Alþýðublaðið - 31.05.1984, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 31.05.1984, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 31. maí 1984 104. tbl. 65. árg. Viðtal við Kristínu H. Tryggvadóttur um fulltrúaþing Kennarasambands íslands „Meimtun er besta fjárfestingin“ Fulltrúaþing Kennarasambands íslands kemur saman á föstudaginn og mun þinga í 4 daga. Kennara- sambandið var stofnað 1980 og er Kristín H. Tryggvadóttir, blaðafull- trúi fulltrúaþingsins þetta þriðja þing þess. í samband- inu eru þeir kennarar, sem ekki eru með menntun frá Háskóla íslands, þ.e.a.s. allir kennarar á grunnskóla- stigi, tónlistarkennarar og sérskóla- kennarar, t.d. iðnskólakennarar. Fyrir þinginu liggja mörg og merki- leg mál, ber þar fyrst að nefna kjaramál og afstöðu kennara til BSRB, auk þess verður rætt um innri mál skólans. Alþýðublaðið hafði samband við Kristínu H. Tryggvadóttur, sem er blaðafulltrúi þingsins, til að forvitnast um þetta þing og ýmislegt viðvíkjandi skóla- málum almennt. Byrjunarlaun kennara eru í dag að loknu þriggja ára háskólanámi við Kennaraháskóla íslands 15.500 og komast þeir upp í 20.000 kr. á mánuði þegar þeir hafa verið 25 ár í starfi. Kristín sagði að þetta þýddi í raun, að þeir einir geti sinnt kennslu, sem eiga fyrirvinnu og eru því konur í miklum meirihluta í kennarastéttinni. Hinir, sem ætla að gera þetta að aðalstarfi þurfa að taka að sér umsjón með tveim bekkjum, sem er mikið álag á einn mann og gefast því flestir upp á því. Það er meira en nóg álag á einn mann að hafa umsjón með einum bekk. Börn í dag eru allt önnur en þau voru fyrir 15 árurn. Þau eru öryggislausari og þurfa mun meiri aðhlynningu en áður og uppeldis- hlutverk kennarans hefur aukist. Þjóðfélagið hefur tekið stökkbreyt- ingu á þessum árum og þarfir barn- anna margfaldast. Ofbeldi og hverslags uppivöðslusemi hefur aukist í skólum og þetta eykur allt álagið á kennarann. Við spurðum Kristínu til hvaða ráða kennarar myndu grípa næsta haust. Hún sagði að enn væri of snemmt að segja nokkuð um það. Það yrði rætt á þinginu og einnig það hvort rétt sé að allir kennarar segi upp starfi sínu ef þeir fá ekki leiðréttingu mála sinna. Hún sagði að sín persónulega skoðun á kjara- málunum væri að kennarar þyrftu að hækka mikið í launum ættu þeir ekki að missa trúna á sjálfa sig og starfið. Slíkt hefði í för með sér að kennslan í skólum landsins drabb- ast niður en slíkt væri mjög hættu-’ legt fyrir afkomu þjóðarinnar á þessum tímum örra framfara á öll- um sviðum. Það er verið að spara í skólakerfinu á sama tíma og kröf- urnar aukast. Það er mjög hættuleg þróun. Það er kominn tími til að ráðamenn fari að hugsa öðruvísi, að fjárfesting í skólakerfinu er ekki fyrst og fremst í byggingum, heldur í gæðum menntunarinnar. Framhald á bls. 3 Niðurstöður skoðanakönnunar DV:_ Ríkisstjórnin tapað 9°7o á tveim mánuðum Fólk viröist vera að vakna til vitundar um þær kjaraskerðingar, sem ríkisstjórn Steingríms Her- mannssonar, hefur lagt á herðar hinum almenna launþega í land- inu. Það virðist vera að átta sig á því að baráttan við verðbólgu- drauginn margfræga, er lítið ann- að en dulbúin tilfærsla á fjár- magni, að fórnir launþega renna svo til beint í vasa milliliðanna í þjóðfclaginu. Það hefur löngum verið álitið að langlundargeði verkalýðsins verði seint ofboðið en jiað hefur nú samt gerst nú. I skoðanakönnun, sem DV var með um síðustu helgi, kom í ljós að fylgi ríkisstjórnarinnar á ársaf- mæli hennar, hefur minnkað. 600 manns voru spurðir um afstöðu sína til ríkisstjórnarinnar og svör þeirra sýndu, svo ekki verður um villst, að óánægjan með ríkis- stjórnina er að aukast. 49.5% styðja nú ríkisstjórnina, en í marsmánuði voru 56,8% fylgjandi henni. 23,7% eru and- víg ríkisstjórninni, en sambaeri- legar tölur i mars voru 17,2%. Oá- kveðnir voru 19,2% en 21,5% í mars og þeir sem ekki vildu svara voru 7,7% en 4,5% i mars. Séu bara teknir þeir, sem tóku afstöðu verða niðurstöðurnar 67,7% mið- að við 76,8% sem voru fylgjandi ríkisstjórninni í mars, en andvígir eru þá 32,3% miðað við 23,2% í mars. Séu þessar tölur skoðaðar nán- ar sést að ríkisstjórnin hefur tap- að 9% á tveim mánuðum. Auk þess kemur í ljós að óákveðnum fækkar að mun en þeim, sem ekki vilja svara fjölgar. Fylgi ríkisstjórnarinnar er mest meðal karla utan höfuðborgar- svæðisins. Munu framsóknar- bændurnir í báðum flokkum ánægðir með sinn hlut, enda stendur ríkisstjórnin dyggan vörð um úrelt fyrirkomulag landbún- aðarmálanna, eins og best sést. í framkomu og hegðun hennar í kartöflumálinu, mangósopanum, aukningu útflutningsbóta og því að breyta lausaskuldum bænda í föst lán. Það kemur líka fram í skoðana- könnuninni að konur eru yfirleitt frekar á móti stjórninni, enda gera þær sér besta grein fyrir af- leiðingum af aðgerðum ríkisins, þegar þeim er boðið að næra fjöl- skyldu sína á saltlausum grjóna- graut á meðan ráðherrarnir láta þjóðina fjármagna bíladellu sína. TIL UMHUGSUNAR Saurgerlar, klessu- kartöflur og neytendur Niðurstöður Neytendafélags Reykjavíkur og nágrennis í rann- sókn á gerlafjölda í kjöt- og fisk- farsi vekja óhug. Gerlagróður í slíkum matvælum sýnir fram á gæði vörunnar, hversu gömul hún er og hversu vel hún hefur verið geymd fram að því er neytandinn fær hana í hendur. í 7 af 10 versl- unum reyndist gerlagróður í sýn- ishornum af kjötfarsi verá ófull- nægjandi og í þremur verslunum af sjö var fiskfarsið ófullnægj- andi. Það vekur svo upp sérstakan óhug að saurkólígerlar voru sér- lega miklir í nokkrum tilvikum. Þessar niðrustöður eru nátt- úrulega með ölli óviðunandi og skiptir þá ekki öllu máli hvort sökina sé að finna hjá verslunar- eigendum eða í sláturhúsunum, nema hvoru tveggja sé. Svipuð rannsókn á síðasta ári á gerla- fjölda í nautahakki og kinda- hakki leiddi til svipaðrar niður- stöðu: ástand þessarar matvöru var fyrir neðan allar hellur. Og það eru neytendur sem þurfa að bíta í þetta „súra epli“. Og þau eru fleiri þessi „súru epli“ sem neytendur þurfa að gjöra svo vel að gera sig ánægða með, nú síðast voru það finnsku jarðeplin óhugnanlegu, kartöflur sem tæpast geta talist matvæli, svartar drulluklessur sem þær voru. Segja má að á hverju ári hafi kartöflur verið „þrætuepli“ fram- leiðenda og neytenda, en nú tók steininn úr og sölukerfi framleið- enda þarf nú að sjá fram á að minnsta kosti minni einokun. Það virðist þurfa meiriháttar fórnir af neytenda hálfu til að koma um- bótum af stað. Eða hrossakaup, samanber kó- kómjólkur- eða mangómálið, þar sem það hafðist í gegn að lækka hulduverðlagningu á þessum mjólkurvörum með skyndiá- hlaupi fjármálaráðherra á land- búnaðar / Framsóknarkerfið, en illu heilli á kostnað húsnæðissam- vinnufélaga. Milliliðakerfi land- búnaðarins beið þar skipsbrot. Sýnt var fram á að það voru bæði neytendur og bændur sem líða fyrir sukk og óstjórn milliliða báknsins. Verðlagningin hefur ekki byggst á raunverulegum framleiðslukostnaði, heldur geð- þótta manna sem víla ekki fyrir sér að láta neytendur borga allt saman, þar með talið rekstrar- kostnaðinn. Þau eru mýmörg dæmin sem sýnt hafa að neytendur hafi verið metnir sem annars flokks fólk hér á landi. Neytendasamtökin og einstök félög þeirra gegna veiga- miklu hlutverki í þessu sambandi, en samtökin eru afleitlega studd af hinu opinbera og hafa átt erfitt uppdráttar af ýmsum öðrum or- sökum. Nýlega sagði Guðsteinn V. Guðmundsson, starfsmaður Neytendasamtakanna, í viðtali við Alþýðublaðið: „Það verður að segjast eins og er að við íslendingar teljum okkur Framhald á bls. 2 Úr skýrslu utanrikisráðherra um Aðalverktaka 5. grein Ekki heppilegt að fjölga beinum viðsemjendum varnarliðsins Þá er komið að síðasta þættin- um, sem Alþýðublaðið birtir úr skýrslu utanríkisráðherra um ís- lenska aðalverktaka. í síðasta þætti voru við komin aftur að 15. spurningunni, sem þingmenn Bandalags jafnaðarmanna og Al- þýðuflokksins lögðu fyrir utan- ríkisráðherra. Tollfrjáls varningur í 15. spurningu er leitað eftir þvi hvernig háttað er eftirliti með innflutningi og hverjar séu tolla- tekjur íslenska ríkisins af honum. I svarinu segir, að varnarliðinu sé heimilt að flytja inn á varnar- svæðið tollfrjálsan varning til nota fyrir varnarliðsmenn og skyldulið þeirra. Stuttu eftir komu varnarliðsins hafi verið sett á stofn verslun með tollfrjálsan varning. Síðan er spurt um verkamanna- kaup pr. klukkustund í verksamn- ingum á árinu 1983 og starfs- mannafjölda fyrirtækisins sl. þrjú ár. Svarið við þessari spurningu er sú, að félagið vinni engin verk fyr- ir varnarliðið í tímavinnu. Verk- samningar séu jafnan byggðir á einni heildarupphæð. Við gerða tilboðs sé stuðst við gildandi kjarasamninga hverju sinni. Fjöldi starfsmanna á launaskrá er þessi: 1980 . . .528 1981 . . .584 1982 . . .583 Verkútboð í 17 spurningu eru könnuð á- form utanríkisráðherra um hugs- anlega breytingu á fyrirkomulagi verkútboða á vegum varnarliðs- ins, og hvort það fyrirkomulag verkútboða, sem hér tíðkast, eigi sér hliðstæður í öðrum löndum. Svarið er á þessa leið: Upplýsingar um verktakastarf- semina á KeflavíkurÓugvelli, sem lagðar hafa verið fram með þess- ari skýrslu, gefa yfirlit um mis- munandi framkvæmdaþörf varn- arliðsins og þá sérstöðu, sem verktakar varnarliðsins búa við í dag. Skipta má verkefnum verktak- anna í eftirfarandi þætti: 1. Samningsgerð við varnarliðið 2. Rekstur verktaka- og þjónustu- aðstöðu 3. Birgðahald 4. Nýjar framkvæmdir 5. Meiriháttar viðhaldsfram- kvæmdir 6. Almennt viðhald á mannvirkj- um. íslenskir aðalverktakar hafa með höndum verkefni, er falla undir liði 1—5, en Keflavíkur- verktakar verkefni samkvæmt lið 1 og 6 að mestu leyti. Hugmyndir um breytingar á verktakastarfseminni verða að taka mið af framtíðartilhögun of- angreindra þátta, svo og því sam- komulagi, sem í gijdi er milli ís- lands og Bandaríkjanna um toll- og skattfrelsi á efni, tækjum og þjónustu. Samskonar ákvæði eru í gildi um framkvæmdir Banda- ríkjanna í öðrum ríkjum Atlants- hafsbandalagsins, svo og milli bandalagsríkjanna innbyrðis varðandi verkefni, sem greidd eru úr sameiginlegum sjóðum At- lantshafsbandalagsins. Telja verður, að athuguðu máli, að hvorki sé heppilegt né hag- kvæmt að fjölga beinum viðsemj- endum varnarliðsins frá því sem nú er. Ástæða er hins vegar til þess að opna fyrir þá möguleika, að nýir verktakar hefðu aðstöðu til að taka að sér verkefni í auknum mæli og á sama grundvelli og fé- lögin er tengjast íslenskum aðal- verktökum og Keflavíkurverktök- um. Þá er einnig rétt að kanna ítar- lega skilyrði þess að opna aðildar- félög samningsaðila frekar en nú er. Til þess að undirbúa þetta hef- ur utanríkisráðherra ákveðið að koma á fimm manna samstarfs- nefnd, sem í eiga sæti tveir fulltrú- ar Verktakasambands íslands, fulltrúi íslenskra aðalverktaka, fulltrúi Keflavíkurverktaka og fulltrúi ráðuneytisins. Nefndinni verði jafnframt falið að kanna fyrirkomulag þessara mála og reynslu í öðrum ríkjum Atlants- hafsbandalagsins.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.