Alþýðublaðið - 10.05.1989, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 10.05.1989, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 10. mal 1989 STOFNAÐ 1919^ Neðri deild Alþingis HÚSBRÉFIN ÁFRAM EFTIR TAUGASTRÍÐ Afgreidd til þriðju umræðu í gœr. Alexander, Stefán Val- geirsson Kvennalistinn vildu ekki skerða lán til stóreigna- manna í núverandi kerfi. Tillaga Ólafs Þ. Þórðarsonar felld. Á meðfylgjandi mynd sést Ólafur Þ. Þórðarson eftir fall tillögu hans. Við hlið hans er Finn- ur Ingólfsson, en hann var einn sjömenninga Ólafs. A-mynd/E.ÓI. Húsbréfafrumvarp ríkisstjórnarinnar var af- greitt til þriðju umræðu í neðri deild í gær eftir spennandi atkvæða- greiðslu. í henni klofnaði Framsóknarflokkurinn í afstöðu sinni og Kvenna- listinn sluðlaði að því að skerðingarákvæði við nú- verandi húsnæðislánakerfi voru felld út úr frumvarp- inu, en ákvæði þessi áttu að spara Byggingarsjóði um 8% í útlánum. Frávís- unartillaga sjálfstæðis- manna var dregin til baka til þriðju umræðu. „Ég er mjög ásátt við þess niðurstöðu sem varð við atkvæðagreiðsluna í dag. Að vísu voru þarna felld ákvæði, sem út af fyr- ir sig eru óskyld húsbréfa- kerfinu, en þrengdu láns- rétt ákveðinna hópa í nú- gildandi kerfi. Meðal ann- ars þeirra sem eiga full- nægjandi íbúðir fyrir og eru að kaupa í annað sinn. Þetta hefði minnkað fjár- þörfina í núverandi kerfi og skapað betra svigrúm fyrir húsbréfakerfið. En þessar tillögur voru felldar og ekkert við því að segja,“ sagði Jóhanna Sigurðar- dóttir félagsmálaráðherra í samtali við Alþýðublaðið eftir atkvæðagreiðsluna. Jóhanna sagðist bjart- sýn um að húsbréfafrum- varpið næði fram að ganga á þessu þingi. „En það hef- ur sýnt sig að ýmislegt hef- ur komið upp, sem maður hefur ekki búist við. Frum- varpið um vaxtabætur þarf að fylgja þessu frumvarpi og það getur auðvitað ým- islegt gerst á þeirri leið.“ Jóhanna sagði að stjórnar- flokkarnir hefðu gert ákveðið samkomulag og það væri ekkert sem benti til að það breyttist. Atkvæðagreiðslan í gær átti að vera klukkan 14 en varð að fresta vegna þess að stjórnarliða vantaði. Þannig voru stjórnarsinn- arnir Kjartan Jóhannsson og Guðmundur Bjarnason erlendis án þess að vara- menn væru kallaðir inn og Jón Sigurðsson ráðherra tafðist einhvers staðar á leiðinni til Alþingis! í milli- tíðinni ríkti mikil óvissa um afdrif málsins. Loks þegar atkvæði voru greidd gerðist það, að samþykkt var með 19 at- kvæðum gegn 18 að fella út úr frumvarpinu ákvæði um að húsnæðismálastjórn sé heimilt að skerða í núver- andi kerfi lán þeirra sem eiga fullnægjandi íbúðar- húsnæði, skuldlaust eða skuldlítið og stærra en 180 fermetra að frádregnum bílskúr. Kvennalistinn greiddi því atkvæði að fella þessa skerðingu út, einnig Alexander Stefánsson og Stefán Valgeirsson, en Óli Þ. Guðbjartsson gekk í lið með stjórnarflokkunum. Geir H. Haarde og fleiri fengu einnig fellt úr frum- varpinu skerðingarákvæði sem færði þeim forgang sem kaupa eða byggja í fyrsta skipti. Þá kom til nafnakalls vegna breytingatillögu Ól- afs Þ. Þórðarsonar þess efnis að leita skuli heimild- ar Alþingis í lánsfjárlögum fyrir heildarupphæð útgef- inna húsbréfa ár hvert. Ól- afur sagði að um stjórnar- skráratriði væri að ræða, en stjórnarsinnar vísuðu til þess að ríkisstjórnin öll kæmi sér saman um þetta atriði. Tillaga Ólafs hlaut 7 atkvæði frá honum sjálf- um, Alexander Stefáns- syni, Finni Ingólfssyni, Stefáni Valgeirssyni, Óla Þ. Guðbjartssyni, Inga Birni Albertssyni og Kristni Pét- urssyni. Aðrir sjálfstæðis- menn en Kristinn greiddu ekki atkvæði en 19 voru á móti tillögu Ólafs. í öllum tilfellum greiddu Alexander og Stefán Val- geirsson atkvæði á skjön við aðra stjórnarsinna. Það kom ekki á óvart, en hins vegar kom nokkuð á óvart að Kvennalistinn og Alexander Stefánsson skuli hafa fellt að skerða lán til stóreignamanna í núver- andi kerfi og önnur skerð- ingarákvæði, sem einmitt voru tilkomin að ósk AI- þýðusambandsins. Alex- ander Stefánsson hafði áð- ur lýst yfir nauðsyn á sam- stöðu við Alþýðusamband- ió. Guðlaugur Þorvaldsson sáttasemjari: Deila BHMR og ríkisins Með óleysan- legustu „Þetta er með óleysanleg- ustu deilum sem ég hcf feng- ið inn á mitt borð,“ sagði Guðlaugur Þorvaldsson rík- issáttasemjari í samtali við Alþýðublaðið í gær. „Það er ekki einu sinni grundvöllur til umræðna", bætti hann við. Guðlaugur sagði að vissulega hefði verið meiri liarka í BSRB verkfallinu 1984 og í sjómannadeilum. Þar hefðu hinsvegar deilurn- ar verið annars eðlils. Ríkissáttasemjari hafði samband við aðila deilunnar í gærmorgun til að kanna deilum hvort viðhorfsbreyting hefði orðið en svo var ekki. Að- spurður um ástæður þess að slitnaði upp úr viðræðunum á mánudagskvöldi sagði Guðlaugur að það væri ein- falt. Samninganefnd ríkisins aftæki með öllu að ræða meginkröfur BHMR um markaðslaun og samninga- nefnd BHMR aftæki sömu- leiðis með öllu að skrifa und- ir það tilboð sem ríkið hafði lagt fram og vildi kalla samn- ingsgrundvöll. Guðlaugur sagðist ekki hafa í hyggju að boða fund á næstunni. Unnið að lausn bak við tjöldin Þrátt fyrir að slitnað hafi upp úr samningaviðræðum í kjaradcilu BHMR og ríkisins og formlcgir samningafundir liggi niðri, hefur Alþýðu- blaðið heimildir fyrir því að deiluaðilar reyni engu að síð- ur að ná samkomulagi. Yms- ir fulltrúar frá BHMR, utan forystu félagsins hafa hitt ráðamenn í gær og fyrradag á óformlegum fundum. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum er Ólafur Ragn- ar Grímsson ákaflega svekktur yfir framkomu for- ystu BHMR. Hann og samn- inganefnd rikisins stóð í þeirri trú á mánudaginn að fyrir lægi samningur sem að- eins ætti eftir að fínpússa til undirritunar. Forysta BHMR leit hinsvegar aldrei þannig á málið og hélt fast fram kröf- unni um markaðslaun. Samninganefnd ríkisins telur samningsgrundvöllinn hafa verið sameiginlegan en BHMR segir að hann hafi svo til eingöngu verið saminn af ríkinu. Mjög stirð samskipti eru milli forystu BHMR og fjár- málaráðherra um þessar mundir. Af þeim sökum hafa ýmsir fulltrúar frá BHMR hitt ráðamenn á siðustu dög- um og kynnt þeim hugmynd- ir að samkomulagi. Tauga- titringurinn í samningavið- ræðunum undanfarna daga er m.a tilkominn vegna þess að tilboð ríkisins, sem BHMR fékk í 30 tölusettum eintökum og þurfti að skila aftur virtist komið út í bæ þrátt fyrir að það ætti að heita trúnaðarmál. Á móti hefur samninganefnd rikis- ins efasemdir um þau skila- boð sem forysta BHMR færði samninganefnd sinni meðan viðræður stóðu yfir um síðustu helgi. Deilan snýst nú einkum um hvernig megi finna leiðir til að koma inn í samning ákvæði um að á ákveðnum árafjölda verði launabil minnkað milli BHMR- félaga og ákveðinna viðmiðunar- hópa. BHMR félagar vilja fá slík ákvæði tryggð með því að setja þau skriflega í samn- ing en ríkið virðist ekki tilbú- ið til þess. Alþýðublaðið hef- ur heimildir fyrir því að fyrir- mynd þessarar lausnar sé sótt til Danmerkur þar sem í gangi er kerfi sem tryggir op- inberum starfsmönnum ákveðna viðmiðun við al- rnennan markað og hækkan- ir til samræmis við það. Eftir því sem Alþýðublað- ið hefur fregnað er litið á þessa lausn bak við tjöldin. Ríkisstjórnin hefur sett á laggirnar fjögurra manna nefnd til að fylgjast með málinu. Ljóst er því að lausn deilunnar getur aldrei orðið annað en pólitísk hér eftir.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.