Lesbók Morgunblaðsins - 02.09.1995, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 02.09.1995, Blaðsíða 4
BIÐRÖÐ við Stjörnubíó: Reykjavíkurævintýri Bakkabræðra sýntþar haustið 1951. A sama tíma var verið að sýna Niðursetninginn í Nýja bíói. Á aldarafmæli kvikmyndalistarinnar ARIN TOLF fyrir daga Sjónvarps og Kvikmyndasjóðs slenska kvikmyndavorið“ svokallaða, sem hófst með stofnun Kvikmyndasjóðs íslands árið 1978 og fyrstu úthlutuninni, sem fylgdi í kjölfarið ári síðar, er í hugum margra hið raunverulega upphaf „alvöru“ bíómyndagerðar á íslandi. Allt sem gert hafði verið Viðbrögð almennings og gagnrýnenda við kvikmyndagerð áranna tólf frá 1944-1957 lýsir miklum væntingum og trú á að þessi menningarstarfsemi væri komin til frambúðar. Myndunum Milli Qalls og Qöru og Síðasta bænum í dalnum var afar vel tekið. Eftir ERLEND SVEINSSON á bíómyndasviðinu fram að þeim tíma er af- greitt samkvæmt þessari söguskoðun sem áhugamennska og minnst á hana með góðlát- legri vorkunsemi, þegar fjallað er um íslenska kvikmyndagerð í ræðu eða riti. En er þetta sanngjarnt mat? Hvað um árin tólf frá 1944 til 1957 og þær væntingar sem íslensk kvik- myndagerð vakti þá í huga almennings, gagn- rýnenda og kvikmyndagerðarmannanna sjálfra? Var ekkert vorlegt yfir þessum árum? Framan af árum heimstyijaidarinnar síðari var heldur lítið um að vera í kvikmyndagerð á vegum íslendinga, ef undan er skilin kvik- myndataka Lofts Guðmundssonar fyrir Reykjavíkurborg og Hitaveitu Reykjavíkur. Hins vegar var bíósókn með besta móti, fór raunar stöðugt vaxandi og gera má ráð fyrir að þjóðin hafi kynnst áhrifamætti fréttakvik- mynda stríðsáranna, sem sýndar voru á und- an bíómyndunum og gegndu áhrifamiklu fjölmiðlunarhlutverki hér heima ekkert síður en úti í hinum stríðshijáða heimi. Þessara áhrifa átti eftir að sjá stað á næstu árum í fjölgun kvikmyndahúsa og ótrúlegri grósku í gerð íslenskra frétta- og heimildarkvik- mynda til sýningar í kvikmyndahúsum. Heimildarmyndaárin FIMM, 1944-1949 Þessi gróska í kvikmyndaframleiðslunni er sérstaklega áberandi á tímabilinu 1944 - 1949 og er freistandi að líta á þennan stutta tíma sem eins konar plægingu akursins fyrir gerð bíómyndanna, sem á eftir fylgdu. Á þessu fimm ára tímabili eftir lýðveldisstofn- unina varð til ótrúlegur fjöldi frétta- og heim- ildarmynda, sennilega hátt í 30 myndir. Og það sem vekur enn meiri athygli er að á þess- um fímm heimildarmyndaárum urðu frumsýn- ingar á frétta- heimildarkvikmyndum í kvik- myndahúsunum ekki færri en 17 talsins. Það vekur einnig athygli að á þessu fimm ára tímabili eða þar um bil bætast fjögur kvik- myndahús við í hóp bíóanna þriggja, sem fyrir voru í Reykjavík auk þess sem elstu bíóin í Reykjavík, Gamla bíó og Nýja bíó fara út í umfangsmiklar endurbætur á salarkynn- um sínum (1947). Af nýju bíóunum fjórum voru Trípolíbíó (1947) og Hafnarbíó (1948) reyndar áframhald bíóstarfsemi, sem verið hafði á stríðsárunum á vegum hersins en Austurbæjarbíó (1947) og Stjörnubíó (1950) voru glæsilegar nýbyggingar til kvikmynda- hússreksturs. Svo var einnig um Bæjarbíó í Hafnarfírði (1946) sem hóf nú samkeppni við Hafnarfjarðarbíó, sem fyrir var þar í bæ og hafði verið endurnýjað á stríðsárunum. Lýðveldisstofnunin árið 1944 olli því að kvikmyndagerðin komst á nokkurn skrið eftir að hafa dregist saman á styijaldarárunum miðað við árin þar á undan. Gerðar voru tvær kvikmyndir um lýðveldisstofnunina, heimild- arkvikmynd að tilhlutan Þjóðhátíðarnefndar, sem Kjartan Ó. Bjamason var fer.ginn til að stjóma og heimildarkvikmynd Óskars Gísla- sonar, ljósmyndara, sem hann gerði að eigin frumkvæði. Eiginlega var hér um fréttakvik- mynd að ræða hjá Óskari, því með því að framkalla efnið sjálfur tókst honum að vinna svo hratt, að mynd hans varð tilbúinn til sýn- ingar fyrir almenning aðeins þremur dögum eftir að hátíðahöldunum lauk. Þannig kom Óskar Gíslason eins og stormsveipur inn í íslenska kvikmyndagerð í upphafí þessa tíma- bils, sem hann átti eftir að setja mark sitt á svo um munaði. Fljótlega eftir lok styijaldar- innar hóf Óskar að taka fréttamyndir í Reykjavík, sem hann hafði hug á að yrðu fastur liður í sýningum kvikmyndahúsanna. Fyrsta fréttamyndasyrpan í fullri bíómynda- lengd var sýnd í Tjarnarbíói í apríl árið 1947. Ekki samdist um nógu háar greiðslur fyrir þessa þjónustu til að hún gæti bprið sig fjár- hagslega. Um líkt leyti hafði Óskar einnig byijað tökur á Reykjavíkurmynd sinni, sem gerð var í tilefni af 160 ára afmæli borgarinn- ar og nefndist Reykjavík vorra daga. Þessi mikli heimildarmyndabálkur var gerður í tveimur hlutum og var fyrri hlutinn frumsýnd- ur í febrúar 1947 en sá síðari haustið 1948. Atkvæðamesti kvikmyndagerðarmaður okkar á árunum milli stríða, Löftur Guð- mundsson, frumsýndi nýja Islandsmynd haustið 1947, sem hann nefndi ísland og var fyrsta 16mm kvikmynd hans og litmynd að auki. Upp úr því fór Loftur að undirbúa gerð fyrstu íslensku bíómyndarinnar. Heimildarmyndaframleiðslan tók nýjan fjörkipp með Heklugosinu árið 1947. Þá var það sem Ósvaldur Knudsen_ kom til sögunnar (Eldur í Heklu, 1947) en Ósvaldur átti eftir að verða einn afkastamesti heimildarmynda- gerðarmaður okkar er fram liðu stundir og hljóta frægð víða um heim, einkum fyrir eld- gosamyndir sínar. Fjöldi annarra heimildar- myndamanna gerði myndir um Heklugosið, þeirra á meðal voru Steindór Sigurðsson og Árni Stefánsson, Loftur Guðmundsson, Kjart- an Ó. Bjamason, Guðmundur frá Miðdal, Vigfús Sigurgeirsson og Sören Sörenson. Fimmta árið, 1949, er einstakt furðuár í íslenskri heimildarmyndasogu, því þá er boðið upp á ekki færri en 11 heimildarmyndafrum- sýningar í bíó og amk. 14 titlar sýndir. Merki- legust þessara mynda er vafalaust heimildar- mynd Óskars Gíslasonar, Björgunarafrekið við Látrabjarg, sem frumsýnd var 8. apríl í Tjarnarbíói. Myndin þótti þegar í upphafi vera einstakt afrek í heimildarmyndagerð enda voru aðstæður allar og tilviljun atburða- rásarinnar við gerð myndarinnar með miklum ólíkendum. Rúmlega 16 þúsund manns sáu mypdina í fyrstu atrennu en hún hefur verið mikið sýnd allar götur síðan, bæði hér heima og erlendis. Látrabjargsmyndin var að hluta sviðsett og svo var einnig um fyrri hluta Reykjavikur vorra daga. Eftir gerð Látra- bjargsmyndarinnar gat Óskar fylgt í fótspor Lofts Guðmundssonar, sem frumsýnt hafði fyrstu íslensku leiknu talkvikmyndina í byijun ársins 1949. Og áður_ en árið hafði runnið sitt skeið á enda var Óskar kominn á fullan skrið með að undirbúa gerð fyrstu leiknu myndar sinnar. MILLI fjalls og fjöru, fyrsta íslenska talmyndin: Sýslumaðurinn (Brynjólfur Jóhannesson) handtekur kotungssoninn (Gunnar Eyjólfsson). Myndin fjallar um viðskipti sýslumannsins og kotungssonarins, sem er ákærður - vitanlega ranglega - fyrir sauðaþjófnað. Að sjálfsögðu er þetta svo kryddað með smá- ástarævintýrum (Myndatexti Morgunblaðsins daginn eftir frumsýningu).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.