Lesbók Morgunblaðsins - 25.09.1993, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 25.09.1993, Blaðsíða 4
Skagamálaramir í N orræna Húsinu Sýning Skagamálaranna í Norræna Húsinu leiðir í ljós sérstæðan kapítula í norænni myndlistar- sögu og jafnframt sumt meðal þess bezta sem fundið verður í norðurlandalist. Þetta þykir kannski undarlegt í ljósi þess, að ugglaust hafa ekki nándar nærri allir heyrt Skagamálar- ana nefnda og munu þá ekki heldur kann- ast við nöfnin. Núna er Skaginn, nyrst á Jótlandi, vin- sæll dvalarstaður sumarleyfisgesta; þar mæta öldur Skageraks og Kattegats ljósum sandströndum og menn segja að þarna sé sérkennileg og falleg birta. Það var sú birta sem dró málara þangað á síðari hluta 19. aldarinnar, en það var líka rómantíkin, sem þá blómstraði í listinni í bland við nákvæmt raunsæi í útfærslu. Þetta var enn eitt aftur- hvarf til náttúrunnar; leit að einhverju óspilltu og gersamiega án tilgerðar og fiski- mennirnir á Skaganum höfðu það til að bera í ríkum mæli. í grein sem Ásgeir Hvítaskáld ritaði um Skagann og Skagamálarana í Lesbók fyrir tveimur árum, sagði hann svo: „Skagen er eldgamall bær sem hefur ætíð verið í hættu vegna sandblásturs og storma. En sandfugl- inn kemur samt hvern morgun í fjöruna og fólkið hefur ekki flúið enn. Höfn kom ekki fyrr en 1907 og fyrir þann tíma drógu fiski- mennirnir báta sína á land með handafli upp í sandfjörurnar. Þeir biðu eftir lagi og drógu bátana undan bröttum bárunum eins og á Islandi í gamla daga. I dag eru .um 14000 manns búsettir á staðnum. Þarna eru málverkasöfn og hús gömlu meistaranna eru varðveitt. “ Á síðustu öld komst í tízku, að málarar vendu komur sínar norður á Skagann, en settist þar ekki að til langframa. Ég held að ekki sé ástæða til að telja þau nöfn upp, því þau eru flestum ókunn. Aftur á móti telja fræðingar, þar á meðal Knut Voss í bók sinni „Skagensmaleme“, að fjórir Ska- gamálarar séu langsamlega merkastir og mun ég gera þá eina að umtalsefni hér. Þeir eru Anna Ancher, sem ein þeirra var innfædd á Skagen, eiginmaður hennar, Michael Ancher, í þriðja lagi J. Severin Kröyer og sá ijórði er Norðmaðurinn Christ- ian Krogh, sem „fann sjálfan sig“ á Skagan- um og blómstraði eftir það. P.S. Kröyer: Listamenn á Skaganum snæða hádegisverð, 1883. Seinni part síðustu aldar dvöldu nokkrir listmálarar um lengri eða skemmri tíma meðal fiskimanna og alþýðufólks í smáþorpi á Skagen, nyrst í Jótlandi. Þetta voru raunsæismálarar, sem brugðu upp ógleymanlegum myndum af þessu alþýðufólki. Þeir hafa verið nefndir Skagamálararnir og nú er safn á Skagen fyrir þessa list. Þaðan kemur nú sýning, sem opnuð verður í dag í Norræna Húsinu og stendur til 24. október. Michael Ancher: Lars Gaihede hlæjandi, 1885. Christian Krohg: Kona sker hrauð. Myndin er máluð á Skag- anurn 1879. Það er fengur í að sjá list Skagamálar- anna hér vegna þessað hún sýnir að raun- sæismálverk, sem oft er afskaplega leiðin- legt, getur orðið áleitið og eftirminnilegt þegar sérstakur galdur nær að magnast, líkt og gerðist hjá Vermeer og fleiri Hollend- ingum til dæmis. Það er hollt og gott fyrir þá sem stunda myndlist að sjá hvernig þess- ir málarar unnu og ágæt veizla fyrir hinn almenna listunnanda að sjá þessum löngu liðna tíma brugðið upp. MICHAEL ANCHER Upphaf þessa blómaskeiðs á Skaganum má rekja til ársins 1874, þegar Michael Anc- her frá Borgundarhólmi, þá 25 ára, kom á staðinn vegna þess að hann hafði verið með manni á dönsku listaakademíunni, sem mjög lofsöng þennan stað. Michael Ancher gerðist „fígúrumálari“ með aðaláherzlu á manneskjuna og það mannlega. Á fyrsta ári sínu á Skaganum, þá kostgang- ari í kránni í plássinu, fékk hann „blod pa tanden" eins og segir í bók Knud Voss, því hann kynntist þar hinni 15 ára gömlu Önnu Bröndum, sem var þá þegar byijuð að fást við myndsköpun. Skemmst er frá því að segja, að hún varð síðar eiginkona Michaels og er þekkt sem Anna Ancher og telst í fremstu röð norænna listakvenna, fyrr og síðar. Það var fyrst og fremst líf fískimannanna, sem varð myndefni Michaels Anchers og hann málaði af þeim mörg frábær portret. Fyrsta stórverk hans af hópi fiskimanna, sem hann nefndi „Vil hann klare pynten", sýnir þessa veðurbitnu og sterklegu menn stara út í brim- 4

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.