Lesbók Morgunblaðsins - 13.09.1997, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 13.09.1997, Blaðsíða 4
TÍÐARANDI í ALDARLOK, 2. HLUTI MODERNISMINN RÍS OG HNÍGUR EFTIR KRISTJÁN KRISTJÁNSSON Módernisminn þróaóist smóm saman yfir í ramm- gjörna, gHtumlykjandi menningarheimspeki. Allar listspírur og menningarvitar sem vildu lóta aó sér kveóa uróu aó hervæóast þessum hugsunarhætti. SÉ SPURT hvaðan alda póstmódemismans (pm- ismans) rann liggur beint við að huga að bylgju módernis- mans sem reis og hneig á undan henni. Ekki verður því undan ekist að rifja upp dá- litla hugmyndasögu - sem verður þó rúmsins vegna að vera stutt. Það skal og gert með þeim varnagla er sleginn var í fyrsta hluta að við erum ekki lengur að tala um hugmyndasögu í hefðbundinni merkingu sem framfarasögu vísinda og heimspeki heldur sem yfirlit viss tíðaranda í menningu, listum og (sumum) mannvísind- um. „Módernismi“ á ekki sveitfesti í hefð- bundinni heimspeki og raunvísindum; það er ekki til nein sérstök „módernísk“ bresk- bandarísk heimspekihefð. Hugtakið er í raun komið undan tungurótum listfræðinga þó að pm-istar kjósi að nota það í mun víðtækari hugmyndasögulegri merkingu. En þar sem ég er að rekja sögu pm-ismans verð ég að vissu marki að fylgja söguskilningi boðbera hans (að svo miklu leyti sem þeir viðurkenna nokkurn réttan söguskilning!). Eftirfarandi „hugmyndasaga" verður því í senn í mý- flugumynd og innan gæsalappa. Viðtekið er að rekja upphaf nútímans til upplýsingara\dannnar átjándu þegar mann- leg skynsemishyggja og framfaratrú reis hvað hæst. Kant lýsti kjarna hennar svo í frægri ritgerð, er margir líta á sem „stofn- skrá nútímans", að upplýsingin sé „lausn mannsins úr viðjum þess ósjálfræðis sem hann á sjálfur sök á“.' í stað dulúðar og trúarkredda miðalda átti nú að reisa hlutlæg vísindi og algilda siðfræði á grunni mannlegr- ar skynsemi. Alþýðan skyldi upplýst, saman- lagðri þekkingu mannsins safnað í aðgengi- leg alfræðirit og bönd samfélagsins treyst í krafti hugsjónanna um frelsi, jafnrétti og bræðralag. Heimspeki upplýsingaraldar kristaljaðist í orðinu mannhyggja eða húman- ismi. Á miðöldum hafði orð þetta fyrst vísað til rannsókna á klassískum fræðum en síðan, á endurreisnartímanum, til þeirrar hugmynd- ar að mannlífið hefði sjálfstæðan tilgang hé_r á jörðinni, óháð fyrirheitinu um annað líf. Á upplýsingaröld varð „húmanismi“ hins vegar lýsing á sjálfsmynd mannsins sem frjálsrar skynsemisveru er skilið gæti sjálfa sig og heiminn og breytt hvoru tveggja að vild: Við búum samkvæmt þeirri mynd i heimi sem er þekkjanlegur og höndlanlegur á veraldlega vísu og þar sem sameðli manna og þjóða yfirgnæfír allan mun menningarsvæða og einstaklinga. Ærin dæmi um hugsjónir upplýsingarinn- ar er að fínna á íslandi 18. og öndverðrar 19. aldar: Ferðabók Eggerts og Bjarna, Jarðabók Árna og Páls, stofnun Hins ís- lenska bókmenntafélags og fleira. Enginn hefur þó læst hugsjónir upplýsingarinnar skýrar í orð en síðalningur hennar, skáldið Stephan G. Stephansson, er sá inn í björt MEÐ KÚBISMANUM og síðar súrrealismanum í myndlist snemma á þessari öld birtist meginhugmynd módernismans í fullnaði sínum: hugmyndin um að engin nauðsynelg tengsl séu milli táknheims okkar og ytri veruleika. Myndin: Kona með gítar, málverk frá 1912 eftir Georges Braque, einn af brautryðjendum kúbismans. framtíðarlönd og orti um skyldleika allra þjóða - þó að „móðurmál og föðurland svo fjarlæg/ að þær skildi að menn vissu, að hefði ei/ þeirra milli nokkur ferja farið".2 Á upplýsingaröldinni komu fram fágaðar kenningar um mannlega skynjun og um sam- band hugar og heims. Pm-istar hafa hins vegar lítinn gáning á þessum kenningum og túlka söguna svo að fyrir tíma módernis- mans hafi ríkt frumstæð raunsæishyggja um samband tákna og tilvísunar: orð tungunnar vísuðu truflunarlaust til hinnar raunverulegu „skipunar h!utanna“ í heiminum.3 Rétt er að hafa þennan söguskilning þeirra í huga í framhaldinu. Fyrir pm-ista - og raunar fleiri - markar heimspekingurinn Friedrich Nietzsche (1844-1900) þáttaskil í hugmyndasögunni sem tengiliður upplýsingar og módernisma. Hjá honum reis húmanisminn í hæstar hæð- ir, í hugmyndinni um „ofurmennið“ sem göfgað hefði hvatir sínar og náð fullkomnu valdi yfir sjálfu sér: hugsjón sem allir gætu raungert í lífi sínu ef þeir legðu sig eftir því. En hjá honum hné húmanisminn einnig í dýpstu djúp, með hugmyndinni um að bak við grímu skynseminnar byggju tryllt lífsöfl, ekki síst hinn miskunnarlausi vilji til valds, er bæri í senn í sér mátt til sköpunar og eyðileggingar. Það er, að dómi Nietzsches, engin knýjandi skynsemiskvöð að verða frek- ar göfugt ofurmenni en dýrslegt fól; og með siQa- eða fomminjafræði sinni sýndi hann fram á að jafnvel háleitustu gildi siðmenning- arinnar ættu sér einatt rætur í grimmúð- legri græðgi og óslökkvandi lífsþorsta. Mæli- kvarði gilda og gæða væri á endanum fagur- fræðilegur, „handan góðs og ills“. Á sama tíma spurðu rithöfundar á borð við Dostojevskí hvort allt hlyti ekki að vera leyfí- 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 13. SEPTEMBER 1997 legt ef Guð væri ekki til; og skáld jafnt sem málarar kepptust við að hnekkja goðsögn- inni um beint samband tákna og tilvísunar, hugar og heims: engin ein lýsing veruleikans væri skilyrðislaust rétt. I þessari deiglu varð módernisminn til sem tíðarandi, fyrst meðal skálda, iistamanna og menntamanna - annarra en heimspekinga og vísindamanna sem flestir hirtu lítið um heilaköst bijálæðingsins Nietzsches! Lista- menn tóku hins vegar boðskap hans fagn- andi. Ef dýpstu þræðir manneðlisins lágu að tundri sköpunarmáttar og tortímingar- hvatar, fremur en hlutlægri skynsemisgáfu, þá hlaut það jafnframt að vera hlutverk list- ar, fremur en hefðbundinnar heimspeki, að vísa mannkyninu leið fram á við. Hefur það ekki jafnan verið meginverkefni listamann- anna að afhjúpa hulin lífsöfl? Eru þeir ekki hinir raunverulegu þekkingarfræðingar og framtíðarsjáendur! Hér hafði því, í fyrsta sinn í sögunni, sprottið upp hugmynd um listamanninn sem heimspeking, hugmynd er átti eftir að setja svo mjög mark sitt á tíðar- anda 20. aldar. Eða eins og sumir myndu orða það: Skáldfíflamálið hafði haldið inn- reið sína í heimspekina! Listheimspekingurinn Danto talar um að skeið módernismans hafí staðið frá 1905- 1964.1 Rætur þess liggja þó lengra aftur, svo að nemur að minnsta kosti þremur til fjórum áratugum. Hitt er satt að það er vart fyrr en með kúbismanum og síðar súr- realismanum í myndlist snemma á þessari öld sem ein meginhugmynd módernismans birtist í fullnaði sínum: hugmyndin um að engin nauðsynleg tengsl séu milli táknheims okkar (í myndlist, bókmenntum eða daglegu máli) og ytri veruleika; hinum síðarnefnda verði ekki lýst á neinn hátt milliliðalaust með þeim táknbúnaði sem við höfum á valdi okkar. Þessari þekkingarfræðilegu afstæðis- hyggju fylgdi hins vegar einatt meðal mód- ernista einhvers konar dulhyggja um að unnt væri að „vekja hugboð um“ eða „vísa óbeint til“ hins sanna veruleika með snjallri list. Þetta kemur hvergi skýrar fram en í fágaðri frumspeki súrrealista sem töldu að listin gæti veitt okkur sýn yfir í handanveru- leik þess „súr-reala“, sambreiskju draums og hversdagsreynslu í æðri einingu: veröld stórfengleikans.5 Heimspeki módernismans var í raun lítið annað en ómenguð upplýsing (áhersla á framför, sammannlegan skilning, einingu þjóða og einstaklinga og sjálfræði mannsins) að viðbættri hugmyndinni um firringu al- mennings frá upplifun hins sanna veruleika. Múgurinn hélt enn í vonarlygina um að heim- urinn liti út nokkum veginn eins og við sæjum hann; það var listamannanna að frelsa fólk undan þessari lygi og oki sjálfsblekking- anna sem hún ól af sér. Þeir voru framvarðar- sveit þekkingarinnar, framúrstefnumennirnir (,,avant-garde“), dæmdir til að vera fyrirlitn- ir af lýðnum, eins og spámenn allra föður- landa, en jafnframt útvaldir til að mylgra ofan í þennan sama lýð kornum sannleikans uns hann næmi spekina. Tónskáldið Schön- berg viðurkenndi þannig fúslega í bréfi til málarans Kandinskys árið 1911 að fjöldinn hæddi verk hans. En það kæmi ekki að sök; hinir örfáu, upplýstu einstaklingar skildu þau nú þegar og sú tíð myndi renna upp að þau nytu almennrar hylli.6 Sams konar úrvals- og forsjárhyggja einkenndi módernísku af- strakt-málarana og atómskáldin á Islandi, eins og við munum svo glöggt. Módernisminn þróaðist smám saman yfír í rammgjöra, alltumlykjandi menningarheim- speki - en sem fyrr að mestu til hliðar við viðtekna heimspeki og raunvísindi. Allar listspírur og menningarvitar sem vildu láta að sér kveða urðu að hervæðast þessum hugsunarhætti; ella höfðu þeir slitnað aftan af seilinni sem hérvillingar gærdagsins. Mód- ernisminn varð fremur stofnun en stíll, stofn- un er eignaðist sitt eigið musteri í upphafi fímmta áratugarins eftir að Nútímalistasafn- ið í New York hafði verið opnað og sinn eig- in spámann í líki bandaríska listrýnisins Clements Greenberg. Greenberg (f. 1909) var svo áhrifamikill talsmaður módernismans að í kringum 1950 var sjálft nafnið „módernismi" orðið lítið annað í munni margra en samheiti yfír form- hyggju Greenbergs og upphafningu hans á bandarískum afstrakt expressjónisma (ekki hvað síst í verkum málarans Jacksons Pollock) sem hátindi nútímalistar. Greenberg var enginn venjulegur listgagnrýnandi, eins og við þekkjum þá af síðum Morgunblaðs- ins, heldur hugsjónamaður og heimspeking- ur. Lykilhugtök hans voru sótthreinsun og sjálfsgagnrýni. Sótthreinsunin vísaði til þess að hvert listform yrði í senn að rækta sér- leik sinn og að dauðhreinsa sig af vísunum til ímyndaðs ytri veruleika. Öll sönn list, jafnt

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.