Lesbók Morgunblaðsins - 10.10.1992, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 10.10.1992, Blaðsíða 8
n í - 22 1 Því hann ætlaði út á Strönd með efnið hrekáns góða. Eg betalaðí út í hönd ómakið til þess sóða. Svangur því feginn verða vann. Vann þó hvergi að fara. Eg skal ei nesta aftur hann, en viðbitið mitt spara, og mig á aula vara. KÁRIOG MÓÐUR- GYÐJAN MIKLA 23 Eg held ég éti ekki í kvöld af súrnum þessum meira. Baðstofan er svo kynjaköld að kelur mig út í eyra. í Bási hlýrra vera vann. Víst kann eg til þess muna. Oft var hitinn svo í þeim rann að mér nær lá við bruna. Því réð ég allvel una. 24 Eg held þar verið hafi heitt, herma svo bóndinn náði. Eftir því man ég ei samt neitt, af því burt fara gáði. Slökkvið nú Ijós og hættið hratt. Hrossaflotið er búið. Ykkur ég þetta segi satt. Samt mér þó ekki trúið; í rúmin óðar snúið. 25 Á morgun verðið ekki þið eins kát og síhlæjandi, hniprið ykkur svo höfðuðið hreint í klofmu standi, en fætur komist aldrei á. Eg veit hvemig þið breytið, hóstið æjið og hiljóðið þá, hausinn með fýlu reitið og óðþægð allri beitið. 26 Gimbil vantaði geitna í kvöld, golsóttan einnig meður. Hrossin ei urðu heldur töld. Herðir nú élja veður. Miðhúsabeljan í dag ein upp aftur beiða náði, og kýrin víst á alla grein yxna var, þess ég gáði en ekki með óráði. 27 Allt gengur hér í ólagi. Inn mun fjóstóftin fara í nótt af slíku ofviðri. Ært nam fjóskarlinn svara: Síst af hræðslunni í þér er og æðinu að spyrja; oft með homgrýtis ósköp hér upp þú gerir að kyija. Ætíð kannt illt hér byrja. 28 Þú getur skammað fólkið fást með fólskunni óringu. í því þú geldur lygi og last, lætur undanrenningu og vatnsgraut skammta um hvert mál. Eg þetta mun ei ýkja. í þriggja marka aski og skál, út kann ég nú ei víkja, því á mér er lífssýkja. 29 Af sulti hlaupið á mig er. Allir mega það vita, því eitruð nískan æ í þér, ærlega tímir bita aldrei að gefa okkur hér. Út fyrri þú það selur, magála, kjötið, mör og smér, en mest þig sjálfan elur, hjúin í hungri kvelur. Við lesturinn vaknar sú spuming hvemig það mannlíf hafi verið sem svona er lagt út af, jafnt þótt ort sé í kerskni. EGILL EGILSSON útmánuðum 1992 barst mér í hendur ritið „In All Her Names“ eftir fjóra höfunda, þeirra á meðal Joseph Campbell. Er rit þetta gefið út af Harper San Francisco 1992 og helgað rann- sóknum á kvenhlið guðdómsins. Er ritgerð Campbells þar birt rúmum fjórum árum eftir dauða hans (hann lézt í október 1987). Það mikilvægasta við rit þetta fyrir mig persónu- lega er, að hinn ameríski goðfræðingur tekur eindregna afstöðu með ályktunum ritsafnsins RÍM; lýsir því yfir umbúðalaust, að eftir að þær rannsóknir birtust komi enginn vafi til greina um niðurstöðuna: hin heiðna íslenzka heimsmynd (og þar með sú goðafræði, er henni tengdist) hafi verið gerð samkvæmt „pýþagórskri" tölvísi (sll4). Allt frá veru sinni í Þýzkalandi fyrir um hálfri öld hafði Campbell kynnt sér hina gömlu „germönsku goðafræði", sem oftast gerði ráð fyrir sér- stæðri trú, er væri óháð trú klassiskra samfé- laga; með þessari ritgerð segir hann skilið við allt hið gamla; hann sér einfaldlega, að fræðimönnum ber að taka gjörvalla „germ- önsku goðafræðina" til endurskoðunar. Sú ritgerð Campbells sem hér um ræðir nefnist „The Mystery Number of the Godd- ess“, og er hún kynnt á kápuumslagi sem eins konar goðfræðileg erfðaskrá; samkvæmt orðum Campbells sjálfs er þar um að ræða hinzta sendibréf hans til heimsins (his „letter to the world"). Verður ritgerðar þessarar sennilega lengst minnzt fyrir það hérlendis, að hún er byggð á íslenzkri menningu sér- staklega, meðal annars birt kort af Islandi (tekið úr RÍM) þar sem Þingvellir eru sýndir sem Miðja línunnar 432.000 (feta). Rekur Campbell tölvísina rækilega; telur upp all- margt af því, sem íslendingar þekkja nú af RÍM, en eykur ýmsu við. Kann Campbell skil á tölum, sambærilegum þeim sem reikn- aðar hafa verið af íslenzku táknmáli, úr margháttuðu goðfræðilegu efni, og tengir hinni „Miklu Móðurgyðju" fomaldar og for- sögualdar, eins og goðfræðingurinn Marija Gimbutas hefur skýrt þau efni. Er víða vitn- að í Eddu, til dæmis hefst ritgerðin á 800 Einheijum er ganga út um 540 hlið Valhall- ar (alls 432.000, hann er því sammála, að þarna hljóti að vera um tírætt hundrað að ræða, ekki tólfrætt), heldur áfram um sú- mersku frumsögnina af tíu konungum fyrir Eftir EINAR PALSSON Kali- goð Tímansí hindúasið. Kali var hefnandinn rnikli. Tala goðsins var 432.000; öld sú er við lifum nefndist Kali-yuga („ok Tímans'j og var 430.000 árað lengd. Mörkun Alþingis á ÞingvöIIum virðistán nokkurs vafa miðið við þá öld ogkennd við Kára. Flóðið mikla (432.000 ár), fer yfír í Bibl- íuna, gríska, rómverska, egypzka og ind- verska goðafræði, og lýkur á íslandi. Er ályktun Campbells afdráttarlaus: svo mikill flöldi gagna skilst, ef ofangreind tölvísi er höfð til hliðsjónar, að fáu er til að jafna. Vér getum m.ö.o. rakið þráð goðafræðinnar um sjö þúsundir ára aftur í tímann, ef þessari mælistiku er beitt; sé henni sleppt er fátt til viðmiðunar. Kári Og Móðurgyðjan Mikla Fyrir mörgum áratugum varð mér ljóst, að Kári gegndi hlutverki „Tímans" í launsögn (allegóríu) Njáls sögu. Reyndi ég þá að skilja, hvað því olli, að einmitt nafnið Kári skyldi þar notað. Kári er „vindur" eða „andi“; vind- ur blæs yfír jörð. Hann fer vissa vegalengd á tilteknum tíma; hann „mælir" í rauninni það rými sem alheimurinn er af gerður. Slík skýring nægir, út af fyrir sig, ein og sér. En fleira kemur þama til. Þegar maðurinn fæðist hefst andardráttur hans; þegar maður- inn deyr hættir hann að anda. Manninum er í raun úthlutað tilteknum fjölda andartaka. Þessi skýring er sett fram í RÍM. Andar- tök mannsins mæla tíma hans á þessari jörð. En vegalengd sú, sem Andanum (Kára) var ætluð í heimsmynd eða rétt mældri jörð ís- lenzkra fommanna, reyndist útreiknanleg; hún var 216.000 fet. Er þá átt við þvermál hins mikla Baugs Rangárhverfís, sem Al- þingi Þingvalla var að öllum líkindum við miðað. Ályktun RÍM var þannig sú, að And- inn hefði meðal annars orðið tákn Tímans sem tölunnar 216.000 og sem þess er mælir manninum líf (með drætti andans). Talan 216.000 var ginnheilög að fornu; hún merkti rétt markaðan alheim og sköpunartöluna 6 þrímagnaða, er var táknmynd Jarðar, einatt nefnd „teningurinn fullkomni", cubus perfectus Hauksbókar. Nú birtir Joseph Campbell skyndilega upp- lýsingar, er þetta mál varða, og ég minnist ekki að hafa lesið fyrr. Hann skýrir svo frá, að í fomum kvæðum þeim indverskum, er nefnast Dhyanabindu og öðmm skyldum fróðleik, andi menn að sér og frá sér 21.600 sinnum á sólarhring. Þetta sé í samræmi við andlegan og líkamlegan skyldleika manna við hina Miklu Móður maya-sakti-devi (s71). Þetta er stórmerkilegt fyrir tveggja hluta sakir. Annars vegar vegna þess, að talan þama er sú sama og talan, sem út var reikn- uð í Rangárhverfí sem markleið Tímans, og hins vegar vegna þess, að Andinn er þama tengdur hinni „Miklu Móður“ í nákvæmri tölvísi. Og hvort tveggja kemur heim við þær ályktanir,sem hér vom dregnar um sömu efni, án þess nokkrar ritheimildir væri við að styðjast. Þeim sem eigi skilja, að talan 216 hundruð er „sú sama“ og 216 þúsund skal bent á, að í fomri tölvísi var talan sú sama, hvort sem um tugi, hundruð eða þús- undir var að ræða. Það eina sem breyttist var fyöldi þeirra eininga, sem taldar vom, ekki talan sjálf sem slík. Þetta er lykillinn að gjörvöllum hinum háreistu hörgum tölví- sinnar, sem fínna má í indóevrópskum gögn- um. Campbell þekkir m.ö.o. beina hliðstæðu við tilgátuna um „Mann“ Rangárhverfis, hlið- stæðu sem mér var ókunn, þegar tilgátan var smíðuð af íslenzku efni einvörðungu. HinMikla Móðir Ummál Baugs var táknmynd Konu í fornri tölvísi. Þvermálið var táknmynd Manns. Þeg- ar þvermáli er skotið um Baug „fijóvgast" veröldin. Fijóvguð veröld var byggð jörð, kosmos, skipulegur alheimur. Slíkum alheimi var líkt til Manns (í karl- og kvenkyni); heim- urinn var skapaður í mynd Guðs, sem var frummynd Manns. En Jörð var að sjálfsögðu mynd hinnar Miklu Móður. Þijú stig veraldar gat að líta á íslandi heiðni: Orheim (Mann), Miðgarð (samfélagið, goðaveldið)' og Alheim (heimsmynd). Vegalengd var þar jafnað til tíma: rétt sköpuð jörð var 216 M (mælieining- ar), tímaskeið voru rétt mæld sem tvöföld sú tala, þ.e. 432 M. En að líkum málsins byggðist helg mörkun Alþingis á Þingvöllum á þeirri tölu, þ.e. 432.000 fetum. Virðist ljóst, að þar hefur vegalengd verið jafnað til tíma. Öld sú, er vér nú lifum, var að fomu talin 432.000 ár að lengd. Er þá miðað við beina

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.