Alþýðublaðið - 27.02.1985, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 27.02.1985, Blaðsíða 4
alþýðu- ■ HET.rry Miðvikudagur 26. febrúar 1985 Útgefandi: Blað h.f. Stjórnmálaritstjóri og ábm.: Guðmundur Árni Stefánsson. Ritstjórn: Friðrik Þór Guðmundsson og Sigurður Á. Friðþjófsson. Skrifstofa: Helgi Gunnlaugsson og Halldóra Jónsdóttir. Auglýsingar: Eva Guðmundsdóttir. Ritstjórn og auglýsingar eru að Ármúla 38, Rvík, 3. hæð. Sími:81866. Setning og umbrot: Alprent h.f., Ármúla 38. Prentun: Blaðaprent, Síðumúla 12. Áskriftarsíminn er 81866 Sýning Margaret Bourke-White Mannleg sjónarmið Á Kjarvalsstöðum er landsmönnum boðið upp á að ferðast um sögu tuttugustu aldarinnar á áhrifameiri hátt en áður hefur þekkst hér. Hér er átt við farandsýn- ingu á ijósmyndum bandaríska Ijósmyndarans Margaret Bourke-White. Til Reykjavíkur kemur sýningin frá Bukarest, en áður hefur hún hangið uppi í Stokkhólmi, Bonn, Stuttgart, Berlín, Valetta og Moskvu. Það eru Ljósmynda- safnið, Menningarstofnun Bandaríkjanna og Kjarvalsstaðir, sem standa að sýningunni. Sýningin opnaði föstudaginn 22. febrúar og mun standa til 10. mars. Nefnist sýningin Mannlegt sjónarmið. innar og ljósmyndaði þær þjóðfé- Iagslegu breytingar, sem áttu sér stað þar. Þessi heimsókn hennar varð til þess að áhugi hennar á þjóðfélags- legu misrétti vaknaði. Hún tók sig til og ferðaðist með rithöfundinum Ernskine Caldwell um Bandaríkin um suðurríki Bandaríkjanna. Út- koman úr þeirri reisu var bókin „Þið hafið séð andlit þeirra“. Árið 1938 var hún ráðin að tíma- ritinu Life. Fyrsta verkefni hennar á þeirra vegum var að fara til Tjekkó- slóvakíu og taka myndir af hvernig innrás nasista í landið hafði áhrif á daglegt líf fólksins þar. Um svipað leyti skrifaði hún eftirfarandi orð: „Heimsástandið er svo alvarlegt í dag að mjög mikilvægt er að eitt- hvað sé aðhafst til að bæta það. Ljósmyndarar geta gert sitt, því sannleikurinn á það til að læðast inn í myndirnar." Dourke-White tók virkan þátt í styrjöldinni með ljósmyndavélina og pennann sem vopn. Hún var eini Bandaríski ljósmyndarinn sem var staddur í Sovétríkunum þegar Þjóðverjar réðust á landið. Hún tók myndir bæði í Moskvu og I eldlín- unni. Þegar Bandaríkjamenn gerð- ust þátttakendur í seinni heims- styrjöldinni, tók hún þátt í sprengjuárásum þeirra í N-Afríku. Einnig tók hún þátt í innrás banda- manna í Ítalíu. Hún fylgdi líka framrás banda- manna í Þýskalandi og kom með Patton til útrýmingabúðanna í Buchenwald. Frá þessum árum eru margar bækur eftir hana. Eftir heimsstyrjöldina fór hún til Indlands og þeir sem sáu kvik- myndina um Gandhi muna eflaust eftir Ijósmyndaranum, sem fylgdi Gandhi einsog skuggi síðustu æviár Þar sem sagan gerist Margaret Brouke-White vakti strax á þriðja áratugnum . athygli með myndum sinum. Það voru einkum myndir úr iðnaði, sem hún sendi frá sér þá. í þeim myndum var hún undir miklum áhrifum frá abstrakt málurum og kúbistunum. Þessar myndir hennar vöktu áhuga rit- stjóra Fortuna tímaritsins, sem réð hana sem Ijósmyndara. Árið 1930 ferðast hún til Sovétríkjanna, að- eins 26 ára að aldri. Var hún fyrsti erlendi ljósmyndarinn, sem fékk að taka myndir af iðnaðaruppbygging- unni í Sovétríkjunum, undir stjórn Stalíns. Hún heimsótti Sovétríkin þrjú ár í röð, sem gestur stjórnar- Frjálsborinn Tékki (mynd nr. 35.)’ Andlit frá Georgíu (mynd nr. 16) hans. Tók hún meðal annars síð- ustu myndina sem tekin var af Gandhi. Frá Indlandi heldur hún síðan til Suður-Afriku og festir á filmu kyn- þáttamisréttið þar. Árið 1952 fer hún svo á bakvið víglinuna í Kóreu og tekur ljósmyndir af þvi hvernig stríðið hefur áhrif á venjulega íbúa landsins. Uppúr 1954 er parkisons- veikin farin að hrjá hana. Hún lést árið 1971. Xíargaret Bourke-White við vinnu sína á toppi Chryslerbyggingarinnar 1930 Ljós og skuggar örlagatíma Einsog sjá má á þessu stutta ævi- ágripi, kom Margaret Bourke- White víða við á ferli sínum. Broti af þeim augnabliksmyndum, sem fyrir hana bar er okkur nú boðið uppá á Kjarvalsstöðum. Þar hanga nú 109 af rúmlega 20.000 myndum, sem hún tók á ferli sínum. Sýningunni er skipulega raðað niður í tímaröð. Fyrst blasa við okkur myndir frá Sovétríkjunum, flestar teknar kringum 1930. Þá koma myndir frá Suðurríkj- um Bandaríkjanna, sem hún tók á ferðum sínum með Caldwell. Séu þessar myndir bornar saman kemur í ljós að margt er svipað með þess- um tveim löndum þegar fátæktin er annars vegar og á báðum stöðum Framh. á bls. 3 MOLAR Hungurmörk Nýlega var haldinn í Grindavík fundur með sjávarútvegsráðherra og mættu á hann um 130 manns. Margir tóku til máls, þeirra á meðal Jón Karlsson útgerðar- maður. í Fiskifréttum er sagt frá máli hans á svo felldan hátt: Jón Karlsson útgerðarmaður og fiskverkandi í Innri Njarðvík sagði það gott og blessað að geyma fiskinn í sjónum, en þegar aflaskerðingin væri svona mikil, þyrfti líka að sjá til þess að sjó- menn og útgerðarmenn fengju meira fyrir hvert tonn. „Við erum komin á hungur- mörkin í sjávarútvegi, það þarf að fara að færa mönnum matargjafir eins og í Eþíópíuþ sagði Jón, „menn þurfa að borga með sér i þessari grein eða flýja ella.“ Hann átaldi stjórnvöld fyrir þau mark- mið að halda gengishækkunum innan við 4—5% á árinu, sem þrengdi mjög rekstrarskilyrðin. Hví auglýsa? Nýlega var ráðinn sveitarstjóri Borgarneshrepps. Fyrir valinu varð Gísli Karlsson, yfirkennari á Hvanneyri. Margir sóttu um en fæstir úr hreppnum. Minnihlut- inn var eitthvað óhress með gang mála varðandi ráðninguna og lét bóka: „Sú ráðning sem hér á sér stað hefur borið að með óvenjulegum hætti. Oddviti hefur lýst því yfir, áður en umsóknarfrestur var liðinn, að Framsóknarflokkurinn ætti þetta starf. Framsóknarmenn ráða því 4 eða 5 atkvæðum í þessu máli. Umsóknir um starfið hafa því verið vonlausar nema um stuðn- ing þeirra væri að ræða. í ljósi þessa munum við sitja hjá við af- greiðslu málsins. Það skal þó tekið fram, að við berum fyllsta traust til Gísla Karlssonar og vonumst til að eiga við hann gott samstarfý Oddvitinn sagði þessar fullyrð- ingar furðulegar og bókaði það álit sitt og krafðist þess að minni- hlutinn fyndi orðum sínum stað, sem reyndar var ekki gert. Þríkelfd Eftirfarandi frásögn mátti lesa í Norðurslóð — Svarfdæls byggð og bær: Það gerðist á Urðum í Svarfað- ardal á sjálfa þorrablótsnóttina 2. febrúar, kyndilmessu, að ein kýr- in í fjósinu lét fóstri nærri tveimur mánuðum fyrir tal.Þetta myndi ekki þykja í frásögur færandi nema af því að það var ekki kálf- ur, sem fæddist. Hvað þá, fæddist kannske folald. Nei ekki folald og ekki kálfur, heldur kálfar. Nú svo- leiðis, kýrin var sem sé tvíkelfd. Nei ónei svo hversdagslegt var það nú ekki. Kýrin lét þremur kálfum. Hún var þríkelfd og það köllum við sögu til næsta bæjar. Að sögn Hallgríms Einarssonar á Urðum voru kálfarnir þrír byrj- aðir vel að hárgast og að stærð á við litla hunda, svona eins og tíkin í Laugasteini, sagði hann, og þá vitum við það. • ‘ Trúarbrögð landsmanna Á íslandi er ríkistrú, það er ríkis- valdið hefur lagt blessun sína á þjóðkirkju mótmælendaafbrigð- is hinnar kristnu trúar. Og þorri landsmanna er skráður í þjóð- kirkjuna, alls 1984 munu þeir hafa verið 223.663 af 240.122 landsmönnum eða 93,1%. Næst vinsælustu trúarbrögðin hér á landi síðustu ár voru þau sem Fríkirkjusafnaðarmenn skrifa undir, 5828 einstaklingar. Þriðji stærsti hópurinn er hins vegar sá sem er utan trúfélaga, alls 3016 einstaklingar, þar af 1751 karlar en 1265 konur. Síðan kem- ur Fríkirkjan í Hafnarfirði með 1869 félaga og kaþólska kirkjan hefur 1699 félaga innan sinna raða. Frá árinu áður fækkaði félög- um í Sjónarhæðasöfnuðinum úr 50 í 46 og telst hann fámennasti einstaki söfnuðurinn, en 71 voru skráðir í Ásatrúarsöfnuðinn, þar af 64 karlar. 5 í söfnuðinum töld- ust 15 ára eða yngri.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.