Alþýðublaðið - 09.05.1990, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 09.05.1990, Blaðsíða 1
MMSIfBMÐIB 68. TOLUBLAÐ 71. ÁRGANGUR maammmmamm wmmmmmmmmmmm MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ 1990 EB VILL TOLLABANDALAG: Framkvæmdanefnd KB er tilbúið meö hugmyndir um viðræðugrundvöll við F.FTA. Þar er gert ráð fyrir aö stefnt veröi að tollabandalagi. í hug- myndum EB er tekiö tillit til sérhagsmuna íslendinga varð- andi fiskafurðir. SÆPLAST á Dalvík hefur samið um sölu á 2000 fiskiker- um til Skotlands. I'etta jafngildir mánaðarframleiðslu verksmiðjunnar og er samningurinn upp á um 30 milljónir króna. ÁBURÐARVERKSMIÐJAN hefur ákveðið aö hækka áburðarverö um 12%. Stjórn verksmiðjunnar haföi ákveð- iö 18% hækkun en eftir viðræöur viö ríkisstjórnina og 30 milljóna króna framlag ríkisins var ákveöið að láta 12% nægja. AL: Álviðræöunefnd ís- lenska ríkisins er nú stödd í New York aö ræða við Atl- antalhópinn um fyrirhugað álver hér á landi. Viðræð- urnar halda áfram i dag en búast má viö ákvörðun um staðsetningu álversins í lok þessa mánaðar eða í byrjun þess næsta. IMYLIST: Ríki og borg hafa ákveðið að kaupa litís við Vatnsstíg 3b undir Nýlistasafnið. Reyndar er safnið þar til húsa en þaö er Eignarhaldsfélag Alþýöubankans sem á fasteignina. Kaupveröiö er 9 milljónir. VÍETNAMAR TIL ÍSLANDS: Á næstunni koma átta víetnamskar fjölskyldur til landsins. Þetta eru 29 manns en á næstu árum munu um 60 Víetnamar fá landvistarleyfi hér á landi. Fólkiö kemur úr flóttamannabúöum í Hong Kong þar sem það hefur dvalið í mörg ár við mjög slæni skilyrði. MENGUNGÓÐ FYRIR FISK: Aukin loftmengun veldur hækkandi hitastigi í Barentshafi. Þar með auk- ast tímgunarmöguleikar fisks og þetta leiðir til meiri fiskgengdar í N-Atlantshafi. Þetta kom fram á alþjóö- legri umhverfisráðstefnu sem nú fer fram í Bergen í Noregi. Þetta er stærsta umhverfisráöstefna sem Evrópulöndin hafa samein- ast um frá upphafi. NÍU TIL UMHVERFISRÁÐUNEYTISINS: Ákveðiö hefur verið aö ráða sjö nýja starfsmenn til Umhverfisráðu- neytisins. Þar meö verða starfsmenn hins nýja ráðuneytis átta, auk Júlíusar Sólnes ráöherra. LEIÐARINN Í DAG Frelsi á villigötum er til umfjöllunar í leiöara Al- þýðublaðsins í dag. Alþýðublaðið telur að frelsi í verslun og viðskiptum, fjármagnsmarkaði og í bankakerfi sé af hinu góða. Hins vegar verði að tryggja að þetta frelsi nýtist öllum en ekki aðeins fáum útvöldum eins og þróun síðustu missera virðist benda til. Alþýðublaðið bendir einnig á, að helsti málsvari fámennisveldisins og hringa- myndunarfjármagnsá íslandiséSjálfstæðisflokk- urinn. SJÁ LEIÐARA Á BLS. 4: FRELSI Á VILLIGÖTUM. Aðkeypt virðing II þessu blaði er eins og oft áður góð og gagnleg hugleið- ing Jónasar Jónassonar. Hann skrifar um virðingu Alþingis — eða þaö virðingarleysi sem þinginu er víst sýnt og á nú að færa til betra horfs meö ráðn- ingu kynningarfulltrúa. 2 Matvöruveldi hrynur Grundarkjör hélt á dögunum hátíðlegt 2ja ára afmæli sitt. Skömmu síðar er mikið versl- unarveldi hrunið. Hvað gerð- ist? Sæmundur Guðvinsson, blaðamaður, skyggnist bak viö tjöldin. Sjá fréttaskýringu. Bílar og mengun andrúmsloftsins: 3 Vesældómur flokkanna Tryggvi Haröarson, blaða- maður, er ómyrkur í máli um ■ störf Alþingis í vetur. Hann segir upphlaup og óróleika í þinginu vesaldómi flokkanna ■ að kenna. DÍSELBÍLA R SENN TEKNIR Á BEINID „Fram til þessa höfum vid ekki getad framkvæmt mælingar á mengun frá út- blæstri díeselbíla og ein- göngu mælt útblástur frá bensínbílum. Nú er hins vegar verið að undirbúa mælingar á díselbílum og ég vænti þess að hægt verði að byrja á þessu ári,“ sagði Karl Ragnars, for- stjóri Bifreiðarskoðunar Islands í samtali við Al- þýðublaðið. I sólskininu í hofuðborginni að undanförnu finna gang- andi vegfarendur glöggt fyrir mengun frá störum flutninga- bílum og strætisvögnum auk þess sem sótsvartur mökkur- inn leynir sér ekki. Því hafa vaknaö þær spurn- ingar hvort ekki sé fylgst með því að mengun frá þessum bifreiðum sé innan þeirra marka sem heimiluö eru. „Það hafa alltaf verið i gildi reglur sem eiga aö hamla gegn mengun frá útblæstri bifreiða. Þessar reglur hafa hins vegar veriö mjög óá- kveönar. Um síöustu áramót tóku svo gildi nýjar reglur um þetta mál sem skilgreina til dæmis hve mikiö sótmagn má vera í útblæstri díeseibíla Þessar reglur eru hins vegar mjög rúmar út þetta ár en þrengjast verulega um næstu áramót.-Þaö má því segja að menn fái vissan aölögunar- tíma." sagöi Karl Ragnars ennfremur. Enn er umhverfisráöherrann á feröinni: Júfíus tfí Tawain Hópur íslenskra kaup- sýslumanna með Júlíus Sólnes umhverfisráðherra í fararbroddi eru að hugsa um að fara tii Tawain fljót- lega til að kanna grundvöll fyrir viðskiptum milli landanna tveggja. Heimir Hannesson, fyrr- verandi formaður Ferða- málaráös, hefur haft for- göngu um þetta mál en hann sagði í samtali viö Alþýöu- blaðið í gær að þetta mál væri enn á umræðustigi. Hann sagöist því ekki vilja ræöa þetta mál og vildi hvorki staöfesta að umhverf- ismálaráðherrann færi í þessa ferö, hve margir færu í þessa ferð né hvort hún væri í boði þarlendra stjórnvalda. Ekki eru allir hrifnir af þessari hugmynd því íslend- ingar eru ekki meö stjórn- málasamband við Tawain og Vísitalan undir mörkunum: Verð- bólgan 8,5% nú Vísitala framfærslu- kostnaðar hefur hækkað um 0,9% frá síðasta mán- uði. Þar með reyndist vísi- tala maímánaðar vera 144,4 stig eða rétt undir þeim inörkum sem gert var ráð fyrir í síðustu kjarasamningum. Þar var gert ráð fyrir að vísitalan yrði ekki hærri en 144,5 stig. Síðastliöna tólf mánuði hef- ur vísitala framfærslukostn- aðar hækkað um 18,1 %. Undanfarna þrjá mánuði hef- ur vísitalan hækkað um 2,1% og jafngildir sú liækkun um 8,5% veröbólgu á heilu ári. það að íslenskur ráöherra skuli fara með slíkum hópi gæti skaðað samskiptin við yfirvöld í Bejing. Kkkert ríki sem er með stjórnmálasamband við Kina er með stjórnmálasamband við Tawain þar sem báðar rík- isstjórnir krefjast yfirráða yfir kínversku þjóðinni. Tawa- in-búar þyrstir liins vegar í viðurkenningu og eru þvi með allar klær úti að ná sam- böndum við sem flest lönd. Það gera þeir í gegnum svo- kallaðar verslunarskrifstofur. sem eru lítiö annaö en sendi- ráð. Starfsfólk j)eirra hafa hins vegar ekki diplómata- réttindi og geta |)ví ekki feng- ið áheyrn hjá ráðherra. Hann sagði að Bifreiöa- skoðun mældi útblástur bensínbíla í skoöunarstöö- inni í Reykjavík og slíkar mælingar kæmu brátt í gagn- ið úti á landi. Karl Ragnars taldi að það væri ekki inikiö mál að hafa útblástur díesel- bíla innan marka |)ví það væri yfirleitt ekki annað en stillingaratriði á vél. Vetrardekkin, höró og höst, hverfa nú undan bilunum og mikiö um aö vera hjá hjólbaröaverkstæð- um. Hér er einn hinna galvösku sveina sem svipta bilana ummerkjum vetrarins, ungur maöur sem dags daglega tekur sjónvarpsmyndir fyrir Stöö 2, en skýst i þetta þarfa verk þess á milli. Bileig- endum skal ennfremur bent á aö núna i vorblíðunni eiga nagladekkin aö vera horfin á götunum reglum samkvæmt. A-mynd: E. Ól. Fadir Kólumbusar: Stal frá páfanum Faðir Kólumbusar var norskur og sór sig í ættir víkinga ef inarka má heimildir sem hafð- ar eru úr Vatikaninu. Hann er sagður fædd- ur í Nordfjord og hafi á leið frá Bergen til Ge- núa stungið undan fjár- sjóði katólsku kirkj- unnar sem honum hafði verið trúað fyrir. Þá fylgir sögunni að Kólumbus hafi síðar gengið á fund páfa til skrifta, endurgreitt þaö fé sem faðir hans hafði stol- iö til þess að kaupa sálu föður síns fyrirgefningu og sálarheill. Samkvæmt sömu heimildum er stað- fest að Kólumbus hafi komið til íslands. Þar skyldi þó ekki vera kom- inn skýringin á fullvissu Kólumbusar á að land væri að finna handa Atl- antsála. Málefni Leifs heppna og Kolumbusar inn á borð ríkisstjórnar í fyllingu tímans. — Sjá nánar á bls. 3.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.