Lesbók Morgunblaðsins - 23.09.1995, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 23.09.1995, Blaðsíða 12
R A N N S —w— o K N I R I S L A N D I Umsjón: Sigurður H. Richter Ljósm.: Einar Þ. Guðjohnsen. GROÐUR í Herðubreiðnrlindum. Útbreiðsla plantna á íslandi PLÖNTUR eru eins og litlar veðurstöðvar. Með tilvist sinni gefa þær vísbendingu um veðurfar á þeim bletti sem þær vaxa á. Sumar segja til um hitastig, aðrar um snjóalög eða land- rænt eða hafrænt loftslag. Samspil veðurfars- þátta og áhrif þeirra á plöntur er flókið og stundum vísa þær á aðra þætti en þá sem veðurstofan mælir. Notkun Reitkerfis Staðsetning villtra plantna getur verið vísir á loftslag eða gróðursögu. Síðan árið 1970 hefur upplýsingum um út- breiðslu plantna mest verið safnað á grunni 10 (10 km reitkerfis). Slíkt kerfí hentar vel fyrir tölvuvinnslu útbreiðslukorta. Síðan farið var að vinna eftir þessu kerfi, hefur markvisst verið unnið að því að ná upplýsingum frá öllum landshomum, allt frá ystu annesjum og inn til jökla. Nú er svo komið, að af 1.070 reitum landsins, sem ekki em huldir jöklum, em að- eins um 35 reitir sem enn vantar upplýsingar frá og era flestir þeirra við jökuljaðra. Þetta reitkerfí er mjög gróft ef við_ eram að bera saman eða skoða lítil svæði á íslandi en hent- ar vel til að fá yfirsýn yfír allt landið. Við rann- sóknir á minni svæðum er reitunum skipt meira niður, í 2 (2 km) eða 1 (1 km) reiti. Frá sumum svæðum á íslandi era til upplýsingar í svo fínum kvarða, t.d. Þjórsárveram, Auðkúlu- heiði og Eyjabökkum. NÁTTÚRUFRÆÐISTOFNUN ÍSLANDS Eftir HÖRÐ KRISTINSSON Mismunandi Dreifing Plantna Dreifíng plantna um landið er afar misjöfn. Sumar plöntur, eins og músareyra, lambagras og túnvingull, eru afar harðgerðar og eiga auðvelt með að dreifa sér. Þær vaxa nánast í öllum rannsökuðum reitum, jafnt á láglendi sem á hálendi ofan 1000 m, jafnt við sjóinn sem inni á blásnum öræfunum. Aðrar plöntur eru sjaldgæfar eða algengar á takmörkuðu svæði eða í ákveðnum landshiutum. Slíkt má stundum skýra út frá kröfum þeirra til loftslags eða annarra umhverfisþátta. Þær era þá aðeins algengar þar sem loftslag og aðrir umhverfís- þættir henta þeim. Útbreiðslu annarra verður að skýra út frá sögulegum forsendum. Sumar þeirra era ungar í landinu og eru smátt og smátt að dreifast út frá þeim svæðum þar sem þær náðu fyrst fótfestu. Slíkt tekur jafnan lang- an tíma, marga áratugi eða jafnvel aldir. Aðr- ar skortir dreifmgarhæfni við núverandi að- stæður og haldast nær óbreyttar á sama stað öld eftir öld. Helstu þættir veðurfars sem virðast hafa áhrif á útbreiðslu íslenskra plantna, era hita- stig, snjóalög, landrænt og hafrænt loftslag. ÁHRIF VEÐURFARS Ahrif hitastigsins geta verið mismunandi. Sumar plöntur fylgja þeim svæðum sem hæst- an hafa meðalhitann, aðrar virðast meira fara eftir fjölda heitra daga á sumrin og hámarks- hita þeirra. Það getur að hluta verið skýringin á því hversu margar tegundir hafa landræna útbreiðslu á íslandi. Landrænt loftslag einkenn- ist af miklum mismun milli hitastigs sumars og veturs og meiri dægursveiflum í hitastigi en í hafrænu loftslagi. Þar verður því heitt að deginum, einkum á sumrin, en næturkuldi og lágt hitastig í norðanhretum dregur niður með- alhitann. Það einkennist einnig af minni úr- komu og þurrara loftslagi. Einnig era til tegundir sem einungis vaxa þar sem jarðhita gætir. Jarðhitinn traflar í sumum tilfellum þá útbreiðslumynd sem hita- kærar plöntur gefa af loftslagi á landinu. Þær fara þá út fyrir sín loftslagslegu útbreiðslu- svæði á jarðhitasvæðunum. ÚTBREIÐSLA snjókærra plöntuteg- unda á Islandi. Gefur vísbendingu um hvar snjóþyngst er neðan 500 metra. Svart táknar mesta snjó- þunga, strikað minni snjóþunga. ÚTBREIÐSLA landrænna plantna á íslandi. Landrænasta loftslagið er einkum í innsveitum á norðaustur- landi og nær jafnvel víða út að sjó. ÚTBREIÐSLA nokkurra hitakærra plantna á Islandi. Svart táknar út- breiðslu plantna með hæstar hita- kröfur, strikað útbreiðsla plantna með lægri hitakröfur. ÁHRIF SNJÓLEGUNNAR Áhrif snjólegunnar era fyrst og fremst þau að plönturnar njóta skjóls af snjónum á ve- tuma og fram á vor. Snjórinn ver plönturnar bæði fyrir frosti og einnig ver hann sígrænar plöntur og plöntur með fjólæra ofanjarðar- stöngla fyrir ofþurrkun á meðan jörð er fros- in og þær ná ekki upp vatni. Margar snjó- dældaplönturnar era bundnar við snjóþung láglendissvæði en era ekki nægilega harðger- ar til að geta nýtt sér snjóinn á hálendinu. Nokkur dæmi eru þess að jarðhiti eða djúpar hraunsprangur geti komið í staðinn fýrir snjó- dældir og trafli þannig þær upplýsingar sem útbreiðsla snjódældaplantna getur gefíð um snjóalög. Auðvelt er að flokka plöntur eftir mismunandi snjófylgni. Mestar kröfur gera skollakambur og þúsundblaðarós en þær vaxa aðeins á láglendi á allra snjóþyngstu svæðum landsins. Minni kröfur gera skjaldburkni og litunaijafni. Þar á eftir koma aðalblábeija- lyng, Áallasmári og grámulla. Þær vaxa víðs vegar um landið, en þó aðeins þar sem snjór liggur yfír mikinn hluta vetrar. Tvær þær síð- astnefndu eru nægilega harðgerar til að geta nýtt sér snjóalög á fjöllum og hálendi og era því mjög útbreiddar þar. Landræna Og Hafræna Hafrænt og landrænt loftslag ákvarðar út- breiðslu margra plantna á íslandi, eins og einnig er vel þekkt frá öðram löndum. Þarna er um fiókið samspil margra veðurfarsþátta að ræða. Loftslag á íslandi er landrænast í innsveitum á Norðausturlandi, frá innsveitum Skagafjarðar og Eyjafjarðar austur á Fljóts- dalshérað. Margar íslenskar plöntutegundir, t.d. birkifjóla, móastör, dvergstör, kollstör, finnungsstör, bjöllulilja og héluvorblóm vaxa aðeins á þessu svæði. Það er einkum suður- ströndin, og því næst Vesturland og mjó ræma norður með Austijörðum, sem hafa mesta hafrænu. Allmargar fléttur vaxa vel við haf- rænt loftslag því að þær kunna vel að meta rakt loftslag, og vetrarregn kemur þeim einn- ig til góða. HlTASTIG Hitakærastu plönturnar vaxa aðeins syðst á landinu og má þar nefna stúfu, selgresi og hagabrúðu. Þær vaxa einkum undir Eyjafjöll- um og í Mýrdal, en sumar einnig í suðurhlíð- um Reykjanesskagans og austur í Skaftárt- ungu og Síðu. Hitakærar plöntur, með lægri hitakröfíir, vaxa venjulega vítt og breitt um Suðurland og um Vesturland norður í Barða- strandasýslu, svo og um sunnanverða Aust- firði. Sumar stinga sér einnig niður í innsveit- um norðanlands, einkum í nágrenni Eyjafjarð- ar og á Fljótsdalshéraði (blákolla, mjaðjurt, klappadúnurt, skriðuhnoðri). SÖGULEGIR ÞÆTTIR Útbreiðsla krossmöðra verður ekki skýrð út frá loftslagi í dag. Meginsvæði krossmöðr- unnar er Suðvesturland. Þar er hún hvarvetna mjög algeng. Líklega hefur krossmaðran bor- ist til einhvers staðar á suðvestanverðu land- inu endur fyrir löngu og er síðan að dreifast hægfara þaðan. Eftir að maðurinn kom til sögunnar á íslandi virðist hún hafa fengið nýja möguleika á fjardreifingu, sem hún ekki hafði áður og þannig má skýra tilvist hennar á smáblettum við umferðarleiðir utan aðalút- breiðslusvæðisins. Svipað er ástatt um blá- klukkuna. Hún er algeng um allt Austurland en er afar sjaldgæf og aðeins á smáblettum annars staðar á landinu. Þessir smáblettir voru lengi vel einkum við fornar reiðgötur og alfaraleiðir, en í seinni tíð oft í skógræktargirð- ingum, og hafa þá trúlega borist með plöntum sem maðurinn hefur flutt að austan. Höfundur er grasafræðingur og forstöðumaður seturs Náttúrufræðistofnunar íslands á Akur- eyri. Rannsóknaráð Islands stendur að birtingu þessa greinaflokks. ÚTBREIÐSLUKORT krossmöðru á íslandi. Fylltir hringir tákna svæði þar sem útbreiðslan er samfelld og rótgróin en opnir hringir tákna svæði þar sem plantan er að nema land og vex aðeins á smáblettum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.