Alþýðublaðið - 03.05.1984, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 03.05.1984, Blaðsíða 1
aipýðu- blaöiö I Skyldusparnaðurinn skilaði 8 milljóna tapi á síðasta ári Fimmtudagur 3. maí 1984 'J' 84. tbl. 65. árg. Skyldusparnaður, sem er einn af tekjustofnum Húsnæðisstofn- unar ríkisins, hefur ekki alltaf skilað drjúgum fjármunum til húsnæðiskerfisins. Kostnaðurinn við innheimtuna og meðferð skyldusparnaðarins, kostnaður við kerfið, er svo gífurlegur að allt Alþýðuflokkurinn flytur 26 breytingartillögur við frumvarpið um Husnœðisstofnun:_ Lánin hækki í áföngum upp í 80% af byggingarkostnaði Frumvarp til laga um Húsnæðis- stofnun ríkisins kom til umræðu á Alþingi í gær. Umræðum var ekki lokið um frumvarpið, þegar vinnslu Alþýðublaðsins lauk í gær, en þing- menn reiknuðu með því að at- kvæðagreiðsla færi fram í gær- kvöldi eða í dag. Frumvarp félags- málaráðherra hafði verið til um- fjöllunar um nokkurt skeið hjá félagsmálanefnd þingsins og var þar farið ofarlega í saumana á því. Félagsmálanefndin klofnaði í af- stöðu sinni til einstakra þátta frum- varpsins. Þingmenn ríkisstjórnar- innar — meirihluti nefndarinnar — leggja til að frumvarpið verði sam- þykkt með nokkrum breytingum. Frá stjórnarandstöðuflokkunum hafa þegar verið kynntar margar breytingartillögur við frumvarpið. Jóhanna Sigurðardóttir alþingis- maður leggur fram 26 breyjingartil- lögur við frumvarp til laga um Hús- næðisstofnun ríkisins. Þannig flytja þingmenn Alþýðu- bandalagsins 22 breytingartillögur, þingmenn Bandalags jafnaðar- manna hafa kynnt 10 breytingartil- lögur og Jóhanna Sigurðardóttir þingmaður Alþýðuflokksins og fulltrúi flokksins í félagsmála- nefndinni, hefur lagt fram 26 breyt- ingartillögur og að auki mjög ítar- legt nefndarálit, upp á 25 blaðsíður. í nefndaráliti Jóhönnu er á skýran hátt dregin upp staða Húsnæðis- stofnunar og einnig varpað ljósi á nokkra stóra galla í frumvarpi félagsmálaráðherra. í inngangi að nefndaráliti Jó- hönnu segir orðrétt: í nefndaráliti frá minni hl. félags- málanefndar í maí 1980 (þskj. 608 og 641) um frv. til laga um breytingu á lögum um Húsnæðisstofnun Steingrímur vill vita hvert hann er að stefna — Kallar til liðs við sig sérfrœðingasveit 37 manna „Það er sannfæring okkar að nauðsynlegt sé að við vitum hvert við stefnum." Þessi vísdómsorð átti auðvitað enginn annar en Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra á fundi með fréttamönnum í síðustu viku, þar sem hann kynnti könnun á líklegri framþróun og stöðu ís- lands næsta aldarfjórðung. Það hefur orðið einhver upp- ljómun í höfði forsætisráðherra, þegar hann lýsir því yfir ákveðið og hiklaust að „okkur sé það nauðsyn- legt að vita hvert við stefnumþ því þau ár sem Steingrimur Hermanns- son hefur setið á ráðherra stóli hef- ur ekki borið mikið á slíkri fram- sýni. Yfirleitt hafa aðgerðir hans verið í því fólgnar að velta vanda- málum á undan sér og reyna að redda fyrir horn mistökum og röng- um ákvörðunum, sem hann hafði áður tekið. Framtíðarsýn hefur engin verið. Það er hins vegar ekki ætlun for- sætisráðherra að kíkja einsamall inn í framtíðina, heldur hefur hann safnað um sig hópi fólks til að gera það fyrir sig. Og á meðan getur Steingrímur með góðri samvisku verið að grufla í gærdeginum og stoppa í götin, sem hann hefur sjálfur orðið til þess að skapa. Framsóknarflokkurinn hefur á undanförnum 13 árum í ríkisstjórn raunverulega elt skottið á sjálfum sér allan þann tíma. Hann hefur aldrei ljáð máls á því að stokka upp og breyta fjölmörgum úr sér gengn- um hlutum í íslensku þjóðfélagi. Hann hefur verið fastur í fortíðinni. Hvort þessi uppgötvun forsætis- ráðherra er merki þess, að nú muni hann endrum og eins horfa fram á veginn, þegar hann tekur ákvarðan- ir og velta fyrir sér hugsanlegum afleiðingum gjörða sinna til lengri tíma, skal ósagt látið. Flestum finnst það ólíklegt með hliðsjón af reynslunni. Hitt er svo annað mál og skond- ið, að forsætisráðherra þurfi 37 manna sérfræðinganefnd í það til að segja honum æðsta manni fram-, kvæmdavaldsins, hvert hann sé að stefna. Hann veit sem sé ekki sjálf- ur á hvaða leið hann og stjórn hans eru að fara með hina íslensku þjóð. En hann vill gjarnan vita það — „það er nauðsynlegt að við vitum hvert við erum að stefna". ríkisins, sem þá var til umfjöllunar á Alþingi, kom fram að fjáröflun húsnæðislánakerfisins væri í algeru uppnámi. Mikil óvissa ríkti um fjármögnunarþætti frv. og stefnt væri í stórfelldar lántökur á næstu árum vegna skerts framlags rikis- sjóðs og markaðra tekjustofna af launaskatti sem stefndi öllum fjár- mögnunargrundvelli Byggingar- sjóðs ríkisins í mikla tvísýnu. Reynsla undanfarinna ára stað- festir ótvírætt að viðvaranir Al- þýðuflokksins voru á rökum reistar því að sífellt hefur verið að síga á ógæfuhliðina í fjármögnun hús- næðislánakerfisins á undanförnum árum. Megineinkenni þessa frumvarps um Húsnæðistofnun er það sama, fjármögnun þess er í molum og fjárhagslega stendur það á brauð- fótum, með þeim afleiðingum að við blasir stórfelldur samdráttur í lánveitingum, hrikalegar Iántökur og gjaldþrot húsnæðiskerfisins verði ekkert að gert. 011 fyrirheit um bætt lánakjör, lengingu lánstíma o.s.frv., sem í þessu frv. felast, svo og að opna möguleika til lánveitinga fyrir nýj- an valkost í húsnæðiskerfinu eins og húsnæðissamvinnufélagið Bú- seta, eru því gylliboð og tálvonir einar ef ekki næst pólitísk samstaða um að koma fjárhagsstöðu hús- næðiskerfisins á traustan grund- völl. í þessu máli verður ekki hjá því komist að gera grein fyrir fjárhags- stöðu Byggingarsjóðs ríkisins og Byggingarsjóðs verkamanna og því hvert stefnir miðað víð ákvæði frumvarpsins um fjármögnun og það sem veitt er á fjárlögum og lánsfjárlögum á yfirstandandi ári. Eins verður gerð grein fyrir útlán- um sjóðanna og þeim samdrætti sem við blasir i útlánum að óbreyttu, svo og greiðslubyrði lán- takenda. í þeim 26 breytingartillögum, sem Alþýðuflokksmenn leggja Framhald á bls. 2 það fjármagn sem fólki er gert að láta af hendi í formi skyldusparn- aðar er étið upp í sjálfu kerfinu. Það sést best á því á síðasta ári, 1983, var skyldusparnaðurinn neikvæður um rúmar 8 milljónir króna. Með öðrum orðum kerfið í kringum skyldusparnaðinn át upp allt það fjármagn, sem inn kom og gott betur. Húsnæðis- stofnun hafði því ekkert út úr þessum tekjustofni á þessu ári. Samkvæmt lánsfjárlögum fyrir árið 1984 er hins vegar gert ráð fyrri að skyldusparnaðurinn skili inn 45 milljónum króna til hús- næðislánakerfisins. Hvort sú áætlun er raunhæf eða ekki, á eft- ir að koma í ljós. Hins vegar má öllum ljóst vera, að skyldusparnaðurinn eins og hann er framkvæmdur nú, skilar ekki upphaflegum tilgangi sínum. Það var og er ekki ætlunin að það fé sem fólki er gert að leggja til hliðar með þessum hætti, étist allt upp í kerfinu sjálfu, þannig að ekkert fjármagn verði eftir til að ráðstafa í húsnæðislánakerfið. Mikilvœgur fundur ASÍá laugardag: Verður tekin ákvörðun um uppsögn samninga í haust? Á fundi miðstjórnar Alþýðu- sambandsins 26. apríl sl. var sam- þykkt að boða til fundar mánu- daginn 7. maí næstkomandi kl. 9:00 að Borgartúni 22 Reykjavík til að ræða stöðu kjaramála nú og í sumar. Auk miðstjórnar Alþýðusam- bandsins er hverju landssambandi og svæðasambandi boðið að senda 5 fulltrúa á fundinn og 5 fulltrúar verða frá félögum með beina aðild að Alþýðusamband- inu. Búast má við miklum umræð- um um til hvaða ráða skuli grípa 1. september næstkomandi og hvort stefni í uppsögn samninga þá. Eins og kunnugt er hafa Dags- brúnarmenn lýst því yfir að þeir muni að öllu óbreyttu segja upp samningum þá. Miðstjórnarfundur framsóknar: Kúvending í landbúnaðarmálunum Á miðstjórnarfundi Framsókn- arflokksins, sem fram fór á Akur- eyri nú um helgina, kynnti Stein- grímur Hermannsson forsætisráð- herra og formaður flokksins hug- myndir sínar um aðgerðir í land- búnaðarmálum. í stuttu máli sagt, þá gengu þankar forsætisráðherra út á það, að draga verulega úr hinni hefðbundnu landbúnaðarfram- leiðslu, þannig að sú framleiðsla miðist aðeins við innanlandsmark- að, en útflutningi verði hætt. Þessar tillögur Steingríms Her- mannssonar ganga þvert á allt það sem Framsóknarflokkurinn hefur staðið fyrir og barist fyrir um langt árabil í landbúnaðarmálunum. Al- þýðuflokksmenn hafa hins vegar árum saman lagt til að dregið verði úr landbúnaðarframleiðslunni, þannig að um útflutning verði ekki að ræða, þar sem þörf er útflutn- ingsbóta. Hafa þingmenn Alþýðu- flokksins flutt fjöldann allan af til- lögum um þetta atriði, en fram- Hugljómun hjá Steingrími: Hann vill nú allt í einu snúa við blaðinu i landbúnaðarmálunum. sóknarmenn, nú hin síðari ár með Steingrím Hermannsson í broddi fylkingar, hafa ekki mátt á það heyra minnst, að dregið yrði úr út- flutningsbótum, eða þær aflagðar, né heldur að neinar breytingar yrðu gerðar á framleiðsluháttum hvað varðar hinar hefðbundnu greinar landbúnaðarins. Hafa framsóknarmenn með hjálp framsóknarmanna úr Al- þýðubandalagi og Sjálfstæðis- flokki, ævinlega kolfellt tillögur Alþýðuflokksmanna í þessum mál- um. Nú hins vegar virðist hafa kvikn- að á perunni hjá forsætisráðherra og einhverjum framsóknarmönn- um öðrum. Nú, skyndilega sjá þeir að allt það er Alþýðuflokkurinn hefur verið að segja í þessum efn- um, hefur verið hárétt. Dálítið seint í rassinn gripið, því landbúnaðarafurðir hafa verið greiddar niður í útlendinga af ís- lenskum skattborgurum um ára- raðir. í stjórnarmyndunarviðræðunum fyrir ári, lagði Alþýðuflokkurinn þunga áherslu á afnám útflutnings- bóta í áföngum. Framsóknarmenn harðneituðu að fallast á slíkt. Á miðstjórnarfundinum á Akur- eyri munu hafa verið allskiptar skoðanir um hina nýju línu for- sætisráðherra í þessum málum og málið varð ekki fullafgreitt. Það verður fróðlegt að fylgjast með framgangi þessara mála innan Framsóknarflokksins og á stjórn- arheimilinu á næstunni. Við af- greiðslu fjárlaga í desember síðast- liðnum voru breytingatillögur Al- þýðuflokksins hvað varðar útflutn- ingsbæturnar, allar felldar. Það sáu Steingrímur og co um. Hvernig Steingrímur ætlar að skýra þessi sinnaskipti er óvitað. Hvernig hann ætlar að koma þeim í gegnum fram- sóknarkerfið, gegnum milliliða- mafíunaí landbúnaðinum, framhjá fyrri afstöðu, verður framtíðin að skera úr. Það verður hins vegar ekki á Steingrím né framsókn logið. Þetta allt er opið í báða enda og skiptir jafnoft um skoðun og venjulegt fólk um nærföt. Hins vegar hefur íhaldsemi í landbúnaðarmálunum verið nánast það eina, sem fram- sókn hefur ekki viljað versla með. Önnur stefnumið hafa hins vegar verið létt á metunum, þegar ráð- herrastólar eru þau verðmæti sem bitist er um. Þá hefur ekki þótt til- tökumál að láta fyrri stefnumið fyr- ir róða og fá í staðinn svo sem eitt eða tvö ráðherraembætti. En ef hugmyndir Steingríms um landbúnaðarmálin ganga eftir og verða eitthvað meira en orðin tóm, þá verður þeirri kúvendingu vart líkt við annað en byltingu. Það að framsóknarmenn leggi til að út- flutningsbótakerfið í landbúnaðin- um verði aflagt er raunar meira en bylting.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.