Alþýðublaðið - 14.11.1989, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 14.11.1989, Blaðsíða 4
4 Þriðjudagur 14. nóv. 1989 Vinningstölur laugardaginn 11. nóv. ’89 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5af5 2 1.267.909 2. 7 62.841 3. 4af5 192 3.952 4. 3af 5 5.565 318 Heildarvinningsupphæð þessa viku: 5.504.159 kr. UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULÍNA 991002 Slys gera ekki boð á undan sér! æssr yUMFERÐAR RÁÐ Minning Ágústa Jónsdottir F. 11.5. 1906 „Hafðu engar áhyggjur Guðný mín, ég tek bara aðfangadaginn og þú tekur jóladaginn. Aramót- unum björgum við líká'. Mamma vann úti og kom heim á hádegi á aðfangadag og átti þá allt eftir að gera eins og gengur. Þannig að hún kveið svolítið fyrir hátíðun- um, enda orðin ekkja með okkur systkinin. Þessi lausnarorð komu frá verðandi tengdamóður eldri systur minnar, — Ágústu, og þarf ekki að orðlengja það, að svona fóru hátíðarhöidin fram næstu áratugi. Ágústa er einn heilsteyptasti og traustasti persónuleiki, sem ég hef kynnst á ævinni. Aldrei datt af henni eða draup, en þegar hún kvað uppúr með eitthvað, sáu allir á augabragði að einmitt svona átti málið að vera. Góðmennskan, höfðingsskapurinn og hlýjan, sem Ijómaði af þessari konu var ein- stök. Hún hafði sérstakt lag á börnum og ól upp barnabörn sín öll meira eða minna og barna- barnabörnin áttu visst skjól hjá henni líka. Ágústa var gift Skarphéðni Helgasyni togaraskipstjóra, sem reyndist mér og systur minni eins og besti faðir. 011 áramót upp frá þessu, þegar Héðinn var í landi, sátum við að spili, og rifumst svo glæsilega um pólitík, að öllum hurðum var lokað á okkur. Þegar ég varð svo háseti hjá Héðni, varð nú minni tími hjá yfirvaldinu í spil, en þegar talið barst að nótt hinna löngu hnífa, stóðst hann ekki mát- ið. Hvað var líka eitt Sovéttrúboð, uppá það að ná kapteininum í iRússa. - D. 1.11. 1989 Ágústa og Héðinn áttu yndislegt heimili að Suðurgötu 83 í Hafnar- firði. Þetta varð nú annað heimili mitt. Eitt sinn smiðaði ég mér kajak og réri útá Hafnarfjarðar- höfn. Farkosturinn sökk, en ég náði landi. Þá var ekki „Hótel Sheraton" komið á nýju bryggjuna í Firðinum, en veitingar Agústu gáfu því ekkert eftir. Ef mig vant- aði vinnu í skólafríum, þá var bara hringt í Fjörðinn. Togari var við bryggju og nóg að gera og síðan veisla fyrir ungan verkamann hjá Ágústu. Þegar systir mín og mág- ur byggðu í „Allsleysunni" uppá Mosabarði árið 1956 færðist vett- vangurinn ofar í Fjörðinn, hjóna- kornin ungu unnu úti, en Ágústa passaði heimilið og börnin. Ágústa er ein sautján systkina, börn þeirra mætu hjóna Jóns Guð- mundssonar og Ingibjargar Jóns- dóttur á Gamla Hrauni í Árnes- þingi. Hún var skýrð Ágústína en jafnan kölluð Ágústa. Hún fæddist að Framnesi, en fór fimm ára göm- ul til Þórðar bróður síns að Bergi í Vestmannaeyjum og þaðan til Gíslínu móðursystur sinnar og Árna manns hennar í Ásgarði í Vestmannaeyjum og ólst þar upp. Árið 1927 giftist hún Einari Guð- bjartssyni loftskeytamanni í Reykjavík, en hann fórst með e/s Brúarfossi þá um sumarið. Síðan bjó hún með Karli Rósenkjær verslunarmanni í Vestmannaeyj- um og er Árni sonur þeirra. Karl dó árið 1939 og skömmu seinna kynntist hún Skarphéðni, en þau eignuðust sitt heim ili í Hafnarfirði. Að Ágústu standa ýmsir glæsi- legustu ættbogar landsins og er skemmst að minnast Bergsættar- innar, sem Guðni prófessor bróðir hennar skrifaði um. Ég naut þess í æsku að fá að kynnast sumu þessu fólki og sonur fátækrar ekkju bað- aði sig óspart í birtunni og gleð- inni, sem fylgdi þessari fjölskyldu. Einn bróðir Ágústu var Lúðvík bakari á Selfo' si, en dóttir hans er Ásta gift Geir Gunnarssyni alþm. Þau byggðu lika í „Allsleysunni" á Börðunum og með fleiri vinum og kunningjum af Holtsgötunni og víðar í Firðinum má segja, að þetta hafi verið ein stór fjölskylda, sem deildi öllum hátíðum og uppákomum saman. Áð leiðarlokum þakka ég öðlingi barngæskuna, styrkinn og gleðina. Ég votta Skarphéðni, Árna og öllum ættingjum og vin- um mína dýpstu samúð. Kærleik- ans Guð hefur lagt barn sitt sér að hjarta. Guðlaugur Tryggvi Karlsson ÞÚ SKIPULEGGUR reksturinn á þínu heimili Þegar kemur að afborgunum lána er það í þínum höndum að borga á réttum tíma. tWp*4* var gjalddagí húsnæðislána. Þar með sparar þú óþarfa útgjöld vegna dráttarvaxta, svo ekki sé minnst á ínnheimtukostnað. 16. nóv. leggjast dráttarvextir á lán með lánskjaravísitölu. 1. des. leggjast dráttarvextir á lán með bYggíngarvísitölu. Greiðsluseðlar fyrir 1. nóv. hafa verið sendír gjaldendum og greiðslur má inna af hendi t öllum bönkum og sparisjóðum landsins. Sparaðu þér óþarfa útgjöld af dráttarvöxtum. HÚSNÆÐiSSTOFNUN RÍKISINS LJ SUÐURLANDSBRAUT 24 108 REYKJAVÍK ■ SÍMl 696900 SMAFRETTIR SPRONí Kringlunni Þriðjudaginn 14. nóvember nk. opnar Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis afgreiðslu í Kringl- unni 5, í nýja miðbænum. Afgreiðslan, sem er í nýjum aðlaðandi húsakynnum í Kringl- unni 5, verður opin mánudaga til föstudaga frá kl. 12.30—16.00. Þar starfa tveir starfsmenn, sem munu veita viðskiptavinum góða og persónulega þjónustu. Þriðjudaginn 14. nóvember nk. verður opið hús í Kringlunni 5. Fólki er boðið að koma og skoða húsakynnin og kynnast þeirri þjónustu sem þar fer fram. BHM vill bækur án virðisauka- skatts Á fundi í framkvæmdastjórn Bandalags háskólamanna 31. október sl. var eftirfarandi álykt- un samþykkt: Framkvæmdastjórn Bandalags háskólamanna skorar á stjórn- völd að undanskilja bækur virð- isaukaskatti við gildistöku hans um næstu áramót. íslensk bókmenning skipar stærstan sess í menningararfi þjóðarinnar. Nú á fjölmiðlaöld er nauðsynlegt að íslensk bók- menning dafni, en til þess þarf verð bóka að lækka. í íslenskri menningarumræðu er fullt samkomulag um að bæk- ur séu megin forsenda almennr- ar og sérhæfðrar menntunar þjóðarinnar. Þess vegna er nauð- synlegt að verðlagi bóka sé hald- ið eins lágu og unnt er og hlýtur niðurfelling skatta að vera raun- hæfasta viðurkenning stjórn- valda á því.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.