hugleiðing- unni: Setning að skáktafli. Allir þessir hlutir reiknast í sinni stétt og stöðu sem eitthvert skáktaflsborð. Það er skipað með sundurskiptilegum reitum, svörtum og hvítum, hvað er merkir tvenna undirstöðu mætrar og bjartrar miskunnar af guðs hálfu, gefín hans heimulegum mönnum sjmda með margfaldri birti af vegna veralds kon- ungs Iýðs. En það taflfólk sem fram er sett yfír leikborði fyrir þessa heims lýði er sundur greinist með skipan ýmisra stétta um heimsins hálfur, allir eitt leidd- ir og upp teknir af einni hirslu og undir- stöðu kvenlegs kviðar, hveijir átta menn hafs sundurgreinileg nöfn. Kallast einn af þeim rex. Það þýðist yfirvalds konungur síns undirgefíns fólks. Ánnar kallast regina, það er drottning; þriðji miles, það er sem einn riddari vaskur; fíórði alfínus, það þýðir einn biskup á vora tungu; fímmti rokus, það svo gott sem rösklegur hrókur; ped- inus, það er sem ein peðsnydda hafandi minnst yfírlát af öllum þessum mönnum. En þessi leiksháttur er svo felldur að hver grípur af öðrum og stríðir upp á annan og drepast burt af borðinu þar til leikurinn er endaður. Eru þessir tafl- menn þá með lagðir í fyrirætlaðan stað. Hyggjum nú að glósa gang þessara taflmanna. í þessum leik hefur konung- urinn mikla makt eftir hætti yfír aðra fram því að hann hefur liðugan gang umhverfís sig og drepur menn á tvær hendur. Það merkir að konunglegt vald ber makt yfír alla sína undirmenn að ákveðinni réttlætisreglu þótt hann megi aila sér minni háttar menn og þeirra hlut að sér taka því að hvort hann fer nær sér eða fírr. Regina, er sumir menn kalla frú, hef- ur ganga skakkreitis og í bug því að þess háttar kyn er hið ágjamasta. Fyrir því kallast það bjúgt sem órétt er en það er órétt sem án réttinda skeður. Hrókus er merkjandi fyrir sig og sinn ganga rétta dómara eða valdsmenn þá sem fara eða eru um víðemi veraldarinn- ar og þó hvergi hallt né skakkt af réttum veg. Því að valdsmaðurinn á réttur að vera, ella er hann ei réttferðugur, alla hluti semjandi og setjandi með skyn- semdar línu augum, þyrmandi í móti réttu, hvers kyns sem í móti er eður í gegn. Hér endar þýðing séra Gottskálks áður en hann hefur gert hinum mönnunum skil en í þeim erlendu ritgerðum af þessu tagi, sem varðveist hafa, er gerð grein fyrir þeim öllum. Þar em biskupunum ekki vandaðar kveðjur. Þeir ganga á ská bæði á skák- borðinu og í lífínu en það merkir að ágimd- in beini þeim af þröngum vegi dyggðarinn- ar. Riddarinn gengur bæði beint og á ská en það táknar annars vegar réttlætiskennd hans en hins vegar ódyggðir. Peðið gegnir hlutverki almúgamannsins. Það á einskis annars úrkosta en ganga beint áfram en það drepur á ská og fremur þá vitanlega sjmd. Ef peð kemst upp í borð brejtóst það í drottningu, sem gengur einmitt skakkreit- is, og sýnir það að múgamaður, sem kemst til mannvirðinga, verður ágjam og óréttvís. Það er því ekki heppilegt fyrir alþýðumenn að komast í hærri stöður en þeir em bomir tiL Fmmgerð þessarar hugvekju mun frá 13. öld og í sumum handritum er jafnvel talið að Innocentíus III páfí (1198—1216) sé höfundur hennar. Það þykir þó afar hæpið að svo voldugur guðsmaður lýsi biskupunum sem jafii miklum vafagemsum og gert er í ritgerðinni. Líklegri höfundur er John nokk- ur af Waleys, velskur fransiskanmunkur sem uppi var á síðari hluta 13. aldar og samdi mikil lærdómsrit. Þykja ummælin um ágjama klerka líklegri til að koma úr §öður- staf betlimunks en umsvifasams páfa. í tímans rás bættust nýjar líkingar smám saman við. Ein sú vinsælasta var að minna S að í lífinu, eins og skákinni, voru menn alla ævi sömu stéttar, riddari var riddari, kóngur kóngur o.s.frv. Þegar skák er lokið eru taflmennimir látnir í poka og verða þá allir jafnir því þar getur peðið lent ofan á kónginum. Eftir dauðann eru jarðneskir menn einnig jafnir, bændur, aðalsmenn og kóngar, hversu mjög sem veraldarláninu hefur verið misskipt í lifanda lífi. Þá var það algengt að láta menn tefla við djöfulinn eða dauðann. Það fer jafnan á eina leið, að djöfullinn segir „skák“ og ef ekki er bætt úr segir hann „mát“ og flyt- ur sál mannsins til vitis. Það er ekki lítið lagt undir í því tafli. í útleggingu í lokin var jafnan minnt á að mönnum væri nauð- sjmlegt að skrifta reglulega og hjálpa sálu sinni með gjöfum og góðverkum til að vera viðbúinn því að tefla endataflið erfíða við dauðann. Ein frægasta og ítarlegasta hugvekja þessarar tegundar, eftir Jakob de Cessolis, var samin á síðari hluta 13. aldar. Bæði er hún löng og ítarleg, skipulega samin og skýrleg í framsetningu. Hún skiptist í Skák endar með vígaferlum. Lýsing úr nokkra þætti og er fyrst sögð dæmisaga eða dregin upp líking en síðar fylgir sið- ferðileg útlegging. Hugvekja þessi barst víða um Evrópu og Englendingum þótti hún svo merkileg að hún er ein fyrsta bókin sem prentuð var í Englandi, á síðasta fjórðungi 15. aldar. Annars konar þróun var að einstökum mönnum voru gefnir sérstakir eiginleikar. Til dæmis má taka verk eftir dóminikana- munk nokkum, meistara Ingold sem uppi var á 15. öld, þar sem baráttan við dauða- syndimar fer fram á skákborðinu. Skákin sjálf vísar bæði til ofdrambs og auðmýktar og sérhver skákmaður táknar ákveðið hug- tak. Kóngurinn táknar rökhugsun, drottn- ingin vilja og biskupinn minni. Riddarinn er hermaður og hrókurinn dómari en peðin hafa margs konar eiginleika. Taflborðið táknar tímann þar sem hvftu reitimir merkja daginn en þeir svörtu nóttina. Leikurinn á taflborðinu er svo líking af mannlífínu og baráttunni við djöfulinn og sjmdimar. Notalegri líkingar er að fínna í fimalöngu frönsku miðaldakvæði, sem kalla mætti ást- arskák á íslensku. Þar er lýst dásemdum lífsins I Ánægjugarðinum en söguhetjan teflir þar m.a. við fegurðardís nokkra og á taflið að lýsa tilfinningalegum samskiptum þeirra. Eins og hjá meistara Ingolf eru tafl- mennimir tákn um ýmislegt annað og meira en sjálfa sig. Hvíta drottningarhrókspeðið merkir Ld. æskuna og rísandi mána, ridd- arapeðið fegurðina og rósavönd, biskupspeð- ið einfaldleikann og lamb og þannig mann fram af manni. Er þetta saman sett af mikl- um lærdómi en þó hefur fræðimönnum tek- ist að ráða í leikina og sýna hvemig skákin tefldist. Lokin eru á þessa lund og verður þá að hafa í huga að biskupinn gat aðeins komist á flóra næstnæstu reiti við þann sem hann stóð á og drottningin gekk einn reit á ská. Yngismærin hafði svart og lék: 1. — a4, 2. Kbl - a3, 3. Kal - Dc3, 4. Kbl - a2+, 5. Kal — Db2 mát. Hvemig svo sem úrslitin urðu var hitt víst að ástin sigraði, bæði á taflborðinu og utan þess. Það er þó mun auðveldara að tefla bara venjulega skák en táknmálsskák af þessu tagi þegar allt kemur til alls. Var vinsælt um langa hríð að setja sam- an alls konar verk af líku tagi en þegar kemur fram á 17. öld dofnar jrfír enda er skáklistin þá komin á annan grundvöll. Höfundur starfar á Þjóöskjalasafni. Srönsku 15. aldar handriti. E R L E N D A R B Æ K U R Guðbrandur Siglaugsson tók saman CHRISTOPHER HIBBERT: ROME THE BIOGRAPHY OF A CITY. Penguin Books. Þessu riti er ætlað að vera ágrip af sögu Rómaborgar frá tímum hinna etr- úrsku kónga til síðustu daga Mússólínis jafnframt því að vera leiðsagnarrit þeim sem skoða þessa aldagömlu og merkilegu borg. Því síðamefnda til stuðnings eða sönnunar er þriðji og síðasti hluti þess, þar sem er að fínna upplýsingar um bygKÍngar, legu þeirra, sögu og hvaða listaverk þar er að fínna. Fyrsti hluti ritsins nær frá örófínu og fram jrfír endurreisn, sá næsti um aldim- ar þar á eftir til daga fasismans. í eftir- mála er lítillega fjallað um borg nútí- Það kennir margra grasa í þessari bók fræðimannsins Hibberts og eru margar mjmdir í henni ásamt uppdráttum. Hún er vitaskuld skemmtileg þar sem ekki er nuddað lengi við hvert atriði, heldur er lífí komið inn í allar frásagnimar. Bókin er tæpar fjögur hundruð síður í stóru broti og góðu. PATRICIA HIGHSMITH: THE TWO FACES OF JANUARY. Penguin Books. Rydal Keener var á flótta. Hann kvaddi fjölskyldu sína í skyndi, sigldi frá Bandaríkjunum austur um haf og sat um kjurt í Aþenu. Hann var ekki sáttur við lífíð. Hann var opinn fyrir öllu og leitaði ævintýra. Hann vingaðist við Nico sem átti innangengt í alla vafasama kjallara borgarinnar, eignaðist vinstúlku og sólin hamaðist við að skína, Rydal var þrúgaður af tilbreytingaleysi og með hjálp gamalla guða urðu þau á vegi hans MacFariand og spúsa hans. Lífsháska- leikurinn hófst með því og eins og Patric- iu Highsmith einni er lagið, sest uggur að lesandanum. Gæti það og komið fyrir mig? Einatt er uggurinn um sannaða sekt viðfangsefni höfundar og leikur frú- arinnar slfkur að viðkvæmu fólki fínnst hún hljóta að vera haldin djöfli. Þeir sem á annað borð eru háðir Highsmith verða ekki fyrir vonbrigðum með lestur þessar- ar bókar sem konfi fyrst út árið 1964.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.