Lesbók Morgunblaðsins - 14.10.2000, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 14.10.2000, Blaðsíða 7
Þetta er útbreiddasta borg í heimi sem þýðir að kerfið er alltof dýrt. Ef þú tekur til dæmis lengd á vatnsrörum í borginni, þá borgum við miklu meira fyrir vatnsrör en annars staðar gerist. Það sama má segja um strætisvagna. Þetta hefur mikil áhrif á líf okkar án þess að við gerum okkur grein fyrir því. Skipulag er mesti áhrifavaldur á líf fólks í borginni. Það er verið að búa til líf fyrir fólk; þú býrð í einu hverfi þar sem er bara íbúðarhús- næði. Síðan keyrirðu í annað hverfi til að fara til vinnu og verslar í enn öðru hverfi sem þýðir að þú gerir aldrei neitt annað en að vera heima hjá þér að horfa á sjónvarpið í stað þess að taka þátt í borgarlífinu. Þetta er orðið svo stórt vandamál að það er ekki hægt að leysa það með einu húsi hér og öðru þar. Þess vegna tókum við svæðið þar sem flugvöllurinn er og notuðum það sem dæmi um hvernig hægt er að snúa þróuninni við. Ástæðan fyrir því að við vildum síðan blanda saman þéttri byggð og landslagi var sú að við vildum sýna umhverfi sem er mótvægi við þessi risastóru grænu svæði sem eru úti um alla borg. í stað þess að búa til byggð annars vegar og síðan stórt grænt landsvæði hins veg- ar blöndum við þessu öllu saman.“ Geimorrusta og viðskiptaleikur Torfi Frans er forsvarsmaður CCP sem sýn- ir nýjan tölvuleik sem hefur verið í hönnun í eitt ár og verður tilbúinn eftir eitt og hálft ár. Á þessu ári hefur handrit leiksins verið hannað en hönnun leikjakerfanna segir Torfi ná lengra aftur í tímann. „Tölvuleikurinn heitir Eve, the Second Gen- esis og er geimorrusta og viðskiptaleikur. Þetta er netleikur sem er þó ekki spilaður í vafra heldur er Netið notað sem lagnakerfi til þess að tengja saman tugi þúsunda leikmanna samtímis." Nú eru nokkrir leikir á Netinu. Hver verður sérstaða þessa leiks? „Það eru bara til fjórir til fimm leikir þessarar tegundar og margir á leiðinni á markað en við erum heppnir með tímasetningu vegna þess að þessi leikur verður á undan þeim. Sérstaða hans felst í því að ólíkt eldri netleikjum, þar sem leikurinn stendur yfir í takmarkaðan tíma, er þessi leikur spilaður í rauntíma sem þýðir að þótt leikmaður sé ekki að spila heldur leikurinn áfram. Leikir af þessari tegund eru í rauninni risastór hermir þar sem leikmenn leika lítið sem ekkert á móti tölvugerðum andstæðingum heldur öðru fólki og samskiptin byggjast ekki endilega á ofbeldi heldur geturðu líka myndað viðskiptasamband. Sambandið getur orðið vinasamband, óvinasamband, viðskiptasam- band eða pólitískt samband. Síðan er mörgum leikmönnum att saman á þennan hátt og síðan sjá náttúrulögmálin og félagsleg hegðun um að gera leikinn spennandi. Bak við tjöldin eru auðvitað hönnuðir leiksins að finstilla og að búa til plágur, eins og náttúruhamfarir og drep- sóttir, í hagkerfi leiksins." Eru margir í leikja- hönnun á Islandi? „Það eru nokkur fyrirtæki en við erum í augnablikinu eina fyrirtækið sem er að gera tölvuleiki á sama mælikvarða og almennur tölvuleikur sem þú kaupir úti í búð. Við erum með sérstöðu vegna þess að við höfum mikið af forriturum sem hafa mikla reynslu af net- samskiptum, gervihnattasamskiptum og sím- kerfaforritun - og hönnuðirnir hafa flestir reynslu frá öðrum leikjafyrirtækjum eða hafa unnið við sýndarveruleika, bæði hér og erlend- is.“ Mikil framtið í hönnun tölvuleikja Er þetta eina tölvuleikjafyrirtækið á sýning- unni? „Já,“ svarar sýningarstjórinn, Katrín. „Við leggjum áherslu á „multimediu" (margmiðlun) og þeir eru einu tölvuleikjahönnuðirnir. En ég held að það megi segja að ástæðan íyrir því að við horfum á þessi leikjafyrirtæki og margmið- lunarfyrirtæki sé sú að við teljum mjög mikla framtíð í hönnun í þessu „virtual" formi, sér- staklega hérlendis þar sem framleiðsla á efni og öðru er af mjög skornum skammti." Effrir tuttugu og fimm þúsund ór lfÁ sýningunni verður að vísu ekki hægt að sjá neitt af leikjakerfinu vegna þess að það er enn í vinnslu og mikil leynd hvílii- yfir því,“ seg- ir Torfi. „Það sem gestir fá aftur á móti að sjá er fyrsta „alfa-útgáfa“ (fyrsta tilraunaútgáfa) grafíkvélarinnar sem er sá hluti hönnunarinn- ar sem snýst um að teikna raunverulegar þrí- víddarmyndir með stjömuþokum, geimskipum og plánetum. Þessi útgáfa er unnin með það að markmiði að eftir eitt og hálft ár þegar leikur- inn kemur út muni grafíkin standast kröfur markaðarins. Ef leikurinn kæmi út núna myndu fæstir geta leikið hann vegna þess hversu afkastagetan er hæg í dag.“ Liggur einhver sérstök saga til grundvallar leiknum? „Leikurinn gerist 25.000 ár fram í tí- mann, í öðrum enda vetrarbrautarinnar, þang- að sem menn ferðuðust 20.000 árum áður í gegnum svonefnd ormagöng en misstu svo samband við jörðina. Þannig hafa fimm stofnar Stóll úr stífum svampi, klæddur þæfðri ull eftir Björgu Stefánsdóttur. Framtíðarvasinn, hönnunarverkefni Sigríði Sigurjónsdóttur. eftir Veggtjós með stillanlegum litum eftir Aðalstein Stefánsson. mannvera þróast út frá hinum upphaflega manni sem kom þarna í byrjun en lífið í þessum enda vetrarbrautarinnar er öllu harðara og erfiðara en á Jörðu þar sem náttúrulegt hrá- efni og plánetur á borð við Jörðina eru sjald- séð.“ Diskamottur með laufabrauðsskurði Tinna Gunnarsdóttir iðnhönnuður sýnir diskamottur sem eru handskomar í gúmmí með laufabrauðsskurði. „Þetta er í raun og veru verk sem er i þróun fyrir fjöldafram- leiðslu í gegnum norskt fyrirtæki og verður síðan framleitt á Indlandi," segii- hún. „Við átt- um að vera með fyrstu eintökin af framleiddu vörunni á sýningunni hér en framleiðandinn úti klikkaði og þess vegna er ég með þessar prótó- týpur. Þær sem fara í framleiðslu eru úr sama efni en eru einfaldaðar fyrir fjöldaframleiðslu, þær eru grófgerðaii og fyrir hringlaga göt.“ Tinna sótti sér menntun bæði til Bretlands og Ítalíu, fór fyrst í gegnum þrívíddarhönnun í Bretlandi, þar sem hún lauk BA-prófi, og hélt síðar í mastersnám í iðnhönnun í Mílanó. En hvað er þrívíddarhönnun? „í þrívíddarhönnun er verið að hanna hluti og ég var í málmdeild þar sem sérstök áhersla var lögð á meðhöndlun málma. Þá er handverkið hluti af náminu. Það er sambland af hönnun og handverki. I iðn- hönnuninni, hins vegar, dettur handverkið út og iðnaðurinn tekm’ við framleiðslunni. í ís- lenskum raunveruleika vinnur enginn sem iðn- hönnuður hjá einhverju fyrirtæki vegna þess að hér er svo lítil framleiðsla. Ég held því dálít- ið í þessa smáframleiðslu og handverkið vegna þess að ég bý kannski til tíu til tuttugu hluti hverju sinni.“ Iðnhönnuðir neyddir til að starfa sjólfstætt Tinna hefur starfað á íslandi frá 1993 og segir það hafa gengið ágætlega. „Ég hef dálítið farið í allar áttir, rak gallerí Greip í þrjú ár og var þar bæði með mynd- listar- og hönnunarsýningar. Síðustu tvö ár hef ég aðallega verið að vinna í innanhúshönnun fyrir fyrirtæki og skrifstofur. Á þessu ári hóf ég samstarf við norska fyrirtækið Cascabel sem rekur lítið gallerí og heildsölu á listmun- um. Þannig eru nokkrir hlutir frá mér að fara í fjöldaframleiðslu; snagar, þessar diskamottur, smáhillur og fleira sem er í sigtinu.“ Starfa iðn- hönnuðir við hönnun á hverju sem er? „Já, eig- inlega. Iðnhönnuður getur gert hvað sem er fyrir iðnaðarframleiðslu, en þar sem ég hef líka þetta þrívíddarnám fer ég dálítið út í það. Þetta getur líka verið innréttingahönnun og hús- gagnahönnun. Þetta er mjög fjölbreytt. Maður er neyddur til að vinna á öllum sviðum hér. Það er draumur flestra hönnuða erlendis að vinna sjálfstætt eins og við gerum hér, vegna þess að þeir vinna fyrstu árin hjá fyrirtækjum á meðan þeir eru að skapa sér nafn. Hér er ekkert um það að ræða svo við erum neydd til þess að vinna sjálfstætt." Hönnunarsagan lítið rannsökuð Þegar sýningarstjórinn, Katrín Pétursdótt- ir, er spurð hvert sé vægið á milli nýrra og gamalla hluta á sýningunni segir hún nýja hlut- ann miklum mun stærri en þann gamla. „Þar leggjum við áhersíu á starfandi hönnuði og ný- útskrifaða hönnuði sem starfa víðs vegar í heiminum. Sýningin er mjög alþjóðleg vegna þess að þetta fólk hefur útskrifast mjög víða. Það sem við vonum að muni gerast er að landa- mærin milli hönnunargeiranna muni falla og hér muni skapast kraftur sem sjá má erlendis í þessum geinim. Við viljum líka vekja athygli á því að það er mikil vakning fyrir hönnun á ís- íandi í dag. Til dæmis er verið að stofna vöru- hönnunardeild við hönnunarbraut Listahá- skólans. Það er líka mikill kraftur í fatahönnun. Með því að þjappa öllum þessum hönn- unargeirum saman eru meiri líkur á því að þessi landamæri falli og fólk fari að hópa sig saman og mynda ein- hvern hönnun- aranda hér sem er nauð- synlegt. Aðstæður okkar Islend- inga eru tals- vert ólíkar því sem aðrar þjóðir eiga að venjast þar sem hönnun er byggð á alda- gömlum hefð- um í handverki og hafa þróast yfir í hönnun, iðnað og mark- aðssetningu. Við höfum ekki á neinu að byggja í þessum efnum og því er mikilævgt fyrir okkur að horfa fram á veginn og gera hlutina á okkar hátt. Hér þarf að koma til meiri þolinmæði, til- raunastarfsemi, þekkingaröflun og tengsl við önnur svæði menningar hérlendis og erlendis. Hönnun er menning og því má ekki gleyma. Þetta er í fyrsta sinn sem svona stór sýning er haldin hér á landi og það var lagt upp með að sýningin spannaði hundrað ára hönnunarsögu íslands. Hún hefur hins vegar Iftíð verið rannsökuð á vísindalegan hátt og því höfum við þurft að sníða okkar sýningu að vexti þess sém til er í dag. Niðurstaða okkar var sú að setja sýning- una þannig fram að öllu er att saman, ólíkir tímar kallast á við ólík svið hönnunar þannig að úr verður samsuða ekki ólík því ástandi sem margir telja einkennandi fyrir tuttugustu öld- ina. Með þessu er áhorfandinn gerður að þátt- takanda í sýningunni og skilinn eftir með stór- ar spumingar. Hvað vomm við að gera, hvar stöndum við og hvert eram við að fara? Það er von okkar sem að sýningunni stöndum að hún opni augu sem flestra fyrir gildi hönnunar og að hún verði þeim hvatning sem era að leggja út á þessa braut.“ LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 14. OKTÓBER 2000 T

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.