Alþýðublaðið - 08.12.1983, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 08.12.1983, Blaðsíða 1
alþýdu- blaðiö « Uppboðsmenn maka krókinn: Fimmtudagur 8. desember 1983 205. tbl. 64. árg. ALLT AÐ 200 ÞÚS. Á MÁNUÐI Eru tekjur opinberra starfsmanna leyndarmál? Eru tekjur opinberra starfs- manna leyndarmál eða trúnaðar- mál, sem aðeins ráðherrar og að- stoðarmenn þeirra eiga að hafa að- gang að? Þetta er skoðun Jóns Helgasonar dómsmálaráðherra, en hann lýsti því yfir í svari sínu við fyrirspurn frá Jóhönnu Sigurðar- dóttur í vikunni, að ekki væri rétt að birta nöfn embætta og uppboðs- haldara sem, fá milljónir króna í tekjur af nauðungaruppboðum á þessu ári. Sagði Jón Helgason, að ekki væri unnt að afla upplýsinga um tekjur þessar nema beint frá uppboðshöldurum og hefðu hon- um verið sendar m.a. upplýsingar sem trúnaðarmál. Eðlilegt er því, að spurt sé í þessu sambandi. Hvenær urðu tekjur opinberra starfsmanna trúanaðarmál? Uppboðshaldarar fá milljónir króna í ár í tekjur eins og rakið er hér á síðunni. T.d. fá þeir 1% af því sem innheimtist fyrir sölu fasteigna og skipa. Þá fá þeir innheimtugjald fyrir sölu lausafjár frá kaupanda — 6% með gjaldfresti en 3% við stað- greiðslu. Frá seljanda fá þeir A% Framhald á 3. síðu Dæmi eru um, að uppboðshald- arar séu með allt að 200 þúsund krónur á mánuði í þóknun vegna uppboða einna saman. Þetta eru meira en fimmtánföld verka- mannalaun og upp undir sjöföld laun þingmanna. Tekið skal fram, að eingöngu er átt við hér tekjur uppboðshaldara vegna uppboða, en síðan bætast við föst laun sömu manna, því í nær öllum tilvikum eru þetta opinberir starfsmqnn með fastar tekjur auk fríðinda og yfir- vinnu, bílastyrkja og fleira. Þetta má allt lesa út úr svari Jóns Helga- sonar við fyrirspurn Jóhönnu Sig- urðardóttur á Alþingi í vikunni um tekjur uppboðshaldara á síðasta ári og fram á mitt þetta ár. Samkvæmt yfirliti dómsmála- ráðherra eru hæstu tekjur uppboðs- haldara á landinu fyrir árið 1982 tæpar 2.2 milljónir króna, en fyrir Framhald á 3. síðu Albert lokar öllum dyrum Ríkisstjórnin segir að það verði að bœta hag hinna verst settu en hafnar síðan raunhœfum tillögum okkar“, sagði Kristján Thorlacius „Það hefur mikið verið rætt um það okkar á meðal að ríkisstjórnin hefur verið að segja að það þurfi að bæta hag hinna verst settu í þjóðfé- Kjararannsóknarnefnd rann- sakar launakjör í nóvember: „Mjög brýnt að svör ber- ist fljótt 44 „Við höfum sent út spurningar til 3500 félaga í 14 verkalýðsfélög- um um allt land að undanförnu. Markmiðið er að ná fram upplýs- ingum um raunveruleg launakjör þessara félaga í nóvember sl. Þess vegna leggjum við mikla áherslu á, að fólk sem fengið hefur spurn- ingalistana, svari þeim sem allra fyrst helst næstu daga“, sagði Ari Skúlason hjá Kjararannsóknar- nefnd í gær í samtali við Alþýðu- blaðið. Könnunin nær til um 10% félagsmanna í verkalýðsfélögun- um fjórtán. Upphaf þessa máls var, verka- kvennafélögin Framsókn og Sókn í Reykjavík fóru fram á það við forsætisráðherra, Steingrím Hermannsson, að hann léti opin- bera aðila kanna raunveruleg launakjör á vinnumarkaðnum. Með því mætti komast að raun um hvar láglaunahópa þessa lands væri að finna og unnt væri þá að beina launahækkunum fremur til þeirra í framhaldi af rannsókn í þessu efni. Kjararann- sóknarnefnd var falið verkefnið og félögin, sem valin hafa verið í úrtakið eru eins og áður segir fjórtán. Ari Skúlason sagði í gær, að launafólk hefði verið valið af handahófi í könnunina og væri stuðst við númerakerfi, þannig að rannsóknarmenn vissu ekki um nöfn viðkomandi, enda væri ekki til þess ætlast“. Tilgangur okkar er að finna hvernig launin liggja, hvar t.d. launalægsta fólkið er við störf. Á þeim upplýsingum má siðan byggja, þegar við höfum óyggjandi tölur í höndum um tekjur þessa fólks nú í nóvember“, sagði hann. í könnuninni er einn- ig spurt um ýmsa félagslega þætti, en Ari sagði, að mikilvægast væri að þeir sem fengið hefðu spurn- ingalista í hendur svöruðu þeim fljótt og vel. laginu og út frá því kemur það okk- ur mjög á óvart að hún skuli hafna algerlega þeim raunhæfu tillögum sem við höfum sett fram í þessu skyni. Hér skýtur mjög skökku við, þegar kröfum okkar er synjað svona algjörlega,“ sagði Kristján Thorlacius, formaður BSRB í sam- tali við Alþýðublaðið um fund við- ræðunefndar bandalagsins með fjármálaráðherra á þriðjudag. Á fundinum lagði viðræðu- nefndin fram ákveðið tilboð um launahækkanir, en Albert svaraði því til að eins og nú stæðu sakir í þjóðfélaginu væri ekki grundvöllur fyrir launahækkunum og að það hefði enga þýðingu að halda frekari viðræðufundi fyrr en fram væri Albert: „kemur ekki til mála; ekki til viðrœðu “ komin endurskoðuð þjóðhagsáætl- un þar sem tekið væri tillit til skýrsiu Hafrannsóknarstofnunar. Ekki kom fram hvenær þeirri end- urskoðun yrði lokið. I annan stað hreyfði viðræðu- nefndin enn við þeirri kröfu að til að bæta hag hinna lakast settu yrðu gerðar ráðstafanir þar sem einn lið- urinn yrði að hækka lægstu launin upp í 15 þúsund króiiur. Albert kvaðst ekki geta verið til viðræðu um slíkt bráðabirgðasamkomulag, aðeins kæmi til greina að gera rammasamning að minnsta kosti til eins árs, sérsamningar gætu ekki komið til að hans dómi. Síðar sama dag hélt um 60 manna samninganefnd BSRB fund um viðbrögð fjármálaráðherra og var þar ákveðið að senda honum bréf þar sem settar eru fram tillögur um bráðabirgðasamkomulag til 1. maí 1984 um eftirfarandi atriði: — Að lágmarkslaun verði 15.000 krónur fyrir dagvinnu, þannig að þeir sem eru undir þessum launum hækki samsvarandi. — Að tekjutryggingu lífeyris- þega verði hagað þannig að saman- lagður lífeyrir almannatrygginga og lífeyrissjóða verði ekki undir 15.000 krónum á mánuði. — Að til komi verðstöðvun _á Framhald á 3. síðu Launamálaráð Starfsmannafélags ríkisstofnana: Ajkoma hinna verst settu þolir enga bið Gerðir verði skammtímasamningar til 1. maí í ályktun Eundar launamálaráðs Starfsmannafélags ríkisstofnana er þess krafist að nú þegar verði geng- ið til samninga og stöðvuð sú ógn- vekjandi kjaraskerðing er brennur á launþegum og stöðugt eykur á vanda heimilanna við að afla brýn- ustu nauðþurfta. Siðan segir: „Fundur launamálaráðs viður- kennir að vegna samdráttar þjóðar- tekna hafi verið nauðsyn tiltekinna aðhaldsaðgerða meðan áttum var náð. Til þessa hafa launþegar fórn- að umtalsverðum upphæðum af launum sínum og gera kröfur til stjórnvalda um að útgjöld vegna átakanna við verðbólguna og þverr- andi þjóðartekjur verði borin af fleirum en launþegum einum. Opinberir starfsmenn í 6. l.fl. hafa á sl. sex mánuðum greitt sem nemur 21.738 kr. eða 3.623 kr. á mánuði — í 15. launafl. 29.868 kr. eða 4.977 kr. á mánuði — í 25. laun- afl. 42.858 kr. eða 7.143 kr. á mán- uði. Hér eru aðeins lítil dæmi tekin um þær byrðar er launamenn hafa axlað í átökum við óðaverðbólgu sem er skilgreint afkvæmi óvitur- legrar stjórnsýslu, sem launamenn áttu engan þátt í, voru aðeins Iíð- endur en ekki leiðendur. Kröfur launamálaráðs eru: 1. Fórnir vegna átakanna við verð- bólgu stjórnmálamannanna verði bornar jafnt af öllum þáttum sam- félagsins en ekki launafólki einu. eins og nú er. 2. Séð verði til þess að láglaunafólki — fólki með rauntekjur lægri en 15.000 kr. verði hlíft við frekari álögum og Iágmarkslaun hækkuð í kr. 15.000. 3. Húsbyggjendur sem hafa tekið verðtryggð lán vegna húsnæðis- bygginga og íbúðakaupa, fái sér- staka ívilnun í sköttum og útsvör- um, sem tekur tillit til íþyngjandi lánskjaravísitölu sem hækkar afgjald lánanna í engu samræmi við kjör Iaunafólks_ , , , , , .. Framhald a 3. siðu „Jafn mikið og fór í þenslu bankakerfis 44 — segir Jóhanna Sigurðardóttir um féð sem vantar í K-bygginguna „Við eyddum 54 milljónum í ut- anferðir á vegum ráðuneyta og stofnana á síðasta ári. Við sólund- uðum einnig öðru eins í algerlega ó- þarfa útþenslu bankakerfisins á síðasta ári og svo mætti lengi telja. Nú er farið fram á 53 milljónir til að hægt sé að hefjast handa við bráð- nauðsynlega byggingu eins og K- bygginguna, sem gera mun nútíma krabbameinslækningar að veru- leika hér á landi. Eg spyr: Væri ekki nær að reyna að spara á ýmsum sviöum í óþarfri fjárfestingu og beina fé til bráðnauðsynlegra verk- efna eins og K-byggingarinnar. Ég er ekki í neinum vafa um, að hægt er að ná samstöðu um þetta á Al- þingi.“ Þetta sagði Jóhanna Sigurð- ardóttir í gær í viötali við Alþýðu- blaðið, en hún spurði Matthías Bjarnason um áætlanir stjórnvalda Jóhanna Sigurðardóttir Matthias Bjarnason. varðandi K-bygginguna á Alþingi í vikunni. Aðeins 2.3 milljónir eru í fjár- lagafrumvarpi því sem Albert Guð- mundsson lagði fram á haustdög- um ætlaðar til K-byggingarinnar, en þetta fé nægir engan veginn til að unnt sé að hefja framkvæmdir nú í haust eins og til stóð. Stjórnarnefnd Landspítalans hefur bent á, að alvarlegar afleið- ingar hljótist af fyrir krabbameins- sjúklinga, ef ekki verður staðið við Framh. á 3 síðu

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.