Lesbók Morgunblaðsins - 23.06.1990, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 23.06.1990, Blaðsíða 2
Mynd sem aflvaki skáldskapar Halldór Laxness hefur sjálfur lýst hrifningu sinni af útilegumanni Einars Jónssonar og að hann fékk vin sinn, Guðmund frá Miðdal, til að gera kápumynd eftir höggmyndinni á Sjálfstætt fólk Meðal þess sem orðið hefur Halldóri Lax- ness að efniviði við samningu skáldverka sinna eru myndir af einstaklingum og listaverkum. Slíkir áhrifavaldar á skáld- verk hans hafa lítið verið kannaðir. Hér skulu nefnd dæmi. Fyrst sem skáldið grein- ir sjálft frá: I í fyrsta bindi ævisögu sinnar kemst Halldór Laxness svo að orði um ljósmynd Sigríðar Jónsdóttur úr Vogum við Mýrdal, móður Jóns Sveinssonar (Nonna): „Hver sem virðir fyrir sér ljósmynd Sigríðar úr Vogum frá blómaskeiði ævi hennar geingur þess ekki dulinn að mynd- in er af glæsilegum kvenskörungi eins og einlægt hafa verið á íslandi, og ekki í fom- sögum einum; þó stundum kanski ekki nema ein og ein öld ... Það var ljósmynd þessarar konu sem ég hafði fyrir mér þeg- ar ég var að gera tilraun til að lýsa Úu í Kristnihaldi.“ (í túninu heima I. útgáfa, bls. 158-159.) Eftir EIRÍK JÓNSSON Sigríður Jónsdóttir, móðir Jóns Sveins- sonar, (Nonna). II í tímaritinu Óðni (XII. árgangur, bls. 76) er grein um Eggert Stefánsson söngv- ara (1890-1962) ásamt mynd af honum, þeirri sem fylgir þessari grein. Líklegt má telja að skáldið hafi haft þessa mynd fyrir sér þegar hann lýsti í Brekkukotsannál mynd söngvarans Garðars Hólms sem hékk uppi í stofum Brekkukots og Hringj- arabæjar: „En sú mynd er ég nú greini frá var sérstök. Þessi ljósmynd var af úngum manni með upplitníngarsvip, og sá á vánga honum. Hann virtist sjá í draumleiðslu einhveija undrasjón áleingdar; en einkum léði þó klæðaburður hans myndinni andblæ sem var óskyldur lífi okkar hér: hvítsterkj- að hálslín, skínandi skyrtubijóst og lafa- frakki með silkikraga sem stirndi á ...“ (Brekkukotsannáll I. útgáfa, bls. 35-36.) Varla mun unnt að lýsa þessari mynd af Eggert Stefánssyni með glæsilegri hætti. Þyki einhveijum vafasamt að Hall- dór Laxnes hafi haft þessa mynd fyrir sér þegar hann lýsti þannig mynd Garðars Hólms skal honum bent á eftirfamadi frá- sögn Halldórs Laxness í Skáldatíma: „Það er til marks um örlæti Eggerts Stefánssonar að einusinni þegar hann var Hallðór KlIJan luneii Sfálfstæll fólk n Kápumynd Guðmundar frá Miðdal eftir Útilegumanni Einars Jónssonar. Eggert Stefánsson. „Þessi Ijósmynd var af úngum manni með upplitníngarsvip (t staddur heima í Reykjavík en ég að fara af landi brott kallaði hann mig í konsert- sal í Gamla Bíó til að halda sérstaklega fyrir mér saungskemtun þá sem hann efndi til í bænum. Hann saung fyrir mér alla saungskrána eins og hún lagði sig heilan kvöldkonsert... Ég var einn áheyrenda í þessum fimmhundruðmanna sal — og ein gömul kona, móðir hans. Hann saung af háijalli forklárunarinnar. Ég hef ekki kom- ið á þær saungskemtanir er hafi haft meiri áhrif á mig en þessi... Mörgum árum síðar skrifaði ég skáldsögu um íslenskan saungvara Garðar Hólm sem ekki saung nema í eitt skifti og það fýrir móður sinni daufri og blindri.“ (Skáldatími I. útafa, bls. 255-256.) III I öðru bindi ævisögu sinnar segir Hall- dór Laxness m.a. svo frá upphafi heila- brota sinna um kotunginn: „En hér er tími til kominn að gera loka- játningu um reynslu, sem uppáféll mig í bernsku og kynni að bera í sér frumglæði heilabrota minna um kotúnginn frá önd- verðu. Það er sagan um fyrstu líkneskjuna sem hreif mig á ævinni, þegar ég stóð líklega sjö ára gamall í fordyri íslands- bánka andspænis myndinni af útilegu- manninum eftir Einar Jónsson... Hvað sem ég kynni að segja um Einar Jónsson ... sínusinni hvað, þá er þessi mynd af mann- inum sem kemur ofanaf fjöllum með barn sitt í fánginu og konu sína dauða á bak- inu, stafinn sinn og hundinn, enn hin sama opinberun — og áskorun — og þegar ég sá hana fyrst. Eg bað vin minn Guðmund Rubens: Bildnis eines Gelehrten — Mynd af lærðum manni. Alte Pinako- tek, Munchen. frá Miðdal að gera teikníngu af þessu líkneski til að pjenta á kápuna af Sjálf- stæðu fólki.“ (Úngur eg var I. útgáfa, bls. 222.) Spyija má hvort það listbragð skáldsins í Sjálfstæðu fólki að Bjartur í Sumarhúsum ber í sögulok Ástu Sóllilju dauðvona inn í heiðina eigi ekki rót sina í túlkun Einars Jónssonar á Útlaganum: „Loks þótti Bjarti útséð um það, að_ stúlkan mundi fær til gangs ... tók ... Ástu Sóllilju í fang sér og sagði henni að halda vel um hálsinn á sér ... Síðan héldu þau áfram.“ (Sjálfstætt fólk I. útgáfa II. bindi, bls. 347.) Útlagi Einars Jónssonar táknar í raun sérstök íslensk örlög, sögulok sem að nokkru má lesa úr það sem á undan fór. Að því leyti standa lok sögu Bjarts í Sum- arhúsum nær Útlaganum en áþekkum at- riðum í erlendum bókmenntum. í umfjöllun dr. Peters Hallbergs um Sjálfstætt fólk í bók hans Hús skáldsins er Útlaginn ekki nefndur. Skylt er að geta þess sem dr. Hallbeyg segir þar um sögulokin: „Bjartur með Ástu Sóllilju deyjandi í fangi sér minnir á áþekkt átriði í einu stórbrotnasta leikriti heimsbókmenntanna Lear konung með Kordeliu andvana í örmum sér.“ (Hús Skáldsins I. bindi, bls. 246. Þýðing Helga J. Halldórssonar.) IV Meðal handrita íslandsklukkunnar sem varðveitt eru í Landsbókasafni er minnis- bók (nefnd Minnisbók b) sem Halldór Lax- ness safnaði í efni sem hann notaði við samningu skáldverksins. í minnisbókinni er að fínna lýsingar skáldsins á málverkum nokkurra hollenskra málara á sautjándu öld. Þessar lýsingar voi-u fyrst prentaðar í grein dr. Peters Hallbergs, íslandsklukk- an í smíðum, sem birtist 1957 í Árbók Landsbókasafns íslands 1955-1956. Grein dr. Hallbergs fylgdu hvorki myndir af þess- um málverkum né upplýsingar um hvar þær væri að finna. í ritinu Rætur íslands- klukkunnar, sem Hið íslenska bókmennta- félag gaf út árið 1981, eru birtar nokkrar myndir af þessum málverkum á milli blað- síðna 104 og 105 ásamt lýsingum skálds- ins á þeim. Þar er einnig sýnt hvernig Halldór Laxness nýtti sér þær við samn- ingu íslandsklukkunnar. Sem dæmi um þessar myndir má nefna mynd Peters Pauls Rubens (1577-1640): Bildnis eines Gelehrten, sem fylgir þessari grein. Um- fjöllun Halldórs Laxness um þessa mynd tekur næstum eingöngu til klæðnaðar þess sem myndin er af. Þar segir meðal ann- ars: „ ... hvítur kragi uppúr hálsmálinu (í áttina við Byron-kraga) utan yfir geysivíð kápa eða sloppur úr gljáandi efni svörtu með afarháan kraga sem geingur beint (óklofinn) niður í og alveg niðrúr þegar maðurinn situr (eins og á prestshempu enn í dag) ... “ Þessi lýsing ásamt bókinni í handarkrika mannsins á mynd Rubens virðist hafa orðið kveikjan að eftirfarandi í íslandsklukkunni: „Loks kom mikill virðíngarmaður akandi, í alvíðri hempu ... og guðsorðabók á ístrunni. Ef þessi maður var ekki sjálfur Hollandsbiskup var hann að minsta kosti prófasturinn til Rotterd- amsþínga ... “ (I. útgáfa, bls. 158.) Hér hafa verið tilgreind dæmi um mynd- ir og listaverk sem orðið hafa Halldóri Laxness aflvakar í sköpunarstarfi. Rann- sókn á slíkum vinnubrögðum við samningu skáldverka væri verðugt verkefni í þeirri grein bókmenntafræðinnar sem hefur það hlutverk að varpa ljósi á tilurð þeirra. Höfundur er eftirlaunamaður.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.