Alþýðublaðið - 08.01.1985, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 08.01.1985, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 8. janúar 1985 4. tbl. 66. árg. Amfetamín- neyslan eykst Neyslumunstur fíkniefna virðist vera að breytast hér á íslandi. Kannabisefnin halda sínu striki en aftur á móti virðist vera veruleg aukning á neyslu amfetamíns og kókaíns. Auk þess virðist LSD vera komið aftur á markaðinn. Þetta kom fram í viðtali við Arn- ar Jensson, fulltrúa hjá fíkniefna- lögreglunni. Fíkniefnalögreglan hefur nú tekið saman tölur um þau fíkniefni, sem hún Iagði hald á á sl. ári. Af kannabisefnum var mest tek- ið af hassi 6,2 kg. Af hassolíu var tekið hálft kíló og 65 gr. af maríjú- ana. Einnig var lagt hald á 112 marí- júanaplöntur, sem einstaklingar höfðu ræktað í heimahúsum og 850 st. af maríjúanafræjum. þess sem það væri mjög í samræmi við reynsluna í nágrannalöndum okkar. Sömu sögu væri að segja um LSD. Þess hefði ekkert orðið vart hér í mörg ár en nú væri hætta á að það kæmi hingað, einsog gerst hefði i nágrannalöndum okkar undanfarið. En hverjir eru það sem standa í þessu smygli? Eru það neytendurnir sjálfir, eða einhverjir aðrir? Arnar sagði að í flestum tilvikum væru það einstaklingar, sem not- uðu þessi efni sjálfir, sem stæðu í þessu. Oftast fjármögnuðu þeir sjálfir kaupin, en þó væri eitthvað um að hópar tækju sig saman og sendu einn mann til að versla fyrir sig. Landsmenn k vöddu jólin með brennum í blíðskaparveðri nú á sunnudagsk völdið. Var óvenjulega mikið um brennur þetta þrettándakvöld á suðvesturhorninu en ástœðan var sú að ekki gekk að tendra þessa bálkesti á gamlárskvöld vegna óveðurs. Sömu sögu er að segja um flugeldasýninguna. Hún var óvenju- mögnuð miðað við venjuleg þrettándakvöld. Mynd þessi var tekin við Hrafnistu í Hafnarfirði, en þar logaði glatt á sunnudagskvöldið. Ráðherrar fá fimm- föld keimaralaun Lagt var hald á 1,2 kg. af amfeta- míni og 18,5 gr. af kókaíni. Einnig náði fíkniefnalögreglan stórri send- ingu af LSD pillum, eða 775 skömmtum á einu bretti. Af öðrum pillum 1104 st. gerð upptæk. Árið 1983 voru 21 kg. af hassi gerð upptæk, en þar voru í tvær stórar sendingar, önnur rúm 10 kg. Amfetamínið hefur tvöfaldast frá því 1983 en þá voru tekin 624 gr. Sagði Arnar að þessi aukning á amfetamíni væri í samræmi við aðrar upplýsingar, sem þeir hefðu um neyslu fíkniefna hér á landi, auk Ástandið í sjávarútvegsmálum landsmanna er með versta móti um þessar mundir og þá einkum hjá þeim útgerðarfyrirtækjum sem gera út nýjustu skipin og hjá frysti- húsunum. Má segja að ástandið sé jafn slæmt um land allt, en þó mis- munandi, þannig þykir það einna hróplegast á Suðvestur-horni lands- ins. Víða um land eru frystihúsin lok- uð og atvinnuleysi mikið, en það er ekki óalgengt á þessum tíma árs. Hins vegar segja heimildamenn blaðsins að mörg húsin munieiga mjög erfitt með að fara af stað aft- ur. Fiskverkandi á Suðvestur-horn- inu orðaði það svo að frystihúsin Sl. laugardag ákvað kjaradómur laun þeirra ríkisstarfsmanna, sem samkvæmt lögum frá því í mai gerðu réttast í því að Ioka alveg. Sagði hann að enginn grundvöllur væri fyrir áframhaldandi rekstri margra húsanna og skilningsskort- ur áberandi hjá stjórnvöldum. Mörg húsanna hefðu getað sloppið fyrir horn tímabundið með skuld- breytingunum, en það væri hins vegar ekkert annað en eignaupp- taka. Á þessu svæði hefur orðið mikill samdráttur í sjávarútvegi undanfarin ár. T.d. eru nú aðeins 3 hús í gangi í Keflavík, en voru lengstum 6—7. Þau hús sem enn væru uppi þar í bæ eiga að sögn kunnugra mjög erfitt með að opna aftur eftir jólahlé. Einnig ntá nefna að á Seyðisfirði 1984, voru felldir undir kjaradóm. Meðal þeirra sem fengu launa- hækkun á laugardaginn eru forseti er ástandið bagalegt og eins og flestir vita er útlitið allt annað en bjart hjá bæjarútgerðunum í Reykjavík og Hafnarfirði. En ástandið er þó misjafnt sem áður segir, þannig má nefna að á Vest - f jörðum er það með skárra lagi og skortur á vinnuafli, sem og í Hrað- frystistöðinni í Reykjavík. „Það er ekkert útlit fyrir að Al- þingi og ríkisstjórn telji sig þurfa að standa í málefnum sjávarútvegs- ins“ sagði einn viðmælanda blaðs- ins og sagði að það eina sem bjarg- að hefði fjölmörgum frystihúsum hefði verið góð síldveiði í haust, sem nú horfðu hins vegar fram á Framhald á bls. 2 íslands, ráðherrarnir, forseti Hæstaréttar og aðrir hæstaréttar- dómarar, ríkissaksóknari, ríkis- sáttasemjari, biskup íslands, ráðu- neytisstjórar, þingmenn, sýslu- menn, bæjarfógetar og ýmsir aðrir háttsettir starfsmenn ríkisins. Launahækkanirnar eru frá um það bil 25% til rúmlega 35%. Laun forseta íslands eru eftir hækkunina tæp 105.000 kr. á mán- uði. Fo'rsætisráðherra er með rúm 100.000 þúsund en aðrir ráðherrar tæp 95.000, þar með er reiknað þingfararkaup. Þingfararkaupið er tæpar 57.000 kr. á mánuði eftir hækkunina en auk þess hafa þing- menn ýmsar aðrar tekjur, mismikl- ar eftir hvaða kjördæmum þeir eru úr. Þeir fá allir 8.300 kr. á mánuði frá 1. október 1984 sem húsnæðis- kostnað. Dvalarkostnaður á dag um þingtímann er 315 kr. Dvalar- kostnaður í kjördæmi 53.300 kr. frá, 1. okt. miðað við ársgreiðslu. Kostnaður við ferðalög í kjördæmi er mismunandi eftir kjördæmum. í Reykjavíkurkjördæmi eru það 3.450 kr. á mánuði. í Reykjanes- kjördæmi 6.350 kr. og í öðrum kjördæmum 10.700 kr. á mánuði. Forseti Hæstaréttar hefur nú 87.848 kr. á mánuði en aðrir hæsta- réttardómarar rúmar 82.000 kr. Ríkissaksóknari og ríkissáttasemj- ari eru með svipuð laun og hæsta- réttardómararnir. Biskup íslands er með rúmar 70.000 kr. en ráðu- neytisstjórar tæpar 70.000 kr. Allar þessar tölur hækkuðu um 800 kr. í desember. Þegar þessi laun eru skoðuð í ljósi þeirra launa, sem almennt eru greidd á vinnumarkaðinum fyrir sambærilega vinnu, geta þau varla talist há, en þegar þau eru borin Framhald á bls. 2 Rofar til á Seyðisfirði Atvinnuleysi hefur verið talsvert á Seyðisfirði allt frá því Fiskvinnsl- ; an þar í bæ lokaði í ágúst síðastliðn- um. Undanfarna mánuði hafa 70—90 manns verið á atvinnuleysis- skrá. Nú virðist hins vegar ætla að rofa til hjá Seyðfirðingum, því Fisk- vinnslan hefur selt annað skip sitt innan bæjar og hefur staða fyrir- tækisins batnað við það og mun húsið hefja vinnslu á ný næstu daga. Er fastlega reiknað með því að það verði til þess að all flestir hinna atvinnulausu fái vinnu, enda hafði flest það fólk starfað við fisk- vinnslu. Alvarlegt ástand í sjávarútveginum: „Húsin gerðu rétt- ast 1 að loka“ Fundaröð Jóns Baldvins á Austfjörðum: Fjölmennir og fjörugir fundir „Héðan er allt gott að frétta; sumarstemmning og gott hljóð í okkar fólki,“ sagði Jón Baldvin Hannibalsson formaður Alþýðu- flokksins í símtali við Alþýðublað- ið í gær, en eins og blaðið hefur greint frá var Jón Baldvin með nokkra opna fundi á Austfjörðum um helgina og verður framhald á þeim á næstu dögum. Egilsstaðir voru fyrsti viðkomu- staður formanns Alþýðuflokksins og samferðamanna hans um helg- ina, Guðmundar Oddssonar bæjar- fulltrúa í Kópavogi og Ámunda Ámundasonar, sem sér um undir- búning fundanna, auglýsingar og fleira. Á Egilsstöðum komu til fundarins um 70 manns, enda þótt fjölmennt bridgemót hefði verið í gangi á staðnum á sama tíma. Að sögn heimamanna var fundurinn hinn fjörugasti og stóð langt fram á kvöld, enda fundarmenn óðfúsir að heyra viðhorf alþýðuflokksmanna til hinna fjölmörgu brýnu mála er nú brenna á þjóðinni. Á laugardeginum var síðan fund- ur á Seyðisfirði og urðu þar gagn- legar umræður, enda þótt fundur- inn hefði verið fremur fámennur. Á Neskaupstað var aftur á móti toppaðsókn á sunnudeginum, þeg- ar um 70—80 Norðfirðingar komu saman til að hlýða á formann Al- þýðuflokksins og Guðmund Odds- son í Egilsbúð. Þar var stemmning með albesta móti, að sögn heimild- armanna þar eystra; fyrirspurnir fjölmargar og lýstu margir fundar- manna yfir von sinni og trú á það, að Alþýðuflokkurinn, einn flokka, megnaði að breyta afleitri stöðu þjóðarbúsins til hins betra, enda hefði ríkisstjórnin beðið skipbrot. Á sunnudagskvöld var svo Fá- skrúðsfjörður áningarstaður al- þýðuflokksmanna og á fundi þar voru um 40 manns samankomnir. Milli funda hefur Jón Baldvin húsvitjað á miðfjörðunum, svo og komið við á vinnustöðum. Þá Iagði hann og leið sína suður eftir og kom á vinnustaði á Breiðdalsvík og Stöðvarfirði. Fundalotunni er langt í frá lokið ■ þar eystra, því í gærkvöld var Jón Baldvin með opinn fund á Eski- firði, í kvöld á Reyðarfirði, á mið- Framhald á bls. 2

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.