Alþýðublaðið - 17.03.1989, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 17.03.1989, Blaðsíða 1
1UMBUBMDI0 STOFNAÐ 1919 Föstudagur 17. mars 1989 43. tbl. 70. árg. Endurkröfur á tjónavalda: YFIR 90% VEGNA ÖLVUNARAKSTURS Það sem af er árinu hef- ur svonefnd endurkröfu- nefnd fengið 59 mál til meðferðar þar sem um tjón er að ræða vegna ölvunar- eða hraðaksturs. Endur- kröfunefnd tók til starfa um síðustu áramót skv. nýju umferðarlögunum. Nefndin kannar hvort beita skuli endurkröfum á hendur ökumönnum sem valda slíku tjóni til handa vátryggingarfélögum. Nefndin hefur samþykkt 57 mál og samtals eru end- urkröfurnar 11.703.864 kr. Hæsta endurkrafan nemur rúmlega 1,7 millj- ónum kr. og tvær þær næst hæstu eru um og yfir 1.5 milljónir kr. í frétt frá endurkröfu- nefnd segir að ástæður endurkröfu séu í langflest- um tilvikum ölvunarakst- ur. í þeim 57 málum, þar sem endurkrafa var heimil- uð, var um að ræða ölvun- arakstur i 52 tilvikum. Hvorki fleiri né færri en 22 ökumenn reyndust hafa um eða yfir 2 prómill vín- anda í blóði sínu og þar af einn yfir 3 prómill. Ef vín- andamagn í blóði öku- manns nemur 1,2 prómill- um er hann algerlega óhæfur til að stjórna öku- tæki. SAMKEPPNISSTAÐAN HEFUR BATNAÐ sagði Jón Sigurðsson viðskiptaráð- herra á ársfundi FÍI. Samkeppnisstaða útflutn- ings- og samkeppnisgreina hefur nú batnað um 5°/o frá því hún var lökust á síðari hluta árs 1987 í heild og sér á parti hefur staða iðnaðarins batnað um rúmlega lOVo. Þetta sagði Jón sigurðsson viðskiptaráðherra i ræðu á ársfutidi Félags islenskra iðn- rekenda í gær. Kjartan Jóhannsson um rœðu Steingríms: Ekki gott að afsaka lélega efna- hagsstjórn „Mér finnst yfirdrifin áhersla á þessi sérkenni í ræðu forsætisráðherra. Ég held að það sé mikilvægt fyr- ir okkur að vera þjóð meðal þjóða í Evrópu og standa okkur í samskiptunum við þessi lönd. Ég held að það sé ekki gott hjá okkur að afsaka lélega efnahagsstjórn með fjarlægð, smæð og einhæfni. Við þurfum að ná árangri i efnahagsmálum, en ekki af- saka hvernig ástandið er í þeim efnum,“segir Kjartan Jóhannsson formaður EB- nefndar Alþingis aðspurður um áherslurnar sem fram komu í ræðu Steingríms Her- mannssonar á fundi forsætis- ráðherra EFTA-ríkjanna. Sjá síðu 3 Ráðherra benti á að á mælikvarða verðlags verði raungengi krónunnar á fyrsta ársfjórðungi í ár tæp- lega 13*7o lægra en það var á fyrsta ársfjórðungi í fyrra og að áætlað sé að á mæli- kvarða launa hafi raungeng- ið lækkað enn meira á sama tíma eða um nálægt 15%. í ræðu sinni lagði við- skiptaráðherra mikla áherslu á aukin tegngsl íslenska fjár- magnsmarkaðarins við út- lönd. í viðskiptaráðuneytinu væri verið að tímasetja áætl- un um hvenær hrinda megi nýlegri samþykkt ríkisstjórn- arinnar um heimildir fyrir- tækja til að taka erlend lán á eigin ábyrgð. Þá væri jafn- framt unnið að reglum um fjármagnshreyfingar milli ís- lands og útlanda á grundvelli tillagna ráðherranefndar Norðurlanda um Efnahags- áætlun fyrir árin 1989-1992. Iðnþróunarsjóður: STÓRAUKNAR LÁNVEITINGAR í janúar s.l. samþykkti Iðnþróunarsjóður lánveit- ingar að fjárhæð tæpar 400 milljónir kr. A síðasta ári öllu námu samþykkt lán 859 milljónum króna. Iðnþróunarsjóður hefur útvíkkað starfssvið sitt og auk lánveitinga til hefðbund- inna framleiðslugreina í iðn- aði lánar sjóðurinn nú til fyrirtækja í viðskiptum, þjónustu, fiskeldi og sam- göngum. Guðmundur J. Guðmundsson var djúpt hugsi fyrir samningafundinn i gær. Á fundinum kom fram að hann er ekki alls kostar ánægður með þróun viðræðnanna. A-mynd/E.ÓI. Viðrœður um kjarasamninga Vinnuveitendur Ijá máls á 4% hækkun Vinnuveitendur hafa Ijáð máls á, að kauphækk- anir í komandi samningum verði til jafns við þær hækkanir sem felast í samingum iðnaðarmanna sem gilda fram í september. Hækkunin er metin fjögur prósent. Þetta er óaðgengilegt, að mati samninga- nefndarmanna sem Alþýðublaðið ræddi við. Vinnuveitendur afneita verðtryggingarákvæðum, en innan ASÍ vilja menn tryggingar gagnvart verð- lagshækkunum, hvort sem þær verða af vinnuveit- enda hálfu eða ríkisins. Nefnd á vegum ASÍ hittir ríkisstjórnina að líkind- um að máli í dag. Þar vilja samningamenn ASÍ fá fram sjónarmið stjórnvalda varðandi vörn gegn verðlagshækkunum, svo og hvernig brugðist verði við i atvinnumálunum. Samningafundur verður síð- an hjá ASÍ á Grensásvegi klukkan fjögur. Vinnuveitendur vilja skammtímasamning fram í nóvember, en ASÍ menn telja hámark að semja fram í september. Innan raða ASÍ eru raddir um að semja til lengri tíma. Guðmundur J. Guðmundsson for- maður Verkamannasambandsins er harðastur i hópi, þeirra sem vilja samninga til lengri tíma. Hann lýsti óánægju sinni með þróun viðræðnanna á samningafundinum í gær, samkvæmt heimildum Alþýðublaðsins. Guðmundur er í nefndinni sem gengur á fund ríkisstjórnarinnar, þannig að við- mælendur Alþýðublaðsins telja afar ólíklegt að Verkamannasambandið kljúfi sig út úr samflotinu að óbreyttu, þrátt fyrir óánægju formannsins. Slikt er hins vegar talið geta gerst ef málin þæfast mikið fram yfir helgi. Nýtt sjóðakerfi Núverandi ríkisstjórn hefur verið dugleg að setja á laggirnar nýja sjóði. Nú þegar hafa verið gefnar út reglugerðir um Atvinnu- tryggingarsjóð, Hluta- Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra efnir til fundar um helgina með ýms- um helstu oddvitum atvinnu- vega- og almannasamtaka og sendiherrum íslands í EB- ríkjunum til að fara yfir stöðu mála eftir Oslóarfund- inn sem lauk í fyrradag. fjársjóð og Tryggingar- sjóð fiskeldis. í umræðu eru a.m.k. tveir sjóðir, Endurvinnslusjóður sem á að fjármagna endur- vinnslu brotamálms og Utanríkisráðherrar EFTA- landanna koma saman í Brussel á mánudag, þar sem rætt verður um niðurstöður Oslóarfundarins og gerð grein fyrir tillögum um hvernig samstarf EB og EFTA verður eflt á næstu mánuðum. svokallaður Stórverka- sjóður sem á að hafa það hlutverk að styðja við stórframkvæmdir Vega- gerðarinnar, þ.e. jarð- göng, stórar brýr og mikil Ályktun fundar forsætis- ráðherra EFTA í Osló sem lauk í fyrra dag er talin marka tímamót í sögu EFTA. „Framhaldið mun ráðast á næstu vikum og mánuðum segir Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráð- herra, en hann tekur við for- mennsku í ráðherranefnd EFTA um mitt ár.þann 1. júli nk.. Sjá bls. 3 umferðarmannvirki á höfuðborgarsvæðinu. Með tilvist allra þessara opinberu sjóða sem eiga að styrkja atvinnulíf og framkvæmdir með ýms- um hætti hafa vaknað spurningar um það hvort nýtt sjóðakerfi sé í upp- siglingu. Og sjóðakerfið i sjávarútvegi hefur að margra mati verið fyrsta skrefið í afar varasamri þróun, þar sem sjávarút- vegurinn er nánast háður ýmislegri fyrirgreiðslu frá hinu opinbera. Er ríkis- rekinn. Sjá úttekt á föstu- degi bls. 4 Ráðherra, sendiherra og forsvars- menn samtaka ræða EFTA-málin

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.