Alþýðublaðið - 11.08.1995, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 11.08.1995, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ HELGIN 11.-13. ÁGÚST1995 ■ ÁThorsþingi, 3. júní síðastliðinn, lagði Sigurður Pálsson skáld útaf fyrstu bókThors Vilhjálmssonar, Maðurirm eralltafeinn Ágæti heiðursgestur og viðfangsefni um- ræðna hér í dag, prýðilegu samkomugestir. Konstantín Staníslavskí notaði hugtakið „hið skapandi ef' í vinnu sinni með leikurum. Hið skapandi ef, það er að segja að upphugsa nýja möguleika, heila veröld kringum og bak- við persónur leikveranna með því að beita miskunnarlaust þessu litla tengiorði skilyrðis- setninga, sem Bjöm Guðfinnsson nefnir skil- yrðistengingu en nær varla yfir notkun orðs- ins í merkingu Staníslavskís; ég legg til að kalla hið skapandi e/tilgátutengingu. Raunar beita allir vísindamenn og allir skáldskaparsmiðir þessari tilgátutengingu vís- vitandi eða óafvitandi, hið skapandi ef er byrjun á allri nýjung, allri sköpun. Ég ætla að byrja smátt hér í dag og segja sem svo að eitthvað sé til í því sem einhver sagði (ég get ekki fundið hver það var), sem- sagt einhver sem sagði: Leyndur lykill allra raunverulegra höfundarverka er fólginn í fyrstu bók höfunda. Fyrsta bók Thors heitir Maðurinn er alltaf einn. Þessi titill er því nokkurs konar yfir- skrift hins mikla ferðalags sem heildarverk Thors er. Fyrsti kafli fyrstu bókarinnar heitir einmitt Hin veglausa ferð. Við erum hér við upphaf þessarar miklu ferðar. Við erum hér við uppsprettu árinnar, upptök fljótsins. Því ef heildarverk Thors væri fljót myndi það breikka sífellt og minna brátt á Amasón, svo breitt að smám saman höfum við ekki hugmynd um hvort við erum komin að árós- um eða þegar út á reginhaf. Við siglum á togara sem búið er að breyta í fljótabát ög skipstjórinn heitir Thor og er kímileitur og gætir þess að við farþegarnir lesendur hans fljótum ekki sofandi að neinum feigðarósi, nei, hér leyfist engum að sofa, þeir sem dotta geta átt von á flugeldasýningu hjá skipstjóranum þegar minnst varir. Fljótið flýtur áfram, fiskar synda í djúpi þess, fuglar svífa yfir og heildaráhrifin sem við farþegamir fáum á þessari siglingu er ein- faldlega: margbreytileiki heimsins, fjölskrúð litatóna, blæbrigði radda og andlita og skyn- hrifa og stundum tekur skipstjórinn vatnsfötu og dýfir í flauminn og halar um borð; hefur tekið sýni úr þessu fljóti og töfrar fram sann- anir þess að allur flaumur fljótsins býr í ein- um dropa, allir fiskar búa í einum skræpóttum fiski sem syndir í einsemd í vatnsfötunni á þilfarinu, allir menn eru samankomnir í einum manni sem horfir á andlit sitt í spegli dropans. Að skoða heildarverk Thors sem einhvers konar Amasónfljót hefur nokkra kosti. Ég skynja verk hans sem heild; mér virðist það hafa fljótandi eiginleika, mynda eitt sam- fellt continuum. Ég skynja sömuleiðis landamæraleysi verksins, jafnt í viðfangsefnum sem og aðferð og það sem kalla mætti alheimsvitund þess; viðfangsefnið er þrátt fyrir allt hvorki meira né minna en manneskjan andspænis heimin- um, nánar tiltekið maðurinn, konan og heim- urinn. Oft hef ég fengið á tilfinninguna að þessu verki henti illa að vera bútað sundur í þessar venjulegu pakkningar skáldsagna, þar sem út- gáfuvenjur og lestrarvenjur biðja um landa- mæri, sldlrúm, veggi, biðja um skýrt upphaf og endi innan harðra spjalda. Þetta á svosem við um marga aðra höfunda; hvar byrjar til dæmis texti eftir Proust, hvar endar hann, nú eða Joyce, Kafka eða þá Peter Handke eða Philippe Sollers nær okkur í tím- anum. Það væri alveg eins hægt að selja verk þess- ara manna eftir þyngd: ég ætla að fá 50 grömm af Proust, 100 grömm af Joyce. Ekki er síður hentugt að lesa þá með því að gera sér grein fyrir fljótandi eiginleikum þeirra, sigla spölkom með þeim hingað eða þangað úti á rúmsjó og sést ekki endilega til lands. Verk margra annarra höfund eru hús, bygg- ingar, eða þannig finnst mér ríkjandi eigindir þeirra vera og ekkert slæmt við það; sumt eru glæsibyggingar og sem betur fer eru margar þessara bygginga hús sem hreyfast svo vitnað sé í titil á ágætri bók eftir Kristján Karlsson. En þessi verk em einhvem veginn afmörk- uð, stúkuð; eiginleikar þeirra eru byggingar- listarlegir. Gamla ofurvenjulega herfðar- hlekkjaða skáldsagan er til dæmis hús, sem búið er að flytja upp á Árbæjarsafn; það er ekki gott að búa í þeim lengur en það má skoða þau. Það má auðvitað gera þess háttar hús upp til þeirra nota og allt í góðu lagi með það. En um borð í fljótabátnum em stundum ein- hverjir farþegar að muldra um í matartímun- um hvenær við komum eiginlega í Árbæjar- safn. Ég heyri stundum kvartandi norskan hreim þegar spurt er. En þama er því miður leiður misskilningur á ferðinni. Fljótabáturinn Thor Vilhjálmsson RE 1 er ekki á leið upp á Árbæjarsafn. En snúum okkur aftur að fyrstu bókinni, Maðurinn er alltafeinn. Við em stödd eins og áður sagði við upptök fljótsins. Tökum sýni úr fljótinu: Fyrsti kafli, Hin veglausa ferð byijar svo: „Þeir em tveir að ganga. Það er ýmist dagur eða nótt, þó er aldrei sól en ljósgrá birta um daga lík nýju blikki en um nætur tungl með hrjúfari steinlitum gráma en það skiptir engu máli. Annar er á undan hinum, hinn á eftir. Stundum ganga þeir hratt, stundum ganga þeir hægt...“ Andrúmsloftið væri hægt að kalla Bec- kettskt þó svo helstu verk hans hafi ekki verið komin út þegar kaflinn er ritaður, 1949. Undir lok þessa fyrsta kafla segir: „Og þannig fara stöðugt um hina veglausu landslagslausu auðn tveir menn á tilgangs- lausri ferð: Þú og líf þitt. Og þannig endalaust án tilbreytni unz tjald hins áhorfendalausa leikhúss fellur og hylur sviðið og ekkert er meir. Plaudite." Niðurstaða kaflans er nokkuð óvenjuleg. Þessir tveir menn em þú og líf þitt og heimur- inn er fremur tómlegur, ekki nóg með að auðnin sé veglaus heldur landslagslaus lika, ferðin án tilgangs og tjaldið fellur í leikhúsi án áhorfenda og ekkert existerar lengur. Þó svo þarna sé ekki mikil tilbreyting né fjölbreytileiki sviðs né persóna virkar þetta alls ekki á mig sem tómhyggjuvæl. Þvert á móti finnst mér þetta exístensíalíska umbúðaleysi vera andlegt hraustleikamerki; byrjað er á hreinu borði, auðu borði og ekkert er lagt undir nema það sem öllu skiptir: mað- urinn, þú sjálfur fyrir hönd allra manna, mannlegs hlutskiptis. Það er tekist á við manninn einan andspæn- is sjálfum sér, andspænis heiminum. Víða má sjá vitnisburð um þetta í þessari fyrstu bók: Einn kaflinn byrjar svo: „Maðurinn var að deyja...“ Upphafslínur annars kafla em: „Ganga upp götuna og ganga niður götuna, það er að stefna í sömu átt. Það er að stefna að enda götunnar. Líf vort liggur í hring frá því að vera ekki að því að vera ekki.“ Þarna er strax komin til skjalanna aðferð Thors að nefna persónur engu sérstöku nafni, engu fornafni, eftirnafni sem kallar á tengsl við hóp, fjölskyldu, ætt; kallar á staðsetningu í afmörkuðum skilrúmum einkahaganna. Þvert á móti er lögð áhersla á hið sammann- lega, mannlegt hlutskipti fyrst og fremst, manninn einan og stakan sem fulltrúa þessa hlutskiptis og þar með allra manna. Lítum aðeins á titil verksins: Maðurinn er alltafeinn. Hvemig má hugsa sér að lesa þennan titil? Fyrsti lestur er eitthvað á þessa leið: Maður- inn er alltaf al-einn. Hvar? I heiminum vænt- anlega. Aleinn meðal manna. Einn með sjálf- um sér og einn með sjálfan sig. Einkunnarorð bókarinnar styðja raunar þennan lestur. Þau eru sótt í Cocktail Party Eliots: What is hell? Hell is oneself. Hell is alone, the otherfigures in it Merely projections. There is nothing to escape from And nothing to escape to. One is always alone. Ekkert til að flýja frá, ekkert að flýja til, hvergi griðarstaður, víti er maður sjálfur, maður er alltaf einn, segir Eliot. Það væri vissulega forvitnilegt að gera grein fyrir annars vegar þessum línum Eliots og hins vegar því sem að baki býr frægri setn- ingu úr leikriti Jean-Paul Sartre, Huis Clos, Luktar dyr - „L’enfer c’est les autres“. Víti það eru hinir; víti sem verður til þegar óheil- indi hverrar persónu verður að víti hinna per- sónanna - óheilindi í exístensíalískum, guð- lausum og forsjárlausum skilningi Sartre. Óheilindi - la mauvaise foi - flótti mannsins undan frelsinu, undan ábyrgðinni, undan ang- istinni; mannsins sem er haldreipislaus vera sem dæmd er til frelsis og á sér enga afsökun í fyrirbærum eins og „eðli mannsins". Hér er komið ágætisefni í BA-ritgerð: sam- anburður á vítishugmyndum Eliots og Sartre og hugmyndum um stöðu mannsins í fyrstu verkum Thors. Magisterritgerð mætti svo skrifa um ofangreint viðfangsefni að viðbætt- um vítishugmyndum Dantes og jafnvel Hier- onymusar Bosch en snúum okkur að Thor. Lesum áfram titilinn Maðurinn er alltaf einn. Þetta þarf ekki eingöngu að túlka sem einsemd og svartsýni. Maðurinn er einn af því að hann er ekki tví- skiptur, margskiptur, hann er einn af því að Guð er einn £ allri merkingu, trúarlegri og dul- spekilegri. Að Guð sé einn, en ekki margir, er forsenda þess að sköpunin sé heild, ennfremur forsenda þess að sköpunin er ein, heimurinn i

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.