Alþýðublaðið - 09.06.1988, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 09.06.1988, Blaðsíða 1
RÍKISBANKARNIR FELLDU GENGID Jón Baldvin Hannibalsson, fjármálaráðherra, segir að ef vitað hefði verið að ríkisbankarnir áttu frumkvœði að og stœrstan hlut í gjaldeyrisspákaupmennskunni „svarta miðvikudaginn“ hefði Alþýðuflokkurinn ekki samþykkt gengisfellingu „Bráöabirgöalögin voru sett í miklu timahraki og það sem er verra er aö ef þaö heföi legið fyrir daginn eftir „svarta miövikudaginn“ aö það voru ríkisbankarnir sjálfir sem áttu frumkvæði að, og kannski stærstan hlut í gjald- eyrisspákaupmennskunni, þá hefði þessi gengisfelling aldrei verið samþykkt af okk- ar hálfu,“ segir Jón Baldvin Hannibalsson fjármálaráð- herra í viðtali sem birt er á baksíðu Alþýðublaðsins í dag. Segir ráðherra að ef þessar upplýsingar um hamstur ríkisbankanna hefði legið fyrir þá, hefði verið hægt aö halda vinnuáætlun ríkisstjórnarinnar um að grípa til aðgerða i siðari hluta maí. Segir hann að hér hafi tveir ríkisbankar aðallega átt hlut að máli. „Þetta er stóralvarlegt mál og harður dómur um stjórnar- far á íslandi ef forsvarsmenn ríkisbanka eiga aö komast upp með það óátalið og við- urlagalaust að vera uppvísir að slíkri hegðun," segir Jón Baldvin Hannibalsson. í viðtalinu segir ráðherra að álverssamningarnir hafi brotið ákvæði bráðabirgða- laganna og að það komi úr hörðustu átt að atvinnurek- endur skuli ganga að slíkum samningum eftir að hafa lýst þvi yfir í vetur að atvinnuveg- irnir þyldu ekki hærri samn- inga en um var samið í vor og hrópuðu á gengisfellingu til aö bæta stöðu útflutnings atvinnuveganna. Fjármálaráðherra segir að ef ríkisstjórnin samþykki að greiða til landbúnaðar umfram ramma fjárlaga sé hún að brjóta eigin stefnu og yfirlýsingar í kjölfar gengis- fellingarinnar i mai. „Rikis- stjórnin getur ekki kvartað undan því að aðrir brjóti stefnu hennar á bak aftur ef hún stendur svo að því sjálf,“ segir hann. Sjá viðtal á baksíðu. Aðalfundur SÁÁ: ARKITEKT OG YFIR- LÆKNIR í FRAM- BOÐI TIL FORMANNS Pjetur Maack gefur ekki kost á sér til endurkjörs. Á aðalfundi SÁÁ sem hald- inn verður í Kristalssal Hót- els Loftleiða í kvöld gefa að líkindum tveir menn kost á sér til formennsku. Pjetur Maack gefur ekki kost á sér til endurkjörs, en þeir Þórar- inn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, og Ingimar Ingimars- son, arkitekt, verða í kjöri. í gær dró Þráinn Bertels- son, kvikmyndagerðarmaður, sitt framboð til baka, en framboð Ingimars kom til í framhaldi af þvi, samkvæmt heimildum Alþýðublaðsins. Þess má geta að Ingimar teiknaði Vog, sjúkrastöö SÁÁ. Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra, Guðmundur Hallvarðsson formaður Sjómannafélags Reykjavíkur og Hólmgeir Jónsson framkvæmdastjóri Sjómannasambandsins. Halldór Asgrímsson um Verðlagsráð: M „SE EKKI AÐ MENN FINNI BETRA F0RM“ „Aðalatriðið er að menn ræði þessi mál og hlusti á sjónarmið. Þaö verður á end- anum að ná samkomulagi i þessum málum, hvort sem það er gert á vettvangi Verð- lagsráðs eða einhverjum öðr- um. Það verður að ákveða fiskverð með einum eða öðr- um hætti, þó ég sé ekki far- inn að sjá að menn finni betra form en Verðlagsráð," sagði Halldór Asgrímsson sjávarútvegsráðherra viö Al- þýðublaðið í gær. Guðmundur Hallvarðsson formaður Sjómannafélags Reykjavíkur og Hólmgeir Jónsson framkvæmdastjóri Sjómannasambands íslands áttu f gær fund með sjávar- útvegsráðherra þar sem þeir kynntu honum sjónarmiö sjó- manna varðandi kjaramáíin og fiskverðsákvörðun. í sam- tali við blaðið sögðust þeir hafa óskað eftir fundinum til þess að kynna ráðherra beint sfna afstöðu, þar sem ráð- herra væri nýkominn til landsins eftir að hafa setið fundi Hvalveiðiráðsins á Nýja Sjálandi. „Við ætlum að vera áfram f sambandi og ég mun biðja mína lögfræðinga um að líta á þau sjónarmið sem komu fram hjá sjómönnum," sagði Halldór Ásgrímsson. Bæði Sjómannasamband íslands og Farmanna- og fiskimannasambandið hafa ákveðið að taka ekki þátt I fundum Verðlagsráðs sjávar- útvegsins um sinn, vegna óánægju með fiskverðs- ákvörðun yfirnefndar á dög- unum. Verðlagsráð og yfir- nefndin eru því hálflömuð meðan svo stendur á og hef- ur fundi sem vera átti í Verð- lagsráði um verð á rækju og hörpudiski veriö frestað um óákveöinn tíma. Sjómanna- sambandið ætlar að taka afstööu til áframhaldandi setu í Verölagsráði á þingi sambandsins í haust.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.