Alþýðublaðið - 05.03.1988, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 05.03.1988, Blaðsíða 3
Laugardagur 5. mars 1988 FRETTIR Jón Baldvin Hannibalsson fjármálaráðherra: FORSENDUR EFNAHAGS- ADGERÐANNA EKKI BROSTNAR — þótt félögin felli kjarasamningana. Telur nýja gengisfellingu þýða lögbindingu launa og sviptingu samningsréttar. Frumvarp fjármálaráðherra til laga um ráðstafanir í rikis- fjármáfum og lánsfjármálum 1988 var samþykkt i neðri deild Alþingis í gær. Jón Baldvin Hannibalsson fjár- málaráðherra segir við Al- þýðublaðið, að forsendurnar fyrir efnahagsráðstöfum rík- isstjórnarinnar séu ekki brostnar þótt verkalýðsfélög- in felli kjarasamning VMSÍ og SVÍ. Neðri deild Alþingis sam- þykkti í gær frumvarp Jóns Baldvins Hannibalssonar um ráðstafanir í rlkisfjármálum og lánsfjármálum 1988. Að lokinni afgreiðslu málsins sagði fjármálaráðherra við Al- þýðublaðið, að forsendur þeirra efnahagsaðgerða sem frumvarpið felur í sér séu ekki brostnar þótt verkalýðs-. félögin felli kjarasamning VSÍ og VMSI. ..Þessi lög lýsa almennri ráðstöfun ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum og eru sett til að bæta útflutningsgrein- arnar og fiskvinnsluna sér- staklega," sagði fjármálaráð- herra við Alþýðublaðið, „og til að hamla gegn viðskipta- halla og skuldasöfnun." Fjármálaráðherra sagði að með þessum aðgerðum væri verið að færa til fjármagn til fiskvinnslunnar og útgerðar- innar sem næmi 3 Vz millj- arði króna: „Það er hins veg- ar aðila vinnumarkaðarins að ná samningum," sagði Jón Baldvin. Varðándi kjarasamningana sem nú eru ýmist felldir eða samþykktir um land allt, sagði fjármálaráðherra: „Mér sýnist þetta skiptast í tvö horn. Stóru, almennu verka- lýðsfélögin samþykkja samn- ingana. Smærri félög úti á Jón Baldvin: Aukin gengisfelling getur þýtt lögbindingu launa og sviptingu samningsréttar. landi, þar sem fiskvinnslufólk er yfirgnæfandi fella samn- ingana. Sum þeirra félaga stóðu reyndar aldrei að samningunum eins ogsy'Aög- in I Vestmannaeyjum og Höfn í Hornafirði. Mér er kunnugt um að óánægjan með útfærslu á samkomulagi um sveigjanleika vinnutíma sé ein skýring þess að samn- ingarnir eru víða felldir. Það er þvi útlit fyrir að verkalýðs- félögin verði að setjast aftur að samningaborðinu." Aðspurður hvort að nýir kjarasamningar þýddu aukna gengisfellingu, svaraði fjár- málaráðherra, að tekist hefði verið á um gengisfellingu við gerð efnahagsráðstafana rikis stjornarinnar. „Ahrifamiklir aðilar settu þá fram stífar kröfur um gengislækkun og sumir fulltrúar stjórnarand- stöðunnar tóku undir þær kröfur. En þessir menn hafa aldrei fengist til að segja hvað þeir meina. Það sem þeir meina, er að þeir þurfi meiri háttar gengisfellingu og lögbindingu launa. Það væri hins vegar skammtíma fúsk til nokkurra vikna og hefði þýtt hækkað fiskverð, hækkuð laun og hækkanir á erlendum aðföngum. Eftir nokkrar vikur stæðum við í sömu sporum. Með beitingu löggjafans við þessar aðstæður væri verið að færa penirrgana frá launþegum til atvinnurekenda. Þetta vildum við Alþýðuflokksmenn ekki og snerumst á sveif með verkalýðsforystunni geng gengisfellingu, og höfum stuðlað að því að laun i fisk- vinnslunni og annars staðar hafa hækkað. Komi til aukinnar gengis- fellingar, þá kemur upp krafa um lögbindingu launa og sviptingu samningsréttar. Vilja menn það?“ sagði fjár- málaráðherra. Heímílístækí sem bíða ekkí! isskapm - ■ ■ •wn a Aii tfii - ■ 1111 ii ir i 11 ■ 1 burrkari eltlavél frystikistir Nú er ekki eftir neinu að bíða, þú verslar í Rafbúð Sambandsins fyrir 100 þúsund og getur þá keypt öll heimilistækin í einu, valið sjálfur hvert tæki af ótal gerðum í pakkann, bætt sjónvarpi, videotæki eða hrærivél við og skipt greiðslum jafnt niður á 24 mánuði. Engin útborgun og fyrstagreiðslaeftir einn mánuð. Enginn íslenskur raftækjasali hefur boðið slík kjör - hvorki fyrr né síðar. Hafðu sam- band við Rafbúð Sambandsins strax - það er ekki eftir neinu að bíða. „ ... TMFÍSÍ a^þessum kjorumB ^SAMBANDSINS TAKMARKAÐ MAGN ÁRMÚLA3 Simi 687910 oooc oo

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.