Alþýðublaðið - 15.02.1989, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 15.02.1989, Blaðsíða 8
Miövikudagur 15. febrúar 1989 Afvopnunartillögur NATO lagðar fram í Vín í byrjun nœsta mánaðar: ROTTÆKAR TILLOGUR UM JAFNVÆGI BYGGÐAR Á MUN MINNIVÍGBÚNAOI segir Jón Baldvin utanríkisráðherra. Grundvallaratriði að ekkert ríki á meginlandi Evrópu hafi á að skipa herliði og herhúnaði sem dugi til skyndiárásar á önnur ríki. Afvopnunartillögur sem samþykktar voru á ráö- herrafundi NATO í byrjun desember verða lagðar fram í byrjun næsta mán- aðar í afvopnunarviðræð- um í Vin. Jón Baldvin Hannibalsson utanríkis- ráðherra segir tillögurnar þær róttækustu sem hafi verið settar um stöðugleika og jafnvægi í álfunni á grundvelli mun minni víg- búnaðar en nú er. Grundvallaratriði til- lagnanna er, að ekkert ríki á meginlandi Evrópu megi hafa her eða vopnabúnaði á að skipa, umfram það sem nánar skilgreindir mælikvarðar kveða á um að nægi miðað við eðlilega varnarþörf. Þetta þýðir að ekkert riki hafi á að skipa herliði og herbúnaði, sem dugi til fyrirvaralítillar skyndiárásar á önnur riki. Að sögn Jóns Baldvins fæli þetta t.d. í sér að Sov- étmenn yrðu að fækka skriðdrekasveitum sínum úr 50 þúsund i u.þ.b. 12 þúsund og að ekkert ríki hafi herliði á að skipa inn- an landamæra annars rík- is, umfram það sem samræmist eðlilegum skuldbindingum um varn- arþörf og eftirlit af örygg- isástæðum. „Grunvallaratriði í þess- um tillögum er, að ekkert riki hafi á að skipa herliði og herbúnaði sem dygði til fyrirvaralítillar skyndi- árásar á önnur ríki, “ segir Jón Baldvin. „Þessar til- lögur gagna mun lengra en frumkvæði Gorbastjovs gerði í lok fyrra árs, þegar hann ákvað einhliða að fækka í herliði Austur-Evr- ópu og skriðdreka- sveitum." Jón Baldvin segir að Atl- antshafsbandalagið hafi metið þetta skref mjög mikils, en það breytti engu um að yfirburðir Sovét- manna á sviði hefðbund- inna vopna væri gríðarlega miklir. Utanríkisráðherrra sagði að bjartsýnustu menn gerðu sér jafnvel vonir um að árangur næðist í þessum afvopnunarviðræðum á þessu ári. Sovétmenn hafa ekki gert heyrum kunnugt um sínar tillögur. Þeir hafa hins vegar í fyrsta sinn birt samanburð af hálfu Var- sjárbandalagsins á vopna- búnaði og hernaðarstyrk Atlantshafsbandalags og Varsjárbandalags, sem þeir tóku þó fram að væri ekki grundvöllur að þeirra til- lögusmíð í Vín. Þegar Jón Baldvin ræddi við James A. Baker í Leifsstöð s.l. laugardag, gerði hann honum grein fyrir viðræðum sínum við leiðtoga kommúnista- flokksins í Póllandi, sem og andstöðuöfl þar í landi og hverjar vonir bundnar eru við áframhaldandi bætt samskipti austurs og vesturs. „Um nýja og stóra áfanga til að losa þessi ríki í Mið-og Austur-Evrópu úr spennitreyju þeirra úreltu stjórnarhátta sem þröngv- að var upp á þau í lok stríðsins," sagði Jón Bald- vin Hannibalsson utanrík- isráðherra. Utanríkisnefndir SUJ 09 SUS taka höndum saman um fund um ,,varaflugvallarmélið“. Ari Edwald, i stjórn utan- ríkisnefndar SUS, og Magnús Á. Magnússon formaður ut- anríkisnefndar SUJ segja tiiganginn ekki að túlka sjón- armið samtakanna, heldur skapa umræðu um málið. A- mynd/E.ÓI. Úðabrúsar: Innflutningsbann frá og með næstu áramótum Vonast til að íslendingar verði lausir við úðabrúsa innan tveggja ára. B-keppnin í Frakklandi: Ekki sýnt beint . frá undanriðlum íslenska handbolta- landsliðið leikur sinn fyrsta ieik í undankeppni B-keppninnar í Frakka- landi í dag. Sjónvarpið sýnir ekki beint frá undanriðlum. Að sögn Bjarna Felixson- ar íþróttafréttamanns á Sjónvarpinu er ástæðan sú, að leikirnir eru ekki teknir upp ytra. ísland mætir landsliði Búlgaríu í dag, Með íslendingum í riðli eru auk Búlgara, landslið Rúmena og Kú- vaít. A fimmtudag leika ísiendingar við Kúvaít, en á laugardag við Rúmena. Leikir íslenska landsliðs- ins fara fram í Cherbourg í Frakklandi. Sjónvarpið sýnir beint frá milliriðl- um, sem hefjast á mánu- dag. Að sögn Bjarna Fel- ixsonar hefur þegar verið gert ráð fyrir fjórum út- sendingum. Áætlanir Sjónvarpsins ganga út frá, að Island lendi í öðru sæti í undanriðli. VEÐRIÐ í DAG Norðanátt um allt land. Hvassviðri fyrst, en lægir smém saman vestan til þegar liður á daginn. Éljagangur um allt norðanvert landið, en léttskýjað syðra. Kólnandi veður. Frost 7—12 stig. „ Varaflugvallarmálið“ Ungkratar og ungir sjálfstæðismenn halda sameigin- legan fund Ungir jafnarmcnn og ung- ir sjálfstæðismenn halda sameiginlegan fund um vara- flugvallarinálið á laugardag, í Holiday Inn klukkan 15.00 Það eru utanríkisnefndir SUJ og SUS sem hafa veg og vanda að fundinum. Að sögn Magnúsar Árna Magnússonar formanns ut- anríkisnefndar SUJ komu fulltrúar SUS að máli við SUJ um fundarhaldið.Magn- ús sagði að fundurinn væri ekki til þess fallinn að túlka sjónarmið þessara samtaka, heldur væri tilgangurinn fyrst og fremst að fá fram upplýsingar og umræðu um málið. Ari Edwald stjórnarmað- ur í utanríkisnefnd SUS tók í sama streng. „Það er kominn tími til að fá málið á dagskrá í þjóðfélagsumræðunni.“ Ari sagði að leitað hefði ver- ið til SUJ vegna þess, að Al- þýðuflokkurinn hefði átt mesta samleið með sjálf- stæðismönnum í utanríkis- málum svo og varöandi sjónarmið um þátttöku Mannvirkjasjóðs NATO við byggingu varaflugvallar. Framsögumenn á fundin- um eru: Jóhann Helgi Jóns- son framkvæmdastjóri flug- valladeildar Flugmálastjórn- ar, sem ræðir spurninguna; „Hvað er varaflugvöllur og hverju á hann að þjóna“. Árni Gunnarsson alþingis- maður fjallar um þýðingu varaflugvallar sem útflutn- ingshafnar og fyrir sam- göngur á landsbyggðinni. Karl Steinar Guðnason al- þingismaður fjallar um byggingu varaflugvallar með þátttöku Mannvirkjasjóðs Atlantshafsbandalagsins og viðhorf Alþýðuflokksins. Matthías Á. Mathiesen al- þingismaður fjallar um þátt- töku Mannvirkjasjóðs og viðhorf Sjálfstæðisflokks- ins. Hver framsögumaður hef- ur 10-15 mínútur til umráða, en síðan taka við pallborð- sumræður. Geir H. Haarde alþingismaður stjórnar pall- borðsumræðum, en ráð- stefnustjóri er Magnús Árni Magnússon formaður utan- ríkisnefndar SUJ. Heilbrigðis- og tryggingar- málaráðuneytiö hefur í sam- ræmi við ákvörðun rikis- stjórnarinnar og að fengnum tillögum Eiturefnanefndar og Hollustuverndar ríkisins gefið út reglugerð um bann við innflutningi og sölu úða- brúsa, sem innihalda tiltekin drifefni (ósoneyðandi efni). Samkvæmt reglugerðinni tekur innflutningsbann gildi um næstu áramót en sala verður leyfð fram til 31. maí 1990. Menn hafa því háift ár til að losa sig við þær birgðir sem þeir kunna að hafa á lag- er. Ingimar Sigurðsson, skrifstofustjóri í Hejlbrigðis- ráðuneytinu segir að menn geri sér vonir um að um ára- mótin 1990- 91 verði íslend- ingar lausir við þessa skað- legu úðabrúsa. Þegar reglugerðin um inn- flutningsbann tekur gildi um næstu áramót verður heimilt að selja úðabrúsana í sex mánuði, eða fram til 31. maí 1990. Frá og með 1. júní í ár verður hinsvegar aðeins leyfi- legt að selja brúsana ef á þeim er álímdur miði eða önnur aðvörun þar sem greinilega er tekið fram að þeir eyði ósónlaginu. Heil- brigðiseftirlit sveitarfélag- anna, undir yfirumsjón Hollustuverndar, er falið að hafaeftirlit með framkvæmd laganna. Sömuleiðis er þeim falið að annast förgun á úða- brúsum, einnig í samráði við Hollustuvernd. Ingimar Sigurðsson í Heil- brigðismálaráðuneytinu sagði í samtali við Alþýðu- blaðið að þetta legði ákveðn- ar skyldur á herðar heilbrigð- iseftirlit á hverjum stað. Því væri skylt að leiðbeina fólki um förgun og myndi fólk eiga möguleika á að snúa sér til heilbrigðisfulltrúa og fá þar leiðbeiningar um hvernig það ætti að bera sig að, elleg- ar þá að heilbrigðisfulltrúar myndu saf na brúsunum sam- an og sjá sjálfir um eyðitig- una. Varðandi spurninguna um það hvenær íslendingar yrðu lausir við úðabrúsana að fullu sagði Ingimar að erfitt væri að fullyrða nokkuð í þessu sambandi. Menn von- uðust þó til að ná þessu marki um áramót 1990-91. Ingimar sagði íslendinga ætla sér að taka rösklega á þessu máli. í norrænum sam- þykktum sem tekið er mið af kemur fram að stefnt er að því að minnka notkun á óson eyðandi efnum um fjórð- ung fyrir árið 1990. Þegar baráttunni við úðabrúsana lýkur verður næsta skref að takasta á við ýmis önnur efni sem eyða ósónlaginu, t.d. fre- on sem mikið er notað í frystiiðnaði. Ingimar sagði að það væri stærra vanda- mál, að vísu væru önnur efni til sem ekki eyða ósónlaginu en spurning væri hve langan tíma tæki að koma þeim í gagnið.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.