Alþýðublaðið - 22.04.1989, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 22.04.1989, Blaðsíða 12
MÞYB1IBMÐIB Laugardagur 22. apríl 1989 Jón Baldvin ræðir við Efnahagsbandalagið: Útvíkkun á fríverslunar- samningi - frjáls aðgangur að EB-háskólum Jón Baldvin Hannibals- son, utanríkisráðherra, tekur við formennskti í EFTA 1. júlí næstkom- andi. Af þeim sökum átti hann fund með Fran/. Andriessen, utanríkisráð- herra Evrópubandalagsins á fimmtudaginn. A fund- inum ræddi ráðherra ann- arsvegar mál sem viðkoma viðskiptum íslands og EB, og hinsvegar ýmis þau mál sem i deiglunni eru milli EFTA og EB og fram- göngu þeirra á árinu. í samtali sem Alþýðu- blaðið átti við Jón kom fram að viðræðurnar um samninga íslands við EB voru gagnlegir. Einkum var rætt um fjögur atriði að sögn Jóns Baldvins. í fyrsta lagi tollamál, I öðru lagi samstarfssamning á sviði vísinda og rann- sókna, í þriðja lagi sam- starf EFTA og EB á sviði skóla- og menningarmála. ítrekaði ráðherra mjög mikilvægi þessa mála- flokks fyrir ísland og ís- lendinga með tilliti til þess að mjög stór hluti íslenskra námsmanna hefði í gegn- um tíðina stundað nám við erlenda háskóla og væri mikilvægt að þeir gætu gert það áfram óhindraðir. Að sögn Jóns gerði hann Andriessen ljóst að islend- ingar litu á þennan mála- flokk sem eitt af forgangsverkefnum í samningum við EB. Að síð- ustu var rædd samræming á reglugerðum sem varða heilbrigði- og hollustu- hætti í matvælavinnslu, einkum og sér í lagi varð- andi fiskafurðir. Að sögn Jóns kom í Ijós að reglur ís- lendinga eru í flestum tilfell- um strangari varðandi meðferð fiskafurða, en þær sem EB hyggst setja. Fundurinn var haldinn fyrir frumkvæði E B , sem hefur alit frá árinu 1985 óskað eftir því að samskiptum íslands við EB yrði komið á fastan grundvöll. Liður í því eru viðræður sem sjávarút- vegsráðherra, Halldór Ás- grímsson, hefur nýlega átt við sjávarútvegsráðherra EB. Jón Baldvin sagðist líta svo á að viðræður um þau málefni væru þar með komin i fastan farveg. Hann gerði síðan að um- ræðuefni viðskiptamál ís- lands við EB, einkum tolla ásaltfiski. Árið 1972gerðu íslendingar fríverslunar- samning við EB um toll- frjálsan aðgang að saltfiskmörkuðum. I þeim viðræðum var íslendingum gefin ástæða til að telja að tollum á saltfisk innan EB yrði aldrei komið á. 1985 voru hinsvegar teknir upp tollar á saltfisk innan EB, fyrir lönd sem stóðu utan bandalagsins. 1972 var saltfiskmarkaður ekki mjög stór innan EB en eftir því sem aðildarlöndum bandalagsins hefur fjölgað hefur hann orðið æ stærri og mikilvægari. Við upp- haf fríverslunarsamnings- ins náði hann til um 70% af fiskútflutningi okkar til aðildarlanda EB, nú nær hann aðeins til á milli 50 og 60%. Benti Jón á að íslend- ingar ættu rétt á miðað við forsendur málsins að út- víkka fríverslunarsamn- inginn í samræmi við stækkun markaðarins. Jón sagði ennfremur að raun- veruleg óskíslendinga væri að hverfa aftur til þess astands sem ríkti fyrir 1985, þegar engir tollar voru á saltfiskinnflutingi landa utan EB. Jón benti ennfremur Andriessen á að ner væri um næstum priðja hluta alls útflutningsverð- mætis íslendinga á fiski að ræða, málið því ákaflega mikilvægt fyrir okkur. Að sögn Jóns komu engin skýr svör fram frá EB, önnur en þau að þetta mál væri sam- hangandi almennri fisk- veiðastefnu bandalagsins, veiðiheimildum og aðgangi að fiskimiðum. Þessi mál verða rædd þegar sjávarút- vegsráðherra EB kemur til íslands í sumar til við- ræðna við Halldór Ás- grímsson. Að sögn Jóns Baldvins kom fram vilji til þess að hálfu EB að hraða fram- gangi þeirra viðræðna sem bandalagið á í við EFTA. EFTA ríkin leggja einkum áherslu á að ná samningum um frjálsan aðgang stúd- enta að háskólum innan EB og samstarfssamning- um um vísindi og rann- sóknir, auk þess sem kallað hefur verið frelsin fjögur, þ.e. á sviði þjónustu, vöru- viðskipta, fjármagnsmark- aðar og vinnumarkaðar. Ljóst er að utanríkisráð- herra verður afar bundinn af vinnu sinni innan EFTA því fyrir sameiginlegan fund utanríkisráðherra EB og EFTA í lok ársins eiga málin að hafa skýrst mjög. Mikil vinna mun liggja að baki þessum viðræðum. Jón Baldvin hittir utanrík- isráðherra EB næst 3. júlí, eða um leið og hann tekur við formennsku í EFTA. Sænskir kratar 100 ára Stokkhólmur var blóm- um og fánum prýddur í gaer í tilefni af 100 ára af- mælis flokks sænskra jafn- aðarmanna. Að sögn Jóns Baldvins Hannibalssonar, formanns Alþýðuflokks- ins, sem er viðstaddur há- tíðahöldin, var afar hátíðlegt um að litast. Hátíðahöld sænskra krata eru þó ekki einungis hopp og hí. Meðan á þeint stendur starfa fleiri tugir umræðuhópa sem ræða hverskyns mál, bæði þau sem tengjast Svíum sjálf- um sem og alþjóðamál. Að auki eru í tengslum við há- tíðina fluttur fjöldinn allur af fyrirlestrum þar sem fyrirlesarar reyna að fást við mörg þau vandamál sem brenna munu á stjórn- málaflokkum í framtíð- inni, sem og mörg þeirra mála sem brunnið hafa á þeim í gegnum tíðina. ÞEIR KOMUST AF . Sovéskur kjarnorkukafbátur fórst við Bjarnarey fyrir skemmstu. Á myndinni sjást þeir sjó- liðar sem komust lífs af úr slysinu. Sjálfir sögðu þeir við blaðamenn aö skipstjórinn hefði fórnað lifi.sínu svo fleiri mættu komast af. Gro Harlem fékk veglega marsipanköku frá norskum krötum á 50 ára afmælinu. Gro fimmtug Gro Harlem Brundtland forsætisráðherra Noregs og formaður norska Verkamannaflokksins varð fimmtug í fyrradag, þ. 20. apríl sl. Gro er geysilega vinsæl í heimalandi sínu og hefur verið oftar en einu sinni nefnd „Móðir Noregs.“ Gro Harlem er læknir að mennt. Hún hefur lítið sinnt læknastörfum und- anfarin ár, en meir helgað sig stjórnmálum. Forsætis- ráðherrann segir þó í við- tali við Arbeiderbladet í Noregi, að hún sinni stund- um læknastörfum innan fjölskyldunnar og meðal vina sinna á Stórþinginu, þótt hún vilji ekki mæla með sér sem besta lækninum. Arbeiderbladet spyr einnig Gro hvernig tilfinn- ing það sé að vera orðin fimmtug. Gro Harlem svarar: „Það er eiginlega engin tilfinning. Á margan hátt kemur dagurinn flatt upp á mig. Það urðu hins vegar þáttaskil í lífi mínu í fyrra þegar faðir minn lést. Þá var eins og veggur félli út og mér fannst ég vera orðin miðaldra. Ég er eig- inlega orðin fimmtug ári of seint.“ Aðspurð um hvað hún muni starfa eftir áratug, svarar Gro, að nóg séu verkefnin heima fyrir, en hún útiloki ekki að vinna utan landsteina Noregs í framtíðinni. „Stjórnmála- menn geta ekki dregið línu við landamæri síns lands, það sanna umhverfismálin meðal annars, „ segir Gro Harlem Brundtland í af- mælisviðtalinu við Arbei- derbladet. Gro Harlem er fjögurra barna móðir (3 drengir og ein stúlka) og á tvö barna- börn og eitt til viðbótar á leiðinni. Jón Baldvin Hannibalsson send- ir afmœliskveðju til Gro Harlem: Þökkum forystu- hlutverkið Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins hefursent Gro Harlem Brundtland forsætisráöherra Nor- egs og formanns norska Verkamannaflokksins eftirfar- andi skeyti: „Kæra Gro Harlem Brundtland, Mér þykir leitt að vegna heimsóknar til Brussel get ég ekki samglaðst þér ogfélögum okkar I Osló, þann 20. apr- II. Frá íslenskum sósíaldemókrötum fœri ég þér kærar kveðjur og hamingjuóskir. Við þökkum þér það forystuhlutverk sem þú hefur gegnt áalþjóðavettvangiog íforystusveit norrrænnasósí- aldemókrata. Innilegar kveðjur, Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.