Alþýðublaðið - 15.09.1988, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 15.09.1988, Blaðsíða 2
2 Fimmtudagur 15. september 1988 MÞIMLMB Útgefandi: Blað hf. Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson Fréttastjóri: Kristján Þorvaldsson Blaðamenn: Haukur Holm, Ingibjörg Árnadóttir og Ómar Friðriksson. Dreifingarstjóri: Þórdis Þórisdóttir Setning og umbrot: Filmur og prent, Ármúla 38. Prentun: Blaðaprent hf., Síðumúla 12. Áskriftarsíminn er 681866. Askriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakið. GRÁI MARKADURINN HAMINN Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra hefur lagt fram á ríkis- stjórnarfundi tvö frumvörp til laga um fjármálastarfsemi utan bankakerfisins; starfsemi sem oftast gengur undir nafninu „grái markaðurinn". Annars vegar er um að ræða frumvarp til laga um verðbréfaviðskipti og verðbréfasjóði og hins vegar frumvarp til laga um eignarleigustarfsemi, sem oftast er kölluð „fjármögnunarleiga". Frumvörpin eru samin af nefnd sem viðskiptaráðherra skipaði 16. febrúar síðastliðinn til að fjalla um lagasetningu um starfsemi á fjármagnsmarkaði. Þá er athyglisvert að viðskiptaráð- herrahefurbætt inn í verðbréfafrumvarpið grein sem veitir honum heimild til að heimila Seðlabanka Islands að láta sömu reglu gilda um bindiskyldu verðbréfafyrirtækja og verðbréfasjóða og gilda um bindiskyldu innlánsstofnana. Hinn svonefndi „grái markaður" hefur fengið að leika lausum hala allt of lengi án þess að sömu almennu reglur hafi gilt um ávöxtunarfyrirtækin og um hefðbundnar inn- lánsstofnanir. Atburðir síðustu vikna og daga á „gráa markaðinum,1' þar sem eitt fyrirtæki hefur lagt uþþ lauþana meö óþekktum afleiðingum fyrireigendurog við- skiptavini, eru enn ein viðvörunin til stjórnvalda jafnt sem almennings að koma verði böndum yfir „gráa markaðinn". Með frumvörpum Jóns Sigurðssonarviðskiptaráðherraer brotið blað og þegar frumvörpin taka gildi verða reglur og ákvæði sett ávöxtunarfyrirtækjunum svonefndu til að starfa eftir, öllum aðilum til öryggis, en jafnframt innan ramma eðlilegrar samkeppni. Verðþréfafrumvarpið er viðamikið og felur m.a. í sér ítarlegar reglur um skilyrði sem verðbréfamiðlarar verða að uppfylla og um starfs- skyldur þeirra gangvart viðskiptavinum og eftirlitsaðilum. Þar er getið nýrra ákvæða um verðbréfafyrirtæki og rekstur verðbréfasjóða. Ströng ákvæði um tilsjón banka- eftirlits Seðlabankans með verðbréfaviðskiptum og verð- bréfasjóðum og settar reglur um lágmarkshlutafé verð- bréfafyrirtækis og lágmark eigin fjár þess. Þá felur frum- varpið í sérýmis ákvæði varðandi viðskipti með verðbréf, rekstrarform verðbréfasjóða, samþykktir þeirra og um lausafjárskyldu. Reglur verða settar um dreifingu fjár- festingar verðbréfasjóða og ákvæði um heimild bindi- skyldu á fyrirtækin, og heimild stjórnvalda að hlutast til um rekstur verðbréfafyrirtækja brjóti þau gegn ákvæðum laganna að mati bankaeftirlits Seðlabankans. Jafnframt verði sett ákvæði um hörð viðurlög við brotum gegn lögum og reglum um starfsemi verðbréfafyrirtækja. í eignarleigufrumvarpinu er að finna ýmsar skilgreiningar sem eru nýlunda í lögum, svo sem lágmarksskilyrði til rekstrar eignarleigufyrirtækja og um starfsvið þeirra. Þar er m.a. ákvæði um að lágmark eigin fjár eignarleigufyrir- tækis skuli á hverjum tíma ekki nema lægri fjárhæð en sem svarar8% af heildarskuldbindingum þess. Frumvörp Jóns Sigurðssonar viðskiptaráðherra bæta úr brýnni þörf fyrir skýrar og ákveðnar reglur um þá fjármálastarfsemi sem nefnd hefur verið „grái markaðurinn". Með þessum frumvörpum er verið að tryggja h ag sparifjáreigenda sem vilja ávaxta sparnað sinn á umræddum vettvangi og tryggjajafnframt upplýsingaöflun, eftirlit stjórnvaldameð þessari starfsemi og að sams konar reglur gildi um viðlíka fjármálastarfsemi. Viðskiptaráðherra hefur lagt ríka áherslu á að frumvörpin verói að lögum á Alþingi í haust. Alþýðublaðið tekur heilshugar undir þær áherslur við- skiptaráðherra. ÖNNUR SJÓNA RMJfí Þjóðviljinn segir sína menn hraustlega, því þeir vilji bora. RITSTJÓRI Þjóövlljans, Möröur Árnason, er ánægöur meö flokk sin, Alþýðubanda- lagiö, í jarögangnamálum og segir tillögur flokksins í þeim málaflokki bæöi djarflegar og ábyrgar. Eins og fæstir vita, þá lýsti þingflokkur Alþýðu- bandalagsins fullum stuön- ingi vió geró jarðgangna víðs vegar um landiö á fundi sín- um á Hallormsstaó fyrir nokkru. Eflaust eru Alþýöubanda- lagsmenn orönir nokkuö nátt- blindir í myrkrinu og vilja jarögöng til aö komast út úr hinum pólitíska helli sínum og út í birtuna eins og Plató foröum. Svona skrifar jarögangarit- stjóri Þjóöviljans: „Á barlómstimum miklum sjá menn ofsjónum þær fjár- hæöir sem um er að tefla við jarðgangagerðina. Vegna milljarðanna sem til þarf hafa aðrir en héraðsmenn verið tregir að taka undir um jarð- gangagerð þótt allir geti skil- ið þörfina á göngunum og þær tækniframfarir sem gera þau möguleg. Það er því hraustlegt af þingflokki Alþýðubandalags- ins að lýsa fullum stuðningi við jarðgöngin á fundi sinum á Hallormsstað fyrir nokkrum vikum, — og sú stuðnings- yfirlýsing er meira en oröin tóm, vegna þess að flokkur- inn boðar lagafrumvarp um göngin þar sem gert er ráð fyrir því að gangagröftur verði samfelldur í tíu til fimmtán ár og verði kostaður með sameiginlegri skatt- greiðslu allra landsmanna af bensini og díselolíu á bíla og á svartolíu annarri en til fiski- skipa, — rætt um 125 aura á lítrann. Þessar tillögur Alþýðu- bandalagsins eru bæði djarf- legar og ábyrgar. Og af því nú er öðru meira rætt um stjórnarslit, kosningar og önnur stjórnarmunstur er vert að minna á að pólitík snýst ekki einungis um út- reikninga á efnahagsdæmum dagsins.“ Var þaö ekki Flosi sem eitt sinn kallaði jarðgangamenn- ina Bormenn íslands? Timinn segir Þorstein ekki leggja neitt nýtt fram. ÍSLENDINGAR hafa aldrei veriö miklir vopnberar, og eru enn greinilega aö átta sig á nútímatólum eins og skotvopnum. Alla vega gefur Timinn litríka frásögn af því í gær, hvernig skotmaður einn lógaöi tík og hélt aö hann væri að skjóta tófu: „Fyrir skemmstu vildi svo til að skotveiðimaður einn fór niður að bökkum Þjórsár og beið þar gæsa. Það skal tek- ið fram að umræddur skot- veiðimaður hafði til þess til- skilin leyfi og er vanur að fara með skotvopn. Þetta var síðla dags og tekið að rökkva. Á tíunda timanum um kvöldið varð hann var við skepnu skammt frá þeim stað sem hann lá fyrir gæsinni. Hann taldi að þarna færi lágfóta og lét þvi skot ríða af úr haglabyssu. „Lágfóta," sem reyndar var tik af næsta bæ, lét lifið sem næst samstundis.“ Það er eins gott aö veiði á elgum er ekki stunduð hér- lendis. Þá myndi fækka kýr- gildum all skuggalega. STOÐ 3 er nýjasta viðbótin á sjónvarpsstöðvamarkaðn- um ef trúa má frétt Tímans í gær. Þaö er ísfilm hf. sem sótt hefur um leyfi til sjón- varpsrekstrar og hyggst senda út sjónvarpsefni og skella sér þar meö i sam- keppni viö Stöö 2 og RÚV. Veröi útvarpsréttarnefnd viö þeiöni ísfilm fær stööin væntanlega rekstrarleyfi á næsta ári. ísfilm sem upphaf- lega haföi innbyrðis bæöi út- gáfufélag Morgunblaösins og Reykjavíkurborg, hefur þynnst í nær einvöröungu eignaraðila Framsóknar- flpkksins, þar sem hæst þer SÍS, ýmis samvinnufélöq oq Timann. Menn spyrja siq sem svo, hvaó Stöð 3 geti lagt nýtt til málanna í sjónvarpsrekstri og hvaða nýjungar veröi þar aö finna. Sömu menn hafa einna helst getiö sér til aö bréfa- skóli SIS geti kennt meö tækni fjarkennslu, og að Samvinnufréttir flytji okkur tíöindi úr hnignandi veldi samvinnufélaganna. Þá er ekki ólíklegt að gerðir verði Alþýðublaðið spyr hvort aö Stein- grímur muni sjá um barnatimann á Stöð 3? framhaldsþættir úr bókum IndriðaG., Þórarinn Þórarins- son sjái um erlendar frétta- skýringar, Eysteinn Sigurðs- son sjái um bókmenntaþátt og lesið veröi úr leiöurum Timans. Menn hafa einnig skotiö þeirri hugmynd á loft aö Steingrímur Hermannsson annist barnatímann á stöö 3. FORYSTUGREINAR Tímans hafa nú dögum sam- an veriö ein samfelld skotá- rás á Þorstein Pálsson for- sætisráöherra. Leiöari Tím- ans í gær var þar engin undantekning. í niðurlagi forystugreinar- innar segir: „Forsætisráðherra hefur nú lagt fram hugmyndir sinar um efnahagsaðgerðir. Hann hefur kynnt þær formlega fyrir samstarfsflokkunum, Framsóknarflokki og Alþýðu- flokki. Forsætisráðherra hefur óskað eftir því að fá svör samstarfsflokkanna við hugmyndum sínum. Fyrstu viðbrögð gagnvart tillögum Þorsteins Páissonar hljóta að vera þau að í þeim felist lítið annað en það sem oft hefur komið fram af hans hendi áður. Tillögurnar eru ekki að- gengilegar í heild sinni gagn- vart samstarfsflokkunum. Þar er of mikið um skammtíma- aðgerðir. í þessum tillögum er ekkert tekið á fjármögn- unar- og vaxtakostnaði eða verðlagsmálum yfirleitt, þannig að þær séu líklegar tii samkomulags eins og þær liggja fyrir. Bókað samkomulag um efnahagsaðgerðir liggur þvi ekki fyrir þegar þessi orð eru rituð. Slíkt ber að harma, því að timi umræðunnar er í raun og veru liðinn. Tími aðgerða er löngu upp runninn." Er Tíminn aö hita upp í brotthlaup? Einn með kaffinu Tvær stelpur hittust eftir sumarfríið. Önnur sagði: — Hvarvarst þú í fríinu? — Á Majorka, svaraði hin. — Hvar er það? — Ég veit það ekki. Við flugum!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.