Vísir - 09.06.1979, Blaðsíða 4

Vísir - 09.06.1979, Blaðsíða 4
VÍSIR Laugardagur 9. Júni, 1979 RAKVEL KOSTAR SVIPAÐ OG GOTT RAKOLAÐ OG ENDIST ÚTRÚLEGA LENGI. &AILOGR/IF B/C AB UMBOÐ: Þórður Sveinsson&Co. h.f., Haga v/HofsVallagötU/ Reykjavik Simi 18700 ALLTAF A _ LAUGARDÖGUM LAUGARDAGS SKRÍNUKOSTUR Creamsúpa með sveppum Roastbeef með bernaisesósu og bökuðum jarðeplum SUNNUDAGUR S j ómannadags-Skrí nukostur Skrínu-creamsúpa Djúpsteiktur hörpuskelfiskur með remoulade Kryddlegið lambslœri með rjómasveppum, berneisesósu og bökuðum jarðeplum Rjómaismeð perumj Opið til kl. 11.30 SKRÍNAN Skólavörðustfg 12 Síml 10848 v *. . * } *: LEIÐTOGI RÖMANTÍSKA FLOKKSINS Hann er ekki sú manngerð sem ýtir undir rómantískar hugmyndir f jöldans. Ekki þessaði horaði/ kinnfiskasogni söngvari, með barkakýli á stærð við golf- kúlu, sem kemur inn á sviðið eins og álkulegur skólastrákur. En hamskiptin byrja um leið og fyrstu tónarnir renna út úr honum og ástarörvar textanna þjóta út til áhorfendanna á hraða Ijóssins. I sæluvímunni gleyma áhorfendur sér, öskra, skæla ofan í stólana og f levqia iafnvel vasaklútum og nærbuxum upp á sviðið. Renglulegi stráklingurinn sem þar er hefur skyndilega breyst í draumaprins eða einsog sagter á enskunni: Prince Charming. Þessi lýsing gæti átt við um Frank Sinatra í kringum 1944, en svo er nú ekki, heldur á hún við Barry Manilow á því herrans ári 1979. Enginn söngvari frá því Sinatra dró sig í hlé hefur gert jafn mikið fyrir rómantísku ballöðuna og Barry Manilow Þrautin þyngri Haldi menn aö þaö hafi veriö eins og að skella einu vatnsglasi i andlitið á sér aö öðlast vin- sældir á siöustu 2-3 árum meö ástarsöngva aö vopni — þá er þaö hrapallega rangt mat á stööunni. Að þvi ber að hyggja að pönk — og diskótónlistin ger- ir sér alla jafna ekki mikinn mat úr rómantiskum ballööum og pönkararnir hafa megnustu fyrirlitningu á ástinni, svona i orði kveönu allavega. Þaö var þvi þrautin þyngri fyrir Mani- low að klöngrast upp vinsælda- listana innan um diskólög, rokk- lög og pönklög meö sinar rómantisku ballööur. En á tind- inn komst hann og þaö er nú fyrir mestu, ekki satt? Græta stelpurnar „Þaö er ekkert athugavert viö rómantiska tónlist,” segir Barry Manilow Aörir rómantiskir söngvarar hafa náö einu og einu vinsælu lagi, en enginn i „rómantiska flokknum” kenr.st meö tærnar þar sem Manilow hefur hælana. Frá þvi 1974, þegár Barry byrjaöi aö semja lög f þeim til- gangi aö græta stelpurnar, hef- ur hann veriö tiöur gestur vin- sældalistanna. Sjö hæggengar plötur hans hafa selst i meira en milljón eintökum og fimmtán 2- ja laga plötur hans hafa farið yfir gull-markiö i sölu. Fyrst kom „Mandy”og siöasta hittlag Barrysvar „Somewhere In The Night.” Langt nef Barry Manilow á ekki upp á pallborðið hjá tónlistargagn- rýnum og þeir gefa honum óspart langt nef (sem raunar ætti aö vera óþarfi eins og myndirnar af honum bera með sér). Þaö þekkja allir væmna vanillubragöiö og skilja þvi hvers vegna hann hefur oftar en einu sinni veriö nefndur „Barry Vanilla, kðngur miöstrætistón- listar.” „Gagnrýnendur, úh!”, rymur i Manilow um leið og hann renn- ir grönnum fingrunum gegnum ljóst háriö og tritlar um stofuna i nýju húsi sinu i Los Angeles, sem enn er fátæklega búiö hús- gognum. „Hvaö vilja þeir eiginlega aö ég geri? Fari úr buxunum á sviöinu? Mér geöjast mjög vel aö rómantisku plötunum minum, og fólkinu, sem þær eru geröar fyrir. Ég get staöið jafn-keikur aö baki minum verkum og Led Zeppelin að baki sinum. Mig grunaöi ekki aö ég myndi lifa þaö aö vera kallaöur höfundur ómerkileg- asta söluvarnings sem nokkru sinni hefur veriö sendur út á öldum ljósvakans,” segir Barry Manilow og er mikiö niöri fyrir. Þaö er ékki aöeins aö gagn- rýnendur geri óspart grin aö tónlist hans, heldur hefur hann oröiö aö þola sitthvaö vegna út- litsins. Einn gagnrýnandi sagöi eitthvaö á þá leiö aö viö hliöina á Barrv Manilow liti Sammy Davis út eins og Robert Red- fors. „Carousel" „Fyrir sex árum hlustaöi ég ekki á rómantiska tónlist,” segir Manilow og blaöamaöur spyr hvað hafi svo gerst. „Ef ég á aö nefna eitthvert eitt ákveöiö dæmi, myndi ég segja að breytingin hafi orðiö þegar ég sá söngleikinn „Carousel” og komst i kynni við fólk, sem gat hrifið mig með sér.” Manilow nam tónlist i Juilliard skólanum og kveöst hafa tekið tónlist svo alvarlega aö „ég geröi mér ekki grein fyrir þvi aö einhver gæti komiö fram á sviö og sungið svo tárakirtlarnir I mér tækju til starfa. „You’ll Never Walk Alone” skritnasta lag i heimi haföi þessi áhrif. Ég fór þvi að vinna aö þvi aö semja lög sem heföu svipuð áhrif og gætu kallaö fram svona mikla tilfinningu,” segir Manilow. Dans á bleiu „Þegar hann var tveggja ára gamall, sá ég aö Barry haföi hæfileika,” segir Edna Manilow Murphy mamma Barrys. „Viö höföum kveikt á útvarpinu allan daginn i húsinu okkar i Brook- lyn, og hann var vanur aö dansa i bleiunni sinni. Þegar hann var sjö ára gamall setti ég har- moniku i hendurnar á honum og hann lék strax ljómandi fallega A sviöinu — aö syngja um hryggbrot á hryggbrot ofan.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.