Alþýðublaðið - 18.02.1987, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 18.02.1987, Blaðsíða 1
alþýðu- Miðvikudagur 18. febrúar 1987__________33. tbl. 68. árg. „Brjótum múrinn” á Vesturlandi: Byggðamál í brennidepli „Þessir fundir tókust mjög vel í hvívetna. Við ræddum baráttumál- in í kosningunum og stöðu lands- málanna yfirleitt. það má segja að meginefni fundanna hafi verið byggðamál, sjávarútvegs- og land- búnaðarmál, sagði Eiður Guðna- son, formaður þingflokks Alþýðu- flokksins í samtali við Alþýðublað- ið í gær. Frambjóðendur flokksins á Vesturlandi luku fundarferð sinni um kjördæmið á sunnudag. Haldn- ir voru 8 fundir á jafnmörgum dög- um. Fundirnir voru vel sóttir, allt að 70 manns á þeim fjölmennustu. Fjórir efstu menn listans í kjör- dæminu voru frummælendur á fundunum en auk þeirra voru gest- ir: Jón Sigurðsson, sem skipar efsta sætið í Reykjavík, Jóhanna Sigurð- ardóttir, varaformaður, sem skipar annað sæti í Reykjavík, Guðmund- ur Einarsson sem skipar efsta sæti á Austurlandi, Jón Bragi Bjarnason sem skipar fimmta sæti í Reykjavík og Stefán Benediktsson alþingis- maður. Fyrsti fundurinn var í Logalandi, síðan voru fundir á Akranesi, Borg- arnesi, Búðardal, Stykkishólmi, Grundarfirði, og fundaferðinni lauk á sunnudag í Ólafsvík og Hell- issandi. Það er mikill hugur í alþýðu- flokksmönnum á Vesturlandi og eru þeir þeir fyrstu sem hefja skipu- lagt starf fyrir kosningamar í kjör- dæminu. Kosningamiðstöð flokks- ins verður opnuð mjög fljótlega á Akranesi, og ráðgert er að opna kosningaskrifstofur í öllum þétt- býlisstöðum í kjördæminu. Hæstiréttur á þing? „Ég sé ekki ástæðu til að gagn- rýna ummæli forseta Hæstaréttar efnislega, né heldur forsætisráð- herra, þar sem það væri vissulega óeðlilegt að dómstólar stæðu að skipun nefndar eftir að málið er komið til dómstólanna. Það má hins vegar gagnrýna tvennt í þessu sambandi: Það er óheppilegt að dómstólar, þá sérstaklega Hæsti- réttur, hafi með höndum stjórn- Framhald á bls. 2 Fundir í kosningamiðstöðinni Undanfarna laugardaga hafa verið haldnir kynningarfundir í kosningamiðstöð Alþýðuflokksins i Síðumúla 12, þar sem frambjóðendur á lista flokksins íReykjavík, hafa fjallað um ýmsa málaflokka. Þessir fundir hafa verið vel sóttir. Á laugardaginn var rœddi Jón Bragi Bjarnason, sem skipar fimmta sœtið á Reykjavíkurlistanum, um nýsköpun í atvinnulífi. Myndin er frá þessum fundi. Frœðslustjóramálið í furðulegri mynd: Einstæð samskipti dóms- valds og framkvæmdavalds „Hingað til hafa menn staðið í þeirri trú að um væri að ræða aðskilnað dómsvalds og löggjafarvalds.... Því verður ekki trúað fyrirfram að meirihluti Alþingis taki við fyrirmælum eða lagatúlkunum frá forseta Hæstaréttar í gegnum sendiboða í gervi forsætisráðherra,” segir Jón Baldvin Hannibalsson í samtali við Alþýðublaðið. Þau tíóindi gerðust á Alþingi á mánudag í umræðum um svokallað fræðslustjóramál, að forsætisráð- herra sté í pontu og flutti þingheimi skilaboð frá forseta Hæstaréttar. Jón Baldvin Hannibalsson, for- maður Alþýðuflokksins lét í Ijós hneykslun á því með hvaða hætti þingheimi bærust skilaboð frá for- seta æðsta dómsvaldsins. Alþýðu- blaðið ræddi við Jón Baldvin í gær. „Forsætisráðherra sagðist hafa skroppið fram til þess að spyrja for- seta Hæstaréttar hvort frumvarp forseta neðri deildar, Ingvars Gísla- sonar, um að Hæstiréttur tilnefni nefnd utanþingsmanna til að rann- saka samskiptaörðugleika mennta- málaráðuneytis og fræðsluyfir- valda á Norðurlandi, væri ekki mjög vafasamt. Forsætisráðherra sagði að forseti Hæstaréttar hefði leyft honum að hafa það eftir sér Framhald á bls. 2 „Geðhiálp verður að ikna fá au að stoð 99 „Ég kynntist fólki með geðræn vandamál þegar ég vann á Klepp- spítalanum árið 1978 og er sjálfur lærður sálfræðingur. Eins vann ég í klúbbi í Danmörku, en þar fer fram svipuð starfsemi og rekin er núna niður við Hallærisplanið hér í Reykjavík. Sá klúbbur var í Árósum og var fyrir fólk sem hafði verið lagt inn á geðsjúkra- hús og var hugsaður sem eftir- meðferð til að brjóta upp félags- lega einangrun fólks með geðræn vandamál", sagði Magnús Þor- grímsson, sálfræðingur og for- maður Geðhjálpar, en hann og Gísli Theodórsson, ritstjóri tíma- ritsins Geðhjálp komu að máli við blaðamann í gær. „Við starfrækjum félagsmið- stöð að Veltusundi 3,b. Þar er op- ið hús fyrir fólk með geðræn vandamál og eins aðstandendur þess, sem gefur þessu fólki tæki- færi til að hittast og ræða sín mál og brjóta upp einangrun og höml- ur sem fólk með geðræn vanda- mál á oft við að stríða“, sagði erfiðleikum með að finna sér fé- Magnús. lagsskap við hæfi. Fólk kannski býr eitt í herbergi út i bæ og vantar mannleg samkipti, en skortur á Emangrun „Þetta fólk er oft mjög ein- -----— 'jjTm— angraðogáerfitt meðaðopnasig gagnvart öðru fólki. Snar þáttur i 11 88 vandamálum fólks með geðræn vandamál er einangrun. Það á í jl'gg | QQ | þessum mannlegu samskiptum auka oft á tíðum á hin geðrænu vandamál sem þegar eru fyrir hendi. Einnig getur þetta fólk ein- angrast þótt það eigi fjölskyldu og vini, ef það hefur ekki lag á að notfæra sér það umhverfi sitt, en það er eitt einkenni sjúkdómsins að fólkið lokast inn í sjálfu sér, fái það ekki aðstoð. Magnús Þorgrímsson, sálfrœð-\ Tímaritið Geðhjálp, 2. tbl er Gísli Theodórsson, ritstjórí tíma- ingur og formaður Geðhjálpar. komið út. rítsins Geðhjálp. — segja Magnús Þorgrímsson, sál- frœðingur og for- maður Geðhjálpar og Gísli Theodórs- son ritstjóri. Við tilkomu þessarar félags- miðstöðvar í Veltusundinu er komið tækifæri til að brjótast út úr þessari innilokun og eignast vini sem skilja vandamálið. Þarna eiga menn sem sagt val sem ekki hefur verið til staðar áður, bæði hinir sjúku og eins aðstandendur þeirra. Manneskjan Markmiðið með stofnun þess- arar félagsmiðstöðvar er einnig að bjóða upp á þjónustu sem er ann- ars eðlis en formlegar stofnanir bjóða upp á. Hjá stofnun eins og sjúkrahúsi t.d. gengur viðkom- andi inn í ákveðið hlutverk, þ.e. hlutverk sjúklings. En í félagsmiðstöðinni er við- komandi tekinn sem manneskja. Það er enginn sem spyr að fyrra bragði hvort viðkomandi eigi við vandamál að stríða eða ekki. Ein- staklingnum er alveg í sjálfsvald Framhald á bls. 2 í Alþýðublaðinu eru í dag 8 síður helgaðar Austurlandi og er blaðinu dreift inn á hvert heimili á Austurlandi. J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.