Alþýðublaðið - 31.10.1989, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 31.10.1989, Blaðsíða 1
Hátekjuþrepvið 300.000 kr. Alþýdubandalag og Framsóknarflokkur um tekjuskattinn: Alþýduflokkurinn á móti: Aðför að einföldun skattakerfisins og gefur lítið í aðra hönd Samkvæmt heimildum Alþýðublaðsins hefur að undanfðrnu verið rætt innan ríkisstjórnarinn- ar að setja á sérstakt há- tekjuþrep í tekjuskatti og miða það við 300.000 króna mánaðatekjur. Það eru einkum Alþýðu- bandalagið og Fram- sóknarflokkurinn sem eru áfram um að þetta verði gert, en Alþýðu- flokkurinn er hugmynd- inni andsnúinn. Andstæðingar þessarar hugmyndar innan stjórnar- flokkanna benda á, að með þessu vinnist afskaplega lít- ið, þar sem ekki sé umtals- verðar fjárhæðir að sækja fyrir ríkissjóð með þessum hætti, auk þess sem sumir þeirra vilja kalla þetta að- för að staðgreiðslukerfinu, kerfi sem komið var á til einföldunar á skattheimtu og jöfnunar. Með þessu sé einvörðungu verið að flækja kerfið. í fjárlagafrumvarpinu kemur fram að markmið ríkisstjórnarinnar sé að endurskoða tekjuskatts- kerfið í því skyni að það stuðli að meiri jöfnuði en það hefur gert, létti skatt- byrði af lágtekjufólki en auki hana á móti á hátekju- fólk. Aðgerðir sem nefndar eru í fjárlagafrumvarpinu í þessum tilgangi eru m.a. þær að tekjutryggja í ríkari mæli barnabætur, að taka upp tekjutengda húsaleigu- styrki og ennfremur að hækka skatta á fólki með háar tekjur með því að hækka tekjuskattshlutfall og persónuafslátt. Að öllu þessu saman- lögðu þykir andstæðingum þeirrar hugmyndar að taka upp tvö þrep í tekjuskatti sem ekkert muni vinnast. Tekjur ríkisins af slíkri breytingu muni verða óverulegar umfram það sem nú er og, sem fyrr seg- ir, muni þetta flækja kerfi sem komið var á til einföld- unar. „Og það má borga mikið fyrir einföldun," seg- ir einn heimildarmanna Al- þýðublaðsins. Kvennalistinn breytir um stefnu: Konurnar vilja í bankaráðin Kvennalistinn hefur ákveðið að tilnefna full- trúa í kjöri á Alþingi til bankaráða ríkisbank- anna. Þetta var ákveðið á sjöunda landsfundi Kvennalistans í Olfusi um helgina og felur í sér tals- verða stefnubreytingu. Stjórnarandstaðan getur vænst að fá 6 bankaráðs- menn í Seðlabankann, Landsbankann og Búnaðar- bankann, leggi hún fram sameinaðan lista. Það liggur því fyrir Kvennalistanum að semja um kjörið við Sjálf- stæðisflokkinn og frjálslynda hægrimenn. Væntanlega leit- ast Kvennalistakonur við að fá tvo fulltrúa kjörna. Sjá nánar fréttaskýringu á bls. 3. Freyju bjargað Fiskiðjunni Freyju á Suðureyri verður trúlega bjargað frá gjaldþroti. Fyr- irtækið fær á næstunni 96,5 milljónir króna frá HlutaQárssjóði, að því til- skildu að aðrir leggi fram 55 milljónir fyrir 6. nóv- ember. Erfiðleikar Freyju hafa tals- vert verið til umfjöllunar í fjölmiðlum að undanförnu, en fyrirtækið var innsiglað fyrir helgi vegna vangold- inna staðgreiðsluskatta. Hlutafjársjóður og helstu lán- ardrottnar hafa að undan- förnu haft til athugunar nýjar hugmyndir um aðgerðir til lausnar á f járhagsvanda fyrir- tækisins. Nú liggja fyrir und- irtektir helstu lánadrottna og telur stjórn sjóðsins að þær séu nægilega jákvæðar til að hægt sé að bjarga hlutafélag- inu. Alþýðublaðið 70 ára Alþýöublaðið varð 70 ára síðastliðinn sunnudag. Af því tilefni var efnt til kvöldverðarboðs á vegum blaösins þar sem saman komu nú- og fyrrverandi starfsmenn og margir velunnarar blaðsins. Á myndinni má sjá þrjá af fyrrverandi ritstjórum blaðsins, þá Kristján Bersa Ólafsson, Gylfa Gröndal og Gísla J. Ástþórsson auk núverandi ritstjóra, Ingólfs Margeirssonar. EB heldur fast viö kröfu um fiskveiöiheimildir: Leysist í form- legum samningum segir Jón Baldvin Hannibalsson Jón Baldvin Hannibals- son segir það rangt sem komið hefur f ram í fréttum hérlendis og byggt var á norskum heimildum, að ágreiningur hafi komið upp milli EFTA og EB varð- andi nýtingu fiskistofna í landhelgi EFTA ríkja. Hann segir að ekkert nýtt hafi gerst í því máli, emb- ættismennirnir sem tali enn af hálfu EB hafi ein- faldlega ekki umboð til annars en að halda fast við fiskveiðastefnu EB sem ennþá gengur út á að ríkin innan bandalagsins sam- þykki ekki fríverslun með fisk eins og EFTA-ríkin gera, án þess að fá í stað- inn veiðiheimildir í lög- sögu EFTA-ríkjanna. Jón Baldvin sagði það eina nýja í þessu máli að öll EFTA ríkin hefðu sameiginlega af- stöðu í þessu máli, þ.e. að ekki komi til greina að semja um veiðiheimildir í lögsögu þeirra gegn fríverslun með fisk. Hann segir að þetta sé mál sem ekki fáist lausn á fyrr en í formlegum samningavið- ræðum en menn hafi gert sér grein fyrir þvi alveg frá upp- hafi. Jón Baldvin benti einnig á að í þessum málaflokki hefðu íslendingar sótt fram á tveim- ur vígstöðvum samtímis, auk þess að vera í samfloti með EFTA hefðu íslenskir ráða- menn átt tvíhliða viðræður við þau aðildarríki EB sem málið varðar mestu, einkum Vestur-Þjóðverja. Jón segir að þegar hafi náðst verulegur árangur í þessum viðræðum. Dýrt nám: Kostar 15-20 þúsund krónur að læra vélritun í grunnskóla Grunnskólanemendur þurfa að punga út með 15—20 þúsund krónur fyr- ir ritvél ef þeir vilja ekki skera sig úr fjöldanum í vélritunartímum. Fæstir skólar munu eiga raf- magnsritvélar og nemend- um í vélritun er gert að skyldu að vinna vélritun- arverkefni heima, en mega ekki nota tölvu til þess. Vélritun er valfag í grunnskólum og ef reikn- að er með að helmingur nemenda læri hana má áætla að heildarkostnaður fjölskyldna í landinu nemi árlega 30 til 40 milljónum króna. Að sögn Þráins Guðmunds- sonar skólastjóra í Lauga- lækjarskóla í Reykjavík, eru rafmagnsritvélar til vélritun- arkennslu yfirleitt ekki til í skólunum, enda hefur í flest- um tilvikum þótt betur henta að verja fé skólanna til tölvu- kaupa. Þótt ritvélar af eldri gerðum séu til í sumum skól- um, þurfa nemendur eftir sem áður að eiga ritvélar til heimaæfinga. Vélritunar- kennarar leyfa ekki að nem- endur noti tölyur til að æfa sig heima. Ástæðan fyrir þessu er fólgin í fjölföldunar- möguleikum tölvunnar Vélritunarkennarar munu yfirleitt ekki gera kröfu til að nemendur noti rafmagnsrit- vélar, en reyndin er engu að síður sú að flestir kaupa sér slíkar vélar. Ó.dýrasta raf- magnsritvélin á markaðnum mun vera svokölluð tölvurit- vél af gerðinni Silver-Reed og að sögn Ingibjargar Sigurðar- dóttur, vélritunarkennara við Gagnfræðaskólann á Selfossi, kaupir nokkur hluti nemenda þessar vélar en hún telur þó að meirihlutinn noti dýrari gerðir ritvéla. Samkvæmt heimildum blaðsins mun láta nærri að helmingur grunnskólanema í hverjum árgangi velji að afla sér kunnáttu í vélritun. Ef gert er ráð fyrir að hver þess- ara nemenda kaupi ritvél sem kostar á bilinu 15—20 þúsund, má áætla að heildar- kostnaðurinn sé einhvers staðar á bilinu 30—40 millj- ónir á ári, en ríflega fjögur þúsund nemendur eru nú í hverjum árgangi á grunn- skólastigi. Sú forna hugsjón að uppfræðsla barna og ung- linga skuli vera þeim að kostnaðarlausu, virðist því heyra sögunni til.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.