Lesbók Morgunblaðsins - 19.08.2000, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 19.08.2000, Blaðsíða 12
TORFUSAMTOKIN VIÐ ALDAHVÖRF EFTIR PÁL V. BJARNASON HÚSVERNDUN á íslandi er ekki gamalt fyrirbæri. Ekki eru nema tæp fimmtíu ár síðan fyrst var farið að ræða um friðun húsa hér á landi, ef undan eru skildar þær fáu merku byggingar sem til voru, svo sem kirkjur og nokkur söguleg hús. Það mun hafa verið árið 1966 að danski arkitektinn Helge Finsen, sem reyndar var af íslenskum ættum, kom hingað til lands í því skyni að mæla upp og teikna nokkur af elstu steinhúsunum á íslandi, m.a. Bessastaðastofu, Viðeyjarstofu og kirkju og Stjómarráðshúsið. Niðurstöður hans birt- ust síðan í bókinni Gömlu steinhúsin á íslandi sem Esbjom Hjort lauk við eftir lát Finsen. Upphaf húsverndarumræðu Hörður Ágústsson listmálari og Þorsteinn Gunnarsson arkitekt vom fmmkvöðlar á þessu sviði hér á landi. Hörður hóf snemma að fjalla um byggingarlist í ræðu og riti en lét ekki þar við sitja. Hann sérhæfði sig í endur- byggingum og hefur staðið að endurgerð margra merkra bygginga á sínum ferli. Að öll- um öðmm ólöstuðum má segja að Hörður hafi verið sá framkvöðull sem var ötulastur allra við vemdun og endurbyggingu gamalla húsa hér á landi og ekki síður við að fjalla um mál- efnið. Segja má að með þeirri byltingu sem ’68 kynslóðin olli hafi ungt fólk farið að endur- skoða öll gildi mannlífsins og þar á meðal hús og varðveislu þeirra. Þessi kynslóð myndaði þánn jarðveg sem njjar áhersiur og iifsgildi uxu upp úr. Hún hafnaði forræði yfirvalda og tók upp nýjar baráttuaðferðir. Áfstöðuna til húsvemdar og gildi gamalla húsa tók þetta unga fólk til endurskoðunar eins og önnur mál- efni. Ýmsar raddir höfðu talað fyrir málstaðn- um áður en fyrir daufum eyram þangað til að unga fólkið tók undir þær. Húsvemdunarsinn- ar, sem aðallega vora arkitektar, lögðu til þekkinguna og skipulagninguna en unga kyn- slóðin myndaði herinn, fjöldahreyfinguna sem skort hafði áður. Stjórnarráð á Bernhöftstorfunni Teningnum var í raun kastað árið 1970 þeg- ar stjómvöld ákváðu að rífa svokallaða Bem- höftstorfu í Reykjavík, þ.e. húsaröðina ofan Lækjargötu á milli Bankastrætis og Amt- mannsstíg og byggja þar Stjómarráðshús. Snörp orðaskipti urðu út af þeirri áætlun yfir- valda í dagblöðum og sýndist sitt hverjum. Þá var húsunum lýst sem „dönskum fúaspýtum" og „hrútakofum" og hrópuð vora slagorð eins og „rífið kofana“. Baráttunni fyrir vemdun Torfunnnar óx þó ásmegin. Arkitektafélag Is- lands, með Guðrúnu Jónsdóttur arkitekt, þá- verandi formann félagsins, í fararbroddi, barð- ist fyrir varðveislu húsanna og hafði síðan frumkvæði að því að Torfusamtökin voru stofnuð árið 1972. Fyrstu greinina sem birtist í dagblöðunum Bemhöftstorfunni til varnar skrifaði Sigurður Örlygsson fyrir hönd áhugamanna um vemd- un gamalla húsa. Þar segir hann m.a.: „Við Bernhöftstorfan 1907. Myndin er tekin þegar styttan af Jónasi Hallgrímssynl var afhjúpuð. Bakarílð í dag. státum okkur af handritunum sem við fáum bráðum heim og fyllumst vandlætingu á bláfá- tækum forfeðram okkar sem notuðu þessa dýrgripi í skóbætur ... En hvað munu afkom- endur okkar hugsa um okkur sem í allsnægt- um með allt okkar landrými dettur í hug að eyðileggja einu heillegu húsaröðina sem til er í Reykjavík frá síðustu öld og um leið eina þá sögufrægustu til að hlamma þar niður einu stjómarráði. Samkeppni um Torfuna Árið 1971 ákvað stjórn Arkitektafélags ís- lands að efna til samkeppni um „hvernig glæða megi þessi umdeildu hús nýju lífi og hvernig megi tengja þau umhverfi sínu, miðbænum gamla“. Fyrstu verðlaun í samkeppninni hlutu arkitektamir Úlrik Stahr og Haukur Viktors- son. í júlí 1971 ritaði einn dómnefndarmanna, Halldór Laxness, grein í Morgunblaðið tií stuðnings varðveislu Bernhöftstorfunnar og vakti hún mikla athygli. Hann nefndi hana „Brauð Reykjavíkur". Þar segir Nóbelsskáldið m.a.: „Á Bernhöftstorfunni standa enn fáein heldur lágreist hús. Ef ætti að brúka um þau lýsingarorð dytti manni helst í hug að kalla þau yfirlætislaus vinhlý og prúðmannleg og mundu þær einkunnir ekki vera því fjarri að ▼ 1 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 19. ÁGÚST 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.