Vísir - 09.06.1979, Blaðsíða 5

Vísir - 09.06.1979, Blaðsíða 5
VISIH Laugardagur 9. Júnl, 1979 5 á hana. Siöar keyptum viö handa honum pianó. Hann setti fingurna á pianóið og gleymdi harmónikkunni á sömu stund.” Sama árið og Barry fékk pianóiö, þá 13 ára gamall, fékk hann lika nýjan pabba. „Willie Murphy breytti lifsstefnu minni,” segir Barry. „Þaö fyrsta sem hann geröi var að fara meö mig á tónleika Gerry Mulligan og varö hrifinn af vesturstrandar djassinum. Og snobbaöist i þokkabót.” i helgan stein Þegar Barry Manilow haföi lokiö menntaskóla settist hann aö á Manhattan, fékk sér ibúö i Greenwich Village og eitt stykki eiginkonu. Og starf. „Ég byrjaöi i póstdeildinni hjá CBS,” segir hann. „Lifiö var mótað. Ég færi i kvöldskóla til að ná mér i gráöu, yröi heima hjá eiginkonunni og ynni eitt- hvað fyrir sjónvarp siöar meir.” Hann fór i háskóla og nam auglýsingateiknun, en áöur en ár var liðiö var hann búinn að breyta til og komin i tónlistar- nám. Hjá CBS kynntist Barry manni, sem áður haföi veriö leikstjóri hjá Broadway, en var að leita áö einhverjum sem gæti samið lög við leikrit aö nafni „The Drunkard.” Þaö kom i hlut Manilow að inna þaö verk af hendi Og gagnrýnendur lof- uðu verkið. Barry varö ástfanginn af skemmtiiönaöin- um og lét hjónabandið lönd og leiö. Lengi úti á kvöldin — „Ég uppgötvaði aö ég var lif- andi,” segir hann, „að ég gæti veriö meira en kvæntur. Ég gat veriö úti lengi frameftir. Hitt annað fólk. Ég fór aö taka þaö illa upp aö vera si og æ bund- inn.” Þaö leiö ekki á löngu uns Barry varö orðinn eins konar þúsund-bjala-smiöur I tónlist stjórnaöi tónlist fyrir sjónvarp. útsetti og vann að alls konar ver'kefnum, tengdum tónlist sem óþarft er aö tiunda hér. Og loks fór hann sjálfur á sviðiö sem söngvari með hnátu nokk- urri, Jeanne að nafni og nefndu þau sig einfaldlega „Jeanne og Barry.” Barry hlær þegar hann minnist þessa tfma og játar aö þetta hafi veriö „nokkur ár á miöur geöslegum mótelum og klúbbum aö syngja gamlar lummur ' fyrtr fy-llibyttur og vernda heiöur stúlkunnar. Þetta var harður skóli, en ég haföi gaman af þessu,” segir hann Fyrsta platan Eitt var vist, Tónlistin var ekki lengur áhugamál. Nokkru siöar bauöst honum staöa pianóleikara i frægum klúbbi i New York og eitt kvöldiö rak Betty Midler þar inn nefiö. Og þarf ekki aö orölengja þaö aö Barry varö undirleikari hjá henni, siöar stjórnandi tónlistar hennar og loks upptökustjóri á plötum hennar. Næst er aö nefna þaö, að Barry sýndi glamursöngvara nokkrum, Ron Dante, nokkur lög sem hann haföi samið og hvatti Dante drenginn til þess aö gera ódýra upptöku á segulbandsspólu Þaö var gert og Arista fyrirtækiö samdi viö Barry um plötu meö þvi skilyröi að hann færi i hljómleikaferð og kynnti plöt- una. Þaö geröi hann — i fyrstu landreisu Betty Midler, en þeim haföi svo samist að hann yröi áfram stjórnandi tónlistar Barry Manilow lét loksins veröa af þvi núna i vor aö læra á bil og viö hennar og fengi i staðinn aö leika nokkur lög sin á hljómleik- um hjá henni. skulum vona aö námiö hafi gengiö aö óskum. Opnir armar „Ég var sannfærður um að áheyrendur hennar myndu drepa mig,” segir Barry, „aö á sömu minútu og ég kæmi fram á sviðið, myndi tómötum rigna yfir mig eða allir færu fram og fengju sér kók.” En reyndin varð önnur og ánægjulegri. Aheyrendur tóku honum opn- um örmum og fannst sumum fylgdarsveinum Betty Midler jafnvel nóg um, einkum þegar ungar og áhrifagjarnar stúlkur rifu sig upp á svið og játuðu honum ást sina eða færöu hon- um rósa vendi. En einhver heyrðist segja: „Barry??? Finnst fólki hann stuðvekj- andi???” Aður en varöi haföi Barry „stuðað” milljónir manna og lag hans „Mandy” fór á toppinn á sex vikum. Siöar hefur frægöin haldiö sig hjá honum og hann sér ekki eftir þeirri ákvöröun aö hella sér út i skemmtanaiðnaðinn, eöa eins og hann segir sjálfur: „Þegar kallið kemur er ekkert sem þú getur gert.” Hjartað eða listin Astarsorg er vinsælasta viö- fangsefni Manilows. „Þaö er betra að semja lög um ástar- sorg en stööugt ástarsamband, það hefur allavega meiri áhrif á fólk,,’ segir hann. Hann getur lika trútt um tal- að, hætti fyrir nokkrum mánuð- um sambúö meö vinkonu sinni og býr nú einn. Ekki vegna þess að hann elski hana ekki, heldur vegna þess hve vinnan er mikil „Hef ekki tima,” segir hann. „Ég las einhvers staöar aö það væri annað hvort hjartaö eða listin. En það erfiöasta,” segir hann og litast um i svo til tómri stofunni „er aö koma heim til ekki neins.” Manilow er kurteis maöur og t.d. hefur hann þann vana aö aövara áheyrendur sina meö þvi aö segja i upphafi hljóm- leika sinna: „Ef þiö hafiö ekki komiö meö einhvern meö ykkur til þess aö kela viö, munu lög min veröa ykkur kvalræöi.” „You know I can’t smile with- out you...” — Gsal.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.