Alþýðublaðið - 17.10.1989, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 17.10.1989, Blaðsíða 1
Koma Mitterands undir- strikar vilja Frakka Könnunarviörœöur EFTA og EB: Frakkland sem formennskuland Evrópubandalagsins hef- ur þar meö sett þaö í forgangsröö aö ná árangri í viörœö- unum á meöan þaö fer meö forystu, segir Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráöherra og formaöur ráöherra- nefndar EFTA. Jón Baldvin Hanni- balsson utanríkisráð- herra og formaður ráð- herranefndar EFTA, Frí- verslunarsamtaka Evr- ópu, sagði aðspurður í samtali við Alþýðublaði í gær að koma Francois Mitterands forseta Frakkalands hingað til lands þann 17. nóvemb- er undirstriki það að for- mennskuland Evrópu- bandalagsins, Frakk- land, hafi þar með sett það í forgangsröð að ljúka könnunarviðræð- um við EFTA og ná ár- angri í þeim á meðan Frakkland fer með for- ystu. ,,í annan stað þá má segja að með heimsókn Mitter- and og Dumas (utanríkis- ráðherra Frakklands) sé það undirstrikað að Frakk- land lítur á það sem stór- pólitískt mál að ná þessum næsta áfanga við útvíkkun hins sameiginlega mark- aðssvæðis Evrópu. Enda er það kunnugt af þeirra mál- flutningi að þeir líta á þetta sem fyrsta skrefið í þá átt að Vestur-Evrópuríkin geti lagt saman efnahagslegan og pólitískan styrk sinn til þess að stíga næstu skref í þá átt, að rétta hjálparhönd þeim þjóðum í Mið- og Austur-Evrópu sem nú eru sem óðast að rísa upp úr rústum þess stalíníska kerf- is sem var þröngvað upp á þá í stríðslokin og byggja upp markaðskerfi og pólit- ískt lýðræði. Binda þar með endi á niðurstöður tveggja heimsstyrjalda sem enduðu með tvískiptingu Evrópu. Það er kunnugt að Frakkar eru mjög sögulega þenkjandi um Evrópumálefni, sér í lagi er vitað að forseti Frakklands er öllum öðrum fremur hugsandi á þeim nótum. Hinn pólitíski þáttur þessa máls er rækilega undir- strikaður með því að Frakk- ar taka svo afgerandi for- ystu,“ sagði Jón Baldvin við Alþýðublaðið í gær. A fundi ráðgjafarnefndar EFTA í Genf í gær lýsti Jón Baldvin Hannibalsson þeim árangri sem náðst hefur í könnunarviðræðun- um og skýrði frá niðurstöð- um hvers starfshóps fyrir sig. Að sögn Jóns hefur sá starfshópur sem fjallað hef- ur um fríverslun með vörur einkum stillt upp tveimur valkostum. í fyrsta lagi að stefnt verði að samningum um mikla útvíkkun þeirra samninga sem hvert EFTA- Jón Baldvin: Viðræður hafa gengið betur en bjartsýn- ustu menn þorðu að vona. ríki hefur við EB. Hinn kost- urinn er að stefna að tolla- bandalagi, sem myndi ein- faldlega þýða afnám allra tolla í innbyrðisviðskiptum þessara ianda. Landa- mæraeftirlit yrði væntan- lega lagt niður og eins myndi það líklega þýða skuldbindingu um sam- ræmda viðskiptastefnu gagnvart þriðja aöila. „Trú- lega verður fyrri kosturinn fyrir valinu, en búast má við að með árunum þróist þetta yfir í tollabandalag," sagði Jón Baldvin. Hvað varðar fríverslun með fisk sérstaklega hefur Jón Baldvin lagt áherslu á að fá viðurkennda grund- vallarregluna sem EFTA-ríkin náðu sam- komulagi um í Osló í vor. Varðandi starfshóp tvö, hafa EFTA-ríkin náð sam- komulagi um grundvallar- atriðin, þ.e. að stefna að frjálsu flæði fjármagns og því að afnema hindranir á sameiginlegri fjármagns- þjónustu á svæðinu öllu. Sama niðurstaða er um rétt manna til búsetu og starfa, þar hefur tekist samkomu- lag um meginreglu. Islend- ingar hafa hins vegar kom- ið á framfæri fyrirvörum hvað þetta varðar, en það eru sömu fyrirvarar og giltu þegar íslendingar gerðust aðilar að norræna vinnumarkaðnum. Þeir fyrirvarar fela í sér heimild Islendinga til að takmarka innflutning fólks, ef sýnt er að það kunni að raska jafn- vægi á vinnumarkaðnum. Fjórði hópurinn er um samstarfsverkefni, á sviði æðri menntunar, um að- gang námsmanna aö há- skólum og fleira. Jafnframt var fjallað sérstaklega um félagsleg réttindamál, sér í lagi launþega og starfs- fólks, að því er varðar að- gang að tryggingakerfum og starfsréttindi. Jón Baldvin gerði einnig grein fyrir starfi fimmta hópsins sem fjallaði mn brevtingar á lögum og stofnunum. Því starfi er ekki lokiö, en meg- inhugmyndir snúast um að móta hvernig fyrirhugaður samningur mun líta út svo og tryggja samræmda framkvæmd hans og úr- skurð deilumála. Jón Bald- vin sagðist bjartsýnn um að starfinu Ijúki á þeim tíma sem stefnt hefur verið að og þegar hefði starfið geng- ið mun betur en bjartsýn- ustu menn þorðu að vona. Eiginlegar samningavið- ræður eiga því að geta haf- ist strax á næsta ári. Formennska utanríkisráöherra hjá EFTA: Stíf fundahöld til loka árs Framundan eru mjög stíf fundahöld hjá Jóni Bald- vin Hannibalssyni utan- ríkisráðherra og formanni ráðherranefndar EFTA, Fríverslunarsamtaka Evr- ópu. I gær hófst fundur ráðgjafa- nefndar EFTA í Genf í Sviss pg stendur hann einnig í dag. í þeirri nefnd eiga sæti full- trúar vinnumarkaðarins og gegnir Ólafur Davíðsson hagfræðingur formennsku í nefndinni. A fundi nefndar- innar í gær var Ólafur kjörinn formaður þriðja árið í röð. Jón Baldvin skýrði ráðgjafar- nefndinni í gær frá stöðunni í könnunarviðræðum EFTA og Evrópubandalagsins, eins og greint er frá í annarri frétt. ■ Opinber vinnuheimsókn Vigdísar Finnbogadóttur for- seta til Sviss hefst í dag og í tengslum við þá heimsókn verður tveggja tíma viðræðu- fundur utanríkisráðherra og Delamuraz forseta Sviss, en auk þess að vera forseti þetta árið er Delamuraz efnahags- og atvinnumálaráðherra og heyra því EFTA-málefni undir hann. Svisslendingar og ís- lendingar hafa löngum átt gott samstarf innan EFTA og sagði Jón Baldvin í samtali við Alþýðublaðið að þessi fundur yrði mikilvægur til þess að samræma sjónarmið í EFTA-EB viðræðuferlinum. A miðvikudag er boðað til fundar formanna jafnaðar- mannaflokka Norðurlanda ásamt með forsetum alþýðu- sambanda, SAMAK, í Ósló. Meginmál þess fundar er um- ræða um þátttöku Norður- landa innan EFTA í viðræð- um við EB og hefur Jóni Bald- vin verið falið hafa framsögu á þeim fundi. Frá Osló heldur utanrikis- ráðherra til Dyflinnar á fimmtudag, þar sem hefst tveggja daga ráðstefna sem er boðað til af lagadeild Trin- ity College þar í borg. Efni ráðstefnunnar eru þær breyt- ingar á lögum og stofnunum sem tillögur eru nú uppi um í EB/EFTA viðræðunum. Jón Balvin mun flytja fyrirlestur sem formaður ráðherra- nefndar EFTA um niðurstöð- ur starfshóps 5, sem fjallar um þessi málefni. Þar verða jafnframt lagasérfræðingar beggja bandalaganna, sem fjalla munu um ýmsa þætti málsins. Á laugardag verður síðan haldið til Genfar á ný, til að undirbúa viðræður við Andriessen varaforseta EB, en Jón Baldvin mun gefa honum munnlega skýrslu um niðurstöður og viðhorf EFTA að loknum þessum fyrsta áfanga könnunarviðræðna. Fundurinn verður í Strass- borg á þriðjudag. í millitíð- inni mun að líkindum verða tvennt á dagskrá, sagði Jón Baldvin: í fyrsta lagi hefur efnahagsmálaráðherra Ung- verjalands óskað eftir sér- stökum viðræðufundi um möguleika Ungverja, sem nú eru að taka upp markaðs- kerfi, á nánari tenglsum við EFTA. Sá fundur verður sennilega á sunnudag. Jafn- framt er unnið að því að koma á fundi með Dumas, ut- anríkisráðherra Frakklands, á mánudag til að undirbúa komu hans og Mitterands for- seta hingað til lands þann 7. nóvember. Óformlegur fundur utan- ríkisráðherra EFTA-ríkjanna verður haldinn í Genf þann 27. október. Það er fyrsti fundurinn sem tekur til um- fjöllunar heildarskýrslur stjórnunarnefndar þessara viðræðna, en þá eiga starfs- hóparnir 5 að hafa skilað lokaskýrslum. Þá gefst ráð- herrunum kostur á að taka upp pólitíska umræðu um stöðu hvers EFTA-rikis og þá verður rekið smiðshöggið á samningsstöðu EFTA gagn- vart Evrópubandalaginu. Eftir þann fund mun utan- ríkisráðherra á ný mæta til fundar með Andriessen í Brussel að þessu sinni á grundvelli skriflegra skýrslna til að leggja mat á árangurinn og ræða ágreiningsefni ef einhver eru. Þá verður á þeim fundi skipulögð fram- haldsvinnan það sem eftir er ársins, en þegar er búið að tímasetja nokkra fundi til loka ársins. Að því loknu heldur Jón Baldvin til London til við- ræðna við John Major utan- rikisráðherra Breta. Þann sama dag, 31. október, fer ut- anríkisráðherra í opinbera heimsókn til Ungverjalands, sem stendur í þrjá daga. Þess- ari fundalotu utanríkisráð- herra og formanns ráðherra- nefndar EFTA lýkur þvi ekki fyrr en með heimkomu 4. nóvember til undirbúnings fundar með Mitterand forseta Frakklands og franska utan- rikisráðherranum. Frumvarp um fiskveiöistjórn: Hörð and- staða smá- bátaeigenda Landssamband smá- bátaeigenda lýsti sig and- snúið mörgum þeim hug- myndum sem koma fram í drögum að frumvarpi um fiskveiðastjórnun sem lagt var fram fyrir síðustu helgi. Á þingi landssam- bandsins kom fram hörð gagnrýni á þá þætti sem tengjast smábátunum, sér- staklega á það atriði að út- hluta skuli mönnum föst- um aflaheimildum án þess að tekið sé tillit til afla- reynslu þeirra. Landssamband smábáta- eigenda lýsti líka yfir efa- semdum sinum varðandi hugmyndir um að 15 mánuð- ir skuli líða þar til setja ætti hámark á fjölda smábáta í landinu. Telur sambandið að þetta muni aðeins verða til þess að mikill kippur komist í smíði og sölu þessara báta.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.