Vísir - 15.11.1977, Blaðsíða 10

Vísir - 15.11.1977, Blaðsíða 10
10 VÍSIR utgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Daviö Guömundsson Ritstjórar: Þorsteinn Pálsson(ábm) ólafur Ragnarsson Ritstjórnarfulltrúi: Bragi Gudmundsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Gudmund- ur Pétursson. Umsjón meö Helgarblaöi: Arni Þórarinsson Blaöamenn: Elías Snæland Jónsson, Guöjón Arngrímsson, Jón Oskar Hafsteins- son, Kjartan L. Pálsson, Kjartan Stefánsson, AAagnús Olafsson, Oli Tynes, Sigur- veig Jónsdóttir, Sæmundur Guðvinsson. Iþróttir: Björn Blöndal, Gylfi Kristjánsson Ljósmyndir: Jón Einar Guðjónsson, Jens Alexandersson. Auglysinga og sölustjóri: Páll Stefánsson Askriftargjald kr. 1500 á mánuöi Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson. innanlands. Auglýsingar og skrifstofur: Síöumúla8. Verö í lausasölu kr. 80 eintakiö. Símar 86611 og 82260 Prentun: Blaöaprent h.f. Afgreiösla: Stakkholti 2-4, Simi 86611 Ritstjórn: Siðumúla 14. Simi 86611, 7 línur. Nýtt andlit án verkalýðsfulltrúa Af prófkjöri Alþýðuf lokksins i Reykjavík um siðustu helgi má draga tvær almennar ályktanir. I fyrsta lagi er þátttakan ein út af fyrir sig nokkur aðvörun til ríkis- stjórnarflokkanna og þá ekki sist Sjálfstæðisflokksins sem keppir um lausafyIgi við Alþýðuflokkinn. i öðru lagi er kosningasigur Vilmundar Gylfasonar vísbending um óánægju með stjórnmálastarfsemina eða uppgjör gagn- vart kerfinu. í þeim prófkosningum sem Alþýðuflokkurinn hefur efnt til fram til þessa, hefur hann fengið talsvert fleiri til þátttöku en greiddu honum atkvæði i siðustu kosning- um. Eðlilegt er, að þátttöku hlutfall miðað við kosninga- tölur sé hærra hjá litlum flokkum en stórum eins og t.a.m. Sjálfstæðisflokknum. En eigi að síður verður að lita á þátttökuna í prófkosningum Alþýðuflokksins sem ábendingu um fylgisaukningu. Með nokkrum rétti má segja að það sé nýr Alþýðu- flokkur sem býður fram í næstu kosningum. Próf- kosningarnar hafa vikið þremur af fimm þingmönn- um flokksins til hliðar. Gylfi Þ. Gíslason varð að hætta við framboð gegn vilja sínum til þess að komast hjá kosningu á móti Benedikt Gröndal. Og mætir þingmenn eins og Eggert G. Þorsteinsson og Jón Ármann Héðins- son hafa tapað þingsætum sínum fyrir þá sök m.a., að Alþýðuf lokksmenn eru að gera breytingar breytinganna vegna. öðruvisi er ekki unntaðsýna nýttandlit. Sigurvegari Reykjavíkurprófkjörsins er óumdeilan- lega Vilmundur Gylfason sem fékk þrjá fjórðu hluta gildra atkvæða. Þetta er eins konar leiðtogakosning. En hún er fyrst og fremst vísbending um stjórnmálaþreytu og óánægju með stjórnkerfið. Kosning hans sker óefað hinar hefðbundnu flokkspólitísku línur. En einmitt sú staðreynd getur gert hinum verðandi þingmanni erfitt fyrir þegar fram í sækir. Fyrir þetta prófkjör óttuðust ýmsir að formaður Al- þýðuf lokksins Benedikt Gröndal kynni að tapa kosning- unni um fyrsta sætið. Það hefði vissulega orðið áfall fyrir flokkinn í upphafi kosningabaráttu. En athyglis- vert er, að f lokksformaðurinn fær ekki ^elming greiddra atkvæða. Við eðlilegar aðstæður ætti f lokksformaður að fá miklu betri kosningu. Að þessu leyti hefur prófkjörið ekki breytt því að sókn Alþýðuflokksins er undir veikri forystu. Og niðurstaða þess er þverstæðukennd að því leyti að Benedikt Gröndal höfðar til Framsóknarforyst- unnar en Vilmundur getur ekki af siðferðislegum ástæðum unnið með henni. Gylfi Þ. Gíslason hefur allt fram til þessa verið sterki maðurinn í Alþýðuflokknum. Það er fyrst eftir þetta prófkjör að Benedikt Gröndal getur talist raunverulegur leiðtogi flokksins. Hann dregur þó ekki sjálfur atkvæði frá Sjálfstæðisflokknum og sennilega ekki að neinu marki frá öðrum flokkum. Á þann hátt draga leiðtoga- skiptin aðeins broddinn úr sókn flokksins. Á hinn bóginn er hugsanlegt að Vilmundur Gylfason jafni þau met. Þá er athyglisvert að prófkosningar Alþýðuf lokksins hafa leitt til þess, að enginn maður sem vaxið hefur upp úr verkalýðshreyfingunni skipar öruggt sæti á fram- boöslistunum. Alþýðubandalagið og Sjálfstæðisflokkur- inn eru því einu stjórnmálaaðilarnir sem tef It geta fram aðilum úr launþegafélögunum i öruggum sætum við næstu kosningar. Hér hafa þvi augljóslega orðið þátta- skil í sögu og starfi Alþýðuflokksins. Eftir þetta mun forystan ugglaust leggja mikla áherslu á verkalýðshlutverk flokksins. En það breytir ekki þeirri staðreynd að hið nýja andlit Alþýðuf lokksins er m.a. fengið með því að ýta til hliðar eina þingmanni flokksins sem komist hafði til áhrifa í gegnum verka- lýðshreyfinguna, og án þess að annar slíkur fylli skarðið. Þriðjudagur 15. nóvember 1977 VISIR Baidur Hermannsson segir að óvænt frum- kvæði Snæfellinga til að fá Eið Guönason i framboð og framboð ýmissa annarra, sem ekki séu taldir í grein- inni, sýni svo ekki verði um villst, að nú standi ný kynslóð reiðubúin til starfa. MANNJOFN Á VESTURL Astandið er kannski verst i Sjálfstæðisflokknum, en það hef- ur samt orðið honum til fram- dráttar í vissum skilningi, því að hann snapar i hverjum kosning um aragrúa atkvæða á þeim for- sendum, að innan vébanda flokksins eigi hérumbil allar skoðanir sér einhverja vistarveru og einhvern málsvara. Búraunir krata Alþýðuflokkurinn hefur ekki að sama skapi hagnast á veikleika sinum, og hefur stundum legið við Eiður er einstakur hæfil^ika- maður, harðfylginn og dreng- lyndur hæfari en flestir til að sinna ábyrgðarstörfum stjórn- málanna. En hann vissi fullvel, að markvissar framkvæmdir og heiðarleg vinnubrögð áttu litinn hljómgrunn I sölum Alþingis og teppalögöum skúmaskotum ráðu- neytanna, og visaði jafnan á bug gylliboðum flokksforystunnar um pólitiskar vegtyllur. Vor aðvetrarlagi En þessa heiðriku vetrardaga Sú reynsla er kannski jafngömul mannkyninu, að félagslegar framfarir ger- ast ekki fyrir það eitt, að staðnaðir valdhafar sjái sig um hönd einn góðan veðurdag og fari að stjórna prýðis vel, svona upp úr þurru. Framfarir verða þá fyrst að gagni, þegar harð- snúin fylking nýrra manna, sem skilja til hlítar kröfur nýrra aðstæðna, ryðja til hliðar fulltrúum aflóga stjórnarhátta, en axla sjálfir ábyrgðina á þeirra stað. Og ekki þarf víst að orð- lengja að íslenskir stjórn- málaflokkar hafa nú full- lengi verið f jötraðir af úr- eltum stjórnarháttum og spillingu valds og auðs. Ef þessi staðhæfing hljómar illa í eyrum má bæta því við, að forkólfum flokk- anna hefur ávallt liðið undra vel í f jötrunum, sætt góðri meðferð, eins og sagt er. Flokkur allra skoðana Skortur á samræmi milli stefnuskrár og framkvæmda er landlæg pest i flokkunum öllum, en kemur misjafnlega að sök. — Það er vitað mál, að hringlandaháttur flokksfor- ystunnar fældi burt marga ágæta jafnaðarmenn og í þeim hópi var Eiður Guðnason. sjálft aö ósamkvæmnin riði hon- um að fullu. Þar við bættist svo sérkennilegt misræmi milli grundvallar hugsjóna Alþýðu- flokksins og sjálfra leiðtoganna, sem stundum virtust tilheyra allt öðrum flokki á allt annarri reiki- stjörnu. Það er vitað mál, aö hringl- andaháttur flokksforystunnar fældi burt marga ágæta jafnaðar- menn, og i þeim hópi var Eiður Guðnason. fréttamaður hjá sjón- varpinu. er angan vors i lofti stjórnmál- anna. Almenningsálitiö hefur fundið sér fleiri farvegi til að knýja á ráðamenn um betra sið- ferði, sanngirni og endurbætur, og kannski umfram allt: lág- marks samræmi milli stefnumót- unar og framkvæmda. Og fyrir fáeinum vikum tóku kjósendur I Vesturlandskjördæmi frumkvæðið óvænt I sinar hendur. Þar fannst mönnum ráð að nýta hinn nýja byr, og fjölmennur hóp- ur fór þess eindregið á leit við Eið SANNUR SJ/ mestu fylgi og trausti að fagna i röðum sjálfstæðismanna hér i borginni og viðar. Allt frá „sandkorni” blaðsins, mindasiðum þess, Svarthöfða Jakob V. Hafstein lögfræðingur svarar gagnrýninni á Albert Guðmundsson og segir m.a. að það sýni og sanni kjark jiessa mikla dugnaðarmanns, að hann hafi ekki farið dult með andstöðu sína gegn stefnu rikisstjórnarinnar í efnahagsmálum og sú stað- reynd skipi honum sérstakan og sterkan sess í röð- um forystumanna Sjálfstæðisflokksins. i þessu blaði, dagblaðinu Visi hafa að undanförnu birst hin ótrú- legustu ummæli um einn litrik- asta og ötulasta forystumanna, Sjálfstæðisflokksins, Albert Guð- mundsson, alingismann og borgarstjórnarmenn. Þann mann, sem tvimælalaust á hvað (sem sterkur grunur leikur á um að sé ekki hinn „sanni Svart- höfði”) lesendabréfum og upp i myndskreyttar áróðursgreinar blaðsins, hefur verið reynt að lit- ilsviröa og rægja Albert Guð- mundsson, alþrn. á mjög lúalegan og ósæmilegan hátt. Minn.a mátti ekki gagn gera. Vegna þess að mér blöskra slik óþurftarskrif blaðsins, sem að frainan er að vikið, vil ég leyfa mér að biðja um eftirfarandi at- hugasemdir i blaðinu. 1. Ef dagblaðið Visirhyggst vilja stuðla að velgengniSjálfstæðis- flokksins sem ég vona fastlega að blaðið vilji, og fylgja hinni raunverulegu stefnu og lifs- skoðun okkar sjálfstæðis- manna, þá skora ég á ritstjór- ann að „LOKA” sem allra fyrst fyrir rógsskrif þau um Albert Guðmundsson, alþm., sem að undanförnu hafa svert siður blaðsins. 2. Sannleikurinn er sá, að enginn af forystumönnum Sjálfstæðisflokksins hefur á undanförnum stjórnarárum verið jafn trúr, heill og stað- fastur um grundvallarstefnu flokksins og lifsskoðun og einmitt Albert Guðmundsson. Auk þess höfum við vitað að á-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.