Lesbók Morgunblaðsins - 23.09.1995, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 23.09.1995, Blaðsíða 6
„ÞETTA land á ærinn auð...“ Bláa lónið er dæmi um vannýttan möguleika og auðlind sem ekki var til fyrir nokkrum árum. Með öflugu markaðsstarfi væri hægt að auglýsa ísland sem heilsu-friðland, segir höfundur greinarinnar. Auðlindir við bæjardyrnar Fjallablámi, eldur og ís hafa ætíð einkennt ísland og ýmist kúgunarbönd eða sjálfstæðisandi sett sinn svip á þjóðarsálina er landið byggir. Napr- ir vindar hafa nætt um þjóðfélagið^ hérlendis undanfarin 5-6 ár sem hafa minnt íslendinga Á VÍÐ OG DREIF Félags- hyggja Hugtakið „félags- hyggja“ er skilgreint í Orðabók Menningar- sjóðs, sem „jákvæð viðhorf til samvinnu við aðra“. „Einstakl- ingshyggja“ er skil- greind í sama riti „að byggja fremur á einstaklingum en heild- inni (t.d. í samskiptum manna), sér- hyggja“. „Félagsleg frjálshyggja“ er skilgreind í Islensku Alfræðiorðabókinni sem stefna breska íhaldsflokksins og kristilegra demó- krata á Þýskalandi og Italíu, einnig Sjálf- stæðisflokksins hér á landi. Félagsleg fijálshyggja er einstaklings- hyggja sem tekur tillit til „félagslegrar nauðsynjar“ að því marki að sú náuðsyn hefti ekki andlegt frelsi og athafnafrelsi hvers einstaklings eins og það frelsi er skilgreint í mannréttindayfirlýsingum bandarískum og frönskum frá síðari hluta 18. aldar. Opin þjóðfélög Vesturlanda erii grundvölluð á þeim yfirlýsingum og kenn- ingum Montesquies o.fl. Einstaklingsréttur og eignaréttur tryggja opið þjóðfélag. Ein- staklingshyggja er skýrt skilgreind í lögum opinna samfélaga Vesturlanda, félags- hyggja er óskilgreint hugtak í lögum, fljót- andi hugtak, gjarnan notað af skillitlum pólitíkusum, sem eiga það sammerkt að viðurkenna ekki leikreglur lýðræðisríkja Vesturlanda og sérrétt hvers einstaklings. Félagshyggjan hefur birst í ýmsum myndum. Syndikalisma, samvinnustefnu, sosíalisma, kommúnisma, national-sosial- isma, fasisma. Allar þessar stefnur líta á einstakligninn sem meira og minna rétt- lausan gagnvart heildinni. Heildarhyggja, hóphyggja og alræðishyggja ríkisvaldsins verður lokatakmark félagshyggjunnar. Undanfarin misseri hefur hugtakið „fé- lagshyggja" og „félagshyggjufólk" verið endurtekið af forustumönnum þeirra flokka hér á landi, sem nefna sig „félags- hyggjuflokkana". Stefna þessara forustu- manna virðist vera sú að ná tangarhaldi á ríkisvaldinu og geta á þann hátt ráðsk- ast með völd, áhrif og fjármagn að eigin vild og án allrar ábyrgðar. Öfl af toga félagshyggjunnar hafa vissu- lega náð völdum á 20. öld. Kraftbirting hinnar fullkomnu félagshyggju birtist ský- rast í Sovétríkjunum og í ríkisstjórn þjóð- ernis- jafnaðarmanna á Þýskalandi svo og á Ítalíu. í þessum ríkjum var „félagsleg nauðsyn" sett öilu ofar, stöðlun ríkisins á andlegu lífi þegnanna var mjög nærfærin og framkvæmdir og atvinnulíf voru undir stjórn ríkisins og rekin af ríkinu í samein- ingarríki verkamanna og bænda. Enn þann dag í dag er fjölmennasta ríki veraldar stjórnað frá sömu forsendum, þar sem hin „félagslega nauðsyn“ tekur á sig mynd ófreskju, sem reynir á allan hátt að villa á sér heimiidir m.a. með því að efna tii mannréttindaráðstefnu og kvenfrelsisbar- áttu undir merkjum félagshyggjunnar. Viðbrögðin meðal félagshyggjufólks eru víða í löndum heldur dræm, nema hér á landi, þar sem „félagshyggjufólk“ virðist skilja einstaklega vel „félagslega nauðsyn Kínveija“ og láta ekki sitt eftir liggja, að aðstoða og leiðbeina kínversku stjóminni að eigin sögn til fullkomnunar félagshyggj- unnar. SIGLAUGUR BRYNLEIFSSON. Með samstilltu átaki er enginn vafl á því að þjóðin getur látið drauma sína um betra og réttlátara ísland rætast og fundið fleiri smugur en þær sem gefa fisk. Eftir PÁL BJÖRGVINSSON óþyrmilega á þá staðreynd að velmegun er ekki sjálfgefið fyrirbæri og að lífið er sífelldum breytingum háð. Það er ekki þar með sagt að tilveran á íslandi muni framvegis bera merki hokurbúskapar og ládeyðu í ríkisrekstrinum - fremur merki aðhalds, forsjár og langtímamarkmiða. En það er jafnframt á valdi hins almenna borgara að leita nýrra sóknarfæra og axla þá ábyrgð er því fylgir. Eins og þar stendur: „...það er svo bágt að standa í stað, og mönnunum munar, annaðhvort aftur á bak ellegar nokkuð á leið...“. En hvað svo sem öllu veraldarvafstri og erfið- leikum líður þá er landið ísland áfram landið þitt! Ferðamannalandið Óteljandi möguleikar eru á íslandi fyrir erlenda sem innlenda ferðamenn. Þjóðin er svo lánsöm að hafa á að skipa miklum fjölda hæfra manna á sviði lista, ferða- mála, vísinda, tækni, íþrótta og líkams- ræktar. Ekkert jafnast samt á við landið sjálft sem er einstakt þegar hafðir eru í huga útivistarmöguleikar og fjölbreytileiki í landslagi. Hér lifa sterkar andstæður til- verunnar hlið við hlið - undir frostbörðu yfirborði leynist ólgandi hiti og kraftur; handan við sólbaðað fjall ósvikið óveðurs- ský. Sem sagt ævintýraland veðrabrigða og lifandi náttúruafla; kjörin áskorun nú- tímaferðamannsins sem er orðinn leiður á aðgerðar- og tilbreytingarleysi sólar- strandanna sem lítið skilja eftir nema sól- brúnku. ísland á þann sérstæða möguleika fram yfir sólarlöndin að geta orðið ferða- mannaland allan ársins hring. Á sumrin í hesta- eða jeppaferðum yfir öræfin, tor- færukeppni, fjallgöngum, skíðaferðum í ÍSLAND á þann sérstæða möguleika að geta orðið ferðamannaland allan ársins hring.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.