Alþýðublaðið - 27.06.1989, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 27.06.1989, Blaðsíða 1
Vigdís til Kanada Forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, hefur þegið boð landstjóra Kanada, Je- anne Sauvé, um að koma í opinbera heimsókn til Kan- ada dagana 29. júlí til 8. ágúst nk. Vigdís mun heimsækja fjölda borga i Kanada, og þá helst þær sem Vestur-Islend- ingar hafa haft búsetu i. Vig- dís mun meðal annars taka við heiðursdoktorsnafnbót við Manitoba-háskóla og einnig verður hún viðstödd þegar hinn árlegi íslendinga- dagur verður haldinn. Jón Baldvin um afvopnun á höfunum: Skortir stuðning frá grann- þjóðunum - Sjá bls. 6. Henning Christophersen, varaforseti framkvæmda- ráðs EB, Jón Sigurðsson viðskipta- og jðnaðarráð- herra og Birgir Árnason að- stoðarmaður ráðherra. A-mynd/E.ÓL. Varaforseti framkvœmdaráðs EB: Skil röksemdir Islendinga en vilji þeir betri aðgang að mörkuðum EB verður eitthvað að koma í staðinn Henning Christopher- sen, varaforseti fram- kvæmdaráðs Evrópu- bandalagsins (EB), átti viðræður við Jón Sigurðs- son viðskipta- og iðnaðar- ráðherra og fleiri islenska ráðamenn hér á landi 24—27. júní. Sérstaklega' var rætt um sameiginlegan innri mark- að EB, sem stefnt er að að verði að veruleika fyrir árs- lok 1992. í viðræðum þess- um ítrekaði Jón Sigurðs- 'son þá sérstöðu íslendinga gagnvart EB sem hlýst af mikilvægi sjávarútvegs í þjóðarbúskap okkar. Þá lagði Jón fram sameigin- lega áætlun Norðurland- anna um aðlögun að þróun mála í Evrópu á árunum 1989—1992. Á blaðamannafundi í gær sagðist Christopher- sen hafa átt gagnlegar við- ræður við hérlenda ráða- menn um þessi mái. Hann sagðist bjartsýnn á góðan árangur í viðræðum EB og EFTA og væri nú verið að ræða þau mál sem grund- vallast á sameiginlegum hagsmunum, sérstaklega umhverfismál, vinnu- verndarmál og neytenda- mál. Það kom fram hjá þeim Christophersen og Jóni að staðan væri óbreytt hvað varðar deildar meiningar um veiðiheimildir í ís- lenskri lögsögu. Christop- hersen sagðist skilja rök- sentdir okkar fyrir þvi að urn takmarkaða auðlind væri að ræða, en það væri enn afstaða EB að ef ís- land vildi betri aðgang að mörkuðum EB, breytta tollastefnu o.s.frv., yrði eitthvað að koma í staðinn. Ólga á Jónsmessunótt Að kveldi Jónsmessu safnaðist saman mikið fjöl- menni í miðbæ Reykjavíkur og munaði minnstu um nóttina að til átaka kæmi milli unglinga og lögreglu. Lögregluþjónar komu að manni sem var alblóðugur að slá til vegfarenda og hugðust koma honum á slysadeild, en sumir miðbæjargesta virtust telja lög- regluna eiga sök á áverkum mannsins. Munaði ekki miklu að lögreglan þyrfti að beita kylfum, en hún færði þrjá menn á lögreglustöðina, en sleppti strax tveimur. Á stærri myndinni sést lögreglan fjarlægja einn mannanna, en á innfelldu myndinni er verið að færa þann alblóðuga, nefbrotinn og með sprungnar varir, á slysadeild. A-myndir/E.Ól. Júlíus Só/nes um viðrœður við ráðherra: Mér sýnist þeir ekki geta kyngt okkar forsendum Júlíus Sólnes, formaóur Borgaraflokksins, segist ekki sjá neitt sem bendi til þess aó stjórnarflokkarnir séu reiðu- búnir að kyngja forsendum Borgaraflokksins fyrir við- ræðum um stjórnarmyndun. „Reyndar hef ég enga hug- mynd um hverju þeir eru að velta fyrir sér,“ sagði Júlíus viö Alþýðublaðið í gær. Júlíus sagðist hafa átt kaffispjall með nokkrum ráðherrum fyrir 10 dögum siðan um forsendur þær sem Borgaraflokkurinn setur sem skilyrði. „En ég hef í sjálfu sér ekkert heyrt frá þessum ágætu mönnum síðan. Mér sýnist því ekkert benda til þess að þeir geti kyngt okkar forsendum.“ „1 samningum er ekki spurning um það hverjir séu tilbúnir að kyngja hverju, heldur hitt: Hvort við getum gefið okkur eðlilegan tíma til að leysa vandamál með sam- komulagi. Það þarf enginn að efast um okkar vilja til að ganga til slíks samkomulags. En við getum ekki gefið okk- ur fyrirfram að það takist með einu pennastriki fyrir einhverja tiltekna dagsetn- ingu,“ sagði Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráð- herra þegar Alþýðublaðið spurði hann um afstöðu stjórnarflokkanna. Jón Baldvin sagðist skilja óþolinmæði borgaraflokks- manna, en ekki hefði verið hægt að koma á formlegum viðræðum m.a. vegna mikils álags á ráðherrum og for- ystumönnum stjórnarflokk- anna undanfarna daga. „Það stafar ekki af áhuga- leysi, heldur því að menn ráða ekki tíma sínum að öllu leyti sjálfir,“ sagði Jón Bald- vin Hannibalsson. Að sögn Júlíusar eru borg- araflokksmenn enn sama sinnis og er viðræður áttu sér stað í janúar sl. Lykilatriði í kröfunum sem þá komu fram er matarskatturinn, að finna leiðir til að lækka mat- vælaverðið. Júlíus sagði að þrátt fyrir allt hefði ríkis- stjórnin komið að einhverju leyti til móts við kröfurnar frá því í janúar, t.d. hvað varðar lagfæringu á vöru- gjaldi og lækkun á skatti á verslunar- og skrifstofu- húsnæði.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.