Alþýðublaðið - 09.04.1988, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 09.04.1988, Blaðsíða 4
4 Laugardagur 9. apríl 1988 FRETTASKYRING Ómar Friðriksson skrifar 40 STJÓRNARMÁL í LOKAHRINU ALÞINGIS Meðal stjómarfrumvarpa eru skattskylda á innlánsstofnanir, og afnám ríkisábyrgðar hjá fjárfestingarlánasjóðum. Frumvarp dómsmálaráðherra um dómskerfið verður lagt fram þrátt fyrir andstöðu Framsóknar og Sjálfstœðisflokks. Þegar lokahrina þingstarf- anna á þessum vetri hefst eftir helgina verður stór pakki stjórnarfrumvarpa lagð- ur fram. Um 40 mál hafa verið til umfjöllunar hjá þingflokk- um stjórnarliða yfir páskana. Á rikisstjórnarfundi á fimmtudag voru nokkur mál afgreidd, þ.á.m. virðisauka- skatturinn og frumvarp um fjárfestingu erlendra aðila í íslensku atvinnulifi. Ágrein- ingur er enn uppi um einstök mál og óvist um afdrif nokk- urra mála. Þingflokkar sjálf- stæðismanna og Alþýðu- flokks funduðu í gær og að öllum líkindum mun ríkis- stjórnin koma saman yfir helgina tii að ganga frá fleiri málum sem samkomulag hef- ur náðst um að verði lögð fyrir þingið. Eftir er um mán- uður af starfstima Alþingis og loka frestur til að leggja fram frumvörp á þingi rennur út á mánudag nema sam- þykkt verði afbrigði frá þing- sköpum. Flest frumvörp koma frá ráöherrum Alþýðuflokksins. Frá fjármálaráöherra koma alls 9 mál og er helst ágrein- ingur um frumvarp um skatt- lagningu fjárfestingarlána- sjóöa og veðdeilda. Fram- sóknarmenn hafa lagst gegn því ákvæði að felld verði nið- ur skattundanþága einstakra fjárfestingarlánasjóða. Ríkis- stjórnin hafði lýst því yfir að þetta mál yrði flutt í kjölfar efnahagsráðstafana og hefur sérstök nefnd unnið að end- urskipulagningu fjárfesting- arlánasjóða undanfarið. Hef- ur verið ákveðið aö afgreiða aðeins þann hluta málsins sem lýtur að skattlagningu veðdeilda og verður frumvarp um það lagt fram á mánudag. Forsætisráðherra mun þá leggja fram frumvarp um af- nám ríkisábyrgða hjá fjárfest- ingarlánasjóðum sem undir- búió var í fjármálaráðuneyt- inu. Þar er lagt til að ekki verði lengur veittar ríkis- i ábyrgðir af nýjum lánum til- tekinna fjárfestingarlána- sjóða, m.a. til þess að jafna afstöðu milli einstakra lána- stofnana og auka arðsemis- kröfur í lánveitingum. Stór og lítil mál Ekki er ágreiningur um frv. fjármálaráðherra er fjallar um að við álagningu tekju- og eignarskatts 1988 nýtist persónuafsláttur til greiðslu eignarskatts af allt að 6 milljón króna eign. Þá má geta frumvarps um bifreiða- gjald þar sem ráðherra eru veittar rýmri heimildir til þess að undanþyggja bifreiöagjaldi bifreiðir í eigu öryrkja og björgunarsveita. Frumvarp til staðfestingar á bráðabirgðalögum sl. sumar um ríkisábyrgðir verður lagt fram og með þeirri viðbót að nú leggst ábyrgðargjald einn- ig á verðbréf, sem ríkisbankar gefa út til sölu innanlands, og ábyrgðir þeirra á innlend- i um lánum. Þá er beðið eftir afgreiðslu framsóknarmanna á málum viðskiptaráðherra um við- skiptabanka og sparisjóöi en Alþýðuflokkur og Sjálfstæð- isflokkur hafa afgreitt þau. Hröð afgreiðsla í tíma- þröng Ríkisstjórnin hefur þegar afgreitt frumvarp um Ferða- skrifstofu ríkisins, um lax- og silungsveiði, um eiturefni og um heimild fyrir Reykjavíkur- borg til þess að taka eignar- námi hluta af landi jarðar- innar Vatnsenda í Kópavogs- kaupstað. Sjáfstæðis- og framsóknarmenn samþykktu fyrir páska frumvarp um breytingu á lögum um leigu- bifreiðar en málið er til afgreiðslu hjá þingflokki Al- þýðuflokksins. í frumvarpinu segir að á þeim stöðum þar sem viðurkenndar fólks- bifreiðastöövar eru starfandi sé öllum óheimill leiguakstur á fólksbifreiðum utan stöðvar eða frá stöð, sem ekki er við- urkennd. Er með breyting- unni ætlað að eyða óvissu- ástandi um lagareglur á þessu sviði eftir dóm Hæsta- réttar í júní á síðasta ári í máli Steindórs. Meðal annarra mála sem reynt er að hraða afgreiðslu á fyrir þingbyrjun eftir helgina eru: frumvarp landbúnaðar- ráðherra um atvinnuréttindi, húsnæðisstofnun frá félags- málaráðherra, sala á Sem- entsverksmiðjunni, Listasafn íslands, jarðræktarlög, sala Grænmetisverslunar, frum- vörp dómsmálaráðherra um hreppstjóra og þinglýsingar, frumvarp um heilbrigðis- fræðslu og um skógvernd og skógrækt, svo nokkur séu nefnd. Ljóst þykir að þingmenn eiga mikið starf fyrir höndum að fjalla um öll þau 40 þing- mál ríkisstjórnarinnar sem tekin verða fyrir á næstu vik- um. „FRAMSÓKN GERI STJÓRNAR- STEFNUNA UPP VID SIG“ segir Jón Baldvin Hannibalsson fjármálaráðherra „Ég vefengi ekki að það hafa oft komið fram skiptar skoðanir í veigamiklum mál- um innan ríkisstjórnarinnar, en hingað til hafa þau verið leyst með samkomulagi sbr. seinustu efnahagsaðgerðir rikisstjórnarinnar. Formaður Framsóknarflokksins hefur öðrum fremur leikið hlutverk gagnrýnandans i fjölmiðlum og sú mynd hefur oft vakið upp spurningar um ágreining innan stjórnarinnar. Hann hefur þá venjulega verið gerður í fjölmiðlum en ekki á vettvangi ríkisstjórnarinnar,“ segir Jón Baldvin Hannibals- son fjármálaráðherra um þann titring sem upp er kom- inn meðal stjórnarliða vegna yfirlýsingar framsóknar- manna um aukafund miö- stjórnar flokksins til að kort- leggja ástand og samstarf í ríkisstjórn. Fjármálaráðherra segist ekki vilja blanda sér i innan- húsmál framsóknarmanna og kveðst ekki gera neinar athugasemdir við það að þeir geri úttekt á stefnu og starfi stjórnarinnar. „En ég get tek- ið undir það með þeim að e.t.v. er ástæða til fyrir Fram- sóknarflokkinn að hann geri þessi mál upp við sig með skýrari hætti.“ — Lýsir þetta ágreiningi innan stjórnarinnar? „Við stjórnarmyndun lögðu stjórnarflokkarnir mikið á sig til að leysa ágreiningsmál og ná málamiðlun. Niðurstaðan varð óvenju ítarleg starfs- áætlun til fjögurra ára. Mynd- aðir voru ráðherranefndir um veigamestu málin. Formaður Framsóknarflokksins situr í nefnd um efnahagsmál og Halldór Ásgrímsson varafor- maður flokksins í nefnd um ríkisfjármál og get ég lýst yf- ir sérstakri ánægju með sam- starfið við Halldór í þeim átakamiklu málum sem tekið hefur verið á í þeirri nefnd. Vitað er að þaö er djúpstæð- ur ágreiningur um landbún- aðarmál en þar er sérstök staða vegna þess að i gildi eru búvörusamningar af hálfu fyrri ríkisstjórnar til fjögurra ára. Við Alþýðuflokksmenn gengum til samstarfsins vit- andi vits um að við værum bundnir af honum en höfum þó freistað þess að lagfæra framkvæmd hans. Eins og menn muna voru landbúnað- armál mikið ágreiningsmál við afgreiðslu fjárlaga en þó tókst að ná samkomulagi. Þaö hefur því að öllu saman- Jón Baldvin Hannibalsson fjár- málaráðherra lögðu verið lögð mikil vinna í að marka þessari ríkisstjórn stefnu og allir þingflokkar stjórnarinnar eru sameigin- lega ábyrgir fyrir mótun hennarog útfærslu bæði í ráðherranefndum og á vett- vangi ríkisstjórnarinnar.“ Aðspurður um stóra efna- hags- og atvinnuvandann sem framsóknarmenn bera nú fyrir sig, viðskiptahallann, vaxtakostnað og byggðarösk- un, segir Jón Baldvin aó rík- isstjórnin hafi ekki leyst allan vanda, „en við tókum við mjög slæmu ástandi af ríkis- stjórn Steingríms Hermanns- sonar. Tókum í taumana í rík- isfjármálum því við blasti gíf- urlegur hallarekstur og stjórnleysi í peningamálum sem verkaði sem olía á eld verðbólgunnar. Til viðbótar hefur komið að hagvaxtar- skeiðinu er lokið, dregið hef- ur úr þjóðarframleiðslu og viðskiptakjör versnað og þetta hefur endurspeglast í alltof háum viðskiptahalla og ýtt undir verðbólguna. Sá vandi sem nú er verið að vísa til og er verstur viðureignar, viðskiptahalli og misgengi á milli útflutningsgreina og þjónustugreina á höfuðborg- arsvæðinu, eru afleiðingar af þessu. Framsóknarmenn koma þvi ekkert nýir að þeim málum. Ég sé af leiðara Tímans að framsóknarmenn gera ekki ágreining út af ríkisfjármál- um og því hljóta þeir að eiga við efnahagsmálin og, stefn- una í atvinnumálum. I haust stóðum við frammi fyrir tveimur leiðum. Annars vegar að fara út í meiriháttar gengisfellingu og lög- bindingu launa, eða að fara þá leið sem ákveðin var, þ.e. að vinna bug á þenslunni hægt og bítandi. Fyrri leiðin var rædd og henni hafnað at stjórnarflokkunum sameigin- lega.“ — Teluröu aö framsóknar- menn vilji nú snúa af þessari stefnu? „Ég veit það ekki. Það verður að koma í Ijós á þess- um miðstjórnarfundi en það hefur alltaf legið fyrir að það var aðeins um þessar tvær leiðir að tefla og stjórnar- flokkarnir bera sameiginlega ábyrgð á þeirri stefnu sem ' fylgt hefur veriö.“ — Er ósamkomulag um afgreiðslu þeirra máia sem rikisstjórnin þarf aö koma í gegnum þingiö í vor? „Þetta eru um 40 mál, sem eru stór og veigamikil og það hefur þegar náðst samkomu- lag um stærsta málið, virðis- aukaskattinn. Frumvarp um aðskilnað dómsvalds og framkvæmdavalds er flutt sem stjórnarfrumvarp en það er vitað að ágreiningur og andstaða er við það hjá báð- um samstarfsflokkum okkar. Þetta er samkomulagsmál í stjórnarsáttmála og frum- varpið verður lagt fram á þingi í næstu viku. Önnur mál voru send þingflokkun- um fyrir páska og það er ekki teljandi ágreiningur um þau.“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.