Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1998, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1998, Blaðsíða 4
Myndlýsing: Freydís Kristjánsdóttir FJÖLNISMENN skeggræða: Jónas skáld Hallgrímsson, Konráð Gíslason og Brynjólfur Pétursson frá Víðivöllum. VÍÐIVALLABRÆÐUR EFTIR AÐALGEIR KRISTJÁNSSON Einstakt má telja að þrír bræður skuli hafa komist til jafi nmikilla meta hér á landi og þeir Víðivallabræður gerðu um og eftír miðja síðustu öld. Þeir Jón Pétursson háyfirdómari og t DÍngmaður, Brynjólfur Pétursson Fjöln- ismaður og Pétur Pétursson biskup urðu á tímabili leið- anc Ji menn í þjóðmálum íslendinga, hver á sínu sviði. Foreldrar bræðranna Hinn 1. nóvember 1754 fæddist presthjónunum, Guðrúnu Jónsdóttur og Pétri Björns- syni á Tjöm á Yatnsnesi, son- ur sem skírður var Pétur. Föðurætt hans var úr Húna- vatnssýslu, en móðir hans var frá Tungu í Fljótum. Pétur Bjömsson fæddist á Breiðabólstað í Vestur- hópi. Hann átti erfiða æsku, en komst samt í Hólaskóla haustið 1747 og brautskráðist það- an vorið 1751 með loflegum vitnisburði Hall- dórs biskups Brynjólfssonar. Ári síðar var honum veitt Tjöm á Vatnsnesi sem hann þjónaði í fjóra áratugi. Pétri og Guðrúnu varð fjögurra bama auðið, en Pétur einn náði full- orðins aldri. Pétur Pétursson hóf nám í Hóla- skóla 1769 og brautskráðist þaðan 1775. Sakir fátæktar varð ekki af frekara námi. í stað þess réðst hann til Vigfúsar Schevings sýslu- manns á Víðivöllum í Skagafírði. Sýslumanni þótti Pétur mannvænlegur og fyrir áeggjan hans leitaði Pétur eiginorðs við ekkjuna Elínu Grímólfsdóttur á Sjávarborg, en sýslumaður var í lögráðum með henni. Hún var vel efnum búin, bamlaus en tveimur áratugum eldri en Pétur. Þau gengu í hjónaband 11. október 1777 og bjuggu á Sjávarborg. Pétri var með hærri mönnum, herðábreiður og miðmjór, karlmannlegur en fríður sýnum, augnsmár og heldur rauðleitur í andliti. Brátt kom í ljós að hann var góður búhöldur. Pétur stundaði garðrækt af natni og þrautseigju þrátt fyrir erfitt árferði. Hann sótti bæði um Reynistað- arklaustur og Þingeyraklaustur en fékk ekki. Miklibær í Blönduhlíð losnaði við hvarf séra Odds Gíslasonar 1786. Vigfús Scheving sýslu- maður hvatti Pétur til að sækja og er um- sóknin dagsett 2. desember s.á., en vígður var hann á uppstigningardag 1787. Foreldrar hans lifðu í skjóli hans síðasta áratuginn sem þau lifðu. Þau létust bæði á árinu 1803 og Elín kona Péturs vorið eftir, þá sjötug að aldri. Meðan Pétur bjó á Sjávarborg bjó Brynjólfur sonur Halldórs biskups Brynjólfs- sonar á næsta bæ. Hann átt tvö börn, Halldór og Þóra. Hún var löngum á heimili séra Pét- urs, og er svo lýst að hún hafi verið kvik og létt, dökkhærð, fjörug og skemmtin. Hún og sr. Pétur vora gefin saman í hjónaband 24. apríl 1805. Þóra var þá nær fertugu en sr. Pétur rúmlega fimmtugur. Þeim var fimm barna auðið, en eitt þeirra, sveinn að nafni Jónas, dó í æsku. Af þeim sem náðu fullorðis- aldri var Elínborg elst, fædd 2. nóvember 1805. Næstur var Pétur f. 3. október 1808, þá Brynjólfur f. 15. apríl 1810 og yngstur Jón f. 16. janúar 1812. Arið 1807 keypti sr. Pétur Víðivelli af Jónasi Scheving og fluttist þangað 1809, en hafði jafnframt hálfan Miklabæ undir. Þar hóf hann garðrækt sem hann stundaði mest sjálf- ur og gerðist brátt auðugur að jörðum og lausafé. Pétur var gestrisinn, hjálpsamur snauðum, andrfkur ræðumaður vel lærður og skáld gott. Sennilega hafa flest börn á íslandi lært eða heyrt vísuna: Litla Jörp með lipran fót labbargötu þvera. Hún mun seinna á mannamót mig í söðli bera. Sr. Pétur er talinn höfundur hennar. Hann var prófastur í Skagafirði 1805-1814, en gegndi prestsstörfum til 1824. Uppeldi, æslca og skólaár Börnin á Víðivöllum ólust upp við þá lífs- hætti í foreldrahúsum sem tíðkuðust almennt. Sr. Pétur hóf snemma að kenna sonum sínum latínu og grísku, enda hafði hann fengist við að kenna piltum undir skóla. Engu að síður sendi hann Pétur og Brynjólf til frekara náms veturinn 1822 til sr. Einars Thorlacius sem þá var prestur í Goðdölum. Hann var frábær lat- ínumaður og hjá honum voru þeir bræður tvo vetur, þann síðara að Saurbæ í Eyjafirði. Þriðji lærisveinninn þann vetur var Jónas Hallgrímsson. Þeir bræður fóra í Bessastaða- skóla haustið 1824. Pétur brautskráðist þaðan vorið 1827, en Brynjólfur vorið eftir. Næsta F ár var Pétur heima á íslandi og fékkst við kennslu í föðurgarði og á Geitaskarði í Langa- dal, en haustið 1828 sigldi hann til Hafnar til að hefja þar háskólanám. Sr. Einar Thorlaci- us skrifaði Finni Magnússyni bréf 25. septem- ber 1828 og sendi með Pétri þar sem hann bað Finn fyrir hann og sagði: „Pétur þessi er af hjartabesta merkisföður kominn, lærdóms elskara og dýrkara. Hann er afbragðsgott lat- ínuskáld og líka á íslensku. Þessi sonur hans er líka góðmenni og vel að sér í latínu". Ekki er fullljóst hvað því olli að Pétur þreytti ekki inntökupróf við Hafnarháskóla fyrr en ári síð- ar og var innritaður 24. október 1829. Brynjólfur bróðir hans var einnig heima eitt ár eftir að hann brautskráðist frá Bessa- stöðum 1828. Sr. Einar Thorlacius skrifaði Finni á ný 26. september 1829 og skilaði kveðju til hans frá sr. Pétri á Víðivöllum og sagði svo: „Miðsonur hans, stúdent Brynjólf- ur, sigldi til háskólans með Hofsós skipi í haust, piltur með bestu gáfum og eiginlegleik- um. Faðir hans ver öllu kappi og efnum til að mennta og manna börn sín, og þó hann setji mikið í kostnaðinn og selji nokkuð af jarða- góssi hefur hann þó nóg fyrir sig og sína. Eg þakka yður mikið innilega fyrir velvild yðar við stúdent Pétur son hans [...] Það era þessir tveir bræður, af þeim sem eg hef að nafninu sagt til, sem eg vona menn geti orðið úr, samt Jónas, sem nú er skrifari hjá landfógeta Ulstrup, og Stefán biskupsþénari". Brynjólfur var ekki innritaður í háskólann fyrr en 14. janúar 1830. Hann komst ekki til Hafnar í tæka tíð til að heyja inntökupróf í október ásamt Pétri bróður sínum. Þeir bræður bjuggu saman á Garði, fyrst í her- bergi nr. 3 á sjötta gangi, en eftir árið fluttu þeir í herbergi nr. 5 á sama gangi. Hinn 16 apríl 1830 þreyttu þeir fyrri hluta annars lær- dómsprófs (examen philologico-philosophic- um), en síðari hlutann 23. október. Báðum gekk þeim vel í þessum prófum, t.a.m. fékk Pétur ágætiseinkunn í fjórum greinum í haustprófinu, fyrstu einkunn í tveimur og aðra í einni grein. Vorið eftir sigldu þeir bræður heim til íslands með Höfðaskipi að heimsækja ættfólk sitt á Víðivöllum. „Þeir voru siðlátir menn og vel að sér“, segir í Sögu frá Skagfirðingum. Hafnarár bræðranna Að undirbúningsprófum loknum hóf Pétur nám í guðfræði og sótti nám sitt fast svo að hann gat lokið því á fjórum árum. Prófin fóru fram í apríl 1834. Vitnisburðir prófessoranna eru mjög loflegir, sérstaka áherslu leggja þeir á að hann sé efni í vísindamann. Að prófunum loknum hélt Pétur heim í foreldrahús. Hinn 17. nóvember 1835 gekk hann að eiga Önnu Sigríði Ai-adóttur á Flugumýri. Henni er svo lýst að hún hafi verið með fríðari konum, bjarthærð og náði hárið í beltisstað. Önnur heimild segir að hún hafí verið „afbragðs fríð og hugljúfí allra“. Veturinn eftir bjuggu þau á Flugumýri og talið að þar hafi Pétur fengist við vísindastörf. Brynjólfur Pétursson hafði fljótlega fleiri járn í eldi en Pétur bróðir hans. Hann var fljótlega valinn til starfa í Hafnardeild Bók- menntafélagsins, fyrst aukaskrifari 1. mars 1832 og ári síðar tók hann við ritarastarfinu og gegndi því fram til 24. apríl 1840. Einnig var honum falið að hafa umsjón með korta- gerð af Islandi sem byggð var á mælingum Bjarnar Gunnlaugssonar og unnin var í Höfn. Hitt þótti samt meiri tíðindum sæta að und- ir boðsbréfi dagsettu 1. mars 1834 var nafn hans ásamt Jónasi Hallgrímssyni og Konráði Gíslasyni þar sem boðað var að hefja útgáfu á tímariti sem hefði að markmiði að vera „skyn- samlegt og skemmtilegt". Um útgefendurna var sagt að þeir væru þrjú „einhvör þau bestu íslensk höfuð í Kaupmannahöfn“. Halldór Kr. Friðriksson kynntist þremenningunum í Höfn og kvað hafa sagt að enginn íslenskur maður hafi honum fundist jafn glæsilegur og Brynjólfur, ekkert skáld jafnast á við Jónas og enginn málfræðingur á borð við Konráð, nema að nokkru leyti Sveinbjörn Egilsson og Rask. Fjölnir hóf göngu sína vorið 1835, en þá hafði Tómas Sæmundsson bæst í hóp útgef- enda. Ritið hafði mikil áhrif á frelsisbaráttu Islendinga. Hins vegar varð hallarekstur á út- gáfunni, og er Brynjólfur líklegastur til að hafa jafnað hann. Hitt er víst að skuldir tóku snemma að hlaðast á hann, enda var hann manna örlátastur og gekk svo alla hans ævi. Lögfræðinám hans dróst því á langinn, garð- vist hans lauk vorið 1834 og lögfræðiprófi lauk hann vorið 1837 og hlaut fyrstu einkunn í fræðilega hlutanum, en aðra í hagnýtri lög- fræði. Hinn 28. maí sótti hann um Suður- Múlasýslu. Að því búnu sigldi hann heim til íslands. Jón Pétursson var tveimur árum yngri en Brynjólfur. Faðir hans og Sigurður Arnórs- son mágur hans kenndu honum latínu og fleira til að búa hann undir skóla. Haustið 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 27. JÚNÍ1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.