Lesbók Morgunblaðsins - 28.08.1993, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 28.08.1993, Blaðsíða 9
Náttúruform einkenna Blönduóskirkju að sögn arkitektsins, dr. Magga Jónssonar. Kirkjan er mjög massif“ líkt og rammgert virki; bogadregin og hallandi form eru látin takast á og ríma saman. Sérkennilegt er að í staðinn fyrir eina eða tvær tröppur uppá pallinn, sem mynd- ar kórinn, er hafður hallandi uppgangur. Einstaklega falleg smíði er á krossi, alt- ari, predikunarstól og skírnarfonti. Ný kirkja á Blönduósi Arkitekt: Maggi Jónsson. Ný kirkja á Blönduósi hefur vak- ið athygli vegfarenda á leið norður eða suður, því hún stendur hátt og verður naum- ast hjá því komizt að taka eft- ir henni. Síðan le Corbusier teiknaði kirkjuna í Ronchamps um 1920 hefur verið samþykkt og þótt nægilega guðrækilegt að kirkjur geti verið nánast hvemig sem er í laginu. Þó er verið að byggja yfír ákveðna fúnk- sjón“, sem ekki verður framhjá komizt; nefnilega því að guðsþjónustur eiga að fara fram innan dyra og þar verður að vera brúk- leg aðstaða bæði fyrir prestinn og kirkju- gesti. Er þá stundum vísað til þess að í frum- kristni hafi kirkjur ekki haft neitt ákveðið eða þekkjanlegt form, þótt svo yrði síðar. Reyndar er kirkjan í eðli sínu íhaldssöm stofnun og ekki líkleg til að vera ginkeypt fyrir tízkubólum í húsagerðarlist. Svo rík hefð var komin á ákveðið kirkjulag hér á íslandi, að mörgum finnst að þannig og ekki öðruvísi eigi kirkjur að vera: Með turni sem stendur uppúr gaflinum að framan, klæddar bárujárni og helzt með þremur eða fjórum gluggum á hvorri hlið. Það er þó hefð fyrir því í Húnavatnssýslu og Skagafirði að kirkjur geti verið öðruvísi, jafnvel þó þær séu klæddar með bárujárni. Svo er um hinar sérstæðu og sexstrendu kirkjur á Auðkúlu í Svínavatnshreppi og á Silfrastöðum í Blönduhlíð. Hin nýja Blönduóskirkja er búin að vera nær tvo áratugi í bígerð og ekki er það mikið á móti eilífðinni. Dr. Maggi Jónsson, arkitekt, var ráðinn til að teikna kirkjuna og drög hans voru samþykkt 1974, en fyrsta skóflustungan tekin 1982. Meginstefið í útliti kirkjunnar er samspil mjúkra og harðra forma; mjúkt bogaform, sem þar að auki hallast verulega, er um leið gert hart með rifflum eða strikum í stein- steypuna. Arkitektinn fer ekki þá leið að láta þessi form rísa upp í tum, sem hefði ef til vill gert kirkjuna svipmeiri. Þess í stað hefur verið reistur stór steinkross austan við kirkjuna, sem gegnir kannski svipuðu hlut- verki og turn og hefur auk þess þá þýðingu, að enginn velkist í vafa um hverskonar hús þetta er. Að öðm leyti em engar tilvísanir sem benda til kirkjubygginga. Kirkjuklukku er komið fyrir í glugga“ á vegg sem stendur út úr byggingunni til vesturs og er út af Séð frá predikunarstólnum fram í kirkj- una. Bogadreginn bakveggur, hvítmálað- ur, hallast inn yfir kirkjubekkina og er dálítið eyðilegur frá þessu sjónarhorni. Hinsvegar er gert ráð fyrir því síðar meir, að aftast ísalinn komi loft, sem stæði þá á súlum. fyrir sig góð hugmynd. En allt orkar tvímæl- is þá gert er, og getur út af fyrir sig verið álitamál hvort vinkilréttar línur þessa veggj- ar ríma við kirkjuna að öðm leyti. Vegfaranda um þjóðveginn sýnist í fljótu bragði að harla lítið sé um glugga. Þessi massífi, hallandi steinsteypuveggur með ör- litlum gluggarifum neðst, minnir óneitanlega i i á ýmis rammger virki frá fyrri öldum og seint hefðu þeir verið unnir á Sturlungaöld, sem hefðu átt slíkt virki. Ég sé aftur á móti ekkert athugavert við það þó kirkja. minni á virki. Trúin þarf að eiga sín virki og það sem fram fer í guðshúsi er innhverft j j og á að búa fólki skilyrði fyrir tilbeiðslu. Sólin skín fallega inn í kórinn í gegnum glugga sem snýr til suðausturs, ef eitthvað er að marka mitt áttaskyn á Blönduósi. Skugarnir frá gluggapóstunum mynda mynstur sem fellur á kórvegginn; annars er hann auður. Ég hef áður látið í ljósi þá skoð- un, að nýjar kirkjur séu oft kaldranalegar og lítið eitt fátæklegar hið innra vegna skorts á kirkjulist. Nú þekkist sú skoðun og þykir fín“, að arkitektinn hafi skapað slíkt lista- verk með kirkjunni sjálfri, að önnur list megi ekki sjást þar sem einhverskonar við- hengi. Mér finnst sú afstaða í fyrsta lagi of eigingjörn og í annan stað þykir mér dapurlegt, ef kirkjulist verður fyrirbæri sem heyrir einungis til gömlum kirkjum. Kirkjubekkirnir eru fastir, alveg þolanleg- ir ásetu, og afar fallega smíðaðir úr eik eins og aðrir kirkjumunir, altari, predikunarstóll og skírnarfontur. Ef svo færi með tíð og tíma að kirkjan þætti of lítil, er sá mögu- leiki skilinn eftir að aftantil í salinn verði byggt loft úr timbri og látið standa á súlum. Svo sem venja er til er kórinn lítið eitt upphækkaður, en í staðinn fyrir eina eða tvær tröppur er hafður hallandi rampur nið- ur á kirkjugólfið, sem er nokkuð sérkenni- legt en hlýtur að hafa tilgang og þá er sá auglýnilegastur, að verið sé að skapa að- stöðu fyrir prest í hjólastól, sem vitaskuld er hugsanlegur möguleiki. Hér er ekkert safnaðarheimili, aðeins að- staða fyrir sóknarnefndarfundi og annað álíka í herbergi í kjaliara. Hinsvegar er sér- stakt rými vestanmegin í kirkjunni, sem hægt verður væntanlega að skilja frá með rennihurð; rauf fyrir rennibraut hefur verið gerð í loftið. Þessi skilveggur er þó ókominn og kannski með öllu ónauðsynlegur. í þessu rými, sem sést hér á mynd, eru sæti fyrir 50-60 manns og samskonar kirkjubekkir og í aðalsalnum. Þarna er hægt að láta fara fram smærri athafnir, skírn til dæmis eða kistulagningu. En kirkjan er í sjálfu sér ekki svo stór og varla svo ásett, að vandséð er hvaða þörf er á sérstakri kapellu. Blönduóskirkja er afskaplega hrein og klár að innan; hvítmálaðir veggir á móti fallegu parketgólfi og annarri trésmíði sem lofar sinn meistara. Þessi opna hliðarkapella gerir kirkjuna dálítið undarlega tvískipta án sýnilegrar ástæðu. Heildin er samt góð í þá veru að miðla trúarlegri stemmmningu, sem hlýtur að vera kjarni málsins. Blönduós- kirkja er öðruvísi" kirkja; fráhvarf frá hinu venjubundna og það fínnst mér rós í hnappagatið, bæði fyrir arkitektinn og þá heimamenn, sem samþykktu bygginguna. Gísli Sigurðsson Kirkjuklukkum hefur veríð komið fyrír í glugga" á frístandandi vegg, sem byggður er út úr kirkjunni til vesturs. Hluta kirkjunnar sem hér sést er hægt að hafa aðskilinn, þá með rennihurð eftir brautinni, sem sést í loftinu. Hvort það verður gert er svo annað mál, enda kannski alls ekki nauðsynlegt. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 28. ÁGÚST 1993 '9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.