Lesbók Morgunblaðsins - 18.01.1997, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 18.01.1997, Blaðsíða 11
áléreft, 1995. Hringur var frá upphafi lipur teiknari, tók stór- stígum framfórum og mebtók þáþjálfun sem ein- ungis fcest meb stöbugum þrásetum fyrirframan myndefnin, þroskar hugsæib hcegt og hítandi. Þá nutu spírumarþess ríkulega ab hafafyrirfram- an sig eina þokkafyllstu fyrirscetu sem inn fyrir dyr skólans hefur komib, sem varÁsta Sigurbar- dóttir skáldkonay meb sitt seibandi munúbarfulla útlity mjúka ogþrýstna efnislega sköpunarverk. aldarauðinn æsist ásamt afskræmingu lífsins, og um ieið minnkar eðlunarhæfni manneskj- unnar, sáðkomum fækkar, gæðin rýrna. Heim- urinn skreppur saman, landamæri þurrkast út, ennfremur verður öfugþróuð sérhyggja stöðugt meira áberandi. Manneskjan er söm við sig og hefur lítið þroskast hvað sem öllum banda- lögum og tækniframþróun líður. Hátækni nútímans hefur á undanförnum árum fært rækilega sönnur á að hið smæsta getur verið jafn áhugavert og mikiifenglegt hinni mestu og stórkostlegustu fyrirferð. Að ein fruma mannsins stækkuð 500 sinnum, brotabrot alheimsins, sé meistaraleg smíð nátt- úrunnar, geta menn sannfærst um á náttúru- sögusafninu í London og vafalitið víðar. Gerir ailar hugmyndir um stærðir afstæðar og þetta afstæði verður því sýnilegra og áþreifanlegra sem vitneskjan um umfang og eðli alheimsins verður meiri. En það sem hátæknin hefur nú staðfest, höfðu listamenn lengi á tilfinningunni, var hluti af því eðlisboma skynsviði og þróaða innsæi sem margur óttast að nú sé að rýma í sama mæli og fijókornin. Skáldið Rainer Maria Rilke orðaði það svo; „Hið smáa er jafn lítið smátt og hið stóra er stórt, það gengur mikil og ei- líf fegurð um veröld alla og henni er réttlát- lega dreift yfír stóra og smáa hluti.“ Vizkan var hér á undan vísindunum eins og alltaf áður, er innblástur og hugsæi frambera mikil sannindi. Hinn mikli málari Joan Miro sagði eitt sinn í viðtali: „Fyrir mig hefur grasstrá meiri þýð- ingu en stórt tré, steinvala meiri en hátt fjall og fiðrildi meira en fálki. í siðmenningu vest- ursins hefur stærðin verið þýðingarmest. Hið risastóra fjall hefur allan forgang. En á róm- verskum veggmálverkunum sem ég á unga aldri skoðaði fyrir hádegi á hveijum sunnudegi á Rómverska safninu í Montjuich, fmnast dýr, sem eru alveg jafn mikilvæg." Listamaðurinn var bergnuminn af dularmögnum smáhluta og sérkennum þeirra. Þessi hugmyndaríki listamaður svaraði á þann veg spurningunni, hvernig vinnulagi hans væri háttað, hvaða _ytri meðöl hefðu áhrif á hann t.d. tónlist: „A meðan ég einbeiti mér að sköpunarferlinu, alls ekki neitt. Ég horfí ekki á landslag þótt það geti verið undurfag- urt. Það eru fáir gluggar á híbýlum mínum og ég dreg tjöldin fyrir. Ekkert, ekkert, rétt og slétt ekki neitt. Það sem örvar mig er eftir- farandi: sérhver hvítur blettur á gólfinu. Marg- ur lætur lesa fyrir sig ljóð, texta, og sitthvað sem ég ekki veit. í mínu falli er það fullkom- lega útilokað. Það er þessi hvíti blettur, sem verður mér hvati örvunar, ígildi æsandi fegurð- ar, - þessi rauði, þessi svarti. Ég hantéra þessa ákveðnu gólfplötu og nú þegar er kom- inn vísir að verki, sem bíður eftir mér, upphafs- punktur.11 Þetta leiðir hugann að því, að aðrir hafa lagt áherslu á að menn eigi að vinna með það sem þeir hafa handa á milli hverju sinni, hafa af engu öðru áhyggjur en sköpunarhvötinni. Ef einhvern lit vantar, eða einhveija tegund af rissblýi eða pappír má það bíða, það gildir að fá eins mikið og auðið er úr því sem fyrir er, því menn eiga ekki að velta hlutunum of mikið fyrir sér heldur hefja verkið, láta eðlis- ávísunina ráða. Þetta á svo einnig við um stað- setningu listamannsins, verk hans verða ekki sjálfgefið betri við að hann flytji sig um set, jafnvel til útlanda. Því er líka þannig varið um mig, að því meir sem ég sé af undrum heims- ins þeim kærari verður mér hundaþúfan ís- lenzka. Fari menn að hugsa of mikið um gang hlutanna, getur farið fyrir þeim eins og þúsund- fætlunni, sem ferfótungur spurði hvernig hún í ósköpunum bæri sig að við að hreyfa alla þessa óteljandi útlimi. Það hafði þúsundfætlan ekki brotið heilann um, því hún hafði aldrei hugsað lengra en að komast leiðar sinnar, en fannst málið áhugavert. Velti sér á bakið, hugleiddi það vel og lengi, varð ósjálfbjarga og dó... Það sem máli skiptir er þannig að vinna sitt verk, þjálfa hugsæið og þá fer gangverkið sjálfrátt af stað eftir sama lögmáli og úrverk- ið á úlnliðnum, sem hleður sig á meðan eig- andi þess er á ferð. Stöðvast við kyrrstöðu. Hugmyndirnar verða til á sama hátt meðan menn eru virkir í umhverfí sínu, og þannig birtast viðfangsefnin listamanninum, en hann leitar þeirra ekki, fínnur þau einfaldlega svo lengi sem gangverk sköpunareðlisins tifar reglubundið. Allar þessar hugleiðingar skara list Hrings Jóhannessonar á einhvern hátt, sem hliðstæða eða andhverfa, hann var virkur í umhverfi sínu, fann og upplifði myndefni sín, leitaði þeirra síður, var landkönnuður með pentskúfnum. Hófsemin, einfaldleikinn, fegurðin og kyrrðin var aðall verka hans. Viðfangsefnin frá æsku- slóðunum í Aðaldal, þar sem hann málaði öll sumur, bera í sér sjónrænar speglanir og ástar- játningar, samræður við hið mikilfenglega og afmarkaða í hinu smáa, lifanir jarðtengdra opinberana sem aldrei eru þær sömu frá degi til dags, ári til árs. Frekar en að ást gærdags- ins og dagsins í dag eigi sér hliðstæðu í ást morgundagsins. Eins og spánska nóbelskáldið Camilo Jose Cela orðaði það: „Sú ást sem þú gefur hvorki né þiggur í dag fínnst aldrei fram- ar. Ást morgundagsins er önnur. Ástin er opin sem úthaf en hatrið lokað búr.“ Veigurinn í list Hrings Jóhannessonar eru þau fjölþættu brotabrot og óvæntu sjónarhorn sem hann fangaði í síbreytilegri kviku, mögn- uðum formunum og grósprotum náttúrunnar, þar sem mannanna verka sér stað í bland. Þessi sjónarhom birtust honum á gönguleiðum hans um sumarland bemskunnar þar sem hann undi sér og málaði á hverju ári, voru honum hvati og ögran til átaka. Þar fann hann flest myndefni sín, þurfti ekki að fara út fyrir mörk Hagasveitarinnar, ekkert var þar of smátt til að það gæti orðið stórt. Töfrar þessara smá- heima og sjónskynjana, kristalstærra ljósbrota, skyldu fangaðir og yfirfærðir á dúka, listamað- urinn gaf bæði og þáði af ást heimahaganna. Við það hófst vegferð þeirra úr afmörkuðum heimi sjónrænnar einangranar í norðlenskri sveit og á vit umheimsins, til okkar allra. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 18. JANÚAR 1997 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.