Lesbók Morgunblaðsins - 21.09.1991, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 21.09.1991, Blaðsíða 2
Oþekkar stelpur í norsk- um nútíinabókmenntum að er allt öðru vísi með þig en okkur. Við erum svo uppteknir af hinu listræna formi, við sköp- um list — þú bara skrifar.“ Þessum orðum var beint til Herbjorg Wassmo, í bókmenntaþætti í norska sjónvarpinu. Með henni voru tveir karlar, sem mér finnst vera miðlungs höfundar. Þið hefðuð átt að sjá svipinn sem kom á Herbjorg! Hún brosti fallega, en það var eitthvað svo ólýsanlega íronískt í brosinu, að mesta fát kom á mann- inn sem var að enda við að segja að hún kynni ekki til verka sem rithöfundur. Allir sem horfðu á þáttinn vissu að hún hafði fengið bókmenntaverðlaun Norður- landaráðs. Bækur hennar seljast í tugþús- undum eintaka í Noregi og hafa verið þýdd- ar á fjölmörg tungumál. Herbjorg Wassmo er einn af fáum norrænum rithöfundum sem hefur slegið í gegn á hinum harðsótta Ameríkumarkaði og velgengni hennar er engin tilviljun. SAGAN UmÞÓRU Bækumar þrjár um Þóru hafa komið út á íslandi í þýðingu Hannesar Sigfússonar, Liv Költzow skálds. Sagan um Þóru gerist í litlu sjávar- plássi í Norður-Noregi. í fyrstu bókinni, -Hús- inu með blindu glersvöiunum, fáum við að vita að stjúpfaðir Þóru, Henrik, hefur örkuml- ast í seinni heimsstyijöldinni. Hann er bitur maður, fullur af hatri og kennir Þjóðverjum um líkamlega og félagslega ósigra sína. Hat- rið gefur honum eins konar „rétt“ til að níð- ast á Ingiríði, konu sinni, sem var „þýskara- hóra“. Dóttur hennar, „þýskarakrakkann" Þóru, misnotar hann kynferðislega. Sifjaspell- in gera allt líf Þóru tvöfalt. Undir hinu eðli- lega lífí hennar er alltaf annað líf, líf sem enginn veit um nema þau tvö, líf sem gerir allt sakleysi, alla einlægni bemskunnar að lygj- I lok fyrstu bókarinnar er Henrik dæmdur í fangelsi fyrir íkveikju. í annarri bókinni, Þögla herberginu, sjáum við hvemig Þóra byijar hægt og varlega að byggja upp nýja sjálfsmynd í fjarvem stjúpans. Hún virðist vera að breytast í eðlilegan ungling en hún er óhemju viðkvæm, óörugg með sig og hægl- át. Hún er samt á réttri leið. Þá kemur stjúp- inn heim aftur og áður en Þóra fer burt í gagnfræðaskóla að hausti, ræðst hann á hana og nauðgar henni. Eftir að Þóra er byijuð í skólanum uppgöt- var hún að hún er vanfær eftir stjúpföðurinn. Um veturinn fæðir hún andvana bam og urð- ar það utan við þorpið. Þar hefst síðasta bók- in um Þóru, Húðlaus himinn. í þriðju bókinni um Þóru fylgjumst við með baráttu hennar við að halda viti, en aftur og aftur rennur texti hennar inn í orðræðu geð- veikinnar, persónuleikinn sem hún berst við að byggja upp, leysist upp aftur og aftur. Þóra litla er „þýskarakrakki", ástarbarn, sem samfélagið getur ekki fyrirgefið, fremur en Henrik. Hún er „smán“ móðurinnar og samband þeirra mæðgna er óhemjulega flók- ið og blendið. Sifjaspellin eru ekki orsök þess, þau skerpa aðeins innri átök sem em byggð inn í persónugerð Þóm sjálfrar. Herbjerg Wassmo Greinin er birt í tilefni norskrar viku, sem nú hefst. Á henni verða sýndar norskar kvikmyndir í Háskólabíói, norsk leiksýning verður í Norræna húsinu ásamt myndlistarsýningu og fyrirlestur verður haldinn uni norskar kvikmyndir. Eftir DAGNÝJU KRISTJÁNSDÓTTUR MYNDIR Á sama hátt og vemleikinn er alltaf tvöfald- ur, alltaf vafa undirorpinn, er viðhorf hennar til málsins fullt af vantrú. Orðin merkja ekki það sem aðrir halda. Þau em full af persónu- legum hliðarmerkingum sem gera þau tví- ræð, margræð, lauslát og óáreiðanleg. Það er skynjunin sem skiptir máli, ekki skynsem- in. Það em myndir, myndhverfingar, sem segja frá því sem máli skiptir, ekki skipulagð- ar frásagnir. Og í samræmi við þetta er texti Þómbókanna svo myndríkur að myndimar tengjast hver í aðra í keðjum sem tengja ólík skynjunarsvið. Sjón, heyrn, ilman, bragð og snerting em tengd á óvenjulegan hátt eins og: „Það gnast í rödd Ingiríðar eins og í frosn- um lökum á snúmnni þegar vindurinn blés.“ KVENNATEXTI Það hefur oft verið sagt að Herbjerg Wassmo sameini hið nýja og hið gamla í bókum sínum; hið gamla hefur þá átt að vera raunsær frásagnarháttur hennar, hið nýja lýsingin á örlögum stúlkubarns sem verður fómarlamb sifjaspella. Að mínu mati er þessu þveröfugt farið. Hið gamla í Þómbókunum em sifjaspellin sem þar koma fram, þau em einmitt eitt elsta bókmenntaminni sem um getur og nægir að Cecile Löveid minna á Ödipus konung. Hin átakanlega saga sem Herbjorg Wassmo segir um þýskarahór- una norsku og bam hennar hefur líka verið sögð áður í norskum eftirstríðsárabókmennt- um. Hið nýja er hins vegar frásagnaraðferð Herbjorg, sem er ekki hefðbundin raunsæis- aðferð. Hún reynir stöðugt að miðla skynjun- um og reynslu sem eiga ekki heima í því sem kallað hefur verið „raunsæi", „rökvísi" eða „skynsemi". Herbjorg Wassmo miðlar reynslu kvenna, reynslu kvenlíkamans og þeirri reynslu sem fólgin er í orðræðu geðveikinnar. Bækur hennar hafa orðið metsölubækur og það hefur stundum verið notað til að draga bókmenntalegt gildi þeirra í efa. Menn vita að konur em meirihluti lesenda í dag, 60% þeirra sem kaupa bækur í Noregi eru konur, og trúlega em konur enn hærra hlutfall þeirra sem lesa bækur. Smekkur hins lesandi fjölda er íhaldssamur, segja menn, og gefa sér svo að bækur Herbjorg séu íhaldssamar í formi og frásagnaraðferð. Það eru þær ekki. Tug- þúsundir kvenna, í Noregi, á íslandi, í Evrópu og Ameríku hafa einfaldlega samþykkt leit hennar að nýrri skrift, sinni skrift, okkar „NÓRA LITLA ...“ Liv Koltzow (f. 1945) lýsir því í sögum sínum hvemig vel uppaldar norskar stúlkur takast á við líf sem reynist undarlega ólíkt þeirri tilvem sem þ_ær höfðu verið búnar und- ir. Menningarárekstrar á milli bama og for- eldra, á milli sveitarinnar og stórbæjarins, á milli mállýskunnar heima og ríkismáls bæj- anna, á milli stráka og stelpna — allt þetta einkennir bækur norskra kvenna eftir stríð. Og öll þessi átök verða harðari en ella í ljósi þess að norskar smástelpur fá enn strangara uppeldi en íslenskar stöllur þeirra. Skilgrein- ingin á því hvað „góð stúlka“ sé er ennþá þrengri þar en hér. Það er kannski skýring á því hvers vegna óþekkar stelpur í norskum bókmenntum gera uppreisnir sem um munar. „Þú verður að drepa foreldra þína til að verða fullorðin", sagði Cecilia Loveid einu sinni í viðtali. Liv Koltzow fylgdi nýju kvennahreyfing- unni að málum á áttunda áratuginum eins og Bjorg Vik (f. 1935) og fleiri mjög góðir rithöfundar. Bjarg Vik skrifaði meðal annars um kynferði kvenna, vaknandi hvatir bam- ungra telpna 'og spennuna í kringum hitt kynið. Hún og Liv Koltzow skrifuðu líka um ungar konur sem giftast af því að til þess er ætlast af þeim, en finnst þær svo vera að kafna í hjónabandi sínu. Þær bijóta af sér fjötrana og fara sína leið eins og Nóra hjá Ibsen forðum. En það var kannski ekki svo einfalt. „Nóra litla, hvert ætli þú hafir svo sem getað farið?“ spyr Vilborg Dagbjartsdótt- ir í ljóðinu „Erfiðir tímar“. Og hún bætir við: „Kona með þitt uppeldi/og þessar líka hug- myndir um karlmenn." Á níunda áratugnum hafa kvenlýsingar bæði Bjorg Vik og Liv Koltzow orðið flókn- ari: Bjorg skrifar Ijóðrænna en áður, Liv heim- spekilega. í skáldsögunni Hver er með andlitið þitt? sem kom út árið 1988, lýsir Liv Kolzow vel uppalinn norskri stúlku sem heitir Helen. Hún giftist, eignast börn, verður ástfangin af gift- um manni, Axel, og það leiðir til tveggja hjón- askilnaða og nýs sambands. Söguefnið er eig- inlega ansi banalt, en Liv Koltzow gerir úr því bókmenntaverk sem er allt annað en ban- alt. í hennar meðförum ijallar saga Helenar um tilvistarlegar spumingar sem varða alla. Helen er hryllilega óhamingjusöm þegar hún hittir Axel en hún veit. ekki hvers vegna. Vandamál hennar eru alls ekki stórvægileg og þó finnst henni líf sitt einskis virði. Hvað er að? Hún veit það ekki, en hún ætlar að komast að því. ÁSTIN Helen „velur“ að verða ástfangin í Axel af því að hún getur litið upp til hans og hún „velur“ hann í raun til að gera hann að sál- greinanda sínum. Bókin segir frá sálgreiningu eða sjálfsgreiningu Helenar þar sem Axel er sá sem hlustar, spyr réttra spurninga og neit- ar að gefa henni þau einföldu, hefðbundnu svör sem eru svo „rétt“ út frá skilningi samfé- lagsins, svo „röng“ fyrir Helen persónulega. Liv Koltzow hefur stundum verið tengd við nýju, frönsku skáldsöguna og það með réttu. I bókinni Hver er með andlitið þitt? lifir um- hverfi persónanna, hlutunum umhverfis fólk er lýst í smáatriðum á kostnað atburðarásar sem verður nánast kyrrstæð á köflum. Það sem mestu máli skiptir er þó miskunnarlaus greining bókarinnar á eðli ástarinnar; afbrýði- seminni, þránni eftir að eiga hinn elskaða og óttanum við að hinn elskaði eigi mann. Vanhæfni Helenar til að elska tengist van- hæfni hennar til að bera ábyrð á hvötum sín- um og tilfinningum sem henni hefur verið kennt að bæla kerfisbundið svo að hún megi fylla flokk hinna „góðu stúlkna“. Reiði sinni beinir Helen inn, gegn sjálfri sér eins og Þóra Herbjorg Wassmo. Helen og Þóra gætu aldrei „drepið foreldra sína“ — en það geta persónur Cecillu Loveid. Á SVIÐINU Cecilia Loveid (f. 1951) vakti strax at- hygli með sérkennilegum prósaljóðrænum sögum sínum á áttunda áratugnum. Svo fór hún yfír í leikritin. Leikrit hennar frá níunda áratugnum: Veturinn rifnar, Jafnvægiskona og Tvöföld nautn — svo að nokkur séu nefnd — eru hreint ekki auðskilin. Þau eru módem- istisk, skrifuð í anda fáránleika og hræðilega fyndin á köflum um leið og hinn harmræni tónn þeirra er sterkur og áleitinn. Leiktextar hennar minna um margt á texta Nínu Bjark- ar Ámadóttur og á sama hátt og hún byggir Cecilia Loveid upp sinn eigin táknheim. Cecilia notar hinn bemska ástarþríhyrning: móður-föður-barn, í óteljandi formum og með ýmiss konar hlutverkaskiptum og hlut- verkablöndun. Persónur hennar eru grimmar í ástum sínum, allir svíkja alla, ekkert stend- ur eftir að leikslokum nema hjálparvana þrá mæðranna eftir að gefa líf og hlúa að lífí. Eins og oft vill verða kom upphefð Cecillu Laveid frá útlöndum. þegar hún fékk hin virtu Prix Italia-verðlaunin fyrir útvarpsleikritið Mávaætumar, árið 1983, kom fjörkippur í landsmenn hennar sem byijuðu þá að kvik- mynda leikrit hennar fyrir sjónvarp og sýna henni margvislegan sóma. Norska kvenna- BÓKMENNTASAGAN Hér hefur færra verið sagt en skyldi um norskar kvennabókmenntir í dag. Ur því geta lesendur hins vegar bætt með því að lesa Norsk Kvennelitteraturhistorie, sem kom út í þremur bindum hjá Pax-forlaginu í fyrra. Þar má sjá hvemig bókmenntir kvennanna mynda sterka og spennandi hefð sem er stundum samhliða og í samræðu við bækur karlanna, en fer þó oft aðrar leiðir, sínar eig- in leiðir. Ferðin hefur þó sameiginlegt mark- mið: að auka skilning okkar, virðingu og ást hvers á öðru. Höfundur er bókmenntafræðingur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.