Alþýðublaðið - 09.03.1984, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 09.03.1984, Blaðsíða 1
alþýðu Föstudagur 9. mars 1984 49. tbl. 65. árg. Hver er réttur heimavinnandi fólks? Alþýðublaðið vill minna á ráð- stefnu Sambands Alþýðuflokks- kvenna, „Hver er réttur heima- vinnandi fólks í þjóðfélaginu“, sem hefst klukkan 10 á morgun í Kristalssal Hótels Loftleiða. Ráðstefnan, sem er öllu áhuga- fólki opin, mun fjalla um stöðu þeirra sem heimavinnandi eru í þjóðfélagi nútímans. Hefur þessi hópur gleymst að mestu í þjóð- félagsumræðum síðustu ára? Er heimavinnandi fólk réttindalausir þjóðfélagsþegnar? Tekur skatta- kerfið á einhvern hátt mið af þessu fólki? Hver er réttur þess til lífeyris, sjúkradagpeninga, örorkubóta? Hver er staða kvenna á vinnumarkaðnum, þegar þær leita þangað aftur eftir fjarveru við barnauppeldi og heimilisstörf? Leitað verður svara við þessum Framhald á bls. 2 háttar, þó engan veginn í sömu stærðargráðu og lofað hafði ver- ið. Hækkun lánanna var bæði lítil og allsendis ónóg fyrir hart keyrða íbúðarkaupendur. Og ekki tekur nú betra við. Eins og fjölmargir höfðu bent á, þá hafði ríkisstjórnin alveg gleymt að gera ráð fyrir því hvernig hún ætlaði að fjármagna lán til hús- byggjenda og íbúðakaupenda. Það vandamál átti bara að leysast af sjálfu sér. En auðvitað leysast ekki svona mál af sjálfu sér. Og það er nú komið á daginn. Hús- næðisstofnun er fjárvana og get- ur ekki staðið við þær skuldbind- ingar sínar gagnvart lántakend- um. Það vantar heilar 700 millj- ónir upp á. Hugsanlega getur ríkisstjórnin með sérstökum ráð- stöfunum eitthvað lækkað þá upphæð, fyllt upp í þaðógnargat, Ríkisstjórnin hefur svikið öll loforð sín í húsnæðismálunum: Er með allt niðrum sig! Öll fögur loforð ríkisstjórnar- flokkanna um gjörbyltingu til bóta í húsnæðismálum eru nú að hverfa sjónum manna í gufu og reyk. Það stendur ekki steinn yfir steini frá því fyrir aprílkosning- arnar í fyrra, þegar frambjóðend- ur Sjálfstæðisflokksins og Fram- sóknarflokksins ætluðu að koma húsbyggjendum og ibúðarkaup- endum til hjálpar á neyðarstundu með stórauknum framlögum til húsnæðismála og þarmeð veru- legum hækkunum lána úr hinu opinbera húsnæðislánakerfi. Þegar svo 'stjórnin komst á koppinn og þeir hinir sömu og hátt höfðu hrópað fyrir kosning- ar, fengu mjúku ráðherrasessurn- ar undir afturendann, þá fór minna fyrir efndum loforðanna glæsilegu. Þau voru sett í saltkist- una. Þegar hins vegar húsbyggj- endur og íbúðarkaupendur bund- ust samtökum sl. haust og knúðu á um þau loforð, sem gefin höfðu verið, þá komst örlítil hreyfing á málin. Lánin voru hækkuð lítils- en sjáanlega mun vanta fleiri hundruðu milljónir á þessu ári í húsnæðiskerfið; fjármagn sem húsbyggjendum og íbúðarkaup- endum hefur verið lofað. Og nú eru hugmyndir þær helstar að þetta vandamál eigi að leysa með því að hætta útlánum í haust, eða fresta útborgun lána sem fram eiga að fara í haust fram á næsta ár . Það á með öðrum orðum að svíkja gefin loforð til þeirra fjölmörgu sem eru að bisast Framhald á bls. 3 Tillaga þingmanna úr öllum flokkum:_ Hvað villt þú vita um húsnæðis- og byggingamál? Þingmenn allra stjórnmála- flokka Alþingis hafa flutt tillögu til þingsályktunar þar sem ríkisstjórn- inni er falið að skipa sjö manna nefnd til að skipuleggja og hrinda í framkvæmd því verkefni að efla upplýsingamiðlun um húsnæðis- og byggingamál til almennings og aðila í byggingariðnaði. Skuli þetta gert með útgáfu handbóka, námskeiðahaldi, upp- byggingu tölvutækra gagna, og öðrum aðferðum vió söfnun og miðlun upplýsinga sem hentugar þykja.Nefndarnenn verði tilnefndir af Upplýsingaþjónustu Rann- sóknarráðs, Byggingaþjónustunni, Rannsóknastofnun byggingariðn- aðarins, Reiknistofnun Háskólans, Iðntæknistofnun, Húsnæðisstofn- un og Landssambandi iðanaðar- manna. Gert er ráð fyrir því að verkefnið njóti stuðnings ríkissjóðs í 3 ár, en fjármögnun verði auk þess með vinnuframlagi þessara aðila, nemenda, sölu handbóka, gjaldi að gögnum og námskeiðum. Fyrsti flutningsmaður tillögunn- ar er Guðmundur Einarsson (BJ), en meðflutningsmenn eru Eiður Guðnason (AFL), DAvíð Aðal- steinsson (F), Kristín Halldórsdótt- ir (KVL), Geir Gunnarsson (ABL) og Birgir ísl. Gunnarsson (SFL). Ein megin forsenda þess að þjóð- ir haldi lífskjörum sínum á næstu árum er að þær nýti þær upplýsing- ar sem tiltækar eru í atvinnumál- um, félagsmálum og á fleiri svið- um, segir í greinargerð með tillög- unni. Aldrei hefur verið dýrara að standa í stað. Það mun hafa úrslita- áhrif á þróun íslensks þjóðfélags og þeirra gæða, sem það mun geta boðið þegnum sínum, að hér verði sem fyrst mörkuð sú almenna upp- lýsingastefna sem þegar er farið að Framhald á bls. 3 Sjálfstæðisflokkur- inn og skattarnir Manna háværastir í ganrýni á opinberar álögur og aukin ríkisút- gjöld eru forkólfar Sjálfstæðis- flokksins. Það er ekki langt síðan Albert Guðmundsson lýsti því t.d. yfir þegar halli á fjárlögum var til umræðu að slíkur halli væri þó betri en að þurfa að íþyngja fólki með auknum álögum hins opinbera eða að taka meiri erlend lán. í gegn- um árin hafa íhaldsmenn barist á yfirborðinu fyrir því að hið opin- bera, sem þeir gjarnan kalla bákn- ið, dragi sarnan seglin í skattheimtu og útgjöldum. Hins vegar sýna staðreyndir hið þveröfuga. Þegar Sjálfstæðisflokk- urinn hefur verið við völd hafa ríkisútgjöldin oftast nær hækkað hlutfallslega meir en hjá öðrum stjórnum. Skattar sem hlutfali af vergri þjóðarframleiðslu hafa hækkað frá 1945 til nútímans stig af stigi nánast óháð ríkisstjórnar- mynstri, farið úr um 20% í 26-37%. Frá 1945 til 1950 var sjálfstæðis- maður fjármálaráðherra og þá hækkaði skatthlutfallið úr 19.8% í tæplega 25%. Frá 1950 til 1955 sátu sjálfstæðismenn með framsóknar- mönnum í hehningaskiptastjórn- um og á því tímabili stóð skatthlut- fallið nánast í stað. Sjálfstæðis- menn áttu fjármálaráðherrann í Viðreisnarstjórninni frá 1960 til 1971, en þá voru met slegin og skatt- hlutfallið komst upp i 30-33%. Enn voru met slegin á valdatímabili ríkisstjórnar Geirs Hallgrímssonar 1974-1978, hlutfallið fór upp í um 35%. Hér er reyndar reiknað með sköttum sveitarfélaga, en þeir hafa frá 1945 til 1980 haldist nokkuð stöðugir um 5-8%. Sömu sögu er að segja um út- gjöld ríkisins sem hlutfall af vergri þjóðarframleiðslu. Á tímabilinu 1945-1980 hafa metin ekki sist verið slegin af ríkisstjórnum með þátt- töku sjálfstæðismanna, langhæsta hlutfaliið á einstöku ári var þegar ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar, með Matthías Á. Mathiesen sem fjármálaráðherra, sat 1975, þá námu hin opinberu útgjöid 37.7% af vergri þjóðarframleiðslu, en lækkaði þó árin á eftir. Helst friður á vinnumarkaðinum eða magnast upp óánœgja:_ Veltur á viðbrögðum ríkisstj órnarinnar Fólk er að velja á milli samning- anna og verkfalla, annars vegar er það fólkið sem ekki er tilbúið að fara í verkföll, hins vegar fólkið sem býr við óskaplegt misrétti og ranglæti í launamálum og vill fá leiðréttingu sinna mála, þó það kosti verkfall. Þetta er viðhorf Guðmundar J. Guðmundssonar, formanns Dagsbrúnar þegar hann var inntur álits á skoðana- könnun DV þar sem kemur fram að mikill meirihluti landsmanna styðji nýgerða kjarasamninga. Ef fólk er að velja á milli samn- inganna cða verkfalla, eins og Guðmundur segir, liggur ljóst fyrir að mikill meirihluti laun- þega er ekki reiðubúinn til að- gerða eins og ljóst hefur verið. Erfitt er að spá urn árangur Dags- brúnarmanna af smáskærum þeim sent staðið hefur verið fyrir. Þeir eru svo gott sem cinir á báti og eru vart í stöðu til að fara fram á samúðarverkföll. „Þeir eru ekki nógu öflugir einir sér. Þeir geta svo sem dúllað með einhverjar að- gerðir við höfnina, en þá verður einfaldlega gripið til þess að skipa upp einhvers staðar annars staðar. Vinnuveitendur undirbúa nú varnaraðgerðir og grípa sjálfsagt til gamalkunnra ráða til að fara framhjá Dagsbrúnarmönnum. Þeir láta skipa upp í Hafnarfirði eða einhvers staðar annars staðar þar sem samningar hafa verið samþykktir og koma í veg fyrir að verkfallsmenn komist í vinnu við önnur störfþ sagði einn áhrifa- maður í verkalýðshreyfingunni við blaðamann Alþýðublaðsins í gær. Flestir eiga von á því að samn- ingur Alþýðusambandsins verði megin niðurstaða með örfáum Framhald á bls. 2 Tíðir fundir hjá Dagsbrúnarmönnum:_ Þeir komast ekki hjá því að semja segir Guðmundur J. Guðmundsson „Viðsemjendur okkar byrjuðu á því að tilkynna okkur að þeir ætluðu aðeins að ræða öryggismál, en við tilkynntum þeim á móti að annað hvort yrðu allar okkar kröf- ur ræddar eða engar. Þeir urðu að beygja sig fyrir því og það voru allar okkar kröfur ræddar. Þær snúast um launamál, öryggis- og aðbúnað- armál, við gerum kröfur til töluvert mikilla breytinga á okkar samning- um og ég hef ekki minnstu trú á því að vinnuveitendur komist hjá því að semja,“ sagði Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Dags- brúnar í samtali við Alþýðublaðið í gær. I gær hittust fulltrúar skipafélag- anna Hafskip og Eimskip meö að- stoðarframkvæmdastjóra Vinnu- veitendasambandsins annars vegar og fulltrúar Dagsbrúnarmanna hins vegar, en það voru Guðmund- ur, Þröstur Ólafsson og 7 hafnar- verkamenn sem kosnir hafa verið í samninganefndina. Stóð fundurinn yfir í tæpar 3 klukkustundir. Fóru fram ítariegar umræður um alla liði kröfugerðar Dagsbrúnarmanna, en vinnuveitendur óskuðu eftir frest- un. í dag verður haldinn fundur með fulltrúum skipadeildar SÍS og svo verður fundur samninganefndar Dagsbrúnarmanna í Mjólkursam- sölunni með viðsemjendum einnig i dag. Nú er unnið að því að- samn- ingaviðræður hafnarverkamanna verði sameinaðar og er stefnt að heildarfundi næsta þriðjudag. „Þannig að þrátt fyrir að vinnu- veitendur hafi lýst því yfir að þeir vilji ekkert við okkur tala þá stönd- um við nú í bullandi samningavið- ræðumþ sagði Guðmundur. Að- spurður um hvort staða Dagsbrún- ar væri sterk i þessum viðræðum með tilliti til mögulegra mótað- gerða vinnuveitenda, t.d. að Iáta skipa upp annars staðar, sagði Guðmundur að hann hefði enga trú á því að þeir kæmust hjá því að semja við Dagsbrún. „Ég hygg að það yrði ákaflega erfitt fyrir þá að skipa upp annars staðar. Verulegur hluti þessara skipa eru sérhæfð gámaskip og eykjuskip. Ég hef enga trú á því að nágrannabæirnir afgreiði skip sem hafnaverkamenn í Reykjavík hafa gengið fráþ sagði hann. Kröfur Dagsbrúnar snúast meðal annars um hækkun kaupauka eftir þátttöku í námskeiðum, um að skipafélögin skaffi sjálflýsandi vinnuföt og skó. Einnig eru uppi kröfur vegna hás mötuneytiskostn- aðar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.