Alþýðublaðið - 30.06.1987, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 30.06.1987, Blaðsíða 1
Jón Baldvin skilaði umboðinu: .Þflfl ER EINN „Ég er umboðslaus maður“, sagði Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins þegar hann gekk af fundi forseta íslands laust fyrir kl. 17 í gær, eftir að hafa skilað af sér umboði til stjórnar- myndunar. „Það er einn stóll í van- skilum einhversstaðar", bætti hann við aðspurður um hversu langt við- ræðurnar hefðu verið komnar. í stuttu samtali við fréttamenn, sagði Jón Baldvin að hann væri þeirrar skoðunar að Ijúka ætti því verki sem hann hefði hafið og mynda ríkisstjórn Sjálfstæðis- flokks, Alþýðuflokks og Fram- sóknarflokks undir forsæti Þor- steins Pálssonar. Hann kvað mál- efnasamning hafa verið tilbúinn og langt komið að fara yfir hann „frá orði til orðs“. Fullt samkomulag hefði einnig verið um skiptingu ráðuneyta þar til á síðustu stundu að einn ráðherrastóll reyndist „í vanskilunt einhversstaðar" og átti greinilega við kröfu framsóknar- manna rétt fyrir miðnætti í fyrri- nótt um fjórða ráðherrann. Búast má við að Þorsteini Páls- syni verði falið að reyna að ganga frá stjórnarmyndun þessara flokka, en þó er vitað að a.m.k. í herbúðum framósknarmanna hefur síðustu daga komið upp áhugi fyrir mynd- un fjögurra flokka stjórnar. Friðarboðskapur Þorsteinn Pálssonar: „Einkennileg aðferð" — Segir Albert Guðmundsson „Þetta er einkennileg aðferð ef hann er að boða sættir, því hann hefur ekkert talað við mig fyrr en þarna," sagði Albert Guðmunds- son, formaður Borgarasflokksins i samtali við Alþýðublaðið, aðspurð- ur hvort ummæli Þorsteins Páls- sonar á Lækjartorgi á sunnudaginn boðuðu sættir milli þeirra.í tilefni friðarhlaups sem lauk á Lækjar- torgi fiuttu forystumenn stjórn- málaflokkanna stutta tölu og orð Þorsteins Pálssonar voru: „Svo er þetta líka friður á milli okkar Alberts.“ „Ég sagði ekkert, það var hann sem sagði þetta í framhaldi af mín- um orðum. — Ég var að tala um friðarhlaupið eins og efni stóðu til, þá greip hann þetta svona. Við skul- um vona að hann fylgi því eitthvað eftir, því það hefur aldrei staðið neitt á mér að vinna með Sjálfstæð- isflokknum, — þrátt fyrir það sem þeir hafa gert mér,“ sagði Albert. Hann sagði ennfremur að sam- þykkt Borgaraflokksins stæði enn varðandi vilia til stiórnarþátttöku með Framsókn og Sjálfstæðis- flokknum. Albert benti á að Fram- sókn lýsti sig reiðubúna til forystu í slíkri stjórn og því væri ekkert til fyrirstöðu ef vilji væri fyrir hendi hjá Sjálfstæðisflokknum. „í mín- um huga væri það klukkutíma- spursmál, en ekki daga spursmál að mynda slíka stjórn" Jón Baldvin Hannibalsson gekk á fund forseta íslands kl. 16 I gær. Fyrr um daginn hafði forsetinn rætt við bæði Steingrím Hermannsson og Þorstein Pálsson. Eftir miðstjórnarfund: Alþýðubandalagið tilbúið í stjórn - ef eftir því verður leitað. Ekki ágreiningur um stjórnarþátttöku eða efni til að setja á oddinn, segja fulltrúar beggja fylkinga. Menn almennt sáttfúsari eftir fundinn Það er létlara yfir Alþýðubanda- lagsmönnum eftir helgi en var í síð- ustu viku. Miðstjórnarfundurinn virðist hafa hreinsað andrúmsloftið í flokknum og nú virðast flestir áhrifamenn í flokknum reiðubúnir að lýsa því yfir að flokknum sé ekk- ert að vanbúnaði til þátttöku í ríkis- stjórn, ef svo vill verkast. Margir, bæði flokksmenn og ýmsir aðrir sem vel hafa fylgst með gangi mála, áttu von á mun meiri hörku í umræðum á miðstjórnar- fundinum en raun varð á um helg- ina. Ástæðurnar fyrir þessari trú manna voru annars vegar ýmsar yf- irlýsingar forystumanna flokksins að undanförnu og hins vegar skýrsl- urnar sem til umfjöllunar voru á miðstjórnarfundinum en þar bar margt á milli og ýmis sjónarmið virtust illsættanleg. Á fundinum kom hins vegar í Ijós að þótt ágreiningurinn sé verulegur, télja flestir flokksmenn fleira horfa til sameiningar en sundrungar. Einn miðstjórnarmanna utan af landi orðaði þetta sjónarmið þann- ig að þetta mál væri ekki svo merki- legt að löngum tíma þyrfti að eyða til að ræða það. Með tilliti til þess hvernig gang- urinn hefur verið í stjórnarmynd- unarviðræðum að undanförnu, gæti nú aftur komið upp sú spurn- ing, hvernig Alþýðubandalagið sé í stakk búið til að taka þátt í stjórn- armyndun. Eftir miðstjórnarfund- inn virðist staða flokksins í því efni hafa batnað verulega og almenn samstaða um það í flokknum að láta deilumálin ekki hafa áhrif á stjórnarþátttöku, ef eftir slíku verði leitað. Svavar Gestsson, formaður flokksins, telur t.d. eftir fundinn að ekki yrði neinn verulegur ágreining- ur um stjórnarþátttöku, eða þau málefni sem sett verða á oddinn, komi til þess að Alþýðubandalagið taki þátt í stjórnarmyndunarvið- ræðum á næstunni. Ólafur Ragnar Grímsson, tók mjög í sama streng að þessu leyti, þegar Alþýðublaðið átti tal við hann í gær. Hann sagðist telja það tryggt að sú endurnýjunarþróun sem nú stæði yfir í flokknum, myndi ekki stöðvast þótt flokkur- inn tæki þátt í ríkisstjórn og kvaðst ekki sjá neitt á móti stjórnarþátt- töku að því tilskildu. Sú stjórn sem Alþýðubandalags- menn sjá fyrir sér að gæti komið til umræðu á næstunni er væntanlega fjögurra flokka stjórn með þátt- töku þeirra flokka sem nú sitja á þingi annarra en Sjálfstæðisflokks og Borgaraflokks. Fram að þessu hafa talsmenn stærri flokkanna, einungis viljað ræða myndun þriggja flokka stjórnar, en Alþýðu- bandalagsmenn munu margir telja að nú sé senn fullreynt og röðin gæti þvi farið að koma að myndun fjögurra flokka ríkisstjórnar. Sá möguleiki að A-flokkarnir færu í stjórn með Sjálfstæðis- flokki, er auðvitað fyrir hendi, reiknað út frá þingstyrk.en áhugi fyrir slíkri stjórn er vægast sagt mjög takmarkaður innan Alþýðu- bandalagsins og þótt einhverjir af forystumönnum flokksins, væru e.t.v. tilbúnir að taka þátt í viðræð- um um slíka stjórn, er afar hæpið að þær viðræður næðu almennum hljómgrunni í flokknum. Hins veg- ar er væntanlega mun auðveldara að ná samstöðu í flokknum um hefðbundið samstarf vinstri og miðjuflokka. Þótt Alþýðubandalagið virðist mun heillegraeftir helgi en fyrir, fer því auðvitað víðs fjarri að heilar sættir hafi tekist. Enn er fólk í báð- um fylkingum sem gæti hugsað sér að láta skerast í odda og gera út um málin í eitt skipti fyrir öll. Á mið- stjórnarfundinum kom hins vegar í ljós að miðstjórnarmenn voru al- mennt ekki tilbúnir til að taka ákveðna afstöðu með einum og móti öðrum. Árangurinn sem sagt meiri sáttfýsi á báða bóga, en þó að því er virðist án þess að menn hygg- ist sópa vandanum undir teppið. Eða með tilvísun til hliðstæðrar stöðu Sjálfstæðisflokksins og orða- lagi Ólafs Ragnars Grímssonar í gær: „Sumir flokkar læsa vandann inni í skjalaskáp, — aðrir taka hann til umræðu“ Frá miðstjórnarfundi Alþýðubandalagsins um helgina. Kristln Á. Ólafsdóttir I ræðustól.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.