Tíminn - 18.11.1967, Blaðsíða 1

Tíminn - 18.11.1967, Blaðsíða 1
DAGURINN DEBRAY DÆMDÖR LÍFSTÍÐ NTB-La Paz, föstudag. Herréttur í Bolivíu dæmdi f dag franska marxistann Réges Debray og argentínska listmál- arann Roberto Bustos til þrjá- tíu ára fangelsisvistar fyrir meinta þátttöku í skæruliðastarf semi þar í landi. Sagði í dóms- uppkvaðningu að þeir Debray og Bustos hefðu stuðlað að manndrápum og öðrum ofbeld isverkum. Debray, sem er maður um þritugsaldur, er frægur heims- spekingur og blaðamaður. Hann heldur því fram að hann hafi komið til Bolivíu til þess að ná viðtali við kúbanska skæru liðaforingjann Ernesto „Che“ Guevara, en eins og menn rek ur minni til, var hann drepinn af hermönnum Bolivíustjórnar fyrir skemmstu. Þeir félagar neituðu því að hafa tekið þátt í skæruliðastarfsseminni, en því héldiu ákærendur fram. í dómi herréttarins sagði að þeir Bustos og Debray hefðu tekið virkan þátt í daglegu starfi skæruliðanna í frumskógaher- búðunum, og þvi teldust þeir sekir um uppreisn gegn stjórn arvöldum. Óðara og dómurinn hafði verið kveðinn upp, lýstu verj endur sakborninga því yfir að þeir myndu áfrýja honum. Að þvi er áreiðanlegar heimildir i La Paz, höfuðborg Bolivíu, herma, munu þeir félagar af- plána dóm sinn í ömurlegu her famgelsi, gömlum kastala rétt við landamærin að Paraguay. Faðir Debrays sem er lögfræð ingur að atvinnu, lýsti því yfir í Paris i dag, að hann teldi dóminn ranglátan og ósann- gjarnan og Bólivíumönnum ti) skammar. Hann kvað ekkert hafa komið fram við réttarhöld in, sem sannaði að sonur hans Framhald á bls. 14 Þessi mynd var tekin í ágúst s. I. af Regis Debray í fangelsisgarðinum í Camiri i Bolivíu. Hann er þarna í fangaklæðum, en selnna fór hann í hungurverkfall til að fá að klæðast venjulegum fötum. RÍFA FYRSTA HUSID AF SEX VIÐ HVERFISGÖTU SJ-Reykjavík, föstudag. Fréttamaður Tímans hafði i dag samband við gatnamálastjóra og spurði fregna um það, hvorf eitthvað væri hæft í þeim orðrómi, að Hverf isgatan eigi að verða tví- stefnuakstursgata, þeg- ar hægri umferð er kom- in a. Hann sagði, að sú væri ætlunin en málic væri enn á undirbún- ingsstigi. Nauðsynlegt er að tveikkí Hverfisgötuna áður en tvivefnuakstu] verður tekinn upp. Ei það hægt með þvi að rífa sex hús, sem ná nokkuð út I götuna. En: þau öli timburhús. Eitt af þessum húsum er eign Reykja- virurborgar og hefur þegar verið h.í#izt handa um að rífa það. Er nu 1 athugun bjá borgarráði hvort tök séu á að festa kaup á hinum húsunum fimm. En vinda þarf Framtoald á bls. 14 Unnið við niðurrif fyrsta hússins af þeim sex, sem rífa þarf þar, ef tvistefnuakstur verður tckinn upp á Hverfisgötu. (Tímamynd-GE). JÚLATRÉN KOMA 28. FB-Reykjavík, föstudag. Margur er nú orðinn áhyggju fullur út af því að jólatrén, sem hingað eru flutt frá útlönd um kunni að verða siðbúln vegna farmannaverkfaUs, þótt reyndar megi segja, að bað séu smámunir í samanburði við margai aðrar nauðsynjavörnr, sem komast ekki að eða frá tandinu þessa dagana. Hringd um við því f Skógræktina og Alaska, sem flytja inn jólatré, og fengum að vita, að tréu eru væntanleg með GuRfossi og ef til vill Lagarfossi rétt am mánaðamótin. Skógræktin á von á sínum józku trjám með GulMossi e#a Lagarfossi rétt um mámaðamót in. Jón H. Björnsson hjó Al- aska sagðist hafa pantað dömsk tré, en þau er ekki farið að höggva ennþá, og verða ekki höggvin fyrr en tveim dögum áður en þau verða lestuð í Danmörku Han.n á einnig von á trjám frá Þýzkalandi og Bandaríkjunujh og hafði ráð- gert að fá auk þess tré frá Skotlandi, en vegna verkfalls ins hefur hann fallið frá því. Þýzku og bandarísku trén áttu að koma hingað rétt eftir mán- aðamótin, en ekki vissi hann með hvaða skipum. Getur því farið svo, að skelli hér á allsherjarverkfall, nægi ekki að trén verði komin til landsins, þvi þá á eftir að skipa þeim upp og kwna þeim til kaypendanna. Jón sagðist verða með tvaer nýjungar í sambandi vði jóla trjjáasöluna. Hann hefði feng ið sérstök kort, sem stungið verður f vatmsskálina undir trjánum, og þegar þau blotna síast út úr þeim efni, sem ð að draga úr eldfimi trjánna og stuðla að þvi, að þau haldi barrinu betur Þá verður trján Framhald á bls. 14 SUNNIIDAGS- BLAÐ TÍMANS Fjörugrösin hafa frá upphafi íslandsbyggðar verið lífgrös bú peningi á vetrum og sum mannamatur. Um aldamótin hófst þangbrennsla hér við fló ann, þvi að þangaska var verzl unarvara. Loks var fyrir þrjá- tíu árum hafinn þangskurður á Stokkseyri og þangmjölsvinnsla í Hveragerði. Halldér Péturs- son, sem þangskurðarmaður var sumarið 1939. segir frá vinnubrögðunum og veru sánni á Stokkseyri i næsta Sunnu- dagsblaði. Þar er einnig viðtal við Nönnu Ólafsdóttur, grein um °ál Patursson í Kirkjubæ og flotra.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.