Lesbók Morgunblaðsins - 08.06.1996, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 08.06.1996, Blaðsíða 8
BÖRÐUMST FYRIRINNTAKI í MYNDUM Sýning á verkum eftir Svavar Guónason veróur í ASI-safninu á Listahátíóinni og af því tilefni er rifjaó- ur upp ferill Svavars, sem hófst heima á Höfn, síó- an tóku vió erfió ár í Reykjavík, nám sem bara olli vonbrigóum í Kaupmannahöfn og París, og barátta á eigin spýtur unz Svavar varó liósmaóur í fiokki danskra framúrstefnumálara og árió 1945 hélt hann fræga tímamótasýningu í Reykjavík. EFTIR GÍSLA SIGURÐSSON ERKILEGT er það og trúlega tilviljun þó, að á þessari listahá- tíð er efnt til sýn- inga á tveimur hlið- stæðum málurum. Annarsvegar verða verk Karls Kvaran í Norræna Húsinu svo sem frá er sagt hér á ððrum stað, og hinsvegar efnir ASÍ-safnið til sýningar á verkum Svavars Guðnasonar. Hliðstæðan felst í því að báðir þessir málarar gengu skilyrðislaust á hönd alveg abstrakt eða óhlutbundinni myndlist og báðir héldu tryggð við hana starfsævina út án þess að taka nein hliðarspor. Það er þessum málurum einnig sameiginlegt, að viðlíka langt er liðið frá láti beggja; Svavar féll frá 1988, en Karl 1989. Svavar Guðnason hefur verið talinn eiga heiðurinn af því að hafa fyrstur íslendinga málað alveg óhlutbundið. Hvorki hafði mynd- rænt umhverfi æsku hans á Höfn í Horna- firði né kynni af Ásgrími Jónssyni þau áhrif á Svavar að hann sæktist eftir að líkja eftir list brautryðjendanna. Hann átti sín æsku- verk með þekkjanlegum fyrirbærum, en ótrú- lega lítið er til af þeim og kannski hefur Svavar vísvitandi fargað þeim. í samtali við Matthías Johannessen 1959 sagði Svavarfrá því að þeir Bjarni Guðmundsson, frístunda- málari á Höfn, fóru saman í málaratúra um nágrennið og pöntuðu sameiginlega liti. Sva- vari fundust litatúpurnar eins og dýrmætir gimsteinar og tímdi varla að kreista úr þeim litinn. Hvemig verður verkum Svavars lýst? Kannski með því að segja að hann hafi verið myndskáld. Hann var í rauninni expressjón- isti og miklu „malerískari" en aðrir íslenzkir málarar abstrakttímabilsins, ef frá er skilinn Jón Engilberts sem málaði á síðasta hluta FJALLA-EYVINDUR. Olíumálverk, 1947. ævi sinnar viðlíka hamslaus abstraktverk og Svavar. Geðslag beggja og skap endurspegl- ast í þessum verkum. Það var hinsvegar eitt- hvað í listpólitíkinni sem réði því að Jón fékk ekki þá viðurkenningu fyrir þennan þátt á ferli sínum sem vert væri. En það er annað mál. Svavar fæddist 18. nóvember 1909 á Höfn í_ Hornafirði, einn fjögurra barna hjónanna Ólafar Þórðardóttur og Guðna Jónssonar, verzlunarmanns. Þrátt fyrir sýnilegan, list- rænan áhuga á unglingsaldri, varð ekkert af listnámi en af praktískum ástæðum fór Svavar í Samvinnuskólanum og hefur þó lík- lega aldrei ætlað sér að verða kaupfélags- stjóri. Fátækt sinni á Reykjavíkurárunum SVAVAR Guðnason. Myndina tók greinarhöf. á sjötugsafmæli listamannsins 1979. GULLFJÖLL. Olíumálverk, 1945. Lesbók/Halldór MÁLVERK (Fönsun) 1958. 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 8. JÚNÍ 1996

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.