Lesbók Morgunblaðsins - 23.09.1995, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 23.09.1995, Blaðsíða 2
Mynd: Bjarni Ragnar. Skáldið sem lofaði örlæti konungs, sigursæld og frægð, hafði þegið „vammi firrta íþrótt“ sína af Óðni. Skáld gat eflt hamingju konungs, en væri skáld- inu misboðið gat það jafnvel steypt voldugum höfðingjum með níði. sögunnar geyma þessa minningu um sam- keppni og afbrýðisemi skáldanna. Sjónarhomið er breiðara í frásögn Heims- kringlu en í Fóstbræðra sögu. Ólafur konungur liggur andvaka á bæn, sofnar þó rétt undir morgun en vaknar þeg- ar dagur rennur. Hann spyr um Þormóð, sem er þar nær, segir þá konungur við Þormóð: „Tel þú oss kvæði nokkuð". Þor- móður settist upp og kvað hátt mjög, svo að heyrði um allan herinn. Hann kvað Bjarkamál hin fornu og er þetta upphaf: Dagur er upp kominn dynja hana fjaðrar, míl er vílmögum að vinna erfiði; vaki æ og vaki vina höfuð, allir enir seðstu Aðils of sinnar Hár enn harðgreipi, Hrólfur slgótandi, ættum góðir menn, þeir er ekki flýja, vekka yður að víni né að vífs rúnum, heldur vekk yður að hörðum Hildar leiki. Þá vaknaði liðið. En er lokið var kvæðinu, þá þökkuðu menn honum kvæðið og fannst mönnum mikið um og þótti vel til fundið og kölluðu kvæðið Húskarlahvöt. Konungur þakkaði honum skemmtan sína. Síðan tók konungur gullhring, er stóð hálfa mörk, og gaf Þormóði. Þormóður þakkaði konungi gjöf sína og mælti: „Góðan eigum vér kon- ung, en vant er nú að sjá, hversu langlífur konungur verður. Sú er bæn mín, konung- ur, að þú látir okkur* 1 2 3 4 hvorki skiljast lífs né dauða.“ Konungur svarar: „Allir munu vér saman fara, meðan eg ræð fyrir, ef þér vil- ið eigi við mig skiljast.“ Þormóður lýsir yfir vilja sínum að fylgja konungi hvað sem yfir gangi. Síðan vekur Þormóður athygli á fjarveru Sighvats. Miðað við þetta eru atburðirnir fátæklega settir á svið í Fóstbræðrasögu. Bæði í Flat- eyjarbók og Heimskringlu er meiri spenna í loftinu en beinast er sótt að markinu í Heimskringlu: Konungur liggur andvaka á bæn en þegar hann vaknar eftir örstuttan blund er Þormóður við hlið honum. Þormóð- ur er látinn vekja herinn eða vekur herinn af eigín kappi eldsnemma. Menn hrökkva upp við kvæðið og finnst mikið til um efni þess og flutning. Húskarlar fá að kveða upp dóm sinn á undan konungi. Konungur laun- ar kvæðisflutninginn með stórgjöf. Athyglin beinist síðan að samtali Þormóðar og kon- ungsins, sem fylgir því að Þormóður tekur við hringnum. Öll þessi efnisatriði vantar í Fóstbræðrasögu sem segir til dæmis ekkert um undirtektir hersins við kvæðinu og lætur síðan konung og skáldið talast við undir fjögur augu einhvern tíma seinna dagsins þegar kvæðið er hljóðnað. í Heimskringlu er lesandi látinn sjálfur um að skiija bón Þormóðar. Svar konungs er þar ætlað öllum tryggum liðsmönnum, hveijir sem þeir eru. I Flateyjarbók hefst frásögnin á sama hátt og í Heimskringlu en verður síðan mun langdregnari. Konungur spyr í morgunsárið um Þormóð, sem er þar nær, segir þá kon- ungur: „Tel þú oss kvæði nokkuð.“ Þormóð- ur kveður Bjarkamál hin fornu en áður en hann fer að flytja kvæðið sneiðir hann að Sighvati skáldi. Síðan koma tvær fyrstu vísur kvæðisins: Herinn vaknar, menn þakka skáldinu vel kvæðið og kalla það Húskarla- hvöt. Konungur gefur skáldinu gullhring. Þormóður þakkar hringinn, síðan koma all- langar samræður þeirra konungs um það hve lengi Þormóður muni tefjast í hreinsun- areldinum fyrir að hafa vegið fjórtán menn. í öllum gerðum frásagnarinnar eru Bjarkamál hin fomu þungamiðja, 'SÍðan nafnbreytingin eða skilgreiningin að kalla þau Húskarlahvöt, athugasemdir um fjar- veru Sighvats skálds og að lokum ósk Þor- móðar að þeir konungur og hann þurfi aldr- ei að skiljast, hann fái að fylgja konungi sínum til einnar gistingar. Hvers konar kvæði voru Bjarkamál hin fornu? Hvers vegna er kvæðið kallað hér Húskarlahvöt? Og hvers vegna biður Þor- móður — að nokkru leyti óbeinum orðum — um að fá að deyja með konungi? Bjarkamál hafa verið frægt fornkvæði. Það skal nefnt að sumir hafa getið þess til að Húskarlahvöt kynni að vera hið forna nafn kvæðisins. Eins og nefnt er neðan- máls hér að framan þarf ekki að skilja svo að verið sé að gefa kvæðinu nýtt nafn. En lokaósk Þormóðar er túlkunaratriði fyrir okkur nútímamenn, þar er svigrúm til að hugleiða tilfinningar og hugsjón fom- skáldsins. Bjarkamál hin fornu eru ekki varðveitt í íslenskum handritum nema fyrrgreindar upphafsvísur í Ólafs sögu helga og svo þijár vísur í Snorra-Eddu, sem allar geyma sama efni — skáldleg orð um gull sem konungur miðlar mönnum sínum. Til eru tvö lítil brot að auki, sem sögð eru úr Bjarkamálum, annað vísubrotið eitthvað undarlega „ófornt" (— ef til vill úr Bjarkamálum „hin- um yngri“?). Bjarkamál eru kennd við Böðv- ar bjarka, frægasta kappa Hrólfs kraka, en samkvæmt Danasögu Saxa var þetta kvæði samtal kappanna Böðvars bjarka og Hjalta hins hugprúða þar sem þeir börðust von- lausri baráttu í Skuldarbardaga, síðasta bardaga Hrólfs. í niðurlagi íslensku fomaldarsögunnar um Hrólf kraka, frásögninni af Skuldarbar- daga, virðist oft sem farið sé eftir bundnu máli og liggur beint við að geta þess til að þar glitti í Bjarka-mál. Danski sagnaritarinn Saxi felldi Bjarkamál inn í Danmerkursögu sína, sem hann skrifaði á latínu, þar sneri hann kvæðinu í hexameter.* Kvæðið breytt- ist vemlega að stíl við slíka þýðingu en eft- ir stendur meginboðskapurinn sem kappar Hrólfs boða með orðum sínum í kvæðinu, með lífi síny og þó ekki síst með dauða sín- um. Konungar eru hvattir til örlætis við húskarla sína og lofaðir fyrir slíkt en í stað- inn skulu húskarlar beijast með konungi sínum og leggja líf sitt við líf hans — það er hin mesta sæmd að deyja með konungi sínum. Kvæðinu lýkur með dauða þeirra sem þar mælast við. Böðvar bjarki, hinn gamal- reyndi kappi, finnur á sér nálægð Óðins, hefur í hótunum við hann og leitar hans í orrustunni án þess að finna hann. Böðvar og Hjalti hinn hugprúði, kappinn ungi, hníga í valinn, annar við fætur konungi, hinn að höfði. Gera má ráð fyrir að eitthvað á þessa leið hafi verið efni kvæðis þess sem sagt er að Þormóður hafí flutt fyrir bardagann á Stiklarstöðum. Svipað efni biitist í lok kvæðis þess í Hálfs sögu og Hálfs rekka sem lýsir falli Hálfs. Hrókur er fallinn að fótum Hálfs, Innsteinn, kappinn sem kvæðið er lagt í munn, ámælir Oðni, sem hefur rænt konung- inn sigri, síðast fellur Innsteinn að höfði Hálfs. Kvæðin um fall Hrólfs kraka og kappa hans og um fall Hálfs konungs og Hálfs- rekka eru til vitnis um vissa menningu, sögu herkonunga sem þurftu að safna um sig liði til erfiðra og áhættusamra ferða. Konungar víkingaaldar bjuggu við aðrar aðstæður en stásslegir erfðakonungar síðari alda, ekki síst þeir sem áttu allt sitt undir stöðugum herferðum.5 Það hefur ekki verið á allra færi að vera konungur og standa í herförum. Herkonungur varð að vera örlát- ur og sigursæll til að geta safnað um sig liði, hvað þá til þess að það lið væri traust og staðfast í háska. Til að treysta liðið og efla því hugrekki mátti ekki vanrækja það andlega — það varð að skapa með mönnum samstöðu og kjark til að flýja hvorki eld né járn. Þessa siðferðilegu herþjálfun önnuð- ust skáld konunga á þeim öldum þegar konungar voru ekki útnefndir af guði og studdir prestum eins og síðar varð. Skáldin gátu þulið dæmi þess hvernig kappar og konungar fyrri tíma fylgdust að, örlátir konungar og hraustir kappar sem gátu sér orðstír sem aldrei deyr. Sannur drengur skyldi ganga ótrauður í dauðann fyrir herra sinn.6 Skáldið, sem lofaði örlæti konungs, sigursæld og frægð, hafði þegið „vammi firrða íþrótt“ sína af Óðni7 og orð þess höfðu mikinn mátt. Skáldið efldi konunginum hamingju með lofi en væri skáldinu misboð- ið gat það steypt jafnvel voldugum höfðingj- um með níði sem svipti menn frægð og þar á ofan gæfu sinni. Ekki hefur verið tilfinningalaust starf að vera húskarl konungs og því síður að vera skáld konungs með þá skyldu á herðum að halda uppi eldmóðnum og ala á draumnum um auð og frægð. Skáld örlátra höfðingja hafa áreiðanlega sinnt skyldu sinni af fyllstu einlægni og þótt jafnvænt um höfðingja sína og fullyrt er í sögum. Enn þann dag í dag miðar herþjálfun meðal annars að því að efla samstöðu liðsins, að allir fylgist að, jafnvel út í dauðann, og eitt gangi yfir alla. Þegar hermennskuhugsjón gengur lengst er stutt í að það verði hreinlega æskilegt, jafnvel næstum trúaratriði, að hugprúði for- inginn falli í bardaga og menn hans með honum. Þessi kappahugsjón er ef til vill fáránleg af sjónarhóli friðsamra nútíma íslendinga. Okkur herþjálfunarlausum mönnum þykir það undarlegt að nokkur skuli geta bundist foringja sínum svo traustum böndum að vilja frekar deyja með honum en lifa eftir hann. Því gengur okkur misjafnlega vel að skilja bókmenntir okkar þegar þessi þáttur fornmenningar kemur þar við sögu. Bjarkamál eru sem fyrr segir tengd Skuldarbardaga, hinsta bardaga Hrólfs kraka. Sú skýring er gefin á nafni bardag- ans að Skuld hafi heitið systir Hrólfs sem felldi hann og alla kappa hans með göldrum í ógnarlegum bardaga. Það er ósennilegt að Hrólfur konungur hafi átt systur með þessu nafni. Skuld er í Völuspá og Snorra-Eddu nafn örlaganornar eða valkyiju en slík nöfn tíðkaðist ekki forð- um að gefa mennskum konum. Skuldarbardagi, kenndur við örlaganorn- ina eða valkyijuna, sem kýs þá er deyja skulu, er bardaginn sem enginn kemst lif- andi úr. En dauði í.svo feiknlegum bardaga getur orðið upphaf að orðstír sem aldrei deyr. Eðli Skuldarbardaga var auðvitað engum ljósara en Þormóði sem því aðeins gat orðið skáld að hann hefði mikla þekkingu á forn- um sögnum. Og þegar rann upp örlaga- stundin í lífi hans þá greip hann til Bjarka- mála og tjáði með þeim hug sinn. Bjarkamál glymja inn í frásögnina af að- draganda orrustunnar á Stiklarstöðum. Þau ijúfa morgunþögnina eins og kröftugt upp- haf nýs kafla í sinfóníu. Sofandi menn hrökkva upp, hlýða kvæðinu og hrífast af. Það er eins og kvæðið fylli sögusviðið. Öllum finnst mikið til um. Allir telja vel til fundið að flytja þetta kvæði fyrir þennan bardaga. Ólafur skilur kvæðið. í Fóstbræðra sögu telur hann vel til fundið að flytja það „fyrir sakar þeira hluta er hér munu að ber- ast...“ en ef til vill er hann þar að veijast óhugnanlegri spá með því að lýsa yfir ánægju sinni og kalla kvæðið „Húskarla- hvöt“. í Heimskringlu eru það liðsmenn Ólafs konungs sem „fannst mikið um og þótti vel til fundið og kölluðu kvæðið Hús- karlahvöt“. Ef til vill býr sama undir hjá þeim, viljinn til að tapa ekki hugrekkinu heldur binda sig við vonina. Hugleiðingar um vísan dauða styrkja víst lítt til dáða enda flytur konungur fyrir orrustuna eld- heita hvatningarræðu, jafnvel þótt hann hafi sagt berum orðum rétt áður að hann viti feigð sína. Sá sem þetta skrifar hallast að því að í Fóstbræðra sögu og Heimskringlu megi skilja svo að sé það frekar boðskapur Bjarkamála um sæmdarfullan dauða en kristileg von um eilíft líf sem vakir fyrir Þormóði þegar hann ber upp síðustu bón sína við konung. Slíkt væri best í samræmi við hugsjónir kappa eins og raktar voru hér að framan — og nær ef til vill einnig betur til tilfinninga nútímamanna en helgisögu- blærinn í Flateyjarbók. Fornkvæðið, sem Þormóður kaus að flytja á Stiklarstöðum, verður enn átakan- legri söguþáttur ef við lítum svo á að Ól- afi og Þormóði og jafnvel flestum í kring sé fyllilega ljóst til hvers konar atburða kvæðið vísar og hvers vegna Þormóður velur það sem vakningarljóð eða „húskarla- hvöt“. Bjarkamál hin fornu eru forboði þeirra tímamóta sem ef til vill hétu „Skuld- ardagar".8 Konungs bíður það eitt að deyja og Þormóður vill fylgja honum í dauðann og að aðrir geri slíkt hið sama. Þá hvatn- ingu ber Þormóður fram með því að vísa til aldagamallar skáldhefðar og sameigin- legs sagnaarfs sem höfðar til tilfinninga og viðkvæmni konungs og liðsmanna hans. Áheyrendum hans „fannst mikið um“. Við þennan skilning hrífst nútímales- andinn af einlægni Þormóðar þegar hann spyr konung sinn hvort hann megi fylgja honum „til einnar gistingar“ og skilur von- brigði eða örvæntingu kappans sem reikar um eftir bardagann og hefur ekki hlotið hinn þráða heiðursdauða að hníga vopnbit- inn við fætur eða höfuð hins örláta kon- ungs. Höfundur er kennari og cand.mag. í íslensku. 1 Þegar hér á eftir verður vitnað til Fóstbræðra sögu og texta Flateyjarbókar er það til útgáfu Guðna Jónsson- ar í íslenskum fornritum VI. Reykjavík 1943, bls. 261-266. Til Ólafs sögu helga verður vitnað samkvæmt þeirri gerð sem gefin er út í Heimskringlu II, útgáfu Bjama Aðalbjarnarsonar, íslenskum fornritum XXVII. Reykjavík 1945, bls. 361-362. Stafsetning verður færð til nútímahorfs en beygingarmyndum orða haldið. Utan tilvitnunarmerkja verður valin orðmyndin Stiklarstaðir en ritháttur nafnsins er annars á reiki. 2 Ekki þarf að skilja svo að konungur gefi kvæðinu nýtt nafn. Þetta getur eins merkt að honum þyki felast mikil hvatning í kvæðinu. Orðalagið væri þá samsvar- andi því þegar sagt er t.d. „Hann var kallaður (= sagður vera) tveggja manna makiM. Hér er þó haldið því úr útgáf- um að skrifa Húskarlahvöt með stórum staf. 3 Okkur vísar til Þormóðar og konungs; við og þið með teygwgarroyndum sínum vísar í fommáli aðeins til tveggja. Þegar rætt er um fleiri en tvo, t.d. alla hirðina, gildir vér og þér, sbr. svar konungs við beiðni Þormóðar en þar beinir konungur til allra liðsmanna sinna. 4 Latínuþýðingu Saxa á Bjarkamálum hefur prófessor Jón Helgason þýtt á íslensku undir sama bragarhætti. Sjá Jón Helgason: Ritgerðakom og ræðustúfar. Reykja- vík, Félag íslenzkra stúdenta í Kaupmannahöfn, 1959, bls. 39-60. Áður prentað í Afmæliskveðju til Ragnars Jónssonar, 1954. 5 „Vom margir sækonungar, þeir er réðu liði miklu og áttu engi lönd. Þótti sá einn með fullu mega heita sækon- ungur, er h’ann svaf aldri undir sótkum ási og drakk aldri að arinshomi.“ Ynglinga saga, 30. kafli (Heims- kringla I, íslensk fomrit XXVI, útg. Bjami Aðalbjarnar- son. Reykjavík 1941, bls. 60.) 6 „Drengir heita ungir menn búlausir, meðan þeir afla sér fjár eða orðstírs, — þeir fardrengir er milli landa fara, þeir konungs drengir, er höfðingjum þjóna, þeir og drengir, er þjóna ríkum mönnum eða bóndum. Drengir heita vaskir menn og batnandi.“ Edda Snorra Sturluson- ar, útg. Magnús Finnbogason. Reykjavík 1952, bls. 221. (Skáldskaparmál, 81. kafli.) 7 Þannig talar Egill Skallagrímsson um skáldskap sinn í síðustu vísum Sonatorreks. 8 Sá blær, sern felst í orðasambandinu „nú er komið að skuldadögunum“, bendir til að þar sé um þyngri skuld að ræða en þá sem tryggð er með fasteignarveði eða greidd með venjulegu Iausafé. 2

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.