Alþýðublaðið - 04.01.1989, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 04.01.1989, Blaðsíða 1
Formenn A-flokkana, Jón Baldvin Hannibalsson og Ólafur Ragnar Grímsson funduðu síðdegis i gær i utanríkisráðuneytinu þar sem sameiginleg fundaherferð var endanlega ákveðin og skipulögð. „Þessi fundaferð er endirinn á fortíðinni," segir Jón Baldvin við Alþýðublaðið. A mynd/EOL. „A rauðu ljósi“ Upphaf sameiningar A-flokkana? w JON BALDVIN OG OLAFUR RAGNAR í SAMEIGINLEGA FUNDAHERFERD Jón Baldvin: „Endirinn á fortíðinni“ — Viðbrögð forystusveita flokkana Formenn A-flokkanna, Jón Baldvin Hannibalsson og Ól- afur Ragnar Grímsson ákváðu endanlega á fundi í utanríkisráðuneytinu síðdeg- is í gær að leggja upp í sam- eiginlega fundaherferð um land allt i janúarmánuði. Fundirnir sem eru átta tals- ins í fyrstu umferð, verða haldnir dagana 14.-28. janúar,. og eru öllum opnir. Funda- herferðin, sem ber yfirskrift- ina „Á rauðu ljósi,“ er fyrst og fremst farin til að kanna viðbrögð við þeirri hugmynd að sameina Alþýðuflokk og Alþýðubandalag og stofna stóran jafnaðarmannaflokk og vekja umræðu um framtið vinstrihreyfingar á íslandi. „Þessi fundaherferð er endirinn á fortiðinni," segir Jón Baldvin Hannibalsson formaður Alþýðuf lokksins við Alþýðublaðið um fyrirhugaða herferð þeirra Ólafs Ragnars. „Nú er spurningunum beint til framtíðarinnar. Við erum tveir formenn flokka sem er- um tilbúnir að spyrja spurn- inga og svara þeim og von- umst til að fundarmenn séu einnig reiðubúnir að gera hið sama. Við viljum kanna til hlítar, hvort grundvöllur sé fyrir samvinnu eða jafnvel sameiningu A-flokkana og viljum velta þeirri umræðu til grasrótarinnar með slíkri fundaferð." Jón Baldvin segir við Al- þýðublaðið að spurningarnar séu margar: „Eins og hvort Stalín sé ennþá hér? Er Ólaf- ur Ragnar krati? Er Alþýðu- bandalagið bara kratar? Er Alþýðubandalagið gengið i NÁTO? Er Gorbatsjov orðinn krati? Var Jón Baldvin marx- isti? Er Jón Baldvin hægri krati? Er hann friðarsinni? Eöa er hann oröinn þjóönýt- ingarsinni? Er verkalýðs- hreyfingin dauð? Er fortíðin í ösku? Er framtiðin súper- krataflokkur?“ Jón Baldvin segir ennfrem- ur að fyrstu viðbrögð þeirra alþýðuflokksmanna sem rætt hafi við sig, séu mjög nei- kvæð: „Það virðast allir á móti þessari fundaherferð okkar Ólafs Ragnars." Ólafur Ragnar Grímsson sat fund framkvæmdastjórn- ar Alþýðubandalagsins i gær- kvöldi. Samkvæmt heimild- um Alþýðublaðsins voru við- brögð framkvæmdastjórnar- innar við fyrirhugaðri funda- neikvœð ferð þeirra Jóns Baldvins einnig neikvæð, og formaður- inn varaður við að geta með þessu klofið Alþýðubanda- lagið sem nú væri að ná sér eftir væringar undanfarinna missera. Ekki náðist i Ólaf Ragnar vegna þessa máls. Fundir formannanna verða sem hér segir: 14. janúar ísa- fjörður, 15. janúar Akranes, 19. janúar Vestmannaeyjar, 20. janúar Höfn i Hornafirði, 21. janúar Neskaupstaður, 22. janúar Siglufjörður’ 25. janú- ar Akureyri og 28. janúar Hafnarfjörður.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.