Lesbók Morgunblaðsins - 13.05.1989, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 13.05.1989, Blaðsíða 7
Fredsholm - þetta virðulega ogglæsilega íbúðarhús varbeimili Gunnars og vinnu■ staður í Danmörku. reyndar. Ef til vill á þetta við um allan góðan skáldskap. V Á árum heimsstyijaldarinnar fyrri og allt fram yfir miðjan þriðja aldartuginn eiga sér stað mikil straumhvörf í íslensku menning- arlífi og íslenskum bókmenntum. Tími raun- sæisskáldanna var liðinn, heimsmynd þeirra hafði orðið fyrir óbætaníegu tjóni og riðaði til falls. Kennisetningar Einars H. Kvaran og félaga hans umbreyttust í nátttröll, staðnaður veruleiki 19. aldarinnar og óskeikul kristin siðfræði urðu að víkja fyrir nýjum gildum öngþveitis og upplausnar. Reynsla nýs tíma kvað dauðadóm yfir alda- gömlum siðareglum og trúarhefðum. Gunn- ar Gunnarsson, Jóhann Siguijónsson, Sig- urður Nordal, Halldór Laxness, Þórbergur Þórðarson og fleiri nútímamenn ruddu brautina. Á meginlandi Evrópu hafði fyrir all- nokkru verið látið boð út ganga: Guð er dauður! Hausaskipti voru höfð á almætti og almúga: „Mannleg hugsun hafði hrundið Guði út úr heimsmyndinni — gert hann óþarfan — og afhjúpað fomar trúarsetning- ar sem hégiljur einberar," — segir Matthías Viðar Sæmundsson bókmenntafræðingur í bók sinni um „kreppusögur" Gunnars. í kjölfar þessarar hallarbyltingar heltók fánýtiskennd, bölhyggja og rótleysi hugi manna. Mannskepnan var svipt réttlætingu sinni og tilgangi, Biblían var draugasaga, tilveran gagnslaus, gildis- og vit-laus. Eftir stóð maðurinn — fijáls — f merkingarlausri ógæfu eigin vitundar. Og ekki var Guð fyrr dauður en hinn nýfijálsi maður bar kynstrin öll af kolum á vitfírrtan eld heimsstyijaldarinnar — sem hann hafði jú sjálfur kveikt og hvatt. Þessi trylling hafði geigvænleg áhrif. Vísindin reyndust fánýt, mannleg skynsemi blekking; rökleysi tilverunnar algjört. Menn fylltust tómhyggju, bölsýni og örvæntingu. Skáldunum var nauðugur einn kostur: stakkaskipti efnis og ytri búnaðar. VI Á engan íslenskan rithöfund hafði heims- styijöldin eins djúptæk áhrif og Gunnar Gunnarsson — og enginn brást við henni með jafn angistarfullum og afgerandi hætti; strax. í eftirmáia Strandarinnar (Land- námuútgáfu 1945) kemst Gunnar svo að orði: Mér haföi fyrnzt minningin um Búastríöiö og vonin um friö í mann- heimum fest þaö djúþar rcetur t hjarta mínu, að varla er ofsagt, að þessi styrjöld á nœstu grósum bylti um koll vaknandi trausti mtnu til framtíöar og forsjónar, snéri hrotta- galsa œröra undirdjúpa dýröaróöi Itfsins í djóflasœringu... Viðgrand- skoöun Itfsins á jörðu hér haföi ég komizt að þeirri niðurstöðu, að við vœrum öll, mannkynið íheild, sjórek- in lík á Itfsins strönd — eöa dauöans ... Sligaöur undir byröi mannnlegr- ar samsektar reyndi að hrista afsér ábyrgðina með þvt að skella skuld- inni á „guð“... Eigi að stður taldi ég mig þess umkominn að kalla fyrir skáldlegan nœturdómstól mannkynið t heild ogguð almáttugan t ofanálag. Skáldsögur Gunnars Ströndin (1915), Vargur í véum (1916) og Sælir eru ein- faldir (1920) eru þessi „skáldlegi nætur- dómstóll". Gunnar dregur Guð fyrir dóm, lætur hann sæta ábyrgð, og losar sig við hann í ofanálag. í áðumefndri bók sinni segir Matthías Viðar: „Eitt eiga þó öll verk Gunnars á þessu tímabili (1912-20) sameiginlegt: Guð er dauður, — þ.e. sá Guð sem kristindómur- inn hafði kennt kynslóðunum að trúa á. Gunnar lýsir í hveiju verkinu á fætur öðm þessari sársaukafullu vitneskju og afleiðing- unum sem hún hefur fyrir mannlífíð: rótgró- inn lífsstofn kynslóðanna úr öldum fram er orðinn að rótlausu rekaldi. Hvað er til ráða? Skáldskapur Gunnars er þrotlaus leit að einhveiju sem geti komið í stað hinnar glöt- uðu heimsmyndar." vn Sögusvið Strandarínnar er sjávarþorp á íslandi. Aðalpersónan er presturinn og al- þingismaðurinn séra Sturla Steinsson. Hann er göfugmenni, gáfumaður, ræðuskömngur og einarður trúmaður sem lifir staðfastlega eftir boðorðum kristninnar. Hann treystir í fullkominni blindu á algóðan Guð. Sr. Sturla er giftur maður og á eina dóttur. Þar segir einnig af Thord kaupmanni — ósveigjanleg- um mammonsdýrkanda, og hreppstjóranum Finni — harðduglegum skynsemdarmanni. Viðfangsefni sögunnar er leið sr. Sturlu til glötunar — af trúarástæðum. Læknir staðarins hefur sagt presthjónunum að frú- in myndi ekki lifa af fleiri bamsfæðingar. Sr. Sturla kemst að því eftir mikla innri baráttu að það jafngildi vantrausti á hand- leiðslu Guðs að taka fram fyrir hendur hans í þessum efnum sem öðmm — það er höfuð- synd að efast, og því lætur hann skeika að sköpuðu. Þau eignast bamið — og frúin deyr. Enn er sr. Sturla sáttur — hann treyst- ir á réttmæta ráðstöfun Guðs. Rekur nú hver atburðurinn annan: almættið leggur hveija þrautina á fætur annarri fyrir sr. Sturlu, líkt og hann reyndi Job forðum, og presturinn kastar frá sér allri ábyrgð þótt „handleiðsla Guðs“ snúist upp í sífellt órétt- mætari harmleiki: „Drottinn gaf og Drottinn tók, lofað veri nafn Drottins" — er hald- reipi sr. Sturlu og um leið sjálfsblekking hans. En efínn vex og þegar dóttirin dmkkn- ar í fjörunni er mælirinn fullur: sr. Sturla kastar trúnni frá sér í vitfírrtri geðshrær- ingu — það reynist honum andleg ofraun; hann sturlast. Markmið Gunnars er skýrt: af angistar- fullri alvöm sýnir hann fram á haldleysi þess að treysta í blindni lögmáli aldagamals bókstafs. Slíkt er vítavert ábyrgðarleysi og ber með sér tortímingu. Sá sem aðgerðar- laus fómar skynsemi, mannviti, mannúð og fyrirhyggju á altari fallvaltra himna storkar örlögunum og er dæmdur til að farast. Ströndin er Jobsbók með öfugum formerlq- um. Traust á hulinn ásetning Drottins er glæpur gagnvart mannkyni. Sá sem víkst undan ábyrgð steypir sjálfum sér í glötun. Vettvangur Vargs í véum er Reykjavík samtímans (1915-17). Atburðir sögunnar hverfast um Úlf Ljótsson, ungan lögfræðing og gáfumann sem nýkominn er heim eftir nám erlendis. Úlfur er hugsjónamaður, end- urbótasinni með brennandi stjómmála- áhuga. Hann er boðberi nútíma, skynsemi og mannúðlegra framfara. Hann virðist við fyrstu sýn vera holdtekja þeirra sjónarmiða sem leyst gætu af, reist úr rústum, fallna heimsmynd sr. Sturlu — von mannkyns á guðlausri vargöld. Slíkt reyriist blekking ein — nútíminn er kaos; mennimir breyskir, tvískiptir, villuráfandi og ófærir um að tak- ast á við ofvaxinn vandann. Hjáguðir allir haldlausir. Frelsið er manninum ofraun. Úlfur er skammsýnn, sjálfselskur og drykkfelldur. Honum reynist útilokað að koma hugsjónum í framkvæmd — allar for- sendur skortir. Hann níðist á lífinu og ást- inni, ber sprek að veikum eldi eigin tortím- ingar, blæs í glæðumar — og ferst: „Ó hér er brotin göfug sál til grunna; hofmannsins augu, heimspekingsins tunga, sverð kapp- ans, vonar-fífíll fagurs ríkis, fyrirmynd þokkans, háttprýðinnar spegill, og góðra drengja hugsjón, allt, allt hrunið" — segir Ófelía um Hamlet. Eins fer fyrir Úlfí; „von- ar-fíflum“ nýs tíma er búin sjálfgrafín gröf — það getur enginn borið synd heimsins. Úlftir „drekkir sér í sjálfsvöm" — svo aftur sé vitnað 1 Hamlet. Sælir em einfaldir á sér einnig Reykjavík samtímans að sögusviði. Hér er enn einn harmleikurinn — þriðja samstæða skáldsag- an er lýsir leið til glötunar, hugmyndakerf- um sem bera feigð í eigin bijósti. Sagan gerist á sjö dögum; sköpunarsögu Gamla- testamentisins er snúið við, snúið upp á djöfulinn. Þetta er fyrstu persónu frásögn, Jón Oddsscín sögumaður rekur atburði vikunn- an Grímur Elliðagrímur er mikils metinn læknir, skynsemishyggjumaður, sem á sér j hjáguð; eiginkonuna Vigdísi. Baksviðs er eldgos; eldsúlan í ftarska blasir við bæjarbú- um og birtist lesendum sem tákn óhugnaðar — tákn vanmáttar mannsins í heimi sem | hann heldur sig ráða við. Grátt bætist ofan j á svart er skip kemur til höfuðstaðarins ; með tvær plágur innan borðs; drepsótt og j ■ Pál Einarsson — Qandvin Gríms, gamlan | ástmann Vigdísar sem á sér það takmark eitt í lífinu að eitra samband læknishjón- j anna og bijóta með því Grím til grunna. ; i Grímur vinnur uppbyggingarstarf í pestinni | á meðan Páll ástundar sitt eyðileggingar- ' starf af djöfullegri Iymsku. Hann er sjálfráð- ur siðblindingi, trú hans er heimspeki valds og eyðileggingar. Ætlunarverkið tekst; Grímur missir vitið. í sögunni teflir Gunnar saman ólíkum lífsskoðunum og reynir þær á persónum sínum. Leitar með þeim hætti að nothæfum lífsgildum. Grímur setur allt sitt traust á ástina, hann getur umborið allar hörmungar sem að höndum bera. Hann á sér skothelda rétt- lætingu; ástin er sönnun fyrir „skynsamleg- um tilgangi tilverunnar“. Páll á hinn bóginn er djöfull f mannsmynd; samviskulaus, sið- blindur og trúlaus. Öryggi hans felst í „nei- kvæðri afstöðu". Leið hans er engu að síður ófær, hatur hans á lífinu byggist á ham- ingju annarra — hefnigimi. Hans bíða óum- flýjanlegar ógöngur. Andatrúarmaðurinn j Bjöm, sögumaðurinn Jón Oddsson og fleiri samborgarar reyna enn aðrar leiðir. Flestir rekast með einum eða öðmm hætti á vegg — hurðalaust helvíti; frelsi mannsins virðist vera fullt fang af engu. vra Hefur þá léit Gunnars Gunnarssonar að lífsgildum er leyst gætu af hólmi „hina glöt- uðu heimsmynd" engann árangur borið? Lítum á lokaorð Jóns Oddssonar í Sœlir eru ! einfaldir: ... efhróþ mannsandans eftir eiltfð og fullkomnun er aöeins hégómi og eltingar við vind; efsá eini guðdóm- ur, sem okkur varðar — sá eini guó- dómur, sem vió getum komizt t snert- ingu við, er sú gœzka og kœrleikur, sem við getum alið t brjóstum okkar-, efekkert Ijós er til fyrir okkur annað , en Ijósið innra með okkur sjálf- um... getur þá ekki óll sú vizka, sem við þurfum á að halda — árang- ur allrar hinnar dýrkeyþtu reynslu mannkynsins — falizt t svo einfóld- um orðum sem þessum. Verið góðir hver við annan. Ef til vill er hér fundið svar Gunnars — tilgangurinn heimtur úr helju, ef til vill er lausnin fólgin í samhygð og auðmjúkri ör- lagasátt — sátt við aðstæður, hversu and- styggilegar sem þær annars kunna að vera. Vemm góð hvert við annað! Vemm sjálf- um okkur góð — lesum bækur Gunnars Gunnarssonar. Höfundur er bókmenntafræðingur. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13. MAÍ 1989 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.