Alþýðublaðið - 04.05.1985, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 04.05.1985, Blaðsíða 1
Laugardagur 4. maí 1985 84. tbl. 66. árg. Frumvarp Jóhönnu Sizurðardóttur og fleiri: Réttarstaða í óvígðri sambúð „Árið 1980 flutti Aiþýðufiokkur- inn þingsályktunartillögu um rétt- arstöðu fólks i óvígðri sambúð og var hún samþykkt í febrúar 1981. Tillagan var liður i því að tryggja eigna- og erfðarétt við slit á óvígðri sambúð. Þótt fjögur ár séu liðin þá hafa þessi mál lítt þokast áfram. Tvívegis hefur verið spurt um fram- gang tillögunnar, en fátt hefur orð- ið um svör. Ég sá því að annað var ekki til ráða en flytja sjálf frumvarp um þetta, því það er staðreynd að margsinnis hafa komið upp mjög erfið mál eftir slit á óvígðri sambúð og yfirleitt hefur konan fariðjiaQ- oka og kannski staðið uppi með lít- ið eftir. Ég vænti þess að það muni takast að samþykkja frumvarpið fyrir þinglok". Þetta sagði Jóhanna Sigurðar- dóttir í samtali við Alþýðublaðið um frumvarp hennar um breyting á lögum um skipti á dánarbúum og félagsbúum, en ásamt henni flytja frumvarpið Guðmundur Einarsson (C), Guðrún Helgadóttir (G) og Gunnar G. Schram (D). Meginefni frumvarpsins er ein- föld breyting á skiptalögum, þannig að skiptarétti verði heimilt að skipta búi við slit á óvígðri sambúð, vegna skilnaðar eða andláts. í greinargerð segir meðal annars: „Nefna má að stundum stendur sambúð svo áratugum skiptir og allar eignir búsins hafa orðið til á þeim tíma. Ef um eignamyndum í húsnæði er að ræða á sambúðar- Framh. á bls. 2 Aðalfundur Albvðubankans: 75 millj. kr. hlutafjárútboð Aðalfundur Alþýðubankans var haldinn 27. apríl s.l. í skýrslum for- manns bankaráðs og bankastjóra kom fram m.a. að hagur bankans var góður í árslok 1984 þrátt fyrir halla á rekstrarreikningi um 2,5 millj. króna fyrir skatta, óx eigið fé bankans um 31% á árinu 1984. Hinsvegar varð innlánsaukning á árinu 1984 nokkuð fyrir neðan meðaltal innlánsstofnana i heild, eða 25,0%, útlánsaukning nam 43,0%. Mikill vöxtur var í starfsemi veðdeildar bankans. Fram kom að á árinu 1985, taka til starfa 2 aðstoð- arbankastjórar við Alþýðubank- ann, þeir Guðmundur Ágústsson og Ólafur Ottósson og er mikill hugur í stjórnendum bankans til eflingar hans. Undir þann hug tóku fundarmenn með því að samþykkja einróma að bjóða skuli út nýtt hlutafé upp á 75 milljónir króna sem gefinn verði kostur á að greiða á næstu 5 árum. Ennfremur samþykkti fundurinn útgáfu jöfnunarhlutabréfa upp á 40% á hlutafé í árslok 1984. Þá var samþykkt að greiða hluthöfum 5,0% arð á innborgaða og upp- færða hlutafjáreign í árslok 1984. Seðlabankinn stórgræðir þrátt fyrir rándyrar byggingaframkvœmdir Hagnaður Seðlabankans árið 1984 var 111 milljónir samkvæmt niðurstöðum rekstrarreiknings. Helstu tekjur bankans nú sem fyrr eru vaxtatekjur umfram vaxtagjöld, en þessi mismunur gefur bankanum tæpan 1,1 mill- jarð króna. Og hagnaður varð á rekstrinum, enda þótt 109 mill- jónum króna væri varið til pen- ingamusterisins á Arnarhólnum. Þetta og fleira koma fram í ræðu Jónasar G. Rafnars for- manns bankaráðs Seðlbankans á aðalfundi bankans s.l. þriðjudag. í ræðu Jónasar kom einnig fram, að heildarkostnaður fram að þessu við Seðlabankahöllina væri 194 milljónir króna (hundrað níu- tíu og fjórar mifljónir). Alþýðublaðið minnir á þá stefnu Alþýðuflokksins, að þjóð- nýta eigi hagnað af Seðlabankan- um og veitaí húsnæðislánakerfið, þar sem þörfin er hvað brýnust. Sömuleiðis telur Alþýðuflokkur- inn að Seðlabankahöllina eigi að taka af Seðlabankanum og hús- næðið eigi að nýta sem stjórnar- ráð. Borgarstiórnarkosningarnar: Sameiginlegt framboð félagshyggjuflokka? Komið hafa upp hugmyndir í fé- lagshyggjuflokkunum í borgar- stjórn Reykjavíkur að skoða beri til hlítar möguleikana á sameiginlegu framboði þessara flokka allra. Er þá hugmyndin sú að Alþýðuflokk- ur, Alþýðubandalag, Framsóknar- flokkur, Kvennaframboð og hugs- anlega Bandalag jafnaðarmanna, sem hefur hugleitt þátttöku í sveit- arstjórnarkosningunum næsta vor, bjóði fram sameiginlegan lista í næstu borgarstjórnarkosningum. Talsmenn þessara hugmynda Tölvuhapp- drættið Af óviðráðanlegum ástæðum verður að fresta birtingu vinnings- númera í tölvuhapp- drætti Alþýðuflokksins þar til eftir helgi. benda á, aö með þessu nýttust til fullnustu öll þau atkvæði er á vinstri flokkana kæmu, en miðað við óbreytt ástand, fjögurra flokka framboð, eða fleiri, þá féllu mörg Á aðalfundi Fulltrúaráðs verka- lýðsfélaganna í Hafnarfirði nú á fimmtudaginn var fjallað um sam- þykkt meirihluta bæjarráðs (sjálf- stæðismanna, framsóknarmanna og óháðra borgara) gegn ályktun fulltrúaráðsins um atvinnuástandið í bænum, þar sem meirihlutinn ásakaði fulltrúaráðið um smekk- leysu og ýkjur um atvinnuleysi og fleira. Er það mat fulltrúaráðsins að hverjar sem réttár tölur um fjölda fólks á atvinnuleysisbótum eru á hverjum tíma, þá standi sú stað- reynd upp úr öllu orðagjálfrinu að atvinnuástand getur ekki verið við- unandi meðan hjólin snúast ekki þúsund atkvæði dauð og nýttust flokkunum ekki. Þetta ástand væri vatn á myllu Sjálfstæðisflokksins. í annan stað myndi sameiginlegt Framh. á bls. 2 hjá Bæjarútgerðinni, jafnvel þótt fólk bjargi sér frá gjaldþroti með því að leita annað í vinnu. Bent er á að Sjólastöðin hf. leiti að fólki í fastráðningu sem skilyrði og verkafólk því hikað að leita þangað í ljósi loforða ráðamanna bæjarins um að Bæjarútgerðin hæfi brátt starfsemi að nýju. Fulltrúaráðið mótmælir sérstak- lega því að bæjarráðið (þ.e. meiri- hluti þess) segir verkalýðsleiðtog- ana skorta vilja til að stuðla að því að útgerð og fiskvinnsla geti hafist á nýjan leik og að hvatt hafi verið til þess að fólk léti það vera að kaupa hlutabréf i Útgerðarfélagi Hafn- Framh. á bls. 2 Fulltrúaráð verkalyðsfélamnna í Hafnarfirði: r Ihaldsmeirihluta mótmælt 'RITSTJORNARGREIN' Islensku dagblöðin Það eru hræringar á (slenskum dagblaðamarkaði þessa dagana. Hæst ber styrjaldarástandiö á NT, en ritstjóri blaðsins, Magnús Ólafsson og flestir blaða- menn, hafa sagt upp störfum vegna ágreinings við útgáfustjórnina og Framsóknarflokkinn. Á Þjóðvilj- anum hefur sömuleiðis verið titringur upp á slðkast- ið; ritstjórinn, Össur Skarphéðinsson, er sem lús milli tveggja nagla; klemmdur á miili strlðandi fyik- inga I Alþýðubandalaginu; Svavar Gestssonar ann- ars vegar og verkalýðsforystu Alþýðubandalagsins undir stjórn Ásmundar Stefánssonar hins vegar. (slensk dagblöð eru öllu jöfnu því marki brennd að vera tengd ákveðnum stjórnmálaflokkum og hagsmunahópum á beinan og óbeinan hátt. Þaö er svo hvers og eins að meta það, hvort slikt sé af hinu góða eða illa. Aðalatriðið er, að dagblöð komi til dyr- annaeins og þau eru klædd, viðurkenni tilgang sinn og markmið og reyni ekki að fela uppruna sinn eða bakgrunn. Alþýðublaðið til að mynda er málgagn Al- þýðuflokksins. Það er rekiö af hlutafélagi, sem Al- þýðuflokkurinn á að langmestum hluta. Flokks- stjórn Alþýðuflokksins, sem er valdamesta stofnun flokksins milli fiokksþinga, ræður ritstjóra að Al- þýðublaðinu. Þetta segir, að Alþýðublaðið er hreint flokksblað og gefur sig ekki út fyrir að vera annað. En hvernig er þessum málum svo háttað á öörum bæjum? Lltum t.a.m. á Morgunblaöið og DV. Árvakur gefur út Morgunblaðið og stjórnendur þess félags eru allir sjálfstæðismenn. Þar á meðal er innsti koppur I búri, Geir Hailgrlmsson fyrrum formaöur Sjálfstæðisflokksins. Ritstjórnarstefna Morgun- blaðsins hefur ævinlega verið sú að styðja og styrkja Sjálfstæðisflokkinn eftír fremsta megni. Þá hefur Mogginn ekki slður verið virkur þátttakandi I átökum hinna ólíku hagsmunahópa I flokknum um völd og vegtyllur. Svipaða sögu er að segja af DV. Eigendur blaðsins eru aliir sjálfstæðismenn og blaðið er mjög hallt undir fiokkinn, en sá reginmun- ur er á Morgunblaðinu og DV, að þau styðja ólfka valdakjarna innan Sjálfstæðisflokksins. Á meðan Gunnar heitinn Thoroddsen var I eldllnunni þá studdi DV hans menn á sama tlma og Geirsliðið var með Morgunbiaðið á slnum snærum. Þjóðviljinn og Tlminn hafa I gegnum árin verið ná- tengd Alþýðubandalaginu annars vegar og Fram- sóknarflokknum hins vegar. Lengst af hafa flokkarn- ir beinllnis átt blööin, en á stundum hafa hlutaféiög verið stofnuð um útgáfu þeirra. Það hefur hins vegar ekki breytt þvl að þessi blöð hafafyrst og slðast ver- ió málgögn flokka sinna þegar á hefur reynt. Með uppstokkun áTlmanum og nafnbreytingu var stefnt aö þvl að losa tengsl Framsóknarflokksins og NT. Þetta varð m.a. til þess aö NT tók upp sjálfstæða stefnu I ýmsum málum og gagnrýndi óhikað stjórn- arsamstarfið og þarmeð þátttöku Framsóknar I rlk- isstjórninni. En tengsl flokks og blaðs voru samt sem áðurenn til staðarog framsóknarforystan vildi hafa áhrif á gang mála á blaðinu. Og deilur mögnuð- ust þar til upp úr sauð. Framsóknarflokkurinn varð ofan á; sjálfstæð ritstjórnarstefna starfsmanna blaðsins varð undan að láta. <r A hinn bóginn er Ijóst að á allra slðustu árum hafa tengsl blaðanna við flokkana minnkað til muna. Blöðin hafa orðið sjálfstæðari l afstöðu sinni og fréttamióiun. Samt sem áðurtúlka þessi blöð öll af- stöðu og stefnumið eigenda sinna, þegar á reynir. Helgarpósturinn er blað sem er I eigu starfs- manna. Það eru sem sé ekki hagsmunahópar útl bæ, sem ráða ferðinni hvað varðar fréttamat blaósins, heldur skoðanir starfsmanna á þvl hvernig gefa eigi út gott blað að þeirramati. Vitanlegaerekki þar meö sagt að blaðið sé betra eða verra fyrir vikið. Það er engin trygging fyrir þvl að starfsmennirnir sjáifir hafi betri eöa heiðarlegri yfirsýn yfir sviðið en aðrir. En Helgarpósturinn kemur beint framan að fólki, fel- ur ekki bakgrunn sinn eða tilgang. Sömu sögu er að segja um Alþýðublaðið. Það er og hefur verið mái- gagn jafnaöarmanna, Alþýðuflokksins. Hin blöðin fyigja aftur á móti „haltu mér slepptu mér” stefn- unni. Eru að reyna með köflum að fyigja hlutiægri fréttamiðlun án afskipta eigenda blaðsins, en láta undan þrýstingi þeirra við og við. Vitanlegaerekkert blað frjálst og óháð og erfitt er að sjá hvernig hægt er að gefa út sllkt blað. Blöð verða auðvitað alitaf háð skoðunum þeirra er I þau skrifa. Ritstjórar blaöanna og blaðamenn ráöa því hvað um er skrifað, hvernig á málum er tekið. Og svo koma eigendurnir og þrýsta á við og við. Bara þetta gerir það að verkum að frelsið er afstætt I þessum efnum sem og svo mörgum öðrum. Og eru blöð ekki háð þvl aö skrifa um efni sem lesendur vilja? Eru blöð ekki háð markaönum? Það er enginn einn stóri sannleikur til, þegar sið- fræöin að baki blaöaútgáfu er skoöuð niður I kjöl- inn. Ef hins vegar útgefendur og biaðamenn kapp- kosta heiðarleika, sannsögli og það að koma I eigin klæðum til dyranna, þá er nokkrum grundvallarþátt- um góðrar blaðamennsku, góðrar útgáfustarfsemi fullnægt. —GÁS.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.