Alþýðublaðið - 24.03.1988, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 24.03.1988, Blaðsíða 1
 STOFNAÐ Fimmtudagur 24. mars 1988 1919 57. tbl. 69. árg. NAMSTIMI LENGDUR OG SKÓLINN GERÐUR SJÁLFSTÆÐARI skv. lagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar um Kennaraháskóla íslands í gær var lagt fram á Al- þingi stjórnarfrumvarp um Kennaraháskóla íslands. Með þeim lögum, eí samþykkt verða er skólinn gerður að miðstöð kennaramenntunar i landinu. Lagt er til að almennt kenn- aranám verði lengt úr þremur árum í fjögur og skólinn öðl- ist heimild til að annast fram- haldsmenntun til æðri próf- gráðu en nú er. Kennarahá- skólanum verður heimilað að annast uppeldis- og kennslu- fræðimenntun fyrir fram- haldsskólakennara en áhersla er lögð á endur- menntun kennara. í fylgiskjali með lagafrum- varpinu er m.a. tekið fram að ekki sé Ijóst hvort lenging náms í skólanum muni leiða til þess að aðsókn dragist saman, en telja megi vfst að lenging námstíma leiði til hærri launa kennara í skólum landsins. Atkvæðagreiðsla á Alþingi um sölu áfengs bjórs á íslandi: BJÓRINN SAMÞYKKTUR í NEÐRI DEILD Bjófrumvarpið svokallaða var samþykkt i 2. umræðu í neðri deild Alþingis i gær- dag. Fyrir atkvæðagreiðsluna var taliö mjög tvísýnt um hvernig fara mundi og töldu margir að bjórinn væri nú alveg úr sögunni þar sem margir varaþingmenn sitja á þingi þessa dagana, sem eru á móti bjórnum. Eftir þessa afgreiöslu fer frumvarpið í gegnum 3. umræðu i neðri deild. Atkvæðagreiðslan hafði verið boðuð kl. 14.00 í gær- dag en vegna fjarveru margra þingmanna var henni frestaö til kl. 15.30. Fyrir atkvæða- greiðsluna töldu margir það mjög vafasamt að frumvarpið yrði samþykkt þar sem marg- ir varaþingmenn sitja á þingi þessa dagana og eru þeir flestir á móti bjórnum. Enda fór það svo aö margir kvöddu sér hljóös meðan á atkvæða- greiðslunni stóð, bæði fylgj- endur frumvarpsins og and-- stæðingar. í máli Jóns Sigurðssonar, dómsmálaráðherra, kom m.a. fram að til að skera úr um sölu sterks bjórs hér á landi þyrfti til þjóðaratkvæða- greiðslu. Niðurstaðan varð síóan sú aö fyrsta grein frum- varpsins var samþykkt með 21 atkvæði gegn 17. Aðrar greinar voru einnig sam- þykktar þannig að frumvarpið er tilbúið til 3. umræðu í neðri deild Alþingis. Stjórn lceland Seafood sat á maraþonfundi í gær. Fundurinn hófst klukkan 16 og stóð fram eftir kvöldi. Honum var ekki lokiö þegar Alþýðublaðið fór i prentun seint í gærkvöldi. Umræðuefnið var launamál Guðjóns B. Ólafssonar. Á myndinni eru Gísli Jónatansson, Guðjón B. Ólafsson, bandariskur lögfræðing- ur og stjórnarmaður og Erlendur Einarsson. STEINGRÍMUR STEFNIR PLO TIL ÍSLANDS Fjölmidlum barst í gær skeyti frá Makhluf, yfirmanni pólitiskudeilda PLO i Stokk- hólmi í Sviþjóð. í skeytinu þakkar PLO Steingrimi Hermannssyni utanríkisráð- herra fyrir yfirlýsingar á Al- þingi. Ennfremur er þakkað fyrir afstöðu íslands gagnvart hernumdu svæðunum og Gazasvæðinu. Þá segir Makhluf að hann og Stein- grímur Hermannsson hafi á fundi í Stokkhólmi orðið sammála um gagnkvæm boð og sú boðsferö verði tilkynnt opinberlega innan skamms. Samkvæmt þessu skeyti virð- ist þvi sem utanríkisráðherra hafi boðið fulltrúum PLO til íslands til viðræöna og að PLO hafi boðið honum til Túnis til viðræðna við PLO- forystuna. I skeytinu kemur fram að „Hermannsson" (utanríkisráð- herra) hati viðurkennt PLO, þ.e. rétt Palestínumanna til að stofna sjálfstætt ríki undir forystu PLO á Gaza og á Vesturbakkanum. Viðbrögð Þorsteins Páls- sonar forsætisráðherra, þeg- ar Alþýðublaðið bar þetta undir hann, voru þau að hann treysti sér ekki að ræða um sannleiksgildi þess sem fram kæmi í skeytinu. Sagðist hann vilja bíða eftir yfirlýs- ingum um málið frá utanrikis- ráóherra sjálfum. Þegar Alþýðublaðið snéri sértil Jóns Baldvins Hanni- balssonar sagði hann: „Að sjálfsögðu legg ég engan trúnað á að rétt sé eft- ir utanríkisráðherra haft það sem fram kemur í fréttaskeyti sendimanns PLO i Stokk- hólmi. Að óreyndu verður þvi ekki trúað að utanríkisráð- herra hafi án samráðs við for- sætisráðherra og samstarfs- aóila sína í rikisstjórn Is- lands, gefió út þvílíka yfirlýs- ingar og skuldbindingar. Þaö hefur í sjálfu sér enginn nein- ar athugasemdir fram að færa vegna almennt orðaðrar yfirlýsingar utanrikisráðherra Islands um alþjóðlega friðar- ráðstefnu um framtíðarskip- an á hernumdu svæðunum. Hluti samsteypustjórnarinnar i ísrael styöur slíkar tillögur. En auðvitað nýtur fólkið sem sætir harðræðinu samúðar allra góðra manna. En hafi Steingrímur Hermannsson lýst yfir viðurkenningu ís- lensku rikisstjórnarinnar á skæruliðasamtökum PLO, sem forystuaöila nýs ríkis á hernumdu svæðunum og í Gaza, þá hefur hann gegnið langt út fyrir öll mörk. Sama máli gegnir um yfirlýsingar um gagnkvæm heimboð, ann- ars vegar fulltrúa skæruliða PLO til viðræðna við islensk stjórnvöld og hins vegar að þiggja boö PLO-skæruliða til opinberra viðræðna i Túnis. Slíkt gerir enginn utanrík- isráðherra án samráðs við forsætisráðherra og sam- starfsaðila sína. Það getur varla verið ætlan utanríkis- ráðherra að vekja meö þess- um hætti athygli skæruliða- samtaka á íslandi,“ sagði Jón Baldvin Hannibalsson fjármálaráöherra, formaður Alþýðuflokksins. i útvarpsfréttum i gær- kvöldi sagði Steingrímur Hermannsson að margt i skeytinu væri ekki nákvæm- lega rétt eftir haft. HHHHHHHHlHBnHiEHHHHH SOKN KVENNA- LISTANS 5 HVAÐ ER c r p: JÓHANNA LYÐRÆÐI1 ÓSÁTT VIÐ Pt y REKSTRI SIÐANEFND •t£Mi 8 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.