Alþýðublaðið - 07.11.1989, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 07.11.1989, Blaðsíða 1
Stöd 2: Umræðu- þáttur um EB og EFTA í kvöld verður sýndur á Stöð 2 fróðlegur þáttur um viðræður Fríverslunar- bandalagsins og Evrópu- bandaiagsins og _ hefst þátturinn kl. 22.10. í þætt- inum er sérstaklega rætt við þá Jón Baldvin Hanni- balsson utanríkisráð- herra og formann ráð- herraráðs EFTA, Stein- grím Hermannsson for- sætisráðherra og Matthías Á. Mathiesen fyrrverandi utanríkisráðherra frá Sjálfstæðisflokki. Umræðuþáttur þessi er undanfari þáttaraðar Stöðvar 2 um málefni Evrópu, en 23.-27. nóvember verða 10 mínútna þættir á hverju kvöldi um þessi mál. Meðal annarra sem tjá hugi sína í þættinum í kvöld eru Halldór Ásgrímsson sjávarút- vegsráðherra, Jón Sigurðs- son iðnaðar og viðskiptaráð- herra, þingmennirnir Eiður Guðnason og Páll Pétursson, Einar Benediktsson sendi- herra, Ólafur Davíðsson hjá iðnrekendum, Björn Arnórs- son hjá BSRB og Georg Reich frá EFTA. Þorsteinn Pálsson í ísrael Þorsteinn Pálsson for- maður Sjálfstæðisflokks- ins er nú staddur í ísrael í boði ríkisstjórnar lands- ins. Meðan á dvöl Þor- steins í ísrael stendur mun hann m.a. leggja blóm- sveig að minnismerki í Jerúsalem um gyðinga sem létust í útrýmingar- búðum nazista í síðari heimsstyrjöldinni. Þorsteinn Pálsson mun eiga viðræður við Yitzhak Shamir, forsætisráðherra ísraels og Simon Peres aðstoðarforsæt- isráðherra. Hann ræðir við þá þróun alþjóðamála, ástandið í Mið-Austurlöndum og samskipti íslands og ísra- el. Einnig mun Þorsteinn hitta að máli forseta ísraelska þingsins og aðstoðarutanrík- isráðherra landsins. Með Þor- steini er í för Kjartan Gunn- arsson framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins. Þeir fé- lagar verða í ísrael fram á laugardag. Harka í samkeppni á fóöurmarkadi: Eggjakvóti gegn fóðurkaupum fyrir 100 milljónir ó óri Fódurblandan hf. náöi tilsín tveimur stórum fóöurkaupendum frá Sambandinu, gegn því aö leggja þeim til eggjakvóta. Eggjakvóti Holtabús- ins var afhentur gegn fóðurviðskiptum sem meta má upp á u.þ.b. 100 milljónir króna á ári. Eggjabúið á Vallá og Nes- búið hafa frá því fyrr á árinu framleitt upp í eggjakvóta Holtabúsins. Nokkru fyrr fóru þessir aðilar að kaupa fóður af Fóðurblöndunni hf. en höfðu áður verið í við- skiptum við Sambandið. Alþýðublaðið greindi frá því fyrir skömmu að eggja- kvóti Holtabúsins hefði verið leigður eftir að búið hætti eggjaframleiðslu fyrr á árinu. Þeir aðilar sem að málinu standa voru þá ófá- anlegir til að gefa upp hvaða verð væri greitt fyrir þennan kvóta, en út frá kvótaverðlagi í hefðbundn- um greinum landbúnaðar má áætla að „eðlilegt" gjald gæti verið einhvers staðar á bilinu 6—10 millj- ónir króna árlega. Gunnar Jóhannsson, stjórnarformaður Fóður- blöndunnar hf. og einn af eigendum Holtabúsins upplýsti í samtali við Al- þýðublaðið í gær að engar greiðslur kæmu fyrir eggja- kvótann og sagði að enginn formlegur samningur hefði verið gerður um fóðurvið- skiptin. Hann neitaði því hins vegar ekki að sam- hengi væri milli fram- leiðsluréttarins og fóður- viðskiptanna. ,,Þegar við hættum eggjaframleiðslu, þá fengum við Eggjabúið á Vallá og Nesbúið til að framleiða fyrir okkur. Við hefðum auðvitað ekki ver- ið að fá til þess menn sem ekki skipta við okkur." Fóðurblandan hf. er að stærstum hiuta í eigu sömu aðila og Holtabúiö og þessi fóðurviðskipti eru hrein viðbót fyrir Fóðurblönd- una hf. og væntanlega tals- verð búbót fyrir fyrirtækið í þeirri hörðu samkeppni sem á þessum markaði rík- ir, því bæði Nesbúið og Eggjabúið á Vallá voru áð- ur í fóðurviðskiptum við Fóðurblöndunarstöð Sam- bandsins, sem þarna missir góða spónfylli úr aski sín- um. Fóðurnotkun eggjabú- anna tveggja mun samtals vera nálægt 2.500 tonnum á ári og ef reiknað er með að tonnið kosti upp undir 40 þúsund krónur, má meta fóðurkaupin upp á nálægt 100 milljónir á ári. Hversu mikið þessi viðskipti færa eigendum Fóðurblöndunn- ar í hreinan arð, fer svo auðvitað eftir arðsemi fyr- irtækisins. Ef reiknað er með 5% arði, væri kvóta- leigan þannig um 5 milljón- ir á ári. En til viðbótar hreinum hagnaði, kemur svo auðvitað það hagræði sem Fóðurblöndunni hf. er að því að tryggja sér fóður- viðskipti við svo stóra kaupendur. Þing Farmanna- og fiskimannasambandsins: Öbreytt laun í kronumfrá 1987 — í mörgum tilfellum, segir Gudjón A. Kristjánsson forseti sambandsins. „Ég hygg að aðalkraftur- inn á þinginu fari í að ræða hvernig standa megi að því að bæta kjörin. Nú þriðja árið í röð er boðaður afla- samdráttur og einnig tak- markanir á útflutningi á ferskum fiski. Dæmi verða dregin fram sem sýna að menn eru í mörgum tilfell- um með sömu krónutölu í hlut og árið 1987“ sagði Guðjón A. Kristjánsson forseti Farmanna- og fiski- mannasambands Islands (FFÍ) í samtali'við Alþýðu- blaðið í gær. í dag verður sett 34. þing FFÍ í samkomusalnum að Borgartúni 18. Auk kjara- mála er búist við miklum um- ræðum um kvótastefnuna, fé- lagsmál og öryggismál sjó- manna, en þinginu lýkur á föstudag. Seturétt á þinginu eiga um 75 manns, en virkir félagar FFÍ eru um 3.400 tals- ins. Guðjón átti frekar von á því aö um rólyndis- og sáttaþing yrði að ræða, en með harðri umræðu um hagsmunamál inn á milli. ,,Eg á von á fjörug- um umræðum um fiskveiði- stefnuna til dæmis. Sjómenn almennt vilja sjá að óveiddir fiskar í sjó séu ekki taldir sem peningar útgerðarmanna og að erlendir aðilar fái ekki eignarhlut í þeirri auðlind. Nú blasir við ákveðinn vendi- punktur, þar sem við höfum 2—3 ár til að rjúfa þessi tengsl" sagði Guðjón. Mitterrand kemur í dag Francois Mitterrand Frakklandsforseti kemur tii landsins í dag í svokall- aða vinnuheimsókn. Áætl- aður komutími forsetans er 12.30 en síðan mun hann eiga fund með ís- lenskum ráðamönnum í Ráðherrabústaðnum. Að loknum blaðamannafundi sem Mitterrand efnir til síðdegis heldur hann af landi brott. Mitterrand mun eiga við- ræður við þá Steingrím Her- mannsson, forsætisráðherra og Jón Baldvin Hannibals- son, utanríkisráðherra, og gera verður ráð fyrir að mál- efni EFTA og Evrópubanda- lagsins verði rædd á fundin- um auk samskipta landanna. Frakkland fer með forystu í EB sem stendur og Island með formennsku í EFTA eins og kunnugt er.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.